Tíminn - 07.09.1965, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 1965
TÍMINN
SEND TIL ÍSLANDS
64
búið til alls konar smáhluti ksemu ekki til okkar til þess
að láta okkur líta á þá. Þeir komu með ljóðin sín, smá
sögurnar og smáhlutina, svo við gætum dáðst að þeim,
og brátt var um svo auðugan garð að gresja, að okkur
datt í hug að efna til ljóðakeppni. Doris bauðst til þess
að stjórna henni, og keppnin tókst svo vel, að ákveðið var
að efna til jólakortasamkeppni, og þar næst kom föndur-
keppni. Þátttaka í þessari síðustu keppni var svo góð,
að Doris komst varla lengur fyrir í litlu upplýsinga-
skrifstofunni sinni en hún var eini staðurinn, þar sem hægt
var að koma sýningunni fyrir.
Þegar hershöfðinginn sá sýninguna, varð hann svo hrif-
inn af hugmyndinni, að næsta keppni naut fullkomins stuðn-
ings hersins. Taka varð á leigu sýningarsal, þar sem sýndir
voru yfir fimm hundruð hlutir, þar á meðal húsgögn búin
til úr kössum, skartgripir úr skeljum og blikkdósum, smækk
uð mynd af bragga með öllum smáatriðum, með lítilli hurð,
sem hægt var að opna og inni mátti sjá loftið, ofn, rúmin
og vatnsfötumar í skini lítillar ljósaperu. Þama voru líka
málverk af íslenzku landslagi, andlitsmyndir og dásamlega
falleg módel af flugvélum. og skipum.
Þegar hér var komið sögu, var hver sá hermaður, sem hafði
til að bera einhverja listræna hæfileika, hvattur til þess að
nota frístundir sínar til þess að þjálfa þá. Nú var hann ekki
álitinn vera einhver furðufugl léngur. Hann naut þess að
keppa að því að fá verðlaun, og þrátt fyrir það, að hann
ynni ef til vill ekki, þá myndi alltaf verða efnt til ann-
arrar keppni þar sem ný tækifæri buðust. Nú vom ekki
þunglyndistilfellin orðin jafn mörg og áður.
Dagurinn, sem við gætum tekið í notkun Brezka liðsforingja
klúbbinn var ekki lengur jafn langt undan. Það var þegar
farið að tala um hann sem nýja Rauða kross heimilið. Verk-
fræðingamir unnu að breytingunum dag og nótt, og við
fengum að vita, að heimilið yrði áreiðanlega tilbúið til notk-
unar fimmtánda september. Enda þótt við hefðum átt að
vera flutt úr skólanum fyrsta september, frestuðu íslending-
amir skólanum til fimmtánda, svo við gætum verið þar leng-
ur. Við vomm tilbúin til þess að flytja.
En allt benti þó til þess, að við hefðum reist okkur hurð-
arás um öxl. Mary kepptist við að lagfæra allt í nýja heimili
og fól mér að halda áfram starfinu í skólanum. Cam hjálp-
JANE GOODELL
aði mér á kvöldin. Betty Clark hafði verið falið að undirbúa
komu nýju starfsmannanna og koma húsi þeirra í lag. (Hvar
í ósköpunum var þetta fólk?) Ethel Rea hafði verið send til
Akureyrar til ,þess að opna þar nýtt heimili. Herbúðimar
voru allar farnar að biðja um nýjar skemmtidagskrár, en
Doris gat ekki farið til nema einna búða á kvöldin. Sjó-
herinn vildi, að við efndum til einhvers tómstundastarfs fyrir
sjóliða, og ofan á allt þetta bættist, að opna átti þrjú ný
heimili auk þeirra, sem verið var að opna í Reykjavík og á
Akureyri. En þrátt fyrir allt þetta, var aðal áhyggjuefni okk-
ar það, hvort við myndum fá nokkra hjálp áður en til alls
þessa kæmi. Atburðarásin var hröð, og draumar, sem við
höfðum hugsað um og vonazt til að myndu rætast, virtust
nú allir ætla að rætast samtímis. Er það ekki undarlegt,
hugsuðum við, að maður skuli berjast fyrir einhverju, til þess
eins að komast að raun um það, að þegar maður fær hlutinn,
ræður maður ekki við hann.
