Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 GUÐMUNDUR GISLASON HAGALIN eiginleika hjá persónum sínum og fann þá oftast, eitthvað gott jafn- vel hjá verstu föntum, hetjuskáp hjá smámennum, lífsspeki hjá ein- feldningum. Ein af sögum Hagalíns heitir Blítt lætur veröldin. Eg er ekki frá því að höfundur hafi haft sjálfan sig að einhverju leyti í huga þegar hann mótaði aðalpersónuna í þeirri bók. Sagan segir frá vest- firzkum dreng sem kemur til sumardvalar á austfirzkum sveitabæ. Allt virtist þar svo leið- inlega ómerkilegt og sviplaust, all- ir með ólund og varla viðmælandi. En svo líður sumarið, og atburð- irnir haga málum svo að drengn- um er sýnt undir skelina á fólkinu, og kemur þá í ljós að þessar manneskjur eru ekki eins afleitar og þær sýndust í fyrstu, hver pers- óna hefur kosti gulli betri þó að aðstæður leyfi þeim ekki að njóta sin. Drengurinn kemur úr sumar- dvöl sinni stórum fróðari um mannlífið en hann hafði verið um vorið og lesandanum finnst að honum hafi verið sýnt talsvert af heiminum á þessum bóndabæ. Er ekki þessi saga hluti af þroskasögu Guðmundar Hagalins sjálfs? Þó að Hagalín tæki mikinn þátt í pólitík um skeið kemur það lítt fram í sögum hans. Hitt sjáum við að hann leitar í persónusköpun sinni fremur til fátæklinga en hinna efnuðu og reisir þá þessum hreysisbúum sínum gjarnan býsna veglega minnisvarða. Ég minni á Kristrúnu hans í þessu sambandi eða Gunnar á Mávabergi í einni af snjöllustu smásögum sem ritaðar hafa verið á íslenzku, Guð og lukk- an. Og aðra smásögu vil ég nefna þar sem líkt er uppi á teningnum. Hún heitir Staddur á Lágeyri og fjallar um snauðan mann sem neitar að viðurkenna fátækt sína. Um þá sögu viðhafði Hagalín sjálfur þau orð að slíkir menn hafi átt sinn mikla þátt í að viðhalda kjarki þessarar þjóðar og mann- dómsbrag með því að neita stað- reyndum, afneita fátækt sinni og kotungskjörum og hugsa og tala eins og höfðingjar. Eitt vil ég minna á sem mér virðist einkennandi fyrir Hagalín og lýsir ákveðnum viðhorfum hans, það hve áhrif kvenna á ýms- um aldri og unglinga eru áberandi í skáldsögum hans. Og þetta eru öðruvísi konur en algengast er að sjá i bókmenntum. Þær sækja ekki styrk sinn í að vera ástkonur, og ástir til hins kynsins stjórna sjaldnast gerðum þeirra, heldur mynda þær sterkt andlegt afl sem ræður oft atburðarás sagnanna, þær eru andlega sterkari en karl- mennirnir. Auðvitað minnumst við Kristrúnar umfram allt í þessu sambandi, en hins sama gætir mjög víða. Þannig er Guðný húsfreyja í rauninni sterka3ta afl- ið i Márusi á Valshamri, samvizka sögunnar sem stjórnar Márusi þótt hann reyni að brjótast undan þeirri stiórn. Og ekki má gleyma Móður Islands, hinum skelegga verjanda fslendingaeðlisins á tím- um hernáms og ástands. Og um áhrif unglinga vil ég t.a.m. minna á litlu stúlkuna dótt- ur Gunnlaugs í Hruna í Sturlu í Vogum. Hún skilur ein allra hvað amar að þegar Sturla hefur gefizt upp og bjargar málunum með kvenlegri skarpskyggni. Stálpaður drengur er aðalpersónan í Blítt lætur veröldin, eins og áður er nefnt, og unglingsstúlka kemur vitinu fyrir fólkið í Töfrum draumsins — og fleira