Tíminn - 07.09.1965, Page 3
ÞRH>JUDAGUR 7. september 1965
TÍMINN
Arbeiderblaðið í Þrándheimi segir um myndir Gunnlaugs Schevings: „hann segir okkur frétlir af
traustu fólki í harðbýlu landi.“
(SIEN2KU
fk GðDA
USTAVERKIN
DÚMA I NOREGI
Sýning Norræna listbanda-
lagsins var að þessu sinni
haldin í Þrándheimi í Noregi.
Hún var opnuð 20. maí og
stóð í mánuð. Sýningin var
til húsa í Trondheims Kunst-
forening, sem er í senn lista-
safn og sýningarsalur.
Gustaf Lindgren, ritari Norræna
Listbandalagsins, opnaði sýning-
una, en Helge Sivertsen, mennta-
málaráðherra Noregs, hélt aðal-
ræðuna. Sýningin vakti óskipta
athygli, og var mikið um hana
rætt og ritað. Sérstakur þáttur var
um hana í norska sjónvarpinu, og
blöð í Þrándheimi og Osló birtu
fréttir og gagnrýni. Umsagnir
hafa borizt seint, en hér fara á
eftir glefsur úr gagnrýni þeirri,
er íslenzka deildin hlaut.
Afteniposten, Osló: Greinarhöf-
undur Even Hebbe Johnsrud.
f upphafi greinar sinnar talar
höfundur um kosti þess að tak-
marka fjölda þeirra listamanna er
taka þátt í sýningunni, en það eru
sex frá hverju landi, myndhöggvar
ar, málarar og graflistarmenn. Síð
an segir um íslenzku deildina, að
hún verki sterkar en sú danska,
sem var í næsta nágrenni við þá
íslenzku, án þess þó að vera ný-
tízkulegri eða alþjóðlegri. Mynd
Gunnlaugs Schevings „Búðin“ birt
ir þann sterka litsamhljóm, sem
við munum eftir frá fyrri verk-
um hans, en við könnumst við
þau frá sýningum í Osló, en nú
virðist hann hafa stillt í hóf lit-
skala sínum samtímis því, að hann
stílfærir form sín meir og meir,
þannig virðast þau nálgast hreint
skreyti.
í næsta nágrenni við hann sýn-
ir Guðmunda Andrésdóttir óhlut-
bundna myndbyggingu í hvítum,
gulum og gráum litum eða svört
um, hvítum og bláum með var-
færnislegum litaáherzlum en form
in eru eins og rúðuð á léreftið
Nærmyndir Steinþórs Sigurðs-
sonar „Stórir og smáir steinar“
sýna örugga formbyggingu, og Ei
ríkur Smith virðist birta m. dökk
um og hraustlega máluðum mynd
um áhrif frá náttúrunni. Þó vitna
hraunlaga myndir Jóhanns Eyfells
sterkar um áhrif af íslenzkri nátt
úru. Þær eru áhrifaríkar í efnis-
meðferð og uppbyggingu, sumar
eru mótaðar í alúmín og járn,
aðrar í kopar. Hinn ákveðni svip-
ur og blæbrigðaríka yfirborð högg
mynda hans vekja meiri áhuga en
myndir Jóns Benediktssonar, sem
eru mjög stílfærðar og rengluleg
ar, reyndar einnig unnar úr al-
úmín og kopar, en með mismun-
andi áferð.
Dagbladct, Osló: Greinarhöfur*i
ur Ole Mæhle:
Áhrifin af íslenzku deildinni
eru að þvi leyti lík og af finnsku
deildinni, að íslendingarnir sýna
andstæður milli raunsæisstefnu
eldri kynslóðar, sem Gunnlaug-
ur Scheving er fulltrúi fyrir. <>g
hinni óhlutbundnu afstöðu yngri
kynslóðar eins og við sjáum hana
birtast í verkum Eiríks Smiths og
Guðmundu Andrésdóttur. Sá fyrr
nefndi með djörfum og hljómmikl
um litsmíðum sínum, þar sem
svart er ráðandi afl, sú síðar-
nefnda með björtum krystalmynd
uðum formum. Yngsti þátttakand-
inn, Steinþór Sigurðsson, virðist
við fyrstu kynni vera nokkuð rugl
ingslegur í verkum sínum, sem
bezt sést á mynd hans „Alheims
óskapnaður1-, en litir hans bera
vott um gáfur, sem munu bera
ávöxt við strangari vinnubrögð
Jón Benediktsson og Jóhann
EyfeUs kynna höggmyndalistina,
sá fyrrnefndi með dansandi kon-
um, sem unnar eru í alúmín og
kopar, en sá síðarnefndi í óhlut-
bundnum myndum úr járni og
alúmín.
