Tíminn - 05.09.1965, Qupperneq 7
SUNNUÐAGUR 5. september 1965
Mannkynsleiðtogi
Þau tíðindi hafa borizt síð-
ustu daga sunnan úr frumskóg-
um Mið-Afríku, ag Albert Sch-
weitzer lægi þungt haldinn og
væri vart hugað líf. Hann bíður
lokanna á vettvangi hins merki
lega mannúðarstarfs síns, þar
sem hann haslaði sér völl og
barðist hinni góðu baráttu af fá-
gætri atorku og fómarlund og
vann ekki aðeins afrek með
starfi sínu heldur og fordæmi,
sem lýsa mun mannkyninu
langt fram á veg. Hvort sem
hreysti Schweitzers stenzt þessa
sjúkdómsraun eða ekki, mun
hinu langa lífsstarfi lokið, því
að hann er rúmle'ga níræður að
aldri.
Með lífi sínu og starfi hef-
ur Albert Schweitzer skipað sér
á bekk með helztu mannkyns-
leiðtogum, ekki aðeins í samtíð
sinni, heldur allra alda. Hann
bjó yfir ofurmannlegu andlegu
og líkamlegu þreki og þjónaði
göfugum hugsjónum í orði og
verki með þeim hætti, að líf
hans verður sem lýsandi viti um
langa framtíð. Slíkir menn eru
meiri og gifturíkari mannkyns-
leiðtogar en alvaldir stjómar-
herrar.
Afreksmaður í fjór-
um vísindagreinum
Albert Schweitzer fæddist 14.
janúar 1875 í Kaysersberg.
Hann var af frönskum og þýzk-
um ættum, elzti sonur lút-
hersks prests. Hann gekk skóla-
veg og nam við háskóla í Strass-
bourg, París og Berlín.
Schwweitzer náði þeim sjald
gæfa árangri í vísindanámi að
hljóta doktorsnafnbót í þremur
megingreinum visinda og semja
viðurkennt öndvegisverk um
hljómlist Bachs. Fyrsta vísinda
rit hans fjallaði um trúarheim-
speki Kants, og hlaut hann dokt
orsgráðu fyrir það. Aðra dokt-
orsgráðu hlaut hann fyrir guð-
fræðirit og hina þriðju síðar í
læknisfræði.
Schweitzer var því afreksmað
ur í fjórum megingreinum há-
skólamennta. Hann nam orgel-
leik og varð svo snjall lista-
maður í þeirri grein, að hann
fórv í hljómleikaferðir um ýmis
lönd. Þegar hann hafði samið
doktorsrit sín í guðfræði og
heimspeki, samdi hann hið
mikla rit sitt um list Sebastians
Bach, og er það talið bera af
flestu því, sem ritað hefur verið
um þann höfuðsnilling.
Árið 1905 venti Schweitzer
enn sínu kvæði í kross og hóf
læknisnám þrítugur að aldri.
Ætlun hans var þá þegar sú
að helga sig hinu mikla líkn-
arstarfi meðal frumstæðra
þjóða í Afríku. Hann lauk öllum
stigum læknisnámsins og varð
fullgildur skurðlæknir og meira
að segja vísindamaður í lækn-
isfræði. Árið 1912 kvæntist
Schweitzer Helenu Breslau, dótt
ur kunns sagnfræðings í Strass
bourg, og hún hóf þegar
hjúkrunarnám til þess að
geta stutt mann sinn í væntan-
legu starfi. Þau héldu árið
1913 til Gabon-héraðsins í
frönsku Mið-Afríku, og þar
stofnaði hann trúboðs- og
sjúkrastöð sína í Lambarene á
bökkum Ogowo-árinnar. Hann
vann meira að segja hörð-
um höndum við byggingu hús-;
anna sjálfur með hjálp hinna
frumstæðu heimamanna. Þar
hóf hann baráttu sína við að
lina þrautir manna og lækna
hina skæðu hitabeltissjúkdóma..
Jafnframt þrotlausu starfi sínu
þama samdi hann margar stór-
merkar bækur og vísindarit.
Mikil þakkarskuld
Schweitzer er ofurmenni, ef
hægt er að nota slíkt orð um
mann eins og hann vegna of-
notkunar þess fyrr og síð-
ar. Afburðagáfur hans virt-
ust jafnvígar á hinar fjarskyld-
ustu visindagreinar eins og and
leg afrek hans bera vott um.