mætti telja. An efa er þetta hvort tveggja — andlegur styrkur og skarpskyggni kvenna og unglinga — byggt á reynslu Hagalíns og athugun á mannlegu lífi. Og svo eru áhrif unglinganna að ég held tengd bjartsýnni trú hans á framtíðina — framvindu mannlífsins. Ungl- ingarnir eru þarna fulltrúar fram- tíðarinnar. Hagalín var eins og kunnugt er manna sjallastur við að draga upp skýrt mótaðar persónur í sögum sínum og ævisögum og hafði í því þá sérstöðu hversu mjög hann not- aði málið í því sambandi þannig að lesandinn sá einkenni persón- unnar af málfari hennar. Það er t.a.m. ekki lítið af persónulýsing- unni á Kristrúnu í Hamravík fólg- ið í talsmáta gömlu konunnar. Og sama er að segja um flestar af sögum Hagalíns, lengri og styttri, þær sem hann ritaði eftir 1930. Sömuleiðis er kímnin, sem Haga- lín átti í ríkum mæli og nýtur sín vel í flestum sagnanna, mjög oft fólgin í málfarinu. Þetta gerir það að verkum að fæstar sagna hans eru þýðanlegar á önnur mál. Mér er kunnugt um ýmsa sem tilraunir hafa gert til að þýða þessar sögur en orðið frá að hverfa. Þó mun Kristrún í Hamravík einu sinni hafa verið þýdd í heild, en höfund- ur kom í veg fyrir að hún yrði gefin út, og skilja sjálfsagt flestir Islendingar hvers vegna. Sú gamla, góða kona naut sín ekki á erlendu máli. Mér er ekki kunnugt um að nein af lengri sögum Hagalíns hafi komið út á erlendu máli nema Þáttur af Neshólabræðrum sem kom út á hollenzku um miðjan fjórða áratuginn, og svo eitthvað af smásögum hans. Svo íslenzkur var hann að aðrar þjóðir gátu ekki notið hans. Og nú er Hagalín allur. Þeim fækkar óðum sem fremstir stóðu, stendur einhvers staðar. Ég ætlaði mér ekki að fara að gera neina úttekt á ritstörfum hans í stuttri minningargrein. Slíkt væri álíka og ætla sér að velta bjargi með bandprjón fyrir vogarstöng. Þau atriði sem ég hef hér minnzt á eru einungis nefnd af því að mér virð- ist að lýsing á manninum Guð- mundi Hagalín sé í þeim fólgin. Ég vann mikið með honum síðustu áratugina bæði við útgáfu hans eigin verka og fleira og skal ég fúslega játa að hann var einhver þægilegasti og jákvæðasti sam- starfsmaður sem ég hef kynnzt. Bókmenntum unni hann umfram allt og var einstaklega víðlesinn í þeim, jafnt íslenzkum sem erlend- um. Og þegar hann kannaði eitthvert bókmenntaverk leitaði hann ávallt fyrst kostanna, vildi horfa meira til þeirra en gallanna, og kom þar fram nákvæmlega sama viðhorf og hann hafði til mannfólksins. Að dæma ritverk eftir höfundi eða stjórnmálaskoð- un var honum fjarstæða, og stóð hann að því leyti eigi lítið framar þeim mönnum sem mest skömm- uðu verk hans hér á árum áður út af því hvaða boðskap þeir töldu þau flytja. Guðmundur Hagalín var farinn að heilsu síðustu árin. Ég hitti hann síðast í haust er leið ásamt nokkrum af samstarfsfólki mínu hjá Almenna bókafélaginu á heimili þeirra Unnar að Mýrum í Reykholtsdal. Skáldið var þá í hjólastól og kunni því ekki vel, fannst illa komið fyrir sér að geta hvorki gengið né skrifað. En hann bar sig vel að öðru leyti og minnið og kímnin virtist hvort tveggja óskert. Hann skemmti með sögum þessa síðustu stund sem við áttum með