Alþýðublaðið - 25.09.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 25.09.1920, Page 1
Crefið lit a£ áJþýðuflokkuum, \ 1920 Laugardaginn 25. september. 220. tölubl. Sígurður Þórólfsson fyrv. skólastjóri eg árás hans á Jóhannes bæjarfogeta. Það mun sízt vera ofsagt, að -árás sú er Sigurður Þórólfsson, íyrv. skólastjóri, hefir hafið á Jó- hannes Jóhannesson bæjarfógeta, át af þjófnaðarmálunum, hafi vak- ið afarmikia eftirtekt. í sjálfu sér mun svona löguð árás æfinlega vekja eftirtekt, því það eru ekki svo margir sem ’eru djarfyrtir við yfirvöldin, en það sem gerir árás þessa ennþá eftir- tektarverðari er það, að hún skuli koma í Morgunblaðinu, því það hefir stutt Jón Magnússon ein- dregið, en Jóhannes bæjarfógeti hefir alt frá 1908 verið einn af helstu mönnum heimastjórnar- Sokksins, og svo mikils metinn innan sfns fiokks, að enginn efast um að hann yrði ráðherra, ef sá Jokkur kæmist til valda. Það sem gerir árásina þó mest cftirtektarverða er það, að Morg- unblaðið er sjálft, nokkrum dög- um áður en árásin kemur frá Sígurði, nýbúið að birta ritstjórn- argrein, þar sem haft er eftir Jóhannesi bæjarfógeta, að nú sé að fást botn í þjófnaðarmálunum. Þar sem Sigurður Þórólfsson er einn af meðritstjórum blaðsins, verður að álítast að hann hafi talið sig hafa einhverjar upplýs- ingar I málicu, sem aðalritstjórn Morgunblaðsins ekki hafði, og verður líklega ekki langt að bíða þess, að Sigurður leggi fram ö!l sönnunargögn sín. Þar eð fjölmargir af lesendum Alþýðublaðsins munu ekki sjá Morgunblaðið, nema þegar þeir fá það utan um græusápu, skulu hér ieknir kaflar úr því, er skýra þetta naál betur. £ Mgbl, 22. sept. er ritstjórnar- greia sú er fyr var getið. Fyrsögn i'eanar er: Þjófnaiarm&lin, með undirfyrirsögninni: Lokið við mesíu rannsóknirnar. Þar stendur, meðal annars: „Rannsókn þjófnaðarmálanna miðar feltaf í áttina. Hefir bæjar- fógetis agt Morgunblaðinu, að hann mundi vera búinn með það mesta og örðugasta, og von væri til að ur þessu færi að mega sjá fyrir endann á þessu yfirgripsmikla máli. Hafa nú próf staðið tvisvar á hverjum degi síðan 18. ágúst, og er því komið á annan mánuð síðan fyrst var hafin rannsókn fyrir alvöru, Tefur það mest fyrir skjótum framgangi málsins, hve vitnisburður unglinganna er reikull og ósamræmur, og jafnframt það, hvað þeir, sem af þeira hafa keypt vörurnar, gera sér mikið far um að draga úr því, sem þeir hafa keypt. Er þetta sú flækja og þeir vafningar, að öllum er augljóst hversu afar erfitt er að komast til bortns í því rétta og fá trastan grundvöll til að byggja á.„ Og greinin endar á þessu: „En eins og áður var sagt mun lfða að lokaþættinum innan skamms. Og er það öllum fyrir beztu." Fáir munu það hafa verið, sem lásu þessa grein Morgunblaðsins, sem ekki tóku hana trúanlega, og hafi það verið einhverjir, sem bjuggust við því, áð þetta um- rædda þjófnaðarmál yrði látið lognast útaf, þá mun þeim hafa létt við þessa grein, og þessi um- mæli Jóhannesar bæjarfógeta, sem engin ástæða er til að rengja, nema fyrir þaan, sem eitthvað meira kynni að vita í þessu máli, en almenningur veit. En það eru einmitt þær upplýsingarnar sem Sigurður Þórólfsson vonandi strax opinberar almenningi. Eða getur hugsást að hann hafi hafið árás sína á Jóhannes bæjar- fægeta, án þess að hafa neitt ti! þess að byggja hana á? Árás Sigurðar er í Morgunblað- inu 22. sept. 3. bls,, og er hnýtt aftan í grein til stúlkunnar, sem 18. þ. m. ritaði grein í Alþbl. Virðist það siður þessa rithöf- undar að hnýta einhverju óvið- komandi því, sem hann í það skifti er að skrifa um, aftan í greinar sínar, t. d. endaði grein, sem hann ritaði í Mgbl. um likamshæð manna, á því, að strfðið mikla hefði meðal annars stafað af óbilgjörnum kröfum verkalýðsins. Er þetta sagt hértil skýringar á því, hvers vegna árásin muni vera á þessum stað, og verður að álítast að sú skoð- un sé röng, er einstaka menn hafa látið í Ijósi, að Sigurður hafi, með því að láta árásina komá þarna, ætlað að láta bera minna á henni, eða á vissan hátt að ráð- ast aftan að Jóhannesi bæjarfógeta. Sjálf árásin er orðuð þannig hjá Sigurði (leturbreytingar gerðar hér): „Hví má eigi segja sannleikann, þótt beiskur sé? Stafar eigi margt ilt af því í þjóðlífi voru, hve margir telja sér skylt að hilma yfir því sem Ijótt er? Hér eru æði margir í einskonar samábyrgðum um það. Þessu til sönnunar má nafna aðeins tvö ljót stór mál, sem fereitt hefir verið yfir sem niest í Reykjavík, og nálega öll blöðin þorðu lítið að minnast á. Eg á við tollsvikin, sem nokkrir menn gerðu sig seka í hérna á árunum og svo hvíta mansalið. Ætli það fari eigi eins um stóra þjófnaðarmálið, sem nú er á dþf inni? l‘að þarf að verja kunn- ingjana, ættmennina, stéttar- bræðnr, pólitíska samherja o. s. frv.“ Sigurður nefnir hér engin nöfn, enda er það óþarfi, því orðunum getur aðeins verið beint til þess, sem hefir rannsókn þjófnaðarmál- /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.