Morgunblaðið - 26.03.1985, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1985
Morgunblaötö/ Skaptl Hallgrimsson
• Varnarmenn Metaloplastika tóku
FH-ingana ekki neinum vettlingatök-
um í leiknum á laugardaginn. Hór (til
vinstri) er þaö Guöjón Arnason (no.
13) sem á í höggi viö risann sterka
Veselin Vukovic. Á myndinni aö ofan
er eitt 17 marka FH í leiknum aö
veröa staöreynd — Hans Guö-
mundsson er í þann veginn aö skora
framhjá Basic úr vítakasti.
Þaö liö er vandfundið sem leikur skemmtilegri handknattleik en Metaloplastika:
Hroðalegur lokakafli
FH gerði útslagið
- skoraði fjögur mörk gegn tólf á síðustu sextán
mínútunum og fimmtán marka tap varð staðreynd
Sabac, Júgóslaviu, 23. mars. Fri Skapta Hallgrímssyni, Maöamanni Morgunblaösins.
FH-INGAR uröu aö sœtta sig viö fimmtán marka tap gegn júgóslavnesku handknattleikssnillingunum í liöi
Metaloplastika hér í Sabac í dag í fyrri leík liöanna í fjögurra liöa úrslitum Evrópukeppni meistaraliöa.
Lokatólurnar 32:17, fimmtén marka munur. Leikmenn FH voru é því aö tíu marka tap heföi ekki veriö neitt til
aö skammast sín fyrir, en skellurinn heföi veriö of stór. En hafa verður í huga aö mótherjarnir eru engir
aukvisar — nénast landsliö Júgóslava eins og þaö leggur sig, núverandi ólympíumeistarar. í iiöi Metalo-
plastika eru ekkert nema snillingar. Liðiö leikur stórkostlega og óg er ansi hræddur um aö þaö liö sé
vandfundiö é jarðarkringlunni sem leikur skemmtilegri handknattleik. Orö fé vart lýst snilli þessara manna;
mýktin er eins og hjé bestu fimleikamönnum, knatttæknin minnir meira é fjöllistamenn en „venjulega"
handboltamenn og samæfingin er slík aö þaö er eins og einn heili hugsi fyrir allan hópinn. Skotharkan,
stökkkrafturinn, línuspilió ... það vaari hægt aö telja upp öll hugtök sem fyrirfínnast í handknattleiksheim-
inum og alls staöar eru þessir menn é toppnum. Jé, þetta hlýtur að vera besta félagslið í heimi í dag.
Staóreyndin er sú aó FH-ingar stóöu sig meö prýói lengi vel — nénast jafn vel og hægt er aö ætlast til af
þeim é útívelli gegn þessum mönnum fyrir troöfullu húsi éhorfenda sem studdu vel við bakiö é sínum
mönnum þó svo aó FH-lióið eigi aó geta leikiö mun betur en það gerði þarna. Staöan í leikhléi var 14:8, sex
marka munur, og júgóslavneskir fréttamenn sögðu mér í hélfleik að þeirra menn hefóu ekki néö sér nógu
vel é strik. Þaö kom líka í Ijós í síðari hélfleiknum þegar þeir keyrðu upp hraðann aö það var gjörsamlega
vonlaust aö stöðva þé. Leikurinn þróaöist svo þannig að FH-ingarnir hreinlega sprungu þegar rúmar
fimmtén mínútur voru til leiksloka og þé skoraði Metaloplastika hvert markiö af ööru.
FH-ingar ákveðnir í
fyrri hálfleik
Þeir sem hófu leikinn fyrir FH
voru Haraldur Ragnarsson, sem
stóö í markinu, Jón Erling, Hans,
Þorgils Óttar, Guójón Árnason,
Kristján Ara og Valgarö.
FH-ingarnir byrjuöu með boltann
og eftir langa sókn varöi Basic
þrumuskot Kristjáns. FH-ingarnir
náöu boltanum aftur og Hans
skaut síðan yfir. Júgóslavarnir
brunuöu fram og brotiö var á Mile
Isakovic i dauóafæri. viti sem
Vujovic skoraöi fyrsta mark leiks-
ins úr. Áhorfendur fögnuöu inni-
lega en þeir þögnuöu skyndilega
er Þorgils Óttar sveif inn af linunni
eftir sendingu Jóns Erlings og jafn-
aöi 1:1.
Portner kom Metalo yfir á ný og
Vukovic, vöövabúntiö á línunni,
geröi þriöja markiö. Portner gerði
svo 4. markiö og staöan oröin 4:1.
