Tíminn - 07.09.1965, Síða 5
5
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 1965
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramJrvæmdastjórl: Kristján Benedittsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofui i Bddu
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastraeti 7 Af
greiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknfstofur,
sfmi 18300. Áskriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Nátttröllið glottir
Óhætt er að fullyrða, að skrif íhaldsblaðanna hér á
landi um för Eysteins Jónssonar, formanns Framsókn-
arflokksins til Búlgaríu hafi vakið undrun og andúð
hugsandi manna í landinu. Dag eftir dag reyndu
blöðin með hvers konar dylgjum að gera hann tortryggi-
legan fyrir það að þiggja opinbert boð um að heimsækja
land austan járntjalds. Þetta var talin sérstök þjónkun
við kommúnista og jafnvel hylling á stjórnarfarinu aust-
tir þar. Má óhætt fullyrða, að slík skrif um ferð stjórn-
málamanns austur fyrir tjald hefðu ekki sézt í neinu
sæmilegu dagblaði um norðanverða Evrópu.
Vitanlega var allur þessi óhróður marklaust raus,
sem enginn hugsandi maður tók mark á, en það er
hins vegar ekkert hégómamál, að slík skrif skuli sjást
í stærsta blaði landsins og málgagni ríkisstjórnarinnar.
Mönnum verður hverft við slíka starblindu og vitvana
ofstæki í pólitískum málefnum. Þarna glottir afskræmt
íhaldsnátttröllið við mönnum með svipmóti Goldwaters
og McCarthys og annarra þeirra, sem þegar hefur
dagað uppi í stjórnmálum annars staðar.
Öllum skyni bornum mönnum er ljóst, að það væri
að gera illt verra að loka öllum leiðum til kommúnista-
landanna austan tjalds. Eina von manna um batnandi
ástand er bundin við meiri samskipti, greiðari leið hugs-
ana og skoðana, meiri mannlega snertingu. í flestum
vestrænum löndum er litið á það sem eitt mikilvægasta
ráðið til bættrar sambúðar austurs og vesturs að ferð-
ast á milli, auka kynnin. Þess vegna sleppa stjórnmála-
menn á vesturlöndum yfirleitt ekki tækifæri til slíkra
ferða.
Þótt Morgunblaðið á íslandi steyti nátttröllshnefa
sinn framan í menn, hefur það til dæmis sézt gerla á
dönskum blöðum, að þar líta menn slíkar ferðir stjórn-
málamanna öðrum augum. Per Hækkerup, utanríkisráð-
herra Dana, hefur verið í heimsókn í Póllandi. Politiken
andstöðublað Hækkerups, segir t.d. í forystugrein:
„Eigi að síður hefur þessi heimsókn mikla þýðingu,
því að ýmsar leiðir eru að opnast milli Austur- og
Vestur-Evrópu, þrátt fyrir örðugleika og ýmsar til-
raunir til þess að girða fyrir það Öll pólitísk snerting
yfir markalínuna er mjög mikilvæg, og yfir hana fara
nú í vaxandi mæli ferðamenn, listamenn, vísindamenn,
kaupsýslumenn, tæknifræðingar og fjöldi annars fólks”.
Og síðar í greininni segir:
„í öllum Austur-Evrópulöndum á sér nú stað ýmislegt
umrót, sem er afleiðing þessarar þróunar, og við höf-
um þó aðeins séð upphaf þess, sem þar er í framvindu “
Danska blaðið Aktueit skýrir frá því, að Hækkerup
og forsætisráðherra Pólverja hafi rætt um að koma á
hringborðsviðræðum danskra og pólskra áhrifamanna
um sameiginleg áhugamál, og Pólverjar og Bretar hafi
þegar byrjað slíkar viðræður.
Morgunblaðsmönnum væri hollt að íhuga þetta nán-
ar og kynna sér, hvernig sæmilegir stjórnmálamenn
í öðrum vestrænum löndum líta á þessi mál. Andi Gold-
waters sigldi ekki háan byr vestan hafs í síðustu forseta-
kosningum, og íslendingar munu varla telja hann heil-
agri.