honum, eins og hann hafði verið vanur, og gerði okkur hana ógleymaniega — eins og þessi mikli sagnamaður er sjálfur ógleymanlegur Islendingum. Ég votta Unni, börnunum og barnabörnunum samúð mína og minna. Eiríkur Hreinn Finnbogason Guðmundur G. Hagalín var tvímælalaust einn af merkustu rithöfundum íslendinga á þessari öld. Beztu verk hans munu lifa og verða lesin meðan islenzk tunga er töluð. Sérstaða hans meðal mikilla íslenzkra rithöfunda er fólgin í því, að hann veitti okkur hvort tveggja, skilning á íslenzkri al- þýðu og íslenzkum athafna- mönnum, skilning, sem við hefð- um ekki öðlazt, nema hann hefði haft þá hæfileika og þau áhuga- mál, sem hann hafði. Hann hefur stuðlað að því, að við skiljum bæði sögu okkar á örlagaríkum árum og samtíð okkar betur en ella. Og hann kynnti okkur persónur, sem við getum ekki gleymt af því að þær hafa orðið okkur til hvors tveggja, aukins skilnings á sam- ferðafólkinu og þjóðfélaginu og góðrar skemmtunar. Fyrirrennari minn í mennta- málaráðuneytinu, Bjarni Bene- diktsson, hafði ári áður en ég tók við störfum þar skipað Guðmund G. Hagalín bókafulltrúa ríkisins á grundvelli nýrra laga um bóka- söfn, sem Guðmundur var aðal- höfundur að og var hin merkasta lagasetning. Það var árið 1955. Áður en samstarf okkur hófst í ráðuneytinu hafði ég lengi verið kunnugur Guðmundi vegna náins vinskapar hans við tengdaforeldra mína, Kristínu og Vilmund Jóns- son landlækni. Ég mun ávallt minnast þess með mikilli ánægju, er ég sem ungur maður kynntist einstakri frásagnarsnilld þessa sérstæða manns og þá ekki sízt hnyttni hans, hæfni hans til að líkja eftir öðrum og græskulausri fyndni. Störf Guðmundar G. Hagalín í menntamálaráðuneytinu voru með miklum ágætum og dáðist ég raunar að því, með hversu mikilli vinnusemi og samvizkusemi Guð- mundur gekk að starfi sínu sem bókafulltrúi ríkisins. Almenn- ingsbókasöfn gegna stórmerku hlutverki í íslenzku menningarlífi, ekki sízt eftir þá nýskipan þeirra mála, sem Guðmundur G. Hagalín hafði forgöngu um. Mun starfs hans á því sviði lengi verða minnzt. En þrátt fyrir óvenju um- fangsmikil rithöfundarstörf og opinber trúnaðarstörf, bæði með- an hann bjó á ísafirði og eftir að hann flutti suður, fórnaði hann miklum tíma og sterkum kröftum í þágu þeirra stjórnmálahugsjón- ar, sem hann helgaði sig ungur, jafnaðarstefnunni. Guðmundur var ekki einn þeirra manna, sem fræðikenningar eða söguskoðun gerðu að jafnaðarmanni. Hann varð jafnaðarmaður vegna samúð- ar með þeim, sem hann taldi bera skarðan hlut frá borði í baráttu lífsins, hann varð jafnaðarmaður vegna trúar á réttlæti og ástar á frelsi. Honum var gjarnan mikið niðri fyrir þegar hann talaði um þjóðfélagsmál. Réttlætisást hans var heit. Og hann brann í skinninu þegar hann þrumaði um gildi frelsis og varaði við ófrelsi og kúg- un. Hann var mikill mælskumað- ur. Áheyrendur fundu alltaf, að hvert orð, sem hann sagði, kom frá hjartanu. Og þegar hann beitti penna sínum í ritdeilum um þjóð- félagsmál, leyndi sér ekki, að þar var snjall rithöfundur á ferð. Ýmsar greinar og ritgerðir Guð- mundar G. Hagalín eru meðal þess bezta, sem ritað hefur verið Skógurinn