Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN skóla lengi, þótt hann hefði námsgáfur góðar. Hann hvarf frá námi í MR, þá í 5. bekk, og gjörðist blaðamaður og ritstjóri austur á Seyðisfirði, en þar var hann til ársins 1923. Sjómennsku hafði hann stundað á skútum, árabátum og mótorbátum til þess tíma, sam- hliða námi og öðru verki, en frá þessu er greint því ýmsir telja að sjómennskan og forvaðinn hafi komist í íslensku skáldsöguna með Guðmundi Hagalín. Fyrri skáld íslendinga voru einkum ofan úr sveit og með myndmál og sagn- heim þaðan. Úr þessu útræði varð líka fyrsta bókin til, Virkir dagar, og hinar þekktu bækur Sturla í Vogum og saga Eldeyjar-Hjalta, sem dr. Sigurður Nordal fékk hann til að rita, eða sögu Hjalta, sem er að öðru ólöstuðu ómetanleg bók um íslenska sjómennsku, þeg- ar skipt var yfir á þilskip og síðar togara frá opnu skipunum. Eld- eyjar-Hjalti var allt í senn, af- reksmaður og einn af merkustu skipstjórum okkar, sem hafði án efa frá mörgu að segja, og Nordal var ljóst, að þurfti mann af sæ- trjám til að skrifa slíka sögu. Hann segir annars í formála að Sögu Eldeyjar-Hjalta á þessa leið: „Ég man enn greinilega, þegar fréttirnar um Eldeyjarför Hjalta Jónssonar komu í sunnanbiöðun- um. Og þegar ég kom til Reykja- víkur rétt fyrir aldamótin, var Hjalti einn af þeim vinum föður míns, sem urðu vinir mínir um leið og ég sá þá. En það var ekki fyrr en í Kaupmannahöfn vetur- inn 1914—15, sem við kynntumst að marki. Hjalti var þá að bíða eftir því, að Ýmir yrði til búinn, og hafði góðan tíma. Og eftir að ég hafði komist upp á að láta hann segja mér þætti úr æfisögu sinni, urðu kvöldin stundum löng hjá okkur og samt fljót að líða. Það var einkennilegt mcð Hjaita, að hversdagslegustu atvik urðu að ævintýrum, þegar hann sagði frá þeim ... En æfi Hjalta var meira en saga merkilegs einstaklings. Hún var hvorki meira né minna en ágrip af allri sögu íslendinga. Kerlingar- dalur var íslenzkar miðaldir. Vest- mannaeyjar og Hafnir voru fyrsta réttingin úr kútnum. Háidrangur og Eldey voru djarfræði einstakra brautryðjenda, sem lögðu á bratt- ann í hálfgerðu trássi við kjark- litla og vondaufa þjóð. Elinborg var fleytan, sem hafði verið róið hér út fyrir landsteinana í 1000 ár. Með Palmen var komið fram á 19. öldina, og með Swift fór að koma aldamótaskriður á skútuna. Tog- ararnir voru 20. öldin, þeir báru nöfn, sem bentu til vaxandi vor- huga, Marz — Apríl — Maí. Hefir Hjalti ekki lagt gjörva hönd á flest af því, sem þjóðin hefir reynt sér til bjargar allt frá landnáms- öld, bæði til lands og sjávar? Hon- um svipar til hinna fornu víkinga, sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna, er aflavon var, og virtu þó féð að vettugi í samanburði við góðan orðstír. Og um leið er hann skilgetinn sonur hinnar nýju ald- ar, sem hefir hugsað meira um að afla auðsins en gæta hans. Hann hefir tekið því með ró og léttum huga að vera félítill maður á síð- ari árum eftir að hafa lagt annað eins og hann hefir gert í þjóðar- búið. Það þarf sterk bein til þess að halda jafnvægi Hjalta gegnum ðll þau umskipti, sem hafa orðið í lífi hans ..." Árin liðu. „Æfisagan" gleymdist ekki, hún lengdist, en allt af var óbrúað djúp milli hennar og papp- írsins. Mig langaði stundum til þess að reyna við hana, en