Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 B 3 unni hans í foreldrahúsum. Hann smíðai sérhvern hluta hennar með eigin höndum, úr stáli og kopar, og hafði reyndar aðgang að vélaverk- stæði úti í bæ, þar sem hann steypti tannhjól og renndi ása, snittaði rör. Báturinn komst á flot og eitthvað af tækjunum. ólafur Thors, sem þá var voldugasti mað- ur landsins, fékk áhuga á tilraun- um Hrafns og útvegaði honum styrk úr ríkissjóði svo hann gæti lokið við fiskibátinn og komið tækjabúnaði hans fyrir í honum og reynt hann úti á miðunum. Báturinn fórst í Látraröst á leið til Reykjavíkur i fyrstu reynslu- ferð sinni, en mannbjörg varð. Draumur feðganna um atvinnu- byltingu í útgerð og fiskiveiðum rættist ekki, forsjónin neitaði þeim um þann sigur. Hrafn Hagalín lést ungur að ár- um, en Sigríður systir hans átti eftir að kmast í fremstu röð leik- ara á íslandi og heldur þeim velli enn i dag. Það er fyrir hvatningu frá Matthíasi skáldi og ritstjóra Jo- , hannessen, að ég rifja núna upp þennan þátt úr ógleymanlegum kynnum mínum við Guðmund G. Hagalín, og fjölskyldu hans, á þeim árum sem tilviljunin eða for- lögin höguðu því svo, að við vorum nágrannar og trúnaðarvinir. Auð- vitað slitnaði aldrei sú taug, sem tengdi mig þessu fólki, þó að sam- fundum fækkaði. Hagalín og frú Kristín slitu samvistum og Hagalín eignaðist aðra eiginkonu, Unni Aradóttur, sem lifir mann sinn ásamt syni þeirra, Þór Hagalin, fram- kvæmdastjóra. Unnur varð Guðmundi Hagalín mikill félagi og hjálparhella þegar alour og ár tóku að mæða garpinn. Einn besti vinur hans svo áratug- um skipti var séra Eiríkur J. Ei- ríksson prestur og skólastjóri á Núpi í Dýrafirði, síðar þióðgarðs- vörður á Þingvöllum. A heimili hans og frú Kristínar Jónsdóttur frá Gemlufalli á Þingvöllum hitti ég Hagalín i síðasta sinn. Það var á áttræðisafmæli hans. Hann kaus að eyða þeim degi, 10. október 1978, þar hjá þeim hjónum og hitta þar vini sína, sem fjöl- menntu á Þingvöll til að hylla hann. En í dag, þann 9. mars 1985, syngur séra Eiríkur hann til graf- ar uppi í Reykholti, þar sem stendur kirkjan sem var sóknar- kirkja skáldsins seinustu æviárin, því að heimili hans var að Klepp- járnsreykjum. Ég læt bókmenntafræðingunum það eftir að skilgreina Hagalin sem skáld og hugmyndafræðing og stórhöggan stríðsmann i andleg- um sviptingum hér á landi i marga áratugi. Ég fullyrði aðeins að hann var stórmenni og hann setti sinn sterka svip á þessa öld í menningarmálum. Hann lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 26. febrúar sl. Samúð- arkveðjur sendi ég vandamönnum hans og dreg fána minn i hálfa stöng. Guðmundur Daníelsson Guðmundur G. Hagalín lifði langa ævi. Hann var öldinni litið eitt eldri, fæddur 10. október 1898. Var þvi á áttugasta og sjöunda aldursári, er hann lést. Með hon- um er ekki aðeins horfinn af sjón- arsviðinu stórbrotinn persónu- leiki, heldur og einn fremsti and- ans maður íslenzku þjóðarinnar á þessari öld, sem markað hefur dýpri spor en flestir aðrir í menn- ingarsögu þjóðarinnar, á mestu breytinga- og umbrotatímum sem sagan kann frá að greina. 