fellir laufið á hausti. Það er hvorki atburður né jar- teikn, það er náttúrulögmál. Þegar Góði hirðirinn í sam- nefndri sögu Guðmundar G. Hagalíns, Hörður á Hömrum, gekk á fund herra síns reis hann skyndilega upp í rúminu, studdi niður hnúum og sneri sér fram. Ándlitið ljómaði af fögnuði, augun glömpuðu. Hann sagði við konu sína eins og hann væri að búa sig undir enn eina ferð á heiðina: „Elskan mín, nú verð ég að biðja þig að vera fljóta að ná í sexbrodd- uðu járnin mín og stafinn. Hann ætlar nú ekki nema að lofa mér aö skreppa með sér upp í Himinfjöll- in.“ Þannig finnst mér endilega að dauðinn hafi einnig klappað að dyrum hjá Guðmundi G. Hagalín. Sjálfur dró hann að sér mikil veð- ur, stundum válynd pólitísk veður eins og slíkir gerningar geta verst- ir orðið á þessum landskekli okkar. En nú þegar þessi góði hirðir er kominn í himinfjöllin sín og persóna hans er ekki lengur til að draga athyglina frá verkum hans og umsvifum er kyrrt í kringum minninguna. Það er lögmál dauðans. Við upplifum logn veðurs í lífi Guðmundar G. Hagalíns og þá er margs að minnast og margt að þakka. Sá góði gripur, hjarta Guð- mundar G. Hagalíns, er hætt að slá, svo að vitnað sé í orð hans sjálfs í Góða hirðinum. En enginn þarf að ganga að því gruflandi hver verða örlög beztu skáldverka hans. Ég hygg þau verði end- ingarbetri en flest það sem skrifað hefur verið á íslenzka tungu um okkar daga. Og á meðan við heyr- um hjartslátt þeirrar þjóðar sem hann unni og ætlaði ver'k sín verð- ur hann nálægari og nákomnari en flestir sem fylgja henni með sexbrodduð járnin sín. En það sem meira er: þessi hjartsláttur er í öllu því bezta sem hann skráði á bækur. íslenzkari höfundur í þeim skilningi að skrifa samtíð sina og samfylgdarmenn inní verk sin og sögupærsónur er ekki til. Þar lifir þetta fólk í tungutaki sem það átti sjálft og var því eiginlegt. Sagt er að móðurbræðrum séu menn líkastir en föðursystrum fljóð. Guðmundur G. Hagalín sagðist vera líkastur Oddi Guð- mundssyni, móðurbróður sínum, og hann væri fyrirmynd aðalper- sónunnar í Góða hirðinum. Hörð- ur á Hömrum var kunnur af hörkudugnaði og fágætu kappi, segir í sögunni. Það voru þau ein- kenni Guðmundar G. Hagalíns sjálfs sem þjóðin þekkti hvað bezt. Góði hirðirinn, Hörður á Hömr- um, sem mátti ekki til þess hugsa að vera fjarri þegar hann gat orð- ið mönnum og skepnum að liði er einn athyglisverðasti tákngerv- ingur skáldsins sjálfs í sögum hans. Þannig tók Hagalín unga rithöfunda upp á arma sina, agaði þá og hvatti til dáða. Þótt hann væri harður í sókn og vörn fyrir þann málstað sem hann trúði á, kafaði klofófærð og sporaði mannbroddum svell og klaka fyrir hugsjónir sínar um frelsi á válegri ójafnaðaröld, voru honum hlýja og mannúð í blóð borin. Og hjarta hans sannarlega valinn gripur í meira en einni merkingu; glaður og glettinn eins og Hörður á Hömrum, sérlegur í orði og minn- ugur á margt bæði lifað og lesið — allt á þetta við um Hagalín sjálf- an. Það er engin tilviljun þegar skáldið tekur það fram i undirtitli ævisögu sinnar að þar sé bæði sagt frá því sem var séð og heyrt, lifað og lesið. Og það er ekki held- ur