Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Spjallaö viö
aöalleikara
í Gullsandi,
Eddu
Björgvinsdóttur
og Pálma
Gestsson
„Vitavöröurinn. Hún má til dæmis ekki
vera lofthrædd — sem leikkonan Edda
Björgvinsdóttir er aftur á móti. Ég lók nú
hlutverkiö þrátt fyrir lofthræöslunal“ segir
Edda Björgvinsdóttir um vitavöróinn í
Gullsandi. Edda leikur annaó af aöalhlut-
verkum myndarinnar, á móti Pálma
Gestssyni. Önnur stór hlutverk eru í
höndum þeirra Arnars Jónssonar og Jóns
Sigurbjörnssonar.
Alls eru leikarar í myndinní um 40 tals-
ins, en hópurinn sem stóö að gerö hennar
telur um 13 manns. Kvikmyndatökumaöur
var Siguröur Sverrir Pálsson og hljóö-
upptökumaöur Gunnar Smári. Um bún-
inga sá Dóra Einarsdóttir, leikmynd geröi
Halldór Þorgeirsson og útlit leikara var í
höndum Margrétar Jónsdóttur. Fram-
kvæmdastjóri myndarinnar er Guöný
Halldórsdóttir.
Pálmi Gestsson sést nú á kvikmynda-
tjaldinu í fyrsta sinn, í hlutverki Eiríks.
Eiríkur er formaöur Ungmennafélagsins
og heitir reyndar Arnór samkvæmt hand-
riti. „Þannig vildi til aö ég var aö leika
Arnór í Fjöregginu hans Sveins Einars-
sonar, þegar Ágúst talaöi viö mig um hlut-
verkiö í myndinni. Þaö þótti til hlýöa aö
breyta nafninu þannig aö ég lóki ekki tvo
„Arnóra“ á sama tíma,u segir Pálmi. „Hins
vegar hefur okkur tekist ákaflega illa aö
hætta aö kalla Ungmennfélagsformann-
inn „Arnór“l“.
Lofthræösla
og frunsa helstu
vandamálin
vernig leggst
Hkvikmyndaleik-
urinn síðan í
Pálma, sem á
undanförnum
tveimur árum
hefur leikiö á sviöi, í útvarpi
og í sjónvarpi?.
„Vel. Þetta var ákaflega
skemmtilegt og sumariö
eftirminnilegt í heild sinni,“
segir Pálmi. fslendingar
eiga reyndar kost á aö sjá
meira af honum yfir jólin, í
jólaleikriti sjónvarpsins,
Gullna hliöinu. Sama er aö
segja um Eddu Björgvins-
dóttur, sem skipar þann
hóp kvenna sem annast
áramótaskaup sjónvarps-
ins aö þessu sinni. Hvaö
finnst henni eftirminni-
legast viö vinnuna á sand-
inum?
„Veðriö," svarar Edda
eins og sannur íslendingur.
„Þaö var yndislegt allan
tímann, besta veöur sem
ég hef nokkurn tima lent í.
Reyndar fékk ég þessa
hroöalegu frunsu og varö
aö draga mig í hlé í nokkra
daga! Mátti gjöra svo vel
aö stoppa í tökum og sitja
á stól þangað til aö frunsan
var horfin. Svoleiöis er ekki
hægt aö fela í filmu, þó aö
þaö sé hægt á sviöi. En um
vinnutímann í heild er þaö
aö segja aö þaö var gott
aó eyöa honum meö þessu
samstarfsfólki og vinna
þessa mynd."
Þegar viö spyrjum
hvernig frumsýningin legg-
ist í hana hlær Edda og
svarar: „Þegar ég sá
„Hrafninn flýgur" á sínum
tíma þá var ég nærri því
dáin úr taugaæsing. Fyrir
frumsýningu hafói ég ekki
séð svo mikiö sem öröu úr
myndinni og var bara veik,
svitnaöi og kólnaöi til
skiptis. Ég hélt nú aö þetta
yröi ööruvísi núna, ég er
t.d. búin aö sjá filmubúta
úr myndinni. En svo bara
finn ég aö þaö er aö mynd-
ast hnútur í maganum á
mér, þannig aö ég verö ör-
ugglega nokkuö sveitt á
frumsýningu!
Þetta er töluvert önnur
líöan en fyrir frumsýningar,
t.d. á sviöi, vegna þess aö í
Edda Björgvinsdóttir
og Pálmi
Gestsson
langan tíma er leikstjórinn
búinn aö vera aö kiippa
myndina, án þess aö viö
leikararnir getum fylgst
meö framvindu hennar.
Okkar hlutur er búinn og
aörir sem sjá um myndina
núna. Ég held aö þaö sé
kannski sú hugsun sem
veldur þessari spennu.
Annars hef ég ekki spurt
Pálma hvort honum sé far-
iö aö líöa eitthvaö illa."
„Kvíöinn. Ég er þaö allt-
af,“ segir Pálmi aðspuröur
um frumsýningarskjálfta.
„Þaö er alveg sama í hvaö
maöur er aö fara, ég hef
aldrei losnað viö þennan
skjálfta og reikna meö aö
þaö veröi svipað á frum-
sýningunni."
Gullsandur er önnur
kvikmyndin sem Edda leik-
ur í, og þaö vekur kannski
nokkra athygli aö kvik-
myndahlutverk hennar
hafa veriö „alvarleg" skv.
mælikvaröa leiklistarinnar,
en hlutur hennar í útvarpi,
sjónvarpi og á sviói al-
mennt veriö í kómískari
kantinum. Hefur hún engar
áhyggjur af því aö fólk t.d.
tengi rödd vitavarðarins
annarri góökunnri úr út-
varpinu?
„Ég held ekki. Allavega
hef ég reynt aö passa þaö
aö hætta, þegar eöa um
þaö bil, sem persónur eru
aö festast í fólki, samanber
Túrilla og „konan hans
Ella". Síöan er alltaf nauö-
synlegt og gaman aö prófa
eitthvaö nýtt og ég er
ánægö meö aö fá tækifæri
á aö sýna báöar hliöar sem
leikari," segir Edda. Alvar-
legu hliðina, ásamt ýmsum
öðrum í Gullsandi, fáum
viö síöan aó sjá um hátíó-
arnar, en myndin veröur
frumsýnd í Austurbæjar-
biói á annan dag jóla.