Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 B 7 Guðný Guðmundsdóttir, móðir Guðmundar G. Hagalíns, í hlutvcrki Krist- rúnar í Hamravík, þegar leikritið var sýnt í Iðnó 1935. róðri. Hann þekkti margan skip- stjórann, og gaf sig á tal við þá um leið og þeir lögðu að bryggju. En það þótti mér skemmtilegt við þessar ferðir hans, að það var sem hann vissi það fullvel, hvort vel eða illa hefði fiskast, um leið og hann sá karlinn i stýrishúsglugg- anum —, og áður en þeir mæltust nokkuð við. Og eitt sinn innti ég harln eftir því, hverju þetta sætti. Við þá spurningu horfði hann kómiskt á mig og sagði, að þetta gæti hann sagt mér. Ef ekki feng- ist bein úr sjó væri karlinn upprif- inn, en ef vel fiskaðist togaðist ekki úr honum orð. Hér að framan gat ég um upp- lestur Hagalíns á sögu hans Kristrúnu í Hamravík, og er mér kunnugt um það, að þessi lestur er mörgum enn í fersku minni, sem á hlýddu. En á þessum árum voru kvöldskemmtanir snar þáttur i menningarlífi bæjarbúa. Og ekki reyndist með öllu ónýtt að hafa Hagalín með i skemmtiskránni. Hann var líka ólatur að mæta til þessa leiks, bæði á ísafirði og í nágrannabyggðum. Það fór sér- stakur eftirvæntingarkliður um salinn um leið og Hagalín birtist á sviðinu. Það var sem fólk byggist við einhverju sérlegu og nýstár- legu. Það hafði líka fengið reynslu fyrir því, að hann hefði jafnan einhverju forvitnilegu að miðla. Og einstæða túlkunarhæfileika hans þurfti enginn að draga í efa... Hagalín las jafnt upp úr verkum íslenskra sem erlendra höfunda, og stundum brá hann líka á það ráðið, að lofa fólki að heyra nýiega smásögu eftir sjálf- an sig. Oft kynnti hann nýgræð- inginn í íslenskum bókmenntum, bæði ljóð og sögur, og kunni þann galdur, að láta þessar fyrstu til- raunir kornungra skálda falla í góðan jarðveg í hugum heyrenda sinna. í lundi minninganna ber mynd Guðmundar G. Hagalíns hátt við loft. í honum brann sá eldur, sem gerir listina ógleymanlega. Þess vegna býr þjóðin að bestu verkum hans — meðan sögur og sagnir lifa í landinu. ' Óskar AAalsteinn Guðmundur Gíslason Hagalín er fallinn frá eftir langan og at- hafnasaman starfsdag og skilur eftir sig skarð í röðum íslenskra rithöfunda, sem ekki verður fyllt um fyrirsjáanlega framtíð. Hann var einhver afkastamesti rithöf- undur sem þjóðin hefur eignast, og má til sanns vegar færa að með ólikindum sé hvað hann komst yf- ir að lesa og skrifa. Fram á síð- ustu ár samdi hann langa ritdóma um bækur sem honum þótti feng- ur í, og hans eigin bækur komu með reglulegu millibili, stundum miklar að vöxtum og orðmargar. Sé litið yfir ritverk hans, frum- samin og þýdd, sem komust víst hátt á sjöunda tuginn, sé öllu til skila haldið, og hugsað til þeirra ótölulegu greina og ritgerða sem hann birti í blöðum og tímaritum, þá fer varla hjá því að mann reki í rogastans yfir starfsþrekinu og áhuganum. Þegar þarvið bætast marghátt- uð önnur tímafrek störf, svosem bókavarsla, kennsla, seta í bæjar- stjórn ísafjarðar, stjórnsýsla í ýmsum fyrirtækjum, fyrirlestra- hald og ritstjórn fjögurra tíma- rita, verður varla önnur ályktun dregin en að hver vökustund hafi verið nýtt til hins