tilviljun þegar Guðmundur G. Hagalín lýsir Herði á Hömrum, eða Oddi Guðmundssyni móður- bróður sínum, með þessum orðum: fylgdist óvenjuvel með öllu sem gerðist með þjóðinni og í umheim- inum, en auk þess var hann af- brigða greiðamaður og var að sumu leyti fær um að leysa úr fyrir nágrönnum sínum, þar sem mikið lá við og aðrir gátu ekkert að gert. Með þessi orð í minni hugsa margir rithöfundar nú til Haga- líns. Sæti hans verður ekki skipað. Hann var öðrum mönnum bók- skyggnari og aldrei stærri en svo að hann teldi eftir sér að víkja að okkur hinum hlýju orði en sagði þó aldrei annað en það sem hann meinti. Hagalín minnir á Ketil bysk- upsson Pálsson fremur en Loft bróður hans. Sturla Þórðarson hefur eftir Þorvaldi Gizurarsyni að sonum byskups væri ólíkt farið — kvað Ketil vilja mönnum hvat- vetna gott, en Loft kvað hann mæla til manna hvatvetna gott. Á þessu er meira en brekkumunur. Ég hef skrifað ýmislegt um Guðmund G. Hagalín og verk hans. Honum þótti sérlega vænt um áhuga minn á skáldskap hans, ekki sízt Kristrúnu I Hamravík, og var þakklátur fyrir að ég skyldi bjóðast til að gefa hana út á veg- um Ríkisútgáfu námsbóka þegar Jón Emil vildi, svo hún yrði skóla- æskunni nærtæk og auðveld lesn- ing. Þá valdi ég einnig úr Krist- rúnu í afmælisrit Skuggsjár, ís- lendingur sögufróði, sem var gefið út þegar Hagalín varð sjötugur, 10. október 1968, en þar er úrval úr verkum skáldsins valið af að- dáendum hans og vinum. Þetta úr- val er ekki sízt skemmtilegt vegna þess það lýsir þeim sem efni völdu ekki síður en Hagalín og verkum hans. Sjálfur valdi hann kafla úr Gróðri og sandfoki — og lýsir það honum betur en mörg orð að leið- arlokum. Ég þykist vita að það hefði verið Guðmundi G. Hagalin að skapi að ég vitna í formála minn fyrir skólaútgáfunni af Kristrúnu, svo miklar mætur sem hann hafði sjálfur á þessu sérstæða lista- verki. Eins og Flaubert sagði: Madame Bovary, það er ég, þannig gat Hagalín einnig sagt með sanni: Kristrún í Hamravík, það er ég — og lét stundum að því liggja. „Kristrún í Hamravík, sú góða gamla kona, hefur litlar áhyggjur af syndinni, sem var sr. Hallgrími í senn innblástur og örlagaþraut, og a.m.k. minni áhyggjur af freist- ingunni en guðsmennirnir, enda hefur hún vafalaust ónáðað þá meira. Trú hennar var sízt af öllu byggð á ótta, hvorki vegna sjálfrar sín né annarra. Orðið sálarháski var t.a.m. ekki í orðasafni hennar, heldur frí og frívilji. Hún gerir upp við guð sinn, sættist við hann með þessum orðum í sögulok: „Og þar sem þú lézt mig nú, fría og óhindraða, greiða þessa flækjuna eftir beztu getu, og hefur kveikt nýtt líf í þessu baðstofukorni, þá mundi geta svo heitið, að við vær- um nú loksins fyrir alvöru klár og kvitt. Minnsta kosti mun hún ég ekki setja I mig neinn hofmóð, þegar hlutaskiptin eiga fram að fara. Og þó ... Yrðir þú með eitthvert rex eða vesen út af mínu áralagi, þá er hætt við, að ég legði kollhúfur ..." Hún frelsaðist ekki vegna iðrunar, þrælsótta, ofstækis né hræsni, heldur vegna eigin gerða og þess hjartalags, sem var aðal hennar og óðal.“ Matthías Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.