1 rauninni finnst mér ég hafa þekkt Guðmund Hagalin ærið lengi, eða allt frá því löngu fyrir fermingu, að Bæjarbókasafnið, sem þá var, leiddi mig að bókum hans. En persónuleg urðu kynnin þá fyrst er kom til tals að ég réðist í skipsrúm á framboðsfleytu Al- þýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi á árinu 1977. Eigi standa efni til þess í fáum kveðjuorðum að fjalla ítarlega um ævistarf Guðmundar. Hann hafði er yfir lauk ekki aðeins skilað þjóð sinni ærnu dagsverki, heldur mörgum. Enda var maðurinn eigi einhamur. Þótt árin væru nokkuð farin að færast yfir, er við fyrst hittumst, þá var hann enn eldhugi í pólitíkinni. Þar skipti aldurinn engu. Hann var vakinn og sofinn yfir því, sem var að gerast, og eng- an hitti ég í kosningaslagnum 1978, sem var jafn ódrepandi áhugasamur og Hagalín. Ég hef það eftir góðum heimildum, að síðustu næturnar fyrir kosn- ingarnar vorið 1978 hafi hann naumast sofið fyrir pólitískum áhuga. Þau misserin var það ný- græðingi í stjórnmálum lærdóms- ríkt að spjalla við hann heima á Mýrum. Þá var líkaminn lítið eitt að byrja að láta undan síga í bar- áttunni við elli kerlingu, en and- inn hann var hress. Þetta voru góðar stundir. Og sprækur hefur hann verið þegar hann í blóma lífsins barðist í fremstu víglínu jafnaðarmanna í rauða bænum fyrir vestan. Sá eldur, sem þá kviknaði, logaði til hinstu stundar. Hagalin var engum líkur. Það var hreint með fádæmum hverju hann kom í verk. Rit hans eru mikil af vöxtum og þau munu lifa með þjóðinni. Þau munu lifa vegna þess að eins og maðurinn sjálfur eru þau rammíslenzk, sprottin úr jarðvegi íslenzkrar al- þýðu til sjós og lands. Hagalín kom víða við, útgerðarrekstur á ísáfirði, bæjarmál á ísafirði, bókafulltrúi ríkisins. Upptalning- in gæti verið löng. Undanfarin tuttugu ár, eða svo, bjuggu þau Guðmundur og Unnur að Mýrum í Reykholtsdal. Þangað var gott að koma. { þrennum und- angengnum alþingiskosningum skipaði Guðmundur G. Hagalín heiðurssætið á framboðslista Al- þýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Þótt hann tæki ekki beinan þátt f kosningabaráttunni setti hann óneitanlega svip á framboð- ið. Hann var jafnaðarmaður að lífsskoðun eins og svo glögglega og viða kemur fram í verkum hans. En hann var ekki aðeins jafnaðar- maður að lífsskoðun. Hann var það af lifi og sál. Nú allra siðustu árin átti Guðmundur við nokkra vanheilsu að stríða, þótt hinn and- legi kraftur væri óbugaður. Þá eins og raunar ávallt endranær var Unnur honum ekki aðeins stoð og stytta heldur var hún honum bókstaflega allt. Það fundu þeir, sáu og skildu, sem til þekktu. Hennar hlutur þar var ekki smár. Fyrir hönd jafnaðarmanna í Vesturlandskjördæmi og frá mér og minni fjölskyldu færi ég fram þakkir og sendi samúðarkveðjur til Unnar á Mýrum svo og til niðja og nákominna. Eiður Guðnason Með Guðmundi Hagalín er fall- inn í valinn einn hinna stóru í ís- lenzkum skáldahópi, einn þeirra sem fæddust kringum aldamótin, mótuðust á öðrum og þriðja tug aldarinnar og unnu mikil bók- menntaafrek milli 1930 og 1940, á einhverjum glæsilegasta bók- menntaáratug sem yfir ísland hefur runnið síðan á öld íslend- ingasagna. Það hve margir af þessum jafnöldrum urðu miklir á bókmenntasviðinu — bæði í Ijóða- og sagnagerð — er óneitanlega athyglisvert og