ýtrasta. Þessi óhemjulegu afköst hljóta á stundum að hafa bitnað á vand- virkni, þó ég eigi bágt með að dæma um það, þareð ég komst aldrei yfir að lesa nema lítinn part af þessum mörgu ritverkum, enda ýmis þeirra fjarri mínum áhuga- sviðum. Það sem ég las varð mér hinsvegar oft hugstætt, einsog til dæmis margar af bestu smásögum hans og skáldsögurnar „Kristrún í Hamravík", „Sturla í'Vogum" (sú mikið misskilda bók) og „Márus á Valshamri og meistari Jón“, að ógleymdri þýðingunni á „Maður- inn og máttarvöldin" eftir Olav Duun, sem var reyndar eina þýð- ing frá hans hendi sem ég las. Þó skoðanir kunni að vera skipt- ar um einstök verk Hagalíns, verður því naumast neitað að í bestu smásögum sínum og skáld- sögum var hann sér á parti með sitt mergjaða vestfirska málfar, sem vitanlega var hans eigin sköp- un, og með umfjöllun sinni um kjör og örlög minnisstæðra ein- staklinga sem enginn hefur lýst einsog hann. Hann á tvímælalaust sína sérkennilegu og sterku rödd í þeim margraddaða kór sem bók- menntir aldarinnar hafa verið. Og ekki skyldi því heldur gleymt að Hagalín var brautryðjandi þeirrar tegundar ævisagna sem hin seinni ár hafa komist svo mjög í tísku með ærið misjöfnum árangri, og eru tveggja binda verkin „Virkir dagar" og „Saga Eldeyjar-Hjalta" meðal stórvirkja í þeirri grein og löngu klassísk rit. Áhugi Hagalíns á farnaði is- lenskra bókmennta og menningar yfirleitt var einlægur og allajafna smitandi. Hann bar mikinn ugg í brjósti gagnvart vaxandi erlend- um áhrifum og örvænti stundum um samhengið í íslenskum bók- menntum einsog hann sá það í ljósi Sigurðar Nordals. Þau mál litum við ekki sömu augum, þó báðir bæru hag bókmennta og menningar fyrir brjósti, og deild- um stundum harkalega í blöðum um nýmæli í bókmenntunum, en þaö haggaði i engu góðri vináttu og gagnkvæmri virðingu, enda vissum við hvor um annars hug og vorum á eitt sáttir um markmiðið, sem var æ meiri blómgun lista í landinu, þó okkur greindi á um leiðir. Ég tel mér heiður að því að hafa átt orðastað við þennan öðl- ingsmann, sem þráttað gat um ágreiningsefni opnum huga og af fullum heilindum án þess skugga bæri á heiðríka vináttu. Áhugi Hagalíns á þvf sem var að gerast í yngri bókmenntum var fölskva- laus og umræðan sem hann stofn- aði til jafnan vekjandi og örvandi. Mesta þökk á ég Guðmundi Hagalín að gjalda fyrir einbeittan stuðning við þá viðleitni að sam- fylkja íslenskum rithöfundum I ein allsherjarsamtök fyrir rúmum áratug. Enda þótt hann hefði átt sinn þátt í að kljúfa rithöfunda- samtökin uppúr seinna stríði, eggjaði hann mig lögeggjan og studdi mig með ráðum og dáð til að fá menn til að gleyma gömlum væringum, bera klæði á vopnin og græða gömul sár I því skyni að gera samtök rithöfunda að rétt- nefndu stéttarfélagi sem einbeitti sér að því brýna verkefni að bæta hörmuleg kjör sem rithöfundar höfðu búið við í áratugi og að nokkru mátti rekja til innri sundrungar. Fáir hygg ég að hafi fagnað málalokum af hlýrri hug en þær öldnu kempur Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Haga- lín, þegar Rithöfundasambandið nýja var stofnað vorið 1974, enda voru þeir báðir einróma