Tíminn - 07.09.1965, Side 9

Tíminn - 07.09.1965, Side 9
I ) ÞfMÐJTJÐAGUR 7. september 1965 TÍMINN aðaljöklinum niður stærsta dal- inn, sem gengur inn í Vatna- jökul. Enginn maður veit, hversu oft hefur gosið í Grímsvötnum eða öllu heldur á Grímsvatna svæðinu. Raunar vita nienn ekki með vissu um ákveðna staðsetningu goss í Vatnajökli sjálfum fyrr en í gosinu 1934, en þá kom óhemjumikið gos í Grímsvötnum, svo gosmökk- urinn sást alla leið til Reykja- víkur. Einu sjáanlegu gosefn- in í síífcum gosum, eins og í öðrum jökulgosum (sbr. Kötlu gos) eru aska og vikur, sem dreifast yfir umhiverfið. Hins vegar eru til margar sagnir um gos í Vatnajökli og víst er að þar faefur margoft gosið og sennilega oft á Gríms- vatnasvæðinu. í gömlum annál- tun eru tii margar sagnir um gos í Vatnajöfcti, og sum þeirra staðsett í Grímsvötnum. Nokk- u@ er þó valt að treysta stað- setnimgum þessara annálarit ara. Menn gerðu sér engar ferð ir að gosstöðvunum á þeim ár um, gosin sáust úr mikini fjar lægð og voru staðsett af van- kunnáttu og vanefnum. Er til dæmis efcki óhugsandi að sum þessara gosa hafi verið norðan jökuisins. Hins vegar bendir ýmislegt til þess, að sum önn ur náttúruundur, sem þá urðu ekki skýrð, en fest voru á blað, hafi einmitt átt upptök sin að rekja til eldgosa á þessu svæði. En boHaleggingar sem þessar eru óþarfar, í þær mun aldrei fást neinn endanlegur botn, a. m. k. ekki með þeim ráðum sem mannsandinn býr nú yfir. Lengi vel héldu menn, að jökulfalaupin miklu væru af- leiðing eldgosanna. Eldurinn, sem brytist úr iðrum jarðar bræddi jökulskjöldinn svo ört, að vatnsflóðið geystist niður hlíðar jökulsins. Nú munu jarð fræðingar yfirleitt á annarri skoðun. Þeir telja eldgosin af- leiðingar jökulhlaupanna. Við það að vatnið ryðst fram losn- ar skyndilega gífurlegt farg af jarðskorpunni og veldur þetta því að bergkvikan brýzt upp á yfirborðið, og gosefnin ryðjast upp. Enda er því svo farið, að þegar gos verður í Grímsvötn um, kemur það ekki fyrr en hlaupið er í hámarki sínu, þ.e. í þau skipti sem um er vitað með vissu. Vatnsmagnið í Skeiðarár- hlaupum eykst hægt og sígandi. Það tekur vatnselginn nokk- um tíma að ryðja sér braut undir fargi skriðjökulsins í Skeiðarárdalnum, hann smá lyftir því og grefur sig undir pað. Hæglega geta liðið 10— 12 dagar, frá því að vart verð- ur við aukningu í ánni og þar til hlaupið hefur náð hámarki sínu. Síðan snöggminnkar það og eftir tvo daga eða svo renn- ur' áin sakleysisleg fram svart- an sandinn. Og það er þá, sem mestar líkur eru fyrir gosi í Grímsvötnum. Það sannar. reynslan af fyrri hlaupum og gosum, 1934 og 1945 (en þá var smágos í Grímsvötnum) og hún kemur heim og saman við kenn inguna, sem áður var nefnd. Látum svo útrætt að mestu um vötn Gríms útilegumanns norðvestur af Skeiðarárjökli, en lítum aðeins á ána, sem jökullinn er kenndur við, Skeiðará. Hvert mannsbarn á íslandi kannast við Skeiðará, enda er hún í hópi frægustu og verstu vatnsfalla á landi hér. f straumi hennar hefur oft verið mjótt á munum milli lífs og dauða og á ýmsan hátt hefur þeim viðureignum lyktað. Verst hefur áin vitanlega orðið í hlaupum, og svo slæm hefur hún þá orðið að hún mun verða síðasti farartálminn í hringvegi kringum ísland. Til skamms tíma hristu menn höf- uð sín, þegar minnzt var á brú minnzt á. f hana kemur vatn, sem hripar niður um sprungur skriðjökulsins og svo leysing- arvatnið úr honum, sem sífellt streymir fram. Að vísu streym- ir ekki aUt þetta vatn fram í Skeiðará. Vatnaskil munu vera einhvers staðar undir fx.. I / ur hryggur ofan á jöklinum. Til glöggvunar fyrir ókunn- uga skal þess getið, að Súla er jökulá, sem fellur til sjávar vestast á Skeiðarársandi í Núpsvötniun. Hún rennur vest ur með Eystra-Fjalli og vestur og fram af sandinum, unz hún Kort þa3, sem hér birtist, er hluti af stærra korti, sem Jón Eyþórsson hefur gert af undirlendi Vatnajökuls í stórum dráttum og birtist í Vatnajökulsbókinni, sem hann sá um útgáfu á fyrir Ai- menna bókafélagið. Hæðarlínur eru að mestu byggðar á niðurstöðum fransk-íslenzks leiðangurs, sem maeldi þykkt Vatnajökuls á all-mörgum stöðum árið 1951, og einnlg að nokkru á legu landslns um- hverfis. Glöggt sést, hvernig Skeiðarárdalurlnn teygist inn undir jökulinn, inn á móts við Grímsvötnin. yfir Skeiðará, það var eins og að ógna sjálfum máttarvöldun- um að minnast á slíka fjar- stæðu. Með tilkomu aukmnar tækni og von um enn meiri tækni hafa menn hætt að hrista höfuð sín, þegar á Skeiðarár brú er minnzt. Nú er ekki lengur sagt „það er ekki hægt“, en enn þá er spurt „hvemig verður það gert?