Morgunblaðið - 27.01.1985, Page 7

Morgunblaðið - 27.01.1985, Page 7
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANtJAR 1985 C 7 Sýningar i dag og annan i jólum VRÓPUFRUMSÝNING JÓLAMYND 1984: Í BRENNIDEPLI rkuspemandi og vtóburOarlk alvag ny bandarisk Ittmynd. um Ivo mann ■n komast yfir turöutegan leyndar dom og barattu þetrr a tynr sanntwfcanum ■Ibfcrtvurk Krta Kmtolttrion, Traat WNfcenM og Taaa Harpar i etfcsiion WHfcam Tannan Manafcur taxti BAnnuO Mrmwi mnan 14 fcra. Synd kl. *, S, 7. • og 11. hins vegar alvarlegastur. Ég hef nefnt hann áður í þessum pistl- um: Aldrei fyrr í mínu minni hefur engilsaxneska einstefnan verið jafn yfirþyrmandi og í fyrra. Svo virðist sem öll kvik- myndahúsin nema eitt hafi sem næst gefist upp á að sýna aðrar biómyndir en enskar og amerísk- ar. Aðeins Regnboginn virðist hafa fjölbreytni og dirfsku að metnaðarmáli, og ef veita ætti viðurkenningu fyrir merkasta framlag til kvikmyndamenning- ar á Islandi í fyrra þá ætti Regnboginn að fá hana. Af á annað hundraö myndum á tjald- inu 1984 voru um það bil fimm- tán til tuttugu frá öðrum lönd- um en Englandi og Ameríku, — franskar, þýskar, ástralskar, norrænar (utan við þessa tölu eru íslensku myndirnar). Þetta er, með fullri virðingu fyrir enskum og amerískum myndum, afleitt. Allir hljóta að sjá hversu brengluð mynd fæst af viðfangs- efnum, aðferðum og möguleikum kvikmyndagerðar með slíku úr- vali. 90% af nýsköpun í kvik- myndum fer ekki fram í Eng- landi og Ameríku. Svo einfalt er það nú. Og kvikmyndahátíð, sem ekki heppnaðist vel 1984, og norrænn kvikmyndaklúbbur, sem lítið fer fyrir af einhverjum ástæðum, bæta þessa þröngu einstefnu ekki upp nema að tak- mörkuðu leyti. V Topp-tíu listarnir okkar Sæ- björns bera líka með sér að nýir, ungir kraftar velja sér ekki eða fá ekki viðfangsefni sem ein- hverju máli skipta. Það eru gömlu og miðaldra mennirnir, sumir löngu dauðir, sem halda uppi reisninni — Alfred Hitch- cock og Fritz Lang, Ingmar Bergman og Lewis Gilbert, Francois Truffaut, Coppola og Scorsese. Á þessu eru nokkrar gleðilegar undantekningar, eins og Roger Spottiswoode með póli- tíska spennumynd sína Under Fire, Lawience Kasdan með in- dæla gegnumlýsingu á ’68-kyn- slóðinni frægu í The Big Chill, Graeme Clifford með vandað ævisögudrama úr Hollywood, Frances, og svo eru í grenndinni við listana áhugaverðar myndir eins og Silkwood eftir Mike Nich- ols, Local Hero eftir Bill Forsyth og fleiri. Óskandi væri að ungir kvik- myndagerðarmenn þróuðu myndir sínar frá tækni og vél- búnaði og bellibrögðum í átt til venjulegs og óvenjulegs fólks, legðu meiri áherslu á persónur en dauða hluti. George Orwell myndi fíla það. En hann borgar víst ekki fleiri bíómiða úr þessu. VI í íslenskri kvikmyndagerð urðu þau tíðindi helst árið 1984 að til urðu tvær tegundir mynda: Annars vegar „metnaðarfullar myndir" og hins vegar „metnað- arlausar myndir". Það voru einkum tveir af reyndustu leik- stjórum okkar, Hrafn Gunn- laugsson og Þorsteinn Jónsson, sem héldu á lofti nauðsyn þess að íslendingar gerðu það sem þeir kölluðu „metnaðarfullar myndir". Þeir áttu þá við eigin myndir — Hrafninn flýgur og At- ómstöðina. Ekki var unnt að skilja þá öðru vísi en svo, að mynd væri ekki „metnaðarfull" nema hún kostaði meira en inn- anlandsmarkaður gæti borgað og væri