virðist gefa til kynna að einhver ákveðin skilyrði öðrum fremur geri menn mikla í skáldskapnum. Þegar þessi skáld hófu ritstörf við upphaf íslenzks sjálfstæðis var óvissa, jafnvel ringulreið, ríkjandi í íslenzkum bókmenntum. Þjóðin stóð á miklum tímamótum. Áður hafði andleg orka hennar einkum beinzt að sókn til sjálfstæðis. Nú stóð þjóðin umfram allt andspæn- is sjálfri sér, mundi hún duga sem frjáls þjóð í frjálsu landi, var hún fær um að viðhalda sinni grónu menningu og láta hana þróast í takt við hjartaslög nýs tíma þann- ig að hún yrði áfram íslenzk menning sem væri sjálfstæð, en hvorki eftiröpun fortíðar né að- steðjandi nýstreymis utan úr heimi. Hver var þessi þjóð? Slíkar spurningar sóttu áreið- anlega mjög á Hagalín um það leyti sem hann gaf út sína fyrstu bók 1921. Hann fann hjá sér mikla köllun bæði til að svara þessum spurningum og til að finna og draga fram þá þætti í þjóðareðl- inu sem bezt mundu duga til and- legs sjálfstæðis og reisnar. Og mér virðist sem einhver köll- un þessari lík hafi fylgt Hagalin alla tíð, á síðari árum ekki með þjóðina eina i huga, heldur allt mannkyn. Hann leitaði jákvæðra Þessa bók máttu til að sýna mér, og það sem fyrst, svo ég geti séð hvernig þessu reiðir af hjá þér, segir hann. Og hvurnin var hún nú tilamunda sú sem presturinn hélt við? Var hún lagleg? Hún var einsog vaff í laginu, segi ég. Nei nú lýgurðu, sagði Hagalín. Hvurnin getur kvenmaður verið það? Bókarhöfundur: ímyndaðu þér keilu sem stendur á hausnum. Hún gildnar uppávið uns komið er að mjaðmarhnútunni: þar höggv- um við sundur. Ekki neitt fyrir ofan mjöðm reiknast i þessari mynd; þar er vaffiö búið. Guðmund Hagalín setti hljóðan við slíkum stórtíðindum sem von var. Eftir lánga mæðu segir hann: Þú hlýtur að vera útfarinn í kvenmönnum! Höfundur væntanlegrar bókar: Um kvenmenn hugsa ég ein- gaungu geómetrískt. Af hverju var ég sona óalmin- legur við þennan skáldbróður minn, mér rosknari og ráðnari, sem hafði boðið mér út að spáss- éra? Líklega hef ég grunað hann um að hafa verið í vitorði með Guðmundi heitnum skólaskáldi í því að sleppa úr, eða réttara sagt yrkja upp, skástu línuna í kvæði mínu um hafniðinn: andvarpið þúnga frá úthafsins tröllvaxna lúnga. Vonandi hefurðu þó kynst fal- legum stúlkum, sagði Hagalín eft- ir töluverða umhugsun. Það hafa oft verið stúlkur hjá okkur, sagði ég, sumar í kaupa- vinnu; sumar að skemta sér; sumar að þrífa i húsinu. Nú fór Hagalín að verða forvit- inn aftur og spurði: Eru margan, hjá þér núna? Ein, sagði ég. Hvurnin er hún? spurði hann. Ljóshærð, segi ég. Ein já. Það er nú ekki svo lítið. Og þaráofan ljóshærð. Undirritaður: Já það getur verið nógu erfitt. Erfitt? Ja tilamunda ef maður sefur í næsta herbergi og dyralæsíngin er biluð svo ekki er hægt að loka al- minlega á milli. Heyrðu, ég kem til þín uppí sveitina þína seinna í vor og við stúdérum vendilega þessa vaff- mynduðu konu. í stað þess að beygja útí Vestur- götuna norðanmegin við Duus fór Hagalín með mig inní lángt og mjótt aungstræti sem stefndi upp brekku: Fischersund. Hér hafði ég aldrei komið áður. Mér fanst ég vera kominn til útlanda. Hvar erum við og hvurt ætluð- um við? spurði ég. í þessum forngötum