sá fram á, að ég hafði engan tíma til þess, enda var ekki viss um, að ég kynni tökin á verkinu. Einu sinni komst það svo langt, að ég braut upp á þessu við rithöfund hér í Reykja- vík, sem tók því vel, en störfum hans var svo háttað, að tómstund- ir voru of strjálar til þess að fær- ast það í fang. Hjalti nálgaðist sjötugasta aldursárið, og enginn gat spáð um, hversu lengi honum myndi enn þá endast fullt fjör og minni. Þá kom haustið 1936 út fyrra bindið af Virkum dögum, sem Guðmundur Gíslason Hagalín hafði skrásett eftir frásögn Sæ- mundar skipstjóra Sæmundsson- ar. Ég las bókina með mikilli að- dáun, og nú var ég ekki lengur í vafa um, að þarna var maðurinn, sem gat skrifað æfisögu Hjalta „eftir sögu hans sjálfs", þarna var aðferðin fundin við að vinna slíkt verk, svo að ekki varð á betra kos- ið ...“ Það varð úr að þeir Hagalín og Eldeyjar-Hjalti hittust á heimili dr. Sigurðar Nordal sumarið 1938, og það „brann saman" með þess- um görpum er hann leiddi til stofu. Ástæðan fyrir því að þetta atvik er rifjað upp sérstaklega er sú, að strax á þessari tíð var kom- in brýn þörf á Islandi fyrir rithöf- und, sem gekk með aungla í vösun- um, til að skrifa bók. Hagalín hóf nefnilega sjómennskuna og sjó- mannamá! til virðingar í íslensk- um bókmenntum í byrjun aldar. Og þótt hann gengi ekki alfarið í vosklæðum í sögum sínum, mátu sjrhenn hann mikils, og þeir sýndu honum sóma. Þegar litið er yfir lífshlaup og starfsferil Guðmundar Gíslasonar Hagalíns, verður fyrir okkur mik- ill listamaður og nánast ofvirki, sem ótrúlega miklu kom í verk. Hann ritar meira en hálft hundr- að bóka. Hann er blaðamaður, rit- höfundur, sagnaskáld; er höfund- ur margvíslegra rita og virtur gagnrýnandi. Hann sinnir stjórn- málum, félagsmálum, fæst við samvinnuútgerð og er þá fæst tal- ið. Seinast gegndi hann starfi bókafulltrúa ríkisins og var ráð- inn prófessor við Háskóla íslands í nútímabókmenntum í eitt ár, en hann hafði mörgum árum áður verið sæmdur prófessorsnafnbót. Áhugasviðin voru því mörg, þótt fyrst og seinast væri hann ástsæll höfundur, sem þjóðin mat og las. Ef til vill bar hann hæst í sögunni Kristrúnu í Hamravík, bókinni um Sturlu í Vogum, ásamt Sögu Eld- eyjar-Hjalta, en þýðingar og minningabækur hans sjálfs nutu eigi minni vinsælda. Hann var stálminnugur og kunni að segja sögur og yfirleitt seldist Hagalín upp, sem segir meira en lítið um sögu hans í samfélaginu. Þá var hann eftirsóttur ræðumaður og fyrirlesari. Hér verður ekki gerð nein grein fyrir ritstörfum. Til þess eru aðrir án efa verðugri og færari en sá er þetta ritar. Hinsvegar er þess ógetið, sem Hagalín vann fyrir stétt sína, rithöfunda. Fyrir 40 ár- um stofnaði hann ásamt nokkrum helstu skáldum þjóðarinnar, Dav- íð Stefánssyni, Jakob Thoraren- sen, Elínborgu Lárusdóttur og mörgum fleirum, Félag íslenskra rithöfunda og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, en félagið starfar enn með blóma. Og svo at- hafnasamur var þessi sæbarði formaður, að félagið var oft í dag- legu tali manna nefnt Hagalínsfé- lagið til aðgreiningar frá öðrum félögum listamanna. Haglín lét þó eigi við það eitt sitja að vinna að hagsmunum stéttarbræðra sinna. Hann lét sér einnig sérlega annt um unga höf- unda, var óþreytandi lesandi handrita og byrjendaverka. Hann