Tíminn - 07.09.1965, Qupperneq 8

Tíminn - 07.09.1965, Qupperneq 8
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 1965 8 TÍMINN Þegar Skeioará breytist í „Amasonfljóf Það er bezt að taka það fram strax í upþhafi þessa greinakoms, að hér er ekki verið að rita „meikilega“ grein um Grímsvötn né Skeiðarár- hlaup. Til þess skortir þann er skrifar það þrennt, sem eink- um þarf til samningar slíkrar greinar: Tíma, vilja og vit. En þar eð hvorttveggja, Gríms- vötn og Skeiðará, eru nú mjög ofariega í huga manna, skal hér gerð smátilraun til þess að draga saman nokkur atriði um þau, en flestöll eru þau sótt í annarra smiðjur. Og þeir, sem „vit“ hafa á þessum málum, ættu ekki að ergja sig á lestri þessarar greinar. Skal þá fyrst litið á Grímsvötn. Þótt allmargir hafi nú lagt leið sína á hjambreiðu Vatna- jökuls hin síðari árin, eru þeir þó hlutfallslega fáir, en all- margir hafa litið hana augum úr lofti, þótt oft byrgi þoka útsýn, þegar yfir hana er flog- ið. Eitt er báðum þessum hóp- um sameiginlegt, og það sem merkilegra er: Þeim er það sameigirilegt með þeim, sem aldrei hafa svo mikið sem séð Vatnajökul tilsýndar. Þeir hafa aldrei séð nein vötn á jökl- inum. Við því er heldur vart að búast, að á hjambreiðu Vatnajökuls séu „vötn“ í þeirri merkingu, sem við leggj- um dags daglega í þau orð. Raunar segir þjóðtrúin okk- ur, að eitt sinn hafi menn lit- ið augum vötn „fyrir vestan og norðan Skeiðarárjökul þar uppi í jöklasundi langt úr byggð.“ Frá þvi segir í þjóð- sögum Jóns Árnasonar í all- langri frásögn, sem lengdar vegna er ekki unnt að prenta hér í heilu lagi. En meginefni hennar er þetta: Einhverju sinni í fymdinni bjó maður sá á Skriðu eystra, þar sem síðan var klaustur sett. Hét hann Sigurður og átti konu, sem Helga hét. Einn son áttu þau, er Grímur hét og var hann í fóstri á Vest- fjörðum. Er þessi saga gerðist bjó sá maður á Eiðum, sem Indriði hét og átti Þóm fyrir konu. Nú kom það einu sinni fyrir að kýr, sem Sigurður átti, týndist og fannst ekki fyrr en eftir sex ár og þá með henni sex naut, er hún hafði alið. Nokkra seinna fór Indriði fram á að fá hluta nautanna til kaups, en Sigurður neitaði. Gerði þá Indriði tilkall til þeirra, vegna þess að þau hefðu gengið í högum hans. Jukust deilur þeirra til þess að Indriði vó Sigurð, en galt þó betur fyrir. Er Grimur var sextán ára brigzlaði fóstra hans honum um það, að hann ætti óhefnt föður síns. Vildi hann ekki liggja undir því, enda þótti það mikil skömm í þann tíð, og þrátt fyrir ákaflega milda varkámi Indriða á Eiðum tókst Grími að vega hanm í rúmi. En samkvæmt lögmálum blóð- hefndarixmar vildi bróðir Ind- riða nú hefna hans og því varð Grímur að forða sér. Fyrst lá hann í tjaldi á heiðum úti, en fór síðan norður yfir fjall og settist að hjá ekkju nokkurri. Þar frétti Helgi til hans og þá hivatti ekkjan hann til að leita skjóls í faðmi öræfanna, eins og svo margir sekir menn hafa fyrr og síðar gert, „og vísaði honum að vötnum nokkram í landsuður, hvar hann sig af veiðiskap nært gæti þar til skip einhver af hafi kæmi undir Ingólfshöfða: ráðlagði hún hon um þar að leita utanferðar, en voga ekki til langdvala hér í landi.“ Grímur fann vötnin og gerði sér þar laufskála, því skógur var nógur. Hann lifði á veiði- skap í vötnunum, en brátt tók að bera á því að afli hans hvarf um nætur. Komst Grím- ur brátt að því að risi nokkur stal veiði hans og fór hann á eftir risanum og drap hann, en tók saman við dóttur hans. Þótt hún þýddist hann var hún samt hrygg yfir föður- missinum og eins og til að ná sér niðri á máttarvöldunum mælti hún svo um „að vötn þau, er Grímur nú við sat skyldu á ýmsum tíma loga og brenna til auðnar skóga þá er þar vora um kring, hver henn- ar álög síðan hafa oftlega rætzt.“ Um vorið tók Grímur skip við Ingólfshöfða og hélt utan, en vegna galdra risadóttur imdi hann ekki^ í Noregi og sneri aftur til fslands og fór upp til vatnanna, sem þá hétu Grímsvötn eftir honum. Fann hann þar vinkonu og son þeirra með henni. Fór hún svo utan með honum og tók kristna trú. Nokkrum áram síðar fýsti þau að halda aftur til íslands og komu norðan að landinu aB eyju einni. Þar bjuggu risar eða bjargbúar og sökkti Grím- ur sumum á brott en drap aðra og settust þau risadóttir síðan að í eyjunni og juku' ætt sína. Heitir eyja sú síðan Grímsey. Þessi saga öll er ósvikin þjóð saga að ytri einkennum. Sjálf örlagasaga^ Gríms á sér systur- sögur í íslendingasögum, og ekki gerir risasagan hana senni legri. Þó skal þess getið, að skrásetjari sögunnar telur suma heimildarmenn sína hafa talið risann skógarmann (úti- legumann), en segir samt að hitt muni réttara „því kringum stæðurnar gefa það að skilja.