Tíminn - 07.09.1965, Qupperneq 1
Frakkar vilja skjóta geimflaug
á loft hér að tveim árum liðnum
MB—Reykjavík, mánudag.
Franskir vísindamenn
hafa hug á því að skjóta
mikiu kröftugri og stærri
eldflaug upp hérlendis aS
tveim árum liðnum en
þeim Dragon-eldflaugum,
sem þeir hafa skotið upp
nú tvö síðustu árin. Er
þetta sams konar eldflaug
og notuð verður til að bera
þeirra fyrsta gervihnött út
í geiminn nú í haust.
Frakkarnir hafa hug á að
skjóta þessari stóru eldflaug
til áframhaldandi ransókna á
van Allen-beltinu. Stóra eld-
flaugin nær níu þúsund kíló-
metra hraða á klukkustund og
fer um tvö þúsund kílómetra
út í geiminn, en Dragon eid-
flaugarnar fara sem kunnug'
er um 400 kílómetra út í geim-
inn.
Ekki er blaðinu kunnugt um
einstaka eiginfeika þessara
stópu eldflauga fyrir utan það,
sem að framan segir en mjög
er misjafnt, hve langt eldflaut,
ar með gervihnetti eru sendar
út i geiminn. Mönnuð geimför
eru í frá tæpl. 200 kílómetra
til tæplega 300 kílómetra fjar
lægð frá jörðu, en aðrir gervi
hnettir eru margir miklu fjær,
upp í tugþúsunda fjarlægð frá
yfirborði jarðar.
Ekki mun verða um neitf
eldflaugarskot franskra vísinda
manna héðan að ræða næsta
sumar, þar eð þeir munu þá
skjóta eldflaugum frá ýmsum
öðrum löndum, frá (tilrauna-
stöðini í Sahara, frá Noregi,
Argentínu og frá Suðurskaut-
inu.
INNRAS I PAKISTAN
HARÐIR BARDAGAR í VESTUR-PAKISTAN,
ÞAR SEM INDVERJAR GERÐU INNRÁSINA
NTB-New Delhi, Karacld, Raw-
alpindi, Moskvu og London,
mánudag.
• Indland gerði i dag innrás
í Vestur-Pakistan á 80 kflómetra
breiðri víglínu með landher, skrið
drekasveitum og flugher, og stefna
að hinni þýðfngarmiklu samgöngu
miðstöð Lahore. Pakistanskt her
lið kom til móts við Indverja, og
í dag var barizt af mikilli hörku
um 32 km. frá Lahore, og var í
kvöld erfitt að fá yfirlit yfir, hver
hafði betur. Fréttir hafa borizt
af miklu mannfalli, og Pakistanar
hafa tilkynnt, að þeir hafi skotið
niður 22 indverskar flugvélar yf
ir Lahore-svæðinu, en sjálfir misst
tvær.
• Talsmaður Indlands sagði í
dag, að hér væri ekki um að ræða
stríð við Pakistan. Indland hefði
haft upplýsingar um, að Pakistan
ar hefðu dregið saman mikið her
lið á Lahore-svæðinu og hyggðu
á innrás í Indland. Hefðu Indverj
ar því aðeins ráðizt á þá staði,
sem nota átti til innrásar í Ind
land. Forseti Pakistan, Ayub Khan,
sagði aftur á móti, að Pakistan
ætti nú í styrjöld við Indverja,
og væri tími til kominn að gefa
þeim „knúsandi svar“. Hernaðar
ástandi hefnr verið lýst yfir í
Pakistan, og allir menn upp til 45
—50 ára aldurs kallaðir til her
þjónustu samstundis.