leiðbeindi — og hann sagði satt, sem eigi var alltaf sársaukalaust, en gerði sitt gagn. Og það sem gjörði hann að góðum leiðbein- anda var auk annars hin óvana- lega lestrargáfa og óbrigðult minnið. Hann kunni bókina oft jafnvel og höfundurinn sjálfur, ekki síst þegar unglingur var ný- staðinn upp úr bók. íslenskir rithöfundar hafa því misst mikilhæfan mann af sinni eik. Guðmundur Hagalín var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Jónsdóttir. Þau eignuðust tvö börn, Hrafn, sem nú er látinn, og Sigríði, leikara. Síðari kona Guðmundar var Unnur Aradóttir og eignuðust þau einn son, Þór Hagalín, framkvæmdastjóra á Eyrarbakka. Guðmundur Hagalin fæddist, sem áður sagði, í Arnarfirði og ólst upp í Lokinhömrum. Síðar átti hann heimili austur á fjörð- um, svo lengi á ísafirði og þar eft- ir í Reykjavík. Síðustu tvo áratug- ina bjó hann að Mýrum, húsi sem hann reisti skammt frá Reykholti í Borgarfirði, og frá Reykholts- kirkju verður hann jarðsunginn í dag. Guðmundur G. Hagalín náði há- um aldri, þótt hann kynni lítið að hlífa sér. Síðustu tvö árin voru örðug, því þá var hann mikið bundinn við rúmið. Andlegri heilsu hélt hann hinsvegar til dauðadags, og talaði mikið um sjó- inn og það sem ógert var, hefur mér verið sagt, en þá dvaldi hann til lækninga á Akranesi, eða á Skipaskaga, sem er fornt útræði þar sem lífið er talið í úthöldum og í vertíðum. Þarna voru því menn að hans skapi. Meira en sjö áratugir eru nú síð- an Guðmundur Hagalin óð forvað- ann í Lokinhömrum síðast, þá á leið út í heim með farangur sinn, góða greind og tjörguð, vestfirsk úrræði. Sjaldnast var lfklega mjög auðvelt að vera Guðmundur Haga- lín, en misjafnt þó, og þegar hann nú, eftir öll þessi ár, gengur for- vaðann á ný, óskum við sægarpi og sagnamanni góðrar ferðar í Lok- inhömrum. Fjölskyldunni sendum við sam- úðarkveðjur. F.h. Félags íslenskra rithöfunda, Jónas Guðmundsson, formaður. Enga betri lýsingu kann ég að gefa af Guðmundi G. Hagalín en þá mynd sem greypst hefur óafmáanlega í minni mitt af okkar fyrstu persónulegu kynnum. Þetta skeði haustið 1938. Þá fékk ég þau boð einn daginn, að Hagalín hefði hringt og bæði mig að koma til viðtals við sig í bókasafnið. Þetta kom mér á óvart. Ég gat ekki á neinn hátt gert mér í hugarlund hvert erindi skáldið ætti við mig. En ekki vantaði það, að ímyndun- araflið fór í gang og það svo um munaði. Oft hafði ég komið í safn- ið til Hagalíns að sækja mér bæk- ur. Þar var ævinlega stanslaus er- ill og þröng á þingi í útlánatimum, og því engin von til þess, að hann tæki sérstaklega eftir mér. En í mínum augum var Hagalín engum öðrum líkur. Hann var þéttur maður á vöxt, snar og lipur í snún- ingum, ennið breitt og mikið, aug- un stálgrá og snör, nefið hátt og hvasst, og fremst á nefbroddinum hvíldu gleraugu í svörtum um- gerðum. Svipurinn oftast glað- beittur, en stundum brá fyrir í honum skerpu og íhygli. Það var alkunna, að hann gat jafnan fund- ið þær bækur, sem mönnum hent- aði best hverju sinni. Hann lagði sig fram við að kynna fólki það besta sem safnið hafði upp á að bjóða, og varð þar mikið ágengt. Hann hafði byggt upp Bókasafn ísafjarðar. Það bjó nú við góðan bókakost. íslenskar bækur voru þar að sjálfsögðu í fyrirrúmi, en þar mátti einnig fá úrval fagur- bókmennta á