Arbeider-Avisa, Þrándheimi:
Alb. Steen;
Gunnlaugur Scheving er full-
trúi hinnar ungu hefðar í íslenzkri
list. í nokkuð hörðum og söld
um expressionistískum stíl segir
hann okkur fréttir af traustu fólki
í harðbýlu landi. Dramatísk nátt
úra íslands er auðsæilega inn-
blástursefni þeim Eiriki Smith
og Steinþóri Sigurðssyni og móta
þeir áhrif sín í expressionistísk-
ar og óhlutbundnar myndir,
Smith eru sérlega hugleiknar and
stæður ljóss og myrkurs, dags og
nætur. hafs og hauðurs í sínum
stóru og voldugu málverkum.
Myndir hans verka mjög sterkt
í andstæðum svarts og hvíts ann-
ars vegar og hinnar finlegu ljóð-
rænu hins vegar. Þær verka klárt
og kröftugt, þrátt fyrir það, að
þær standa hættulega nærri auð-
veldu skreyti. Málverk Sigurðs-
sonar eru í ætt við eldfjallanátt-
úru íslands. f hinum líflega lita-
skala hans birtast bæði hraun og
hverir, en form hans eru ekki
nógu ákveðin. Guðmundu Andrés-
dóttur er sýnt um að túlka hin
ljóðrænu áhrif, sem mynda uppi
Framhald á bls 14
Á VÍÐAVANGI
Byggt án teikninga
f Ingólfi blaði Framsóknar
Imanna í Reykjaneskjördæmi
segir m. a.
„Flestir ættu að geta verið
sammála um, að ófært sé að
reisa stórhýsi án fyrirfranj-
gerðra teikninga af stónim <>g
smáum hlutum hússins.
Þeim mun furð'iilegra er, aö
við skuli blasa sú staðreynd, að
við ísl. Þjóðfélagsbygginguna
hafi ekki verið notazt við
„teikningar“ á u.ndanförnum
árum nema að óverulegu ieyti.
Handahófið og skipulagsleysið
hafa verið þar ráðandi.
fslendingar hafa ekki efni á
þessu frekar en aðrir, nema
síf'ur væri, því að bæði er, að
síðar er hér byrjað á uppbygg
ingunni en annarsstaðar og fá-
menni og takmörkuð náttúru-
* auðævi skera framkvæmdum
ákveðinn stakk.
Undanfarin ár hafa verið
mikil u.ppgripaár til landsins
og sjávarins og mikið verið
gert á stuttum tíma.
| Vinnuaflsskortur á Suð-Vest
t urlandi og lánsfjávskortur um
land allt hafa verið þær höml
ur, sem takmarkað hafa fram
kvæmdimar. Maður skyldi því
ætla, að stjórnendur landsins
hefðu gert til þess sérstakar
ráðstafanir að tryggja u.ndir-
stöðuatvinnuvegunum veruleg-
an hluta Þessara eftirsóttu
gæða. Koma þá í hu.gann í
fyrstu röð þeir atvinnuvegir
landsmanna, sem afla gjaideyr
is fyrir þjóðina og þurfa að
keppa á erlendum mörkuðum,
sem oft eru verndaðir, gegn
erlendri samkeppni. Þjóðin get
úr ekki lffað í iandinu nema
hún framieiði tii útflutnings.