“ Nú mun það nokkurn veg- inn öruggt, að jöklar vora mifclu minni hér í upphafi fs- lands byggðar en þeir era nú. Samt sem áður verður það að teljast harla ólíklegt, að þá hafi verið fengsæl veiðivötn, i Þegar vatnsflóSið ryðst fram úr Grímsvötnum, hrapar íshellan tug! metra og allt upp í hundrað metra niður. Myndin sýnlr vel ísvegg; sem þannig myndaðist við Skeiðarárhlauplð 1960. Hæð veggs- ins skilst bezt, þegar miðað er við hæð mannsins, neðst tll hægri á myndinni. Ljósm. Magnús Jóh.sson. umkringd skógi vöxnum hlíð- um, þar sem Grímsvötn era. Hitt verður engu að síður að teljast undarlegt, að menn skyldu telja vötn norðvestur af Skeiðarárjökli, hafi þar þá verið hjambreiða ein, mörgum öldum áður en menn gátu gert sér grein fyrir því að stór- vötn gæt'u myndazt undir jök- ulhellunni af völdum jarðhita í fjöllunum undir henni, hvað þá að menn gætu hafa gert sér grein fyrir að jökulhlaup í ám langt í burtu gætu stafað frá slíkum lónum. Þó getur skýringin verið eðlileg. Þegar jökullinn var miklu minni hafa Grímsfjöllin, sem enn ná upp úr hjarnbreiðunni verið snjó- lítill fjallaklasi. Ferðir yfir jökulinn vora þá óneitanlega talsverðar, enda hefur leiðin yfir hjarn hans verið ólíkt greiðfærari í góðu veðri en ör- æfin beggja vegna. Þá er ekki óhugsandi að ferðamenn hafi séð glampa á krapablár í krika Grímsfjalla og talið þar vera stöðuvatn eða vötn. Eitt er víst: Fyrir óralöngu síðan hafa menn vitað, að til væru Grímsvötn, norðvestur af Skeið arárjökli. Og þeir hafa vitað. að úr þeim, eða hjá þeim, kæmu eldgos. Grímsvötn nútímans era hul- in þykkri jökulhellu. Kuldi hennar myndi vitanlega undir venjulegum kringumstæðum valda því, að undir henni væri allt botnfrosið, en land okkar er nú einu sinni land elds og ísa, og þarna vegur eldurinn nokkuð upp á móti frystingar- mætti konungs evrópskra jökla. Undir jöklinum er stöðugur jarðhiti og jafnt og þétt bræð- ir hann jökulinn, svo vatn safn ast æ fyrir undir honum. Eftir því sem vatnið vex lyftist jök- ullinn yfir því og þrýstingur- inn á vatninu verður óskapleg- ur. Þegar hann er orðinn nægi lega mikill sprengir hann vatn- inu framrás undir jöklinum, og fram kemur það í Skeiðará, undan Skeiðarárjökli, langt í suðaustri. En hvers vegna í ósköpun um brýzt vatnsflóðið úr Gríms vötnum fram suður og austur í brún Skeiðarárjökuls? Hvers vegna kemur það ekki skemmstu leið suður úr, til dæmis í Grænalón, sem er í krikanum norðvestur undan Skeiðarárjökli og nær helm ingi styttri leið frá Grímsvötn- um en upptök Skeiðarár? Skýringin á þessu er raunar ákaflega auðveld. Undir ís breiðu Vatnajökuls er marg- breytilegt landslag, rétt eins og við jaðra hans. Þar skiptast á fjöll og dalir, og niður dalina teygjast skriðjöklar sjálfs aðal jökulsins. Sá maður, sem allra hérlendra manna er fróðastur um jökla og eðli þeirra, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, hefur séð um útgáfu á vand- aðri bók um Vatnajökul á veg- um Almenna bókafélagsins og skrifar þar ítarlega ritgerð um Vatnajökul. Þar segir m. a. svo: „Skeiðarárdalur er lengsti og mesti dalurinn í Vatna- jökli. þótt hann sé fremur þröngur framan til. Jökulsporð urinn er í h. u. b. 100 metra hæð, en undir jöklinum er landið sennilega lægra. Mjótt og langt lón hefur myndazt við jökulsporðinn, en um dýpi þess er eigi vitað. í Skeiðarárdal hafa verið mómýrar og kjarrskógur eins og á Breiðamörk, áður en jök- ull lagðist yfir. Jökulhlaup bera móhnausa og viðarlurka fram á sandinn. Dalbotninn hækkar smám saman og er orð inn rúmlega 200 m. yfir sjó á móts við Grænalón, um 20 km vegalengd frá jökulsporði. Það- an liggur víður dalbotn til norðausturs og endar í 700— 800 m hárri flatneskju milli Kverkfjalla og Esjufjalla. Að- aldalurinn beygir hins vegar til norðvesturs hjá Grænafjalli og síðan til norðurs í stefnu á austanvért Grímsfjall. Þar endar aðaldalurinn í allvíðum botni um 500 m yfir sjó. Gríms vatnakvosin er norðyestur af dalbotninum "Glgi er vltað með vissu um „dýpt“ Grímsvatna, en mælingar benda helzt til, að botn þeirra sé um 800 m yfir sjó. Samkvæmt því er Grímsvatnakvosin hengidalur norðvestur í Skeiðarárdal, og 300 m hjalli upp í hann úr botni aðaldalsins." Þessi orð Jóns Eyþórssonar skýra harla vel, hví Gríms- vatnahlaupin koma þessa leið. Vatn þeirra leitar einfaldlega undan hallanum eins og annað vatn, þeim halla, sem er hul- inn mannlegum augum vegna skriðjökulsins sem teygist frá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.