Hveitikaup og gullsaia Sovét-
ríkjanna á Vesturlöndum
Tillögur um afnám samyrkjubúskaparins hirtar í opinberum
málgögnum kommúnistaflokksins.
Tveimur árum eftir að
Nikita Krústjoff varð að hefja
geysimikil ínnkaup á hveiti í
Bandaríkjunum og Kanada,
hafa hinir nýju sovézku leið
togar neyðzt til að ganga í
spor hans og verða nú að selja
mikið magn af gulli á heims
markaðinum til að afla skot-
silfurs til kaupanna. Haustið
1963 sögðu menn í Moskvu að
menn myndu læra af þeírri
landbúnaðrakreppu, sem þá
ríkti, en þrátt fyrir það, að
menn skelli skuld þeirrar
kreppu, sem nú ríkir,
á veðurguðína, er ljóst,
að menn þar eystra hafa ekki
kunnað að breyta þeim lær-
dómi, sem þeir kynnu að
hafa dregið 1963, í nýjar að-
ferðir er gæfu hagkvæmari nið
urstöður í landbúnaðarfram-
leiðslunni.
Á síðustu hálfri öld hefur
Sovétstjórninni ekki tekizt að
leysa vandamál landbúnaðarins.
Uppskeran í Sovétríkjunum er
nú mjög léleg og er langt frá
því nægjanleg til að svara vax-
andi neyzlukröfum sovéskra
borgara eða til að fullnægja
loforðum og skyldum við aust
ur-Evrópuþjóðir og Kúbu og
er gert.ráð fyrir, að Rússar
verði að kaupa á næstunni um
70 miljónir tonna af hveiti.
Þegar hafa verið gerðir samn
ingar við Kanada um kaup á
5.3 milljónum tonna, við Árg-
entínu um 2.2. milljónir tonna
og um þessar mundir standa
yfir samningar við Frakka um
kaup á enn meira magni. Ólíkt
því, sem Krustjoff gerði hafa
sovézku leiðtogarnir ekki snú
ið sér til Bandaríkjanna til
hveitikaupa og valda því senni-
lega bæði stjórnmálalegar og
efnahagslegar ástæður. Það er
erfitt fyrir Sovétstjómina að
hefja nú mikil viðskipti við
Bandaríkin vegna Víetnammál?
ins og þeirra vísu árása frá
Peking, sem slíkir viðskipta
samningar við USA myndu
kalla fram — og ennfremur
vegna þeirrar ákvörðunar
Bandaríkjastjórnar að 50%
komflutninganna skuli fara
fram með bandarískum skip-
um, sem taka há flutnings-
gjöld á sama tíma og verzlunar
floti Sovétríkjanna er hvergi
nærri fullnýttur.
Nýlega gerði landbúnaðar-
leiðtogi frá Kazakhstan W.
Schulin það að tillögu sinni í
opinberu málgagni Sovctstjórn
arinnar, að stefna ætti að því
að leysa upp hin stóru ríkis-
reknu samyrkjubú og skipta í
minni býli, og fengi ein fjöl
sikylda hvert býli til umráða og
eignar, þar sem ríkisafskiptum
væri stillt sem mest í hóf.
Menn hefðu Þegar gert tilraun
ir með slíkt fyriiTcomulag í
Kazakhstan með góðum
árangri að því undanskyldu þó,
að þar ættu bændumir ekki
enn jarðirnar.