Siðgæðisþrek hans og fómar-
lund átti sér æðri mið en ann-
arra. Líkamleg orka hans og
skapstyrkur gerði hann margra
manna maka í starfi. En hið
merkilegasta við líf hans er þó
það, hvernig hann beitti vísind-
um og æðri menntum nútímans
til þess að hefja hina lægstu á
æðra stig, hvernig hann fómaði
sér og þjónaði göfugustu hug-
sjónum mannkynsins.
Fyrir það stendur mannkyn-
ið allt í meiri þakkarskuld við
hann en flesta aðra samtíma-
menn hans. í lífsdæmi hans
birtist eitt mesta fyrirheit okk-
ar um einn heim og betra mann
Hf.
Schweitzer hlaut friðarverð
laun Nóbels 1952.
Lágkúran uppmálu?
Eitt skýrasta dæmi, sem sézt
hefur um lágkúm og hælbíts-
hátt í stjórnmálabaráttu birtist
þjóðinni fyrir svo sem hálfum
mánuði, þegar stjómarblöðin,
öll þrjú með tölu tóku að fjarg
virðast yfir því dag eftir dag, að
Eysteinn Jónsson, formaður
Framsóknarflokksins, hefði þeg
ið boð um að heimsækja land
austan járntjalds. Blöðin blésu
þetta út sem einstakt ódæði og
gerðu því skóna með ógeðslegu
smjatti, að hann ætti þangað
einhver vafasöm erindi og væri
með þessu að hylla ofbeldi og
einræði stjórnarfarsins austur
þar. Á þessu var klifað dag eft-
ir dag jafnt í fréttum, forystu-
greinum sem smápistladálkum.
Menn lásu þessi skrif með vax
andi undrun yfir því, hve lágt
væri hægt að leggjast í smá-
mennskunni, og svo fór að lok-
um, að forsætisráðherrann sjálf-
ur og formaður Sjálfstæðis-
flokksins sá sér þann kost
vænztan til þess að bjarga and-
litinu að lýsa því yfir í sunnu-
dagspistli sínum í Mbl., að auð
vitað væri fráleitt að finna að
því, þótt Eysteinn Jónsson þægi
boð um að heimsækja land aust
an tjalds. Slík boð hefðu stjórn
málamenn vesturlanda þegið
hundruðum saman, og enginn
vændi þá um ódæði með því,
þvert á móti væru slíkar heim-
sóknir taldar gagnlegar, bæði
til þess að menn kvnntust mál-
efnum þessara landa og legðu
grundvöll að vinsamlegri sam-
búð landa með ólíka stjórnar-
hætti. sem ekki væri vanþörf á.
Lágkúra stjórnarblaðanna
kemur bezt í ljós, þegar þess er
gætt., að tveir ráðherrar Gvlfi
og Ingólfur. voru báðir i þann
veginn að fara í heimboð aust-
Albert Schweltzer v!8 skrlfborð sitt í Lambarene.
ur fyrir tjald, Emil nýkominn
þaðan, og fjölmargir framá-
menn Sjálfstæðisflokksins hafa
fyrr og síðar farið slíkar ferðir.
Og þegar Gylfi lagði af stað fyr-
ir nokkrum dögum, vantaði
mjög á, að honum fylgdu svip-
uð kveðjuorð í stjómarblöðun-
um og Eysteini Jónssyni. Þetta
er allt saman ofur ómerkilegt og
lítið mál en eigi að síður tölu-
vert lærdómsríkt og spegil-
mynd um^ pólitískan þroska,
þeirra fyrirmanna, sem tala máli
stjórnarflokkanna á íslandi
þessa haustdaga.
Ómyndarskapur
Kalskemmdirnar á Austur-
landi eru illar búsifjar, sem eng
inn bóndi getur staðið jafnrétt-
ur undir. Það blasir nú við, sem
raunar sást gerla fyrir mitt sum
ar, að margir bændur eystra
hafa ekki nema hálfan heyfeng
eða rúmlega það eftir sumarið.