Norðurlandamálun- um ... Einu sinni hafði Hagalín litið á mig yfir gleraugun þegar hann léði mér leikrit eftir Shake- speare, og þá varð honum að orði: — Lestu þetta? —Já, ég hef lesið Rómeó og Júlíu. Ekki var meira sagt, en Hagalín kímdi dálítið undirfurðulega. Já, margt flaug mér í hug á leið- inni í safnið til Hagalíns. Eg hafði verið á upplestrarkvöldi hjá hon- um í samkomuhúsinu fyrir nokkr- um árum, en nú þótti mér sem þessi stund væri nýliðin. Þannig var það jafnan þegar mér varð hugsað til þessa sagnakvölds. Þetta kvöld las Hagalín upp sög- una af þeirri gömlu góðu konu, Kristrúnu Símonardóttur í Hamravík, fyrir fullu húsi sam- komugesta. (Bókin var þá í hand- riti, en kom út ári síðar, 1933.) Lesturinn stóð yfir lengi kvölds. En hratt flaug stundin. Það var sem allir, er á hlýddu, væru stadd- ir í baðstofuhrófinu í Hamravík, og persónurnar yrðu ljóslifandi í túlkun Hagalíns. Þarna var Haga- lín í sínu fulla veldi. Málfar bókar- innar er sumpart ómengað al- þýðumál vestra, og sumpart lesið af vörum sérstæðra einstaklinga, sem ólu aldur sinn í afskekktum byggðum Vestfjarðakjálkans. — Síðar las ég Kristrúnu mér til óbóta. Ég segi þetta bæði í gamni og alvöru, og vil bæta því við, að lengi kunni ég ýmsa kafla nær því utanbókar úr þessu verki. Það var upp háan stiga að fara áður en komið var í bókasafnið, og mér varð á að staldra við í stigan- um. Ég var hálf ruglaður og glað- ur í senn. Sú spurn bjó stöðugt með mér undir niðri, hvaða ástæðu þessi sérkennilegi töfra- maður orðsins hefði til að kalla mig á sinn fund. Og loksins var ég innandyra í safninu. Þarna vorum við Hagalín einir. Hann var glaðlegur og hýr yfiriitum, heilsaði mér með handabandi og sagði: — Ég á heldur betur erindið við þig. Ég rakst á handrit að skáld- sögu eftir þig hjá kunningja mín- um, sem var að líta yfir það fyrir þig, og nú hef ég sjálfur lesið það. — Já, sagði ég bara. Og hvað gat ég annað sagt. Ég varð strax í sjöunda himni. Þetta var frum- raun min í skáldsögunni. Og hvað svo sem Hagalín hafði um hand- ritið að segja, þá þóttu mér það mikil tíðindi, að hann skyldi hafa enst til að lesa það allt. Ég held að Hagalín hafi strax séð hváð mér leið. Hann sagði, að sér þætti talsvert til sögunnar koma, en ég yrði að umskrifa hana oft og mörgum sinnum. Gáfuna ætti ég, en eins og gæfi að skilja, þá væri verkkunnátta mín lítil hvað öll vinnubrögð snerti. En allir gætu lært. Og hann ætlaði nú að sjá til með mér i þeim efnum og vera mér innan handar. Og sitt hvað fleira sagði Hagalín við mig, sem varð mér ærið kærkomið. Að lok- um kvaddi hann mig með þessum orðum: — Við skulum vera vinir. Þú kemur bara til mín, þegar þig langar til. Við getum báðir haft gaman og gagn af því að tala sam- an. Þegar ég nú lít til baka eftir öll þau ár, sem liðin eru síðan kynni hófust með okkur Hagalin, finnst mér að samskipti okkar hafi um margt verið ævintýri líkust. Ekki leið á löngu þar til ég gerðist að- stoðarbókavörður við safnið. Ég hafði því fljótlega náin kynni af heimili Hagalíns, og var þar oft og tíðum daglegur gestur. Húsmóðir- in, frú Kristín Jónsdóttir frá Hvanná, var svipmikil og gæflynd kona. Börn þeirra hjóna voru tvö. Hrafn, sem dó í blóma lífsins, og Sigríður, sem nú er leikkona. Aldrei sá ég frú Kristínu öðru vísi en hýra í bragði, þótt