Áhyggjur okkar jukust. Mary var orðin viss um, að hit-
unarkerfið í nýju byggingunni myndi ekki verða tilbúið,
að við yrðum uppiskroppa með málningu, gólfdúk, tæki
og hundruð annarra hluta, sem áttu að gera þetta að fyr-
irmyndar tómstundaheimili. Aðstoðarmenn okkar voru
áhyggjufullir líka. Wayne vann fram á nætur við sviðið,
raunverulegt leiksvið. Allt varð að vera tilbúið fyrir opn-
unina, tjöldin, flóðljósin og allt hitt. Bob var falið að sjá
um viðgerðirnar. Hann sökkti sér niður í viðgerðir á leiðslum,
Ijósum, hitunartækjunum og alltaf vantaði hann réttu verk-
færin. Og enn bættist við áhyggjurnar: splunkunýja heim-
ilið okkar myndi verða hálf hjákátlegt, ef 1 það vantaði
leiktæki, stóla, útvörp, píanó — því enn hafði ekkert af
þessu komið til landsins.
Mínar áhyggjur snerust aðallega um það, að ég hafði hugs-
að mér að mikið yrði af góðum gestum við opnunina. Til-
kynningar voru sendar til allra herbúða í nágrenninu. Cam,
sem var auglýsingateiknarinn okkar, hófst handa um að
teikna skilti, sem síðan voru hengd upp í litlu herbergjunum
í skólanum. Smærri tilkynningum var dreift meðal her-
mannanna, og að lokum létum við ekki undir höfuð leggj-
ast að minna á opnunardaginn, þegar við ræddum við menn:
— Gleymdu svo ekki, að nýja heimilið verður opnað 16.
september. Svo kom stærsta vandamálið, það var undir mér
komið, var mér sagt, að sjá um, að nógu margar stúlkur
kæmu á dansleikinn, sem átti að vera lokaatriði opnunar-
heimi'lið orðið hinn notalegi griða
staður þeirra allra. Hana langaði
mest til að hlaupa hlæjandi um
allt húsið, snerta allt, horfa á
allt. Johnny mundi aftur sitja í
stólnum sínum, sofa í rúminu,
lesa bókina. tíörðin undir fótum
hennar var aftur traust.
Einn góðan veðurdag yrði ann-
að hvort þeirra kallað héðan og
þá yrði breytingin mikil fyrir það
sem eftir lifði. En ekki enn, því að
það var alltof fljótt. Hvorugt
þeirra var reiðubúið.
Hvemig, hugsaði hún, getur mað
ur nokkurn tíma vitað fyrirfram,
hversu ynninlegt og gott hjóna-
bandið getur verið.
Það fyllti hana undrun, þegar
hún minntist þess að við fyrstu
kynni þeirra John Foley hafði
hún haldið að hann væri leiðin-
legur og þrjózkur og hlægilega
hugsjónaríkur. Henni hafði kom-
ið hann svona fyrir sjónir þegar
þau kynntust í nemendaráðinu.
Hún hafði verið mjög vinsæl
stúlka — lagleg, kát og hress. Hún
kom með pilti sem var jafn þekkt
ur og vinsæll og hún. Ungi mað
urinn var ásakaður fyrir próf-
svindl, það var sérstaklega leiðin-
legt að það hafði gerzt við próf
þar , sem ekkert eftirlit var haft
heldur treyst á hvem einstakan
nemanda og siðferðisstyrk hans.
Málið var afhent nemendaráðinu
sem í vora níu meðlimir, þar á
meðal hún sjálf og John Foley.
Fram að því hafði hún varla veitt
honum athygli. Hann tók yfirleitt
ekki til máls á fundunum. Hún
var viss um að hún gæti fengið þá
niðurstöðu af fundinum, sem hún
óskaði eftir og látið yrði nægja að
veita vini hennar áminningu. Hún
var meira að segja svo viss í sinni
sök, að hún sagði piltinum, að sú
yrði niðurstaðan.
En ekki hafði allt farið eins og
hún hafði búizt við. Aldrei þessu
vant hafði John Foley lagt orð í
belg og hann hafði virzt mjög
ákveðinn og sannfærandi. Þegar
hún skildi að hann var að vinna
hljómgrann hjá hinum, beitti hún
áhrifum sínum til að fá fundinum
frestað til næstu viku, því að ef
hún fengi tækifæri til að tala í ein
rúmi við John Foley vonaðist hún
til að geta mildað hann.