• Innrás Indverja hefur vakið
kvíða manna víða um heim. Har
old Wilson, fortsætisráðherra Bret
lands, sagði, að ástandið gæti
haft hinar alvarlegustu afleið>ng
ar fyrir heimsfriðinn, skoraði á
báða aðila að hætta bardögum
þegar í stað og kallaði til fundar
helztu ráðgjafa stjórnarinnar. Ör-
yggisráð Samcinuðu Þjóðanna kom
saman til aukafundar í dag til
þess að ræða málið, og talsmaður
Bandaríkjastjórnar sagði, að nú
væri kominn tími til aðgerða í
stað orða. Ráðamenn í Moskvu
hafa enn ekki tekið bcina afstöðu
tú átakanna, en talið er, að Kosy
gin forsætisráðhcrra hafi sent
Pakistan og Indlandi orðsendingu,
og beðið ríkisstjórnir landanna um
að sýna þolinmæði í Kashmírmál-
inu.
Innrás Indverja í Vestur-Pakist
an er bein afleiðing af Kashmír
bardögunum, sem geisað hafa und
anfarna daga. Fréttamaður brezka
útvarpsins gerði i dag grein fyrir
bakgrunni málsins, sem hann sagði
að væri jafn gamalt og skipting
Indlands ogð Pakistan árið 1947.
Ráðamenn Kashmír voru þá beðn
ir um að ákveða, hvoru landinu
þeir vildu fylgja. Flestir íbúa
landsins eru múhammeðstrúar-
menn og var þvi talið líklegt,
að Kashmír sameinaðist Pakist
an. En ráðamenn landsins hikuðu,
og þá tóku vopnaðir menn frá
landamærum Pakistans að
streyma inn í landið. Beðið var
um aðstoð Indverja og þeir sendu
hermenn til Kashmír til þess að
berjast við uppreisnarmenn. Jafn
framt samþykkti Indland, að alls
herjaratkvæðagreiðsla í Kashmír
skyldi ákveða, hvoru ríkinu það
skyldi sameinast. Bardagarnir juk
ust, en árið 1949 komst á vopna
Framhald á 15. siðu
EYSTEINN JONS-
S0N KOMINN HEIM
Eysteinn Jónsson , formaður
Framsóknarflokksins, kom s. 1.
sunnudag heim úr för sinni til
Búlgaríu, en þangað fór hann í
boði búlgarskra bændasamtaka.
— Ferðin var bæði fróðleg og
skemmtileg. Móttökur voru af-
bragðs góðar. Eg mun segja eitt
hvað frá ferðinni i blaðinu hjá
ykkur. Þegar ég fæ tima til. sagði
Eysteinn, er blaðið hitti hann
snöggvast að máli i gær.
Jökullinn hefur
sigið25-30metru
MB—Reykjavík, mánudag.
Enn heldur Skeiðará áfram
að vaxa, og jökulhellan i Gríms
vatnalægðinni sígur æ meira.
Magnús Jóhannsson, sem flaug
þar yfir í dag og tók meðfylgj
andi mynd, telur að jökulhel)
an hafi sigið 25—30 metra, síð
an hlaupið hófst. Verkfræðing
ur frá Vegamálaskrifstofunni
er nú austur i Öræfum til þess
að fylgjast með hlaupinu. með
tilliti til vegagerðar yfir sand
inn og brúargerðar á Skeiðará.
Öræfingar telja að vatnsmagn
ið i Skeiðará i dag hafi verið
að minnsta kosti á við ferfalt
meðalsumarvatnsmagn.
Magnús tók myndina hér til
hlíðar er hann flaug yfir
Grímsvötn í dag, og sjást vei
á henni miklar sigsprung-
ur sem komnar eru i ísheÚuna.
Vzt til hægri sést á Vatnsham
arinn og stóru sprungumar eru
norðan undir honum. Klettur
inn neðst og vinstra megin við
miðju er Depill, mælíngar-
punktur á Grímsvatnasvæðinu.
Eins og fyrr segir telur
Magnús að jökullinn hafi þegar
sigið 25—30 metra en í stórum
hlaupum sígur hann 80—90
metra og í síðasta hlaupi seig
hann um 70 metra.
Magnús sagði að vatnið bryt
ist fram undan jöklinum á um
200 metra svæði við Jökulfellið
og myndaði fyrst allstórt lón
F. amhaid á bls. 15.