“ Fyrr eða síðar verður vatnsflaumur þessarar óstýrilátustu jökulár íslands haminn, og vonandi eiga flestir þeirra, sem þessa grein lesa, eftir að aka yfir hana. Þá munu fæstir gera sér grein fyrir baráttu kynslóð- anna í flaumnum. Sögur herma, að ekki hafi Skeiðará alltaf verið svo stór sem hún er nú. Þannig er og nafn hennar til komið og til foma mátti rétta yfir hana vefjarskeið, að því er segir í þjóðsögum, en þurfti þó skess- ur til. Og eins og aðrar hrein- ræktaðar jökulár breytist hún mjög eftir árstiðum. Seinni part vetrar og snemma á vorin er hún vatnslítil og safcleysis leg. Pá má aka yfir hana á stóram bílum og jeppum, og þeir era t. d. orðnir býsna margir sem ekið hafa yfir hana í páskaferðum í Öræfasveit á síðari árum. Þá læðist hún stundmn fram eins og sakleys- isleg lækjarspræna og ég hefi heyrt fólk reka upp hlátur í slíkum ferðum yfir þvi að þetta skuli vera kölluð stórá. En þeir hinir sömu ættu að sjá hana þegar hún byltist fram sandinn I hita og leysingum síðari part sumars. Þá er hún engu kvikindi fær nema fugl- inum fljúgandi vegna straum- hörku, stórgrýtis og sand bleytu. Að ekki sé minnzt á hlaupin. / Vatnasvæði Skeiðarár er Skeiðarárdalurinn, sem áður er skriðjöklinum og fellur hluti vatnsins vestur á bóginn. Hinn aldni landspóstur, Hannes á Núpstað, sem oftar hefur att kappi við stórvötnin á Skeið arársandi en nokkur annar nú- lifandi maður og oft orðið að fara yfir þau á jöldi, er í eng um vafa um þetta. f viðtali við þann sem þetta skrifar, sagði hann eitt sinn: Þegar Skeiðará hleypur kemur alltaf hlaup í Súlu líka, enda er þetta upphaflega x sama áin. Maður sér ofan á jðklinum, hvar þær skilja og Súla rennur í vest- urátt. Skilin sjást eins og dökk sameinast Núpsvötnum, og á hinu venjulega vaði austan Lómagnúps, er nú aðeins smá- spölur milli þeirra. Nú á síðari árum hefur nýtt vatnsfall myndazt á Skeiðarár- sandi, eða a. m. k. vaxið upp í það að geta kallazt stórvatns- fall. Er það svokölluð Sand gígjukvísl, sem fellur fram miðjan sandinn. Getur hún orðið foraðsvatnsfall og er oft í henni meira vatnsmagn en sjálfri Skeiðará. Hins vegar hefur hún grafið sér nokkuð fastan farveg ofan til, svo auð- velt mun reynast að brúa hana. Er enginn vafi á því, að um farveg hennar fellur mikið vatnsmagn, sem annars myndi falla um Skeiðará og Súlu, enda hafa báðar látið mikið á sjá við tilkomu hins nýja vatns falls. Á meðan einu samgöngum- ar við Öræfasveit voru á landi, gat verið alófært yfir Skeiðará Langtimum saman, enda mun áin þá hafa verið meiri en nú. Þá var farið yfir hana á jökli, sem kallað er. Var þá farið yfír jökulsporðinn ofan við upptök hennar, oft á tíðum með lestir hesta, og enn þann dag í dag fara Öræfingar þar yfir á sumrum, þegar þeir þurfa að fara út á sand til smölunar eða seladráps og áin er ófær. Jökullinn er þama mjög sprunginn og hættulegur yfirferðar og ekki á færi ann- arra en kunnugra að fara slík- ar ferðir. En þó kastar fyrst tólfun- um, þegar Grímsvatnahlaup koma í Skeiðará. Þá breytist hún lir stórá í beljandi fljót, sem á engan sinn líka á ís- landi, og þótt víðar væri leit- að, og þá mun vatnsmagn hennar á stundum jafnast á við sjálft Amasonfljótið, þeg- ar flóðið nær hámarki. Nær allur hinn víðáttumikli Skeið- arársandur verður eitt vatns haf, þar sem kolmórautt jökul vatnið beljar fram og ber með sér fjallháa jaka, er Það brýtur úr jökulröndinni þar sem það spýtist fram með ógnarkrafti. Það er bezt að enda þetta greinarkorn á lýsingum Hann- esar á Núpstað á tveimur Skeiðarárhlaupum, sem hann hefur komizt í kast við. Hvort tveggja er, að enginn er hon- um kunnugri á þessu sviði og svo hitt að í frásögn hans kem- ur fram látleysi þess manns, sem alízt hefur upp við arf leifð frá baráttu kynslóðanna við óhemjumar á Skeiðarár- sandi. Um hlaupið 1922 farast honum svo orð: Haustið 1922 fór ég póstferð austur og þá var með méi stúlka utan úr Landbroti. Ég átti mér einskis ills von, enda gekk allt vel austur að sælu- húsinu á Skeiðarársandi. En þegar ég sá austur yfir af öld- Framhald ð bls 14 SkeiSará hefur nú um nokkurt skeið komið undan jökli fast við Jökulfellið svokallaða, vestan við Bæjarstaðaskóg. Þar er þessi mynd tekin f meðalsumarvatni í fyrrasumar. Tímamynd MB.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.