voru gadd- hestar að spásséra sinna erinda. Reykjavík er mest höfuðborg gaddhesta í veröldinni sem segir í ritgerð Benedikts Gröndals um borgina aldamótaárið. Það var siður að láta hest en ekki lamb bera heimsins synd á íslandi. Við heilsuðum uppá klár sem var að snapa einhverja ýldu uppúr ösku- tunnu. Núna spyr ég mig hvort þetta hafi ekki verið sá jarpi sem fékk eftirmæli af höfðínglegri al- þýðukonu úr nágrenninu og steikti kleinur handa bakaríinu Merki- steini: Þegar Jarpur dó úr skitu / allir grétu á Vesturgötu / Jóhanna grét mest/ hinir gátu þó hætt. Bráðum erum við staddir í aðal- götu Grjótaþorps, Mjóstræti, og lokað í báða enda. Ég var rétt kominn að því að skrifa að í sona stræti væru ekki götunúmer frek- ar en í Pekíng; en þá rifjast upp fyrir mér kvæði sem gerist ein- mitt í tölusettu húsi við Mjóstræti og byrjar sona: í húsinu númer 3 við Mjóstræti / maður nokkur sleginn var í rot; / það var heið- ursmaðurinn Ólafur Hvanndal / hrautryðjandi í myndmótagerð. / Kært var fyrir lögreglunni málið / en að vanda hún svæfði það svo rótt / með þeim formála sem þar er vant að hafa / að hér væri einkamá) á ferðinni. { miðri þessari merkisgötu stóð Vinaminni, tréhöllin mikla þar sem mest hrossakaupmannaskröll hafa verið haldin í kristindómnum um það leyti sem ég var rétt ókominn í heiminn. íslensk hross voru um þær mundir samheiti við enskt gull. Þeir sem þá verslun stunduðu, erlendir sem hérlendir, feingu nafnbætur og voru gull- borðalagðir, en hrossin blinduð og send oní kolanámurnar. Á þeim dögum sem ég fór að krossa þarna strituna var komið bárujárn á höllina og bjó þar Haraldur pró- fessor Níelsson sem mestur anda- trúarmaður hefur verið, svo vitað sé, allra þeirra manna sem þýtt hafa Gamla testamentið úr hebr- esku og hið Nýa úr grísku. Hann var hjartanlegur maður. Hann var svo hrifinn af mér þegar ég gerð- ist pápískur að hann leiddi mig undir hönd í Austurstræti fyrir öllum lýðnum og vottaði undir dreingskap á prenti að ég hefði þýtt laukrétt úr hollensku neð- anmálsgrein handa Tímanum, Um Island eftir van Rossum kardín- ála. Þannig bjargaði hann mann- orði mínu þegar ýmsir spekíngar í bænum, vondir í hollensku, sögðu á prenti að ég hefði logið upp greininni. Seinasti áfángi að húsinu þáng- að sem við ætluðum var i rauninni stórgrýtt einstigi og lá þvert útúr Mjóstræti upp brekkukorn. Hvurn fjárann ötluðum við nú aftur? spurði ég. Við ötluðum að hitta hann Stef- án frá Hvítadal, sagði Guðmundur Hagalín. Ég þarf að útvega honum dáldið handa saumakonu. Það er helst maður hafi uppá. honum hérna í rauða húsinu efst í brekk- unni, hjá henni Unu gömlu og honum Érlendi. Sundið var mjög þraungt vegna girðínga og einhverskonar ryðg- aðra bárujárnsmannvirkja, og ef tveir menn ötluðu þessa leið sam- an urðu þeir að gánga í halarófu. Við enda einstigisins birtist bakhliðin á rauðmáluðu tréhúsi, veðurbörnu, og hafði tvo glugga og eldhúsdyr með bíslagi. Fyrir eld- húsglugganum að innan héngu nokkrar aldraðar dulur, en fyrir hinum glugganum voru snyrtileg gluggatjöld, hvít; þau áttu enn eft- ir að vera þar leingi. Þetta er gluggi Erlendar, sagði Hagalín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.