Þau drakku saman kaffi og töl
uðu saman og hún rak sig á ein-
arðleika sem hún hafði ekki gert
ráð fyrir. Hann hlustaði kurteis-
lega á hana, þegar hún bar fram
varnir fyrir syndaselinn og tíndi
fram allt sem hún hugði getað
mildað hann.
Þegar hún lauk máli sínu sagði
hann:
— Ég hef ekkert á móti vini
þínum, persónulega. Ég er ekki
ósanngjarn. En þú veizt eins vel
og ég að hefði átt hlut að máli
piltur, sem ekki hefði kveðið að
og sem væri ekki þekkt íþrótta-
hetja mundi það ekki hafa tekið
okkur fimm mínútur að afgreiða
málið og láta vísa piltinum úr
skóla.
Hún hafði hugsað sig vandlega
um áður en hún svaraði:
— Það er sagt að háskólanám
eigi að vera undirbúningur fyrir
lífið, ekki satt. Á sama hátt og
maður segir „ekki fyrir skólann,
heldur fyrir lífið.“
Hann kinkaði kolli.
— Já, en geturðu þá ekki verið
sammála mér í þvi, Johnny að
fólk á borð við Mikael eigi stöku
sinnum vissan rétt á að sleppa
með áminningu vegna þess að þeir
hafa persónuleika og gera svo
margt vel? Eigum við að vera
óraunsæir hugsjónamenn, af
því að við stundum háskólanám?
Hann leit á hana með ein-
kennilegum svip á andlitinu.
— Meinarðu virkilega það sem
þú segir?
— Já, auðvitað, sagði hún ein-
um of ákaft.
Hann hristi höfuðið.
— Jæja, þá er ég ofstækisfull-
ur. Þetta er ekki mín siðfræði.
n
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar
Eigum dún og fiðurheld ver
æðardúns. og gæsadúnssængur
og kodda af vmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3 — Sim; 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
Ég lít svo á að sömu reglur eigi
að gilda um Mikael og alla aðra
nemendur og frá því hika ég ekki
hvorki núna né seinna.
— Þú tekur sjálfan þig óskap-
lega hátíðlega!
Hann hallaði sér aftur á bak
og sagði með mestu rósemi:
— Unga dama, ég er það eina,
sem ég á.
Þrisvar enn reyndi hún en
henni tókst ekki að fá hann til að
skipta um skoðun og loks varð
hún að segja Mikaehað hún fengi
engu áorkað. En Miícaei brosti
syfjulega, klappaði henni a kinn-
ina og sagði kæruleysislega:
— Notaðu kynþokka þinn, Ijúf-
an. Þú hefur löng augnhár og
eggjandi skrokk. Notaðu þau
vopn.
Hún starði á hann.
— Er þér alvara?
— Beibí, það sem öllu skiptir
er að vinna, ekki satt? Þegar sig
urinn er unninn gerir ekkert
til hvernig við erum að honum
komin.
Nafnakall var að lokum haft við
atkvæðagreiðsluna. Þegar röðin
kom að henni horfði hún beint í
grá augu John Foley. Hún hikaði
fáeinar sekúndur.
— Ég mæli með brottvísun,
sagði hún lágróma — og hún sá
þegar hann kinkaði kolli, að þetta
hafði hann líka vitað allan tím-
ann.
Þegar fundi var slitið — og all-
ir höfðu samþykkt brottvísun Mika
els mótatkvæðalaust — kom
hann til hennar.
— Hvað verður nú um umræðu-
fundina okkar? spurði hann.
Hún leit á hann. Hann var há-
vaxinn og grannur piltur og
reyndi að sýnast öruggur með sig,
en í rauninni fann hann til feimni
í nærveru hennar. Það var bænar-
svipur á andliti hans. Og allt i
einu fannst henni hjarta sitt
opnast og hana hitaði i vöngum.
— Við verðum víst að finna
nýtt umræðuefni, sagði hún.
Eftir heimsóknina þetta kvöld
á spítalann gat hún nú í fyrsta
skipti síðan henni voru færðar
fréttirnar af slysinu, hlakkað til
að fara í nimið og hvíla sig ræki-
lega.
Hún gekk fram í eldhúsið til
að búa til te handa sér og Irenu
og hún raulaði fyrir munni sér,
meðan hún tók fram bolla og
ristaði brauð.
Þegar þær sátu við borðið sagði
hún frenu frá síðustu heimsókn
sinni og hvað læknirinn hafði
sagt og síðan sagði Irena henni
frá því helzta sem gerzt hafði hjá
henni og börnunum um daginn.