FH-ingar léku ekki nógu yfirvegað
þarna um tima en síöan skoruöu
þeir næstu tvö mörk. Fyrst Kristján
eftir uppstökk og þá Jón Erling eft-
ir hraöaupphlaup. Staóan oröin
4:3. Hornamaöurinn Mrkonja, sem
lék frábærlega aö þessu sinni —
var besti maöur liösins þó erfitt sé
aö nefna einhvern einn, skoraói
fimmta markiö á glæsilegan hátt
og Þorgils Óttar minnkaöi muninn
í 5:4. Þorgils, sem lék mjög vel i
dag, skoraði þarna glæsimark eftir
sendingu Kristjáns Ara inn á lín-
una. Næstu þrjú mörk voru júgó-
slavnesk og eftir fjórtán mínútna
leik var staöan orðin 8:4. Hans
skoraöi fimmta mark FH meö
þrumuskoti og siöan geröi örv-
henta skyttan Cvetkovic 9. mark
Metalo — þrumuskot hans lenti í
FH-markinu sem skalf og nötraöi á
eftir. Hans skoraði aftur, úr viti eft-
ir aö gróflega haföi veriö brotiö á
Óttari. Staöan 9:6.
Vantaði meiri aga
Fram aö þessu höfóu FH-ing-
arnir verið mjög ákveönir — þeir
léku af festu í vörn og neituöu aö
gefast upp þó andstæöingarnir
kæmust nokkrum mörkum yfir.
Sóknarleikurinn var á köflum
ágætur en meiri aga vantaöi þó í
hann.
Mile Isakovic, sem talinn er
Metalo — FH
32:17
besti hornamaður í heimi, náöi sér
ekki vel á strik framan af leiknum.
Fyrsta mark sitt geröi hann t.d.
ekki fyrr en tiu min. voru til leiks-
loka! Þegar staöan var 9:6 upp úr
miójum fyrri hálfleik tók Mile víta-
kast, hann hugöist plata Harald
meö þvi aö þykjast skjóta, geröi
það nokkrum sinnum og rússn-
esku dómararnir dæmdu á hann
töf. Þeir fengu aldeilis aö heyra
þaö hjá áhorfendum, Rússarnir,
baulaö var og flautaö á þá þannig
aö undir tók í húsinu. Mile var
heldur ekki sáttur viö dóminn og
var rekinn af velli fyrir aö brúka
kjaft.
Næstu fimm mín. einkenndust
af mistökum beggja liöa og næsta
mark kom ekki fyrr en tæpum
fimm mín. síðar. Mrkonja skoraöi
þaö eftir hraöaupphlaup, staöan
10:6. Guöjón Árnason skoraöi 7.
mark FH eftir uppstökk og 11.
mark Metalo geröi svo línumaöur-
inn Vukovic eftir frábæran undir-
búning Portner. Kristján Arason
geröi 8. mark FH eftir hraöaupp-
hlaup en Vujovic svaraöi strax
meö þrumuskoti, 12:8. Vujovic
geröi einn næsta mark — stór-
kostlegt „sirkusmark“ er hann
greip knöttinn á lofti inni í teignum
og skoraöi. Júgóslavarnir áttu síó-
asta oröiö í hálfleiknum — stór-
skyttan Kuzmanowski skoraöi með
þrumuskoti.
Hans skoraöi fyrsta mark síöari
hálfleiksins meö fallegu skoti,
staöan 14:9, en Kuzmanowski og
Vukovic breyttu henni fljótt í 16:9.
Hans geröi 10. markiö úr víti sem
Þorgils Óttar fiskaöi og Mrkonja
skoraöi svo 17:10. Vukovic geröi
18. markiö af linunni og Mrkonja
síöan þaö 19. úr hraðaupphlaupi
eftir hroöaleg mistök FH-inga. Þeir
misstu boltann í tvígang hroöalega
klaufalega á þessum tíma.
Draga fer af
leikmönnum FH
Þorgils Óttar skoraöi 11. mark
FH úr hraóaupphlaupi er átta og
hálf min. var liðin af hálfleiknum —
staöan þá 19:11, og Valgarö skor-
aöi 12. markið laglega úr horninu.
Vukovic geröi 20. mark Metalo og
Þorgils geröi mjög fallegt mark af
linunni eftir sendingu Jóns Erlings.
Staöan þá 20:13. Sjö marka mun-
ur, og ellefu og hálf mín. liöin af
siöari hálfleik. Þegar hér var komið
sögu fór aö draga verulega af
FH-ingum og slíkt má ekki gegn
liöi eins og Metaloplastica. Mörkin
tóku að hrúgast upp — staöan
breyttist t.d. úr 20:13 í 24:14 á
stuttum tíma og síöan í 31:15.
Hrun FH-inga var algert en júgó-
slavnesku snillingarnir léku viö
hvern sinn fingur og skoruöu hvert
stórkostlega markiö á fætur ööru.
Þegar staöan var 20:13 tók
Vujovic vítakast, en Sverrir Krist-
insson, sem kom inn á í staö Har-
aldar þarna, varöi. Óttar skoraöi
14. markiö af línu, aöþrengdur og
siöan geröi Metalo sex mörk í röö.