kjömir heiðursfélagar ásamt Halldóri Laxness og Tómasi Guðmunds- syni. Eftir þau tímamót hitti ég Hagalín aldrei svo, að hann ítrek- aði ekki ánægju sína yfir þeim umskiptum sem orðið hefðu á stöðu rithöfunda gagnvart við- semjendum sínum, enda var þess ekki langt að biða að þeir fengju í fyrsta sinn skriflega samninga við alla þá aðila sem afnot höfðu af verkum þeirra. Þarmeð var stigið stórt fyrsta skref I baráttu sem engan enda tekur, og það skildi Hagalin manna best eftir að hafa horft uppá starfsbræður sína hjakka í sama farinu I þrjá ára- tugi. Um leið og ég kveð kæran vin og einlægan velunnara með söknuði og trega, sendi ég eftirlifandi konu hans, Unni, og börnunum tveimur, Sigríði og Þór, ásamt öðrum að- standendum hugheilar samúð- arkveðjur. Sigurður A. Magnússon í ár er öld liðin frá því að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hóf að gefa út Dýravininn í Kaup- mannahöfn með aðstoð kvenna innan danskra dýraverndunar- samtaka. Árið 1915 kom Ingunn Einarsdóttir I Laugarnesi því til leiðar að Dýraverndarinn var gef- inn út af Dýraverndunarfélagi ís- lands, sem Tryggvi og fleiri áhugamenn um velferð dýra höfu stofnað ári áður. Á þessu ári eru því liðin 70 ár, sem ritið hefur komið út og hafa ritstjórar þess verið valinkunnir áhugamenn og þjóðkunnir rithöfundar. í 17 ár ritstýrði Guðmundur G. Hagalín ritinu eða 1955—1972. Margir hafa orðið til þess að rita um Guðmund við ýmis tækifæri og þá aðallega dvalið við efni bóka hans af bók- menntalegu tilliti, skrifað um af- skipti hans af félagsmálum og þá ekki síst stjórnmálalegs eðlis, en enginn hefur beint athygli að hans merku störfum eða réttara sagt baráttu fyrir bættri líðan dýra. Óhikað eru sum skrif hans, t.d. dýrasögur hans og jafnvel ádeilu- greinar í Dýraverndaranum, merkur þáttur í rithöfundarferli hans. Fljótlega varð honum það til gleði sem ritstjóra ritsins að verða þess var að það var meira lesið en áður og til hans streymdu bréf með ábendingar um baráttumál, mótmæli og frásagnir, sem hann var beðinn að birta. Af merkum baráttumálum hans skulu nokkur talin: sinubrennslan, hrossaút- flutningur með vöruflutninga- og farþegaskipum, búnaður slátur- húsa, aflífun dýra, flutningur slát- urfjár og dýra yfirleitt, hvala- rekstur, eyðing refa með eitri, út- lagning eiturs fyrir máva og hrafna, ítðlulög, ásetning og forðagæsla, girðingalög, útigang- ur og horfellir, dýr í bæjum, um- ferðin og dýrin o.s.frv. í hverju blaði hafði Guðmundur kafla fyrir yngstu lesendurna. Guðmundi var einkar lagið að setja fram lestrarefni við hæfi barna: T.d. Monsólína og kettl- ingarnir hennar; Vigi í Lindar- brekku; Köttur launar velgerðar- manni o.s.frv. Eitt hinna miklu baráttumála var olíumengun sjávar. Um 1950 var unnið að því að koma^á al- þjóðasamstarfi til þess að vinna gegn olíumenguninni. Málið var tekið fyrir í Dýraverndaranum og erindi send um það Alþingi og við- komandi ráðuneytum en ekkert gekk, og er framundan var al- þjóðaþing um málið og það féll undir ráðuneyti sem Emil Jónsson stýrði, en hann var góðvinur Guð- mundar, þá var tækifærið notað og gengið á hans fund. Ég minnist þess hve