Það þykja mikil tíðindi, að
slíkar tillögur skuli fást birtar
í opinberu tímariti og þykir
það benda til þess, að leiðtog
arnir í Kreml hafi hugleitt
möguleika á svo róttækum
breytingum, sem afnámi sam-
yrkjubúskaparins. Það sem
Schulin landbúnaðarleiðtogi í
Kazakhstan leggur til er hið
sama og hagfræðingurinn, próf
essor Libermann, gerði fyrir
nokkru en tillögur hans hafa
þegar komið til framkvæmda
að vissu marki í iðnaðarfram-
leiðslunni, þar sem hagnaðar-
vonin, hagræðing framleiðsl
unnar eftir neytendakröfum og
fl. fær að njóta sín-
Breznev
Hin miklu hveitikaup se..
Rússar verða nú að ráðast i,
munu skapa halla á greiðslu
jöfnuði Sovétríkjanna og fjár
til kaupanna verða Þeir að afla
með sölu á gulli á heimsmark
aðinum. Þetta kann að hafa
í för með sér, að nauðsynlegt
verði talið að skera niður fjár-
festingu í iðnaðinum. draga
úr hjálp við vanþróuðu ríkin
og meiri varfærni verði við
höfð í vopnaframleiðslunm. þar
sem leiðtogarnir munu ekki
áræða að skera mikið niður af
áætlunninni um meiri og
betri neyzluvörur almennings
í Sovétríkjunum. — Gullforði
og gullframleiðsla Sovétríkj-
anna er ríkisleyndarmál, en
þvi verður samt ekki haldið
leyndu, sem Sovétríkin selja
á heimsmarkaðinn af gulli. Á
síðustu 6 árum hafa Sovét-
ríkin selt gull að meðaltali
fyrir 210—260 milljónir doll
ara. í landbúnaðarkreppunni
1963 dembdu Rússar hvorki
meira né minna en 220 millj
ónum dollara í formi gulls út
á heimsmarkaðinn í september
mánuði einum. Lenin sagði eitt
sinn, að þegar kommúnisminn
hefði orðið að veruleika gætu
menn ekki notað gull til ann-
ars en skreyta salerni. En Len
in varð þó að endurskoða þetta
álit sitt, að segja nokkrum ár-
um síðar, að svo lengi sem gull
væri alþjóðlegur gjaldmiðill
yrði að safna þessum málmi og
umgangast hann með varfærni.
Stalin hafði raunsærra mat
á þessum málmi og sendi gull
sérfræðing sinn Serebrowsky
til Bandaríkjanna á sínum tíma
til að kynna sér nýtízku aðferð-
ir víð gullvinnslu og bauð fjölda
erlendra sérfræðinga þar á
með 175 bandarískum verk
fræðingum til Sovétríkjanna til
að skipuleggja nýsköpun gull
iðnaðarins í Sovétríkjunum.
1963 var talið að um 600
þúsund manns ynnu við gull
vinnslu í Sovétríkjunum og að
Sovétríkín væru þá í fremstu
röð gullframleiðslulanda. Áætl
að er að gullframleiðslan í
Sovétríkjunum nemi um 25
milljörðum króna ári. Það
eru bankar í London og París,
sem annast sölu á rússneska
gullinu á heimsmarkaðnum og
meðal þeirra helztu sem kaupa
er Rotchilds.
' Vegna hins mikla magns,
sem Rússar denba nú inn á
markaðinn hefur gullverðið
lækkað verulega nú þegar og
búizt er við enn meiri lækk
un, þegar líður á september
mánuð. Þessi gullsala Rússa
kemur Bandaríkjunum til góða,
sem hafa nú fyrst eftir langa
hríð merkt aukningu á gull-
forðanum í USA sem er bak
trygging dollarans. Þá er talið
að þessi gullsala muni verka
til aukins jafnvægis á gjald-
eyrismarkaðnum og styrkja
stöðu sterlingspundsins og
Koma í -æg fyrír þann sam-
drátt í heimsverziuninni, sem
menn höfðu óttazt. Það kemur
út á eitt, hvað Lenin hefur
sagt á sínum tíma, því Sovét
ríkin geta ekki rifið sig upp
úr stöðu sinni mitt í hinum
kapítalíska heimi.
Kosygin
nw«ia*c.