Ekkert gekk upp hjá FH á því sjö
mín. tímabili. Guöjón Guömunds-
son laumaöi síöan inn einu marki
er tveir Júgoslavarnir höfóu veriö
reknir af velli — staöan þá 26:15.
Þá kom annar langur kafli sem FH
geröi ekki mark. Óttar skoraöi 16.
markiö og þá voru ekki nema 1:47
mín. eftir.
Eftir aö Guöjón gerói 15. mark
FH skoruöu Júgóslavarnir fimm
mörk í röö — staöan þá oröin
31:15. Óttar geröi 16. markíð eins
og áöur sagöi og Mile Isakovic
skoraöi svo síöasta mark Metalo.
Kristján Arason skoraöi 17. mark
FH beint úr aukakasti eftir aö
leiknum var lokiö. Risarnir í Met-
alo-liðinu stilltu sér upp til varnar
en Kristján sá viö þeim. Ekki i
fyrsta skipti sem Kristján afrekar
þetta.
FH-ingar geta mun betur
Þaö væri tóm vitleysa aö
ímynda sér aö FH-ingar hafi ein-
hverja möguleika á aö komast
áfram. Þaó er öllum Ijóst aö slíkan
mun geta þeir ekki unniö upp á
heimavelli en engum blööum er um
þaö aö fletta aö þeir geta, og
munu vonandi, sýna þessum snill-
ingum í tvo heimana á góöum
degi. Þaö er engin skömm aö
detta út úr Evrópukeppninni gegn
sliku liöi en munurinn í leiknum hér
í dag var vitaskuld heldur mikill.
Hraöinn í leik Júgóslavanna var
gífurlegur. FH-ingar voru staö-
ráönir í því fyrir leikinn aö beita
löngum sóknum og reyna þannig
aö halda hraöanum niöri. Leika
agaö og reyna aö halda mistökum
i sókninni i algjöru lágmarki því vit-
aö var aö andstæðingarnir eru
griöarlega fljótir aö færa sér slíkt í
nyt. Þetta tókst FH-ingum alis ekki
nógu vel. Aginn í sókninni var ekki
nógu mikill — oft var skotió úr
lélegum færum og of fljótt. Vörn
júgóslavneska liösins var aö sjálf-
sögöu gífurlega sterk. Leikmenn
þess eru stórir og sterkir og þaö er
enginn hægöarleikur aö koma
boltanum fram hjá þeim. Þeir
komu mjög vel út á móti skyttun-
um, Kristjáni og Hans, og skipt-
ingarnar voru góöar í vörninni.
Ýmist léku þeir 6:0-, 5:1- eöa jafn-
vel 3:3-vörn. Það hve vel þeir
pössuöu skytturnar varö til þess
aö Þorgils Óttar fékk nokkuð færi
og nýtti þau vel. Þorgils lék geysi-
lega vel og skoraöi oft úr þröngum
færum af haröfylgi. Þaö gefur
augaleió aö Kristján Arason hefur
ekki náö sér á strik í sókninni.
Hann skoraði ekki nema eitt mark
eftir uppstökk, eitt úr horni og síö-
an úr aukakastinu eftir leikinn.
Hans á einnig aö geta betur. Skor-
aöi 4 mörk þar af 2 úr vítum.
Frábært lið
Það er geysilega erfitt að leika
vörnina gegn þessu júgóslavneska
liöi. Helst er aö reyna aö leika
maöur gegn manni því ef menn
ætla aö hjálpa náunganum þá er
annar mótherji orðinn laus í færi
og undantekningarlaust búinn aö
fá boltann í hendurnar áöur en
menn fá deplaö auga. Þannig var
þaö t.d. oft meö Vujovic og Vuko-
vic. Sá fyrrnefndi ógnaöi hvaö eftir
annaö meö uppstökkum eöa á
annan veg og gaf síðan inn á lín-
una á Vukovic, en hann skoraöi
sex mörk í leiknum. Þetta liö er
frábært i einu oröi sagt. Enginn
veikur hlekkur.
Mörk Metaloplastica geróu
Jasmin Mrkonja 9, Veselin Vukovic
6, Veselin Vujovic 5, Mile Isakovic
4, Zlatko Portner 4, Jovica Cvetko-
vic 2 og Slobodan Kuzmanowski 2.
Mörk FH: Þorgils Óttar Mathie-
sen 6, Hans Guðmundsson 4 (2
víti), Kristján Arason 3, Jón Erling
Ragnarsson 1, Valgarö Valgarös-
son 1, Guöjón Guðmundsson 1 og
Guöjón Árnason 1.
Dómarar voru rússneskir, Kisel-
ev og Kijasko. Þeir voru hliöhollir
Júgóslövunum (eins og venja virö-
ist vera um Evrópuleiki, heimaliöiö
hagnast á dómgæslunni) en ekki
hafði þaö nein áhrif á úrslitin.
— SH.