vel Emil ráðherra hlust- aði á Guðmund flytja málið. Ég hygg að hann hafi skynjað nýjan • þátt í persónuleika Guðmundar. Emil sá til þess að kunnáttumaður var sendur og I framhaldi af þátt- töku í þinghaldinu hófust hér virkar aðgerðir gegn menguninni. Um þetta leyti var hérlendis lítið farið að ræða um umhverfisvernd. Slíkur málaflokkur skaraði mál- efni dýravemdunar. Guðmundur ritaði grein um málið í Dýra- verndarann og vildi koma ákvæði um störf að því í lög dýraverndun- arfélaga, en sú tillaga var felld. Árið 1958 var stofnað Samband dýraverndunarfélaga Islands, sem yfirtók eignir Dýraverndunarfé- lags íslands. Að þessum breyting- um vann Guðmundur til eflingar öðrum félögum um dýravernd og stofnunar Dýravemdunarfélags Reykjavíkur. I stjórn sambands- ins var Guðmundur um skeið. Á aðalfundinum var hann skeleggur og fjörgaði fundastörf. Væri um ágreining að ræða var enginn betri til þess að greiða úr vand- ræðum. Samtímis þessum störfum Guðmundar G. Hagalíns vaf kona hans, Unnur, um árabil af- greiðslu- og innheimtumaður Dýraverndarans og rækti þau störf af sérstakri kostgæfni. Þókn- anir til þeirra hjóna fyrir þessi störf voru rýrar. Áhugi Guðmund- ar og fómarvilji sést vel af hinum miklu ritstörfum, sem hann endurgjaldslaust vann málefni dýraverndar, er hann af mikilli nákvæmni samdi 1964 50 ára sögu dýraverndunarfélaganna og ári siðar ritaði hann 80 ára sögu rit- anna Dýravinarins og Dýravernd- arans. Ég naut þess að vera náinn sam- starfsmaður Guðmundar að ritun Dýraverndarans og störfum að dýraverndun. Þá vorum við báðir um skeið starfsmenn á fræðslu- málaskrifstofunni. Hann er f hópi bestu samstarfsmanna, sem ég hefi átt. Umhugsunarsamari vin get ég vart hugsað mér. íþyngdu áhyggjur, vildi hann af gætni komast að þeim, bera þær af mannúð með manni og fá að taka þátt í að leysa þær. — Þökk er mér í huga til Guðmundar G. Hagalíns fyrir vináttu hans og samstarf að dýraverndunarmálum. Frú Unni og öðrum ástvinum Guðmundar votta ég innilega samúð. Þorsteinn Einarsson Guðmundur Gístason Hagalin var heiðursfélagi Rithöfundasam- bands íslands frá upphafi. Fyrir hönd Rithöfundasam- bandsins færi ég aðstandendum innilegar samúðarkveðjur við fráfall þessa ágæta heiðursfélaga og skálds. Aðrir munu verða til þess að greina frá ritstörfum hans og kynnum sínum af manninum og störfum hans að málefnum rithöf- unda. Ég hitti aldrei þennan aldna heiðursmann en kynntist hins vegar ritum hans á bernskudög- um. Þau kynni hófust þannig að ég hélt lengi vel að Kristrún í Hamravík ætti heima í næstu sveit. Þá var mér sagt að svo væri ekki. Ég trúði því seint og illa. Hún var orðin mér svo nákomin. Hún var í grenndinni. Þá var mér tjáð að hún væri sögupersóna. En Kristrún var eigi að síður komin í það nágrenni sem óháð er rúmi og tíma, það er að segja nálægð hug- arheims og skáldskapar. Guðmundi Hagalín og mynda- safni hans með Kristrúnu í fremstu röð langar mig að þakka að hafa stuðlað að þessari upp- götvun: að skáldskapurinn er jafn- nákominn og lífið, en af þvi sprottið. Sigurður Pálsson, formaður Rithöfundasam- bands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.