umsvifin innan dyra yrðu oft ærið mikil. Á heimili þeirra hjóna var meiri og tíðari gestagangur en venjulegt var um heimili í þéttbýli, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Ég veitti því fljótlega athygli, að enda þótt margir bæjarbúar, einkum þó framámenn i félags- og skólamálum, vöndu mjög komur sínar til Hagalíns, og ræða við hann um hag og heill bæjarfélags- ins á sem flestum sviðum —, að þá voru gestirnir oft og einatt lengra að reknir. Menntafrömuðir, kunn- ir athafna- og listamenn, sem áttu leið suður eða norður með strand- ferðaskipunum, komu gjarnan við hjá honum meðan skipin stóðu við. Stundum gerðu líka sumir þessara manna nokkurra daga stans, svo þeim gæfist kostur á nánari við- ræðum við Hagalin um þau mál- efni, sem á þeim brunnu. — Já, alla jafnan gat maður búist við einhverju nýju og óvæntu þegar maður heimsótti Hagalín. Einn daginn gat þar verið staddur sagnahöfundur að sunnan, litlu seinna ljóðskáld úr næsta byggð- arlagi, einnig söngvarar, þá ein- hver fyrirlesari, guð veit hvaðan, — og allt í einu kemur skáldið góða að norðan, og les upp fyrir okkur ný kvæði. Og einn glaðan sumardag var heimili Hagalíns orðið að ráðstefnuhúsi fyrir virkj- unarframkvæmdir vestra. Og þrnnig i margskonar tilbrigðum utan enda. Það gleymdist því oft að ísafjörður væri bara lítið út- skagaþorp — strax og maður var innan dyra hjá Guðmundi Haga- lín. Það verður ekki sagt um Guð- mund Hagalín, að hann hafi verið af þeirri gerð rithöfunda, sem ein- angraði sig í sinni sérgrein, skáldskapnum. Eldsnemma morg- uns hóf hann jafnan ritstörfin og vann fram að hádegi, en sinnti oft ýmsu öðru um miðjan daginn. Annars sat hann stundum við rit- vélina fram á nótt, þegar sá gáll- inn var á honum, „og blöðin spýtt- ust þá ört úr vélinni", eins og einn kunningi hans komst einu sinni svo skemmtilega að orði. En hann virtist ekki taka nærri sér að víkja frá skrifborðinu svo til hvenær sem var, ef menn áttu brýnt erindi við hann. Ýmis opinber störf hlóðust á Hagalín jafnt og þétt. Hann fékkst um skeið við kennslu í ís- lensku og bókmenntum. Þá tók hann brátt sæti í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn, og var kjör- in í fjölmargar nefndir. Hann barðist af eldmóði og dirfsku fyrir framgangi síns flokks. Kýmni hans og sérlegt skopskyn kom honum þarna oft í góðar þarfir, og þá ekki síður glöggskyggni hans og innsýn í mannlegt eðli og geðs- lag. Hann hafði sérstakt lag á að vinna fólk til fylgis við sinn mál- stað, með því að setja sig sem best í spor viðræðenda sinna — í þeirra hversdagsönn, og sýna viðleitni til að greiða þar úr málaflækjum. í ræðustól var Hagalín vel vopnum búinn, ekki hraðmælskur, en kunni vel að krydda mál sitt eins og við átti hverju sinni... Og hann hafði þarna erindi sem erf- iði. Flokkur hans réð um árabil lögum og lofum á ísafirði. Sögur um sæfara og sjó- mennsku hefur Hagalín margar skrifað. Innviðir þeirra sagna eru allir hinir traustustu, enda stund- aði hann sjósókn á sínum yngri árum. Ég hafði ekki lengi þekkt hann, þegar ég komst að raun um það, að fátt var honum meiri upp- lyfting og ánægjuauki, en að ganga niður á höfn þegar vertíðin stóð sem hæst, til að fá fregnir um aflabrögðin er bátarnir komu úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.