Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 1
fHtfrgmiÞIfifeife MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 GUÐMUNDUR GTSLASON HAGALÍN Guðmundur G. Hagalín fallinn frá? — Þá eru nú flestir dauðir, ef hann er það — þessi maður sem lifað hefur svo rótsterku og djörfu lífi síðan ég man eftir mér, að alls enginn hefur jafnast á við hann, að mínum dómi. Má ég nefna nokkur þeirra opinberu hlutverka, þar sem sviðsljósin léku um hann? — Hann var rithöfundur, sem skrifaði milli 50 og 60 bækur, smá- sögur, langar skáldsögur, ævisög- ur, ljóð, leikrit, barátturit gegn pólitískum kerlingabókum sálu- hólpinna rauðliða, þýðandi út- lendra skáldverka, hann var rit- stjóri, forseti bæjarstjórnar, frambjóðandi til þings, bókavörð- ur, bókafulltrúi ríkisins, bók- menntagagnrýnandi bæði i Al- þýðublaðinu og Morgunblaðinu, brennivínsberserkur endrum og eins, oftar þó stækur bindindis- maður, kennari, erindreki, for- maður stéttarfélags rithöfunda. Vafalaust er margt ótalið enn, sem Hagalín hafði með höndum fyrir opnum tjöldum í sviðsljós- inu. Kkki mátti á milli sjá, hvort han var meiri ailsherjar-Islendingur eða svæðisbundinn Vestfirðingur. Hrafnseyri er kannski helgur staður og ósambærilegur við ann- að, vegna Jóns Sigurðssonar þjóð- ardýrlings, en í þessu landi eru Lokinhamrar svona allt að því jafnfrægur sveitabær, ekki beint helgur staður, en rismikill í það minnsta, hátimbraður, rammís- lenskur, af því að hann er fæð- ingarstaður Hagalíns. Og með ein- hverjum hætti eru þessir tveir arnfirsku bæir sterklega tengdir, enda leitaði Lokinhamrapilturinn sinnar fyrstu skólamenntunar á Hrafnseyri. Vel man ég enn í dag hvenær ég sá og heyrði Guðmund G. Hagalín fyrsta sinni. Það var í húsi við Barónsstíg í Reykjavík haustið 1935. Komin var út bók eftir mig, Bræðurnir í Grashaga, og Hagalín búinn að lesa hana og skrifa um hana ritdóm í Alþýðublaðið. Og allt í einu er ég kominn inn í stofu, þar sem Hagalínsfjölskyldan öll var stödd, það er að segja systir Hagalíns og foreldrarnir, þau Guðný og Gísli. „Nú, svona lítur hann þá út,“ sagði Hagalín og hló við glaður og heilsaði mér með báðum höndum samtímis. Einkennilegt er að muna þetta eitt og ekkert annað frá þeim fundi, en löng áttu kynni okkar eftir að verða og margt minnisstætt frá þeim. Einn vitrasti maður landsins, Andrés Björnsson, fyrrverandi út- varpsstjóri, ritaði eitt sinn þessar línur um Hagalín, skarpskyggn og hófsamur að vanda: Guðmundur Gíslaaon Hagnlín áaamt tengdasyni sínum Guðmundi Pálssyni leikara i gangi í miðborg Reykjavíkur. 1898/1985

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.