Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN Mælikvarði heilbrigðrar skynsemi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Guðmundur Gíslason Hagalín var meðal helstu sagnaskálda aldarinnar. Skáldsögur hans verða lengi í minnum hafðar, ekki síst Kristrún í Hamravík (1933), Sturla í Vogum (1938), Blítt lætur veröldin (1943) og Márus á Valshamri og meistari Jón (1967). Þó held ég að sumar smásögur Hagalíns muni verða langlífari. Hann var meistari smásögunn- ar. Raunsæi hans, frásagnar- gleði og sálfræðilegt innsæi kemur vel í ljós í stuttum sögum eins og Barómetinu, Tófuskinn- inu, Sætleika syndarinnar og Staddur á Lágeyri. Þetta á líka við um lengri sögur og þætti: Móður barnanna, Guð og lukk- una og Neshólabræður. Ævisögur Hagalíns sem hann skráði eftir öðrum voru braut- ryðjendaverk, meðal þeirra Virkir dagar (1936) og Saga Eld- eyjar-Hjalta (1939). Minningar hans í fjölmörgum bindum eru ómetanlegar heimildir um þroskaár hans sjálfs og bók- mennta- og menningarsaga um leið. Skáldskapurinn einn sér nægði Hagalín ekki. Menning- armál og almenn þjóðmál voru honum slík áhugaefni að hann varð að gerast þátttakandi í þeim. Hann tileinkaði sér snemma þjóðlega íhaldssemi, en var líka frjálslyndur þegar því var að skipta, óbundinn af öðru en sannfæringu sinni og þeim vilja að leggja góðum málefnum lið. Hann var leiðbeinandi og löngum maður siðferðilegrar af- stöðu og ábyrgðar. Þessi afstaða kom sér vel í stjórnmálum, en háðu honum í bókmenntamati. Hann sá stundum dægurflugur þar sem fyrir voru markverðar nýjungar. Bókmenntagagnrýni Guð- mundar G. Hagalín mótaðist af ást á viðfangsefninu, einlægri gleði þegar honum þótti vel unn- ið. Hann var oft glöggskyggn dómari, en þótti á köflum lang- orður. Það stafaði af þvi að hon- um var mikið niðri fyrir, hafði margt að segja og taldi ástæðu til að benda ungum mönnum á samhengi sögu og listar. Sumar umsagnir hans voru svo per- sónulegar að þær urðu brot af ævisögu hans þar sem ýmsir smámunir daglegs Iífs komust til skila á óvenjulegan hátt. Gróður og sandfok (1943) er sú ritgerð Hagalíns sem einna hæst ber. Hún er trú kenningu Sigurð- ar Nordals um samhengið í ís- lenskum bókmenntum og varar við öfgastefnum í stjórnmálum. Það sem mestu skipti að dómi Hagalíns var að „leggja rækt við eðlilega fjölbreytni í gróðurríki íslenzkrar menningar, reyna að forðast jarðrask og uppblástur með því að vökva gróðurinn skúrum hóflegra tilfínninga og láta um hann leika andblæ í hóf stilltra ástríðna — og neyta síð- an við ræktunina heilbrigðrar skynsemi til samhæfingar gam- alli og þjóðlegri reynslu og nýrri innlendri og erlendri þekkingu." Heilbrigð skynsemi var sá mælikvarði sem Hagalín þótti æskilegastur og bestur. Eitt af því sem Hagalín lagði áherslu á var vinna. Vinnan stækkaði manninn í hans aug- um. Sjálfur var hann vinnu- þjarkur, hafði fengið slíkt í arf frá þeirri stétt sem hann mat hvað mest, sjómannastéttinni. Ekki þarf annað en líta á bóka- skrá Hagalíns til þess að sann- færast um vinnusemi hans. Blaðagreinar hans, ræður við ýmis tækifæri og fyrirlestrar (m.a. merkir háskólafyrirlestrar um bókmenntir 1971—72) bíða prentunar. Hagalín var alla tíð mikill unnandi ljóðlistar og bar hag hennar fyrir brjósti. í Blind- skerjum (1921) birti hann ljóð. I einu þeirra yrkir hann um Svefneyjabóndann í Breiðafirði sem fær þær fréttir aldinn að árum að Eggert, sonur hans, sé látinn; Sorg hans fær enginn að sjá: Úti var hann allan daginn, ei frá vinnu kom í bæinn. Aldrei var hann eins og þá. — Ljósar hærur léku í blænum, liðu tónar heim að bænum frá hinum mikla, svala sjá. • Hér erum við aftur komin að vinnunni sem í þessu tilfelli verður í senn huggun og lifsaf- staða. Ég kynntist þeim Hagalín og Unni, konu hans, ungur að árum. Ég hef löngum haft við þau góð samskipti og notið uppörvunar þeirra og jákvæðrar afstöðu til lífs og listar. En það yrði of langt mál hér að rekja þau kynni að einhverju marki. Aftur á móti er ærin ástæða til að þakka þegar hinn mikli sagnameistari er allur. Hann var ekki aðeins að finna í bókum heldur var stærð hans ekki síðri í umgengni og viðmóti. Heitar tilfinningar og þor voru meðal einkenna hans. Sjaldan eða aldr- ei var logn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.