Það er því furðulegt að lieyra
ýmsa kveða u.pp þá sleggju-
dóma, að sjávarútvcgurinn,
sem er eina gjaldeyrisöflunar
atvinnugrein landsmanna, er
nokkuð kveður að sé styrkþegi
á þjóðinni! Meira öfugmreli er
vart hægt að hugsa sér, því ef
satt væri þýddi það, að ólífvæn
legt væri í landinu.
Myndarlegt mót ungtemplara
Frá v. Sune Persson, Henry Sörman formaður NSUF o-q Arvid Johnson.
Dagana 28. og 29. ágúst var
haldin að Jaðri æskluýðsráðstefna
á vegum Æskulýðssambands ís-
lands. Ráðstefnuna sóttu rösklega
30 fulltrúar frá öllum aðildar-
samböndum ÆSÍ, auk gesta og
fyrirlesara.
Fyrri dag ráðstefnunnar voru
flutt tvö erindi. Hið fyrra flutti
Reynir Karlsson, framkvæmda-
stjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur,
um þjálfun og starf leiðbeinenda
í félagsmálastörfum. Mjög margt
fróðlegt kom fram í erindi Reynis
en hann hefur sem kunnugt er,
mikla reynslu sem æskulýðsleið-
togi. Að loknu erindi hans störf-
uðu þrír umræðuhópar, og gerðu
framsögumenn þeirra síðan grein
fyrir niðurstöðum. Kom fram, að
æskilegt væri, að Æskulýðssam-
bandið gengist fyrir leiðbein-
enda- og leiðtoganámskeiði hið
allra fyrsta. Voru í niðurstöðum
hópanna ýmsar tillögur og ábend-
ingar um tilhögun námskeiðanna
og var þeim síðan vísað til stiórn
ar ÆSÍ til meðhöndlunar
Síðara erindið þennan dag flutti
Arvid Johnson frá Noregi im
unga fólkið og áfengimálin Var
erindi hanp hið fróðlegasta en
hann hefur starfað mikið a veg
um úndindissamtaka í Noregi.
Var erindi hans meðhöndlað á
sama hátt og erindi Reynis og á-
litum nefndanna 'dsað til stjórn-
arinnar.
Siðari daginn. sunnudaginn 29
ágúst, flutti Benedikt Jakobsson
erindi um unga fólkið og þjóð-
félagið. Þetta er mjög yfirgrips-
mikið erindi og ekki unnt að gera
því nokkur tæmandi skil á ráð-
stefnu sem þessari. Umræðuhóp-
arnir skiluðu niðurstöðum sinum
til stjórnarinnar að umræðum
loknum.
Ráðstefnu þessari stýrði Örlyg-
ur Geirsson, varaformaður ÆSÍ.
Æskulýðsráðstefnunni að Jaðri
var einungis ætlað það hlutverk
að gefa ungu fólki í félagsstörfum
kost á að láta í ljós álit sítt, og
ennfremur að gefa stjórn ÆSÍ á-
bendingar til að styðjast við í
starfinu. Virtist þetta gefast vel
og mun stjórn ÆSÍ nota reynslu
þéssarar ráðstefnu til hliðsjóuar
við skinulaeningu frekari starfs.
Drápsklyf jar
Hitt er svo satt, að ítrekað
hefir orðið að gera ráðstafanir
innanlands til þess að koma
í veg fyrir, að atvinnuvegur
þessi stöðvist ekki, þegar erl.
markaðsverðið hefir ekki stað
ið undir framleiðslukostnaðin-
um og „stólpagripuvinn“ er að
sligast undir drápsklyíjunum,
sem berast úr öllum áttum.
Þessu verður að breyta og
þeir, sem að Þessari atvinnu-
grein standa verða að skera
upp herör, betrumbæta það,
sem aflaga fer i þeirra eigin
húsi og umfram allt, kollvarpa
því lögverndaða margarma og
alltof dýra þjónustukerfi við
útveginn, sem sýgur til sín
alltof stóran hluta afrakstur
vinnu sjómannsins og útvegs
mannsins. Eitt megin skilyrði
Þess, að þetta megi takast er
að minnka verulega áhrif þess
flokks, Sjálfstæðisflokksins,
sem ver þetta ástand með
kjafti og klóm.“