beint eða óbeint stíluð fyrir erlenda áhorfendur. Þetta er grundvallarmisskilningur, sem því miður hefur ekki skilað sér í öðru en fjárhagslegum ógöngum, skuldafeni fyrir við- komandi kvikmyndagerðar- menn. Myndirnar voru hvor á sinn hátt vandaðar, „metnaðar- fullar", en alheimsmarkaðurinn hefur látið á sér standa. Trúlega urðu menn að reka sig á þetta sjálfir. En báðar myndirnar, At- ómstöðin og Hrafninn flýgur, hafa að sönnu aukið á fagþekk- ingu og reynslu sem okkar fólk býr að. Á sínum forsendum er Hrafninn flýgur óneitanlega best heppnuð af innlendum kvikmyndum ársins. Ég er sjálf- ur ekki sáttur við forsendurnar; hér eru spaghettivestrar Sergios Leone notaðir sem nánast kalkí- pappír fyrir íslenska miðalda- sögu með endurtekningum í drápsatriðum og dauft teiknuð- um persónum. Én það er fjanda- kornið kraftur og stemmning í myndinni. Atómstöðin er lýs- andi fyrir vandvirkni Þorsteins og félaga. En hún er lika lýsandi fyrir það að skáldsaga Halldórs Laxness hentar ekki fyrir bíó- mynd. Tvær myndir á árinu gætu flokkast sem „metnaðarlausar", þ.e. þær eru fyrst og síðast gerð- ar fyrir innfædda, tiltölulega ódýrar og einfaldar í fram- kvæmd. Þetta eru Dalalíf og Kú- rekar norðursins. „Metnaðar- leysi" er skynsamleg stefna þeg- ar í því felst að gera myndir um og fyrir íslendinga. „Metnaðar- leysi“ er vond og hættuleg stefna ef í því felst að gera jafn lélegar myndir og þessar tvær. Góð formúla, góðar hugmyndir og kómisk kanóna á borð við Eggert Þorleifsson duga hvergi þegar kastaö er til höndum i allri úr- vinnslu eins og í Dalalífi. Sama fúskið háir Kúrekum norðursins, og ef einhverjum finnst það hæfa viðfangsefninu — norð- lensk-amerískum sveitasöngvur- um — ja, þá það. Þessar tvær myndir eru dapurleg afturför fyrir íslenska kvikmyndagerð á síðasta ári. Nýjustu íslensku bíómyndinni sem frumsýnd var undir lok 1984, Gullsandi eftir Ágúst Guð- mundsson, voru valdar skyn- samlegar forsendur — tiltölu- lega „metnaðarlítir í umfangi og útgjöldum, „metnaðarfuir í efnisvali. En hún olli vonbrigð- um. Þessi netta pólitíska gaman- mynd tollir ekki saman, gliðnar í dramatíska frumparta sína. Eft- irminnileg er aðeins afburða tökuvinnsla Sigurðar Sverris Pálssonar. Ég hef á tilfinningunni að ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn þurfi að taka í hnakkadrambið á sjálfum sér. Ástæðulaus sjálfs- ánægja er einkennandi fyrir ný- liðið ár. Nú þurfa menn að gera kröfur inn á við ekki síður en út á við — horfa um öxl og líta í eigin barm, jafnvel þótt hnykkur komi á hálsinn í sveiflunni. Þá verða framfarir, þá koma áhorf- endur, þá koma meiri peningar i kassann. 1984 er vonandi ekki „það sem koma skal“ í kvikmyndagerð. Annars fá fleiri grænar bólur en George Orwell. HÚS- BYGGJENDUR Til afgreiðslu af lager: Niðurfallsrör Rennubönd Þakrennur Þakgluggar Þaktúður Gaflþéttilistar ^öljárn, SY) Klipptog \ </ beygt járn af ýmsum gerðum Öll almenn blikksmíði. 'S BREIÐFJORÐS BLIKKSMIÐJA HF Leittö nánari upptýsinga aðSigtúni7 Simit29022 Wterkurog k3 hagkvæmur auglýsingamióill! Útsalan í gjafavöru- og húsgagnadeild heldur áfram 15% afsláttur á töskum frá KRISTJfiíl SIGGEIRSSOO Hfi LAUGAVEG113. REYKJAVÍK, SÍMI 2S87D VERZLUNIN Fannv Útsalan hefst á mánudaginn Fanny Laugavegi 87

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.