Öllum sæmilegum mönnum
þykir sjálfsagt að hjálp sé veitt
þeim, sem verða fyrir
áföllum, og þegar um heil hér-
uð eða fjölmenna stéttahópa er
að ræða, er sjálfsagt að ríkið
hlaupi undir bagga eða beiti sér
fyrir hjálp. Slíkt er og augljós
þjóðarhagur, því að annars geta
önnur og meiri áföll fylgt í kjöl
farið. í fulla tvo mánuði hafa
menn rætt um kalið á Austur-
landi og sjálfsagða hjálp samfél
agsins. Samt hefur ekki enn
fengizt um það skýr yfirlýsing
frá landbúnaðarráðher'ranum,
hvort eða hvernig þessa hjálp
skuli veita. Þótt komið sé fram
á haust vita bændur eystra ekki
um það með neinni vissu enn,
hvort þeir eiga að stórskerða bú
stofn sinn eða fá aðstoð til þess
að halda í horfi. Jafnvel þótt sér-
stök nefnd hafi kannað málið,
sagt hvers sé vant og lagt fram
tillögur um aðstoð, eru við
brögð ráðherrans þau ein að
biðja um könnun á því, hvað
betur heyjaðir bændur í öðrum
: héruðum vilji gefa af heyi eða
íláta af hendi, án þess þó að
fyrir liggi nokkur bein yfirlýs-
ing ríkisins um að það ætli að
veita fé til fóðurkaupa eða lán,
né heldur að annast flutning
austur. Það sem öðru fremur
var nauðsynlegt þegar í stað var
skýr yfirlýsing ráðuneytisins
um þetta, svo að bændur vissu
hvort af nokkrum framkvæmd-
um ætti að verða eða ekki. Sú
jJirlýsing er ókomin enn. Þetta
er einstakur ómyndarskapur og
af honum stafar hættulegur
dráttur. Bændur eystra verða
nú næstu daga að taka sínar
ákvarðanir um ásetninginn,
hvað sem tvínóni ráðherrans
líður, og þar er í sumum til-
fellum um að ræða úrslit um
það.hvort bóndi telur sér fært
að halda áfram búskap eða ekki.
Svo illa er margur leikinn þar
eystra.
Umhugsunarefni
Að vísu ber að meta
mjög mikils þann samhjálpar-
vilja, sem birtist í því, er bænd-
ur vilja hjálpa stéttarbræðrum
sínum eystra með heygjöfum,
og ekki ber að amast við því,
þótt kannað sé, hve sú hjálp
gæti orðið mikil eða víðtæk. Vel
mætti hugsa sér slíkar gjafir
sem einhvern lið í víð-
tækari hjálparaðgerðum. En
það er siðlaust af ríkisvaldinu
að ætlast beinlínis til þess, að
þetta sé aðalhjálpin eða jafnvel
eina aðstoðin. Því ber að rétta
fram án hiks hina stóru hjálp-
arhönd alls samfélagsins en
hina frjálsu gjafahjálp á aðeins
að þiggja án tilætlunar, þegar
svona stendur á.
Ef ríkisvaldið ætlast til þess
að bændur hjálpi sér sjálfir í
slíkum vanda með þessum
hætti, hlýtur það að verða
mönnum umhugsunarefni,
hvort ekki sé rétt að kerfið nái
til fleiri stétta, og til þess sé
ætlazt yfirleitt, að menn gefi
af miklum aflahlut öðrum, sem
minni feng bera frá borði. Yrði
þá æði víða ástæða til þess í
okkar misaflasama þjóðfélagi.
Ekki hefur því verið hreyft, að
mennirnir á hæstu síldarskip-
unum létu þeim, sem lítinn
feng hafa, eftir hluta af sinni
fúlgu, og til þess mun vafalaust
enginn ætlast.
Hjálparábyrgðin í þessum efn
um á að hvíla á herðum sam-
félagsins, og enginn vafi má
leika á því, að svo sé, né heldur
tregða á því, að réttir ráða-
menn viðurkenni þessa skyldu.
Ilin frjálsa samhjálp einstakl-
inganna á sitt rúm fyrir því og
verður ætíð jafn vel þegin.
Bændurnir á kalsvæðunum
eystra hafa þegar orðið að bíða
allt of lengi eftir skýrum svör-
um landbúnaðarráðherrans.
Sú tillaga, að heybirgir bænd-
ur gæfu stéttarbræðrum sínu
eystra hey, mun hafa komið frá
bæhdum sjálfum austan fjalls á
miðju sumri. Ef þetta góða boð
hefði átt að þiggja í miklum
mæli, hefðu opinberir aðilar þeg
ar átt að bregða við og gera
ráðstafanir til þess, að heyið
væri tekið meðan það var enn
úti í göltum. Nú er hins vegar
nokkuð umhendis fyrir bændur
að binda það út úr hlöðum sín-
um. Sama er raunar að segja
um það hey, sem nú er talað
um að kaupa og flytja austur.
Þetta er aðeins eitt dæmið um
afleiðingar þess vítaverða sein-
lætis, sem ríkt hefur í þessum
málum í allt sumar og stafar
fyrst og fremst af því, hve lengi
hefur staðið á skýrum svörum
ráðherra um það, hver hjálp eða
aðstoð ríkisins á að verða. Havtt
er við, að þetta verði ekki einu
vandkvæðin, sem stafa munu af
þessum drætti.
S x \ , \