Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 2
2 C
MQRGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985
LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS
HEIMLJR ABSÚRDLSTANS
Og þarna stöldrum við í bili. í fyrstalagi
hefur orðið „fáránleiki" nokkuð einhliða
(neikvæða) merkingu — þ.e. leggur
áherslu á merkingarleysi. Með öðrum orð-
um einn áróðurinn enn. Ég ætla því að
leiða það hjá mér í þessari umræðu og
notast fremur við orðið absúrd-leikhús (og
leikritun), hvort sem málfræðingum líkar
betur eða ver — og nú er ég sem'-' ur
staddur í vafasömum orðaleik. N.u.iræð-
ingar segja nefnilega að leikhús þýði
leikhús og hafi enga huglæga (abstrakt)
merkingu svosem leiklist: höfundarvinna,
leikstjórn og leikur — jafnvel rekstur.
Þetta er auðvitað gert hér til að þurfa ekki
að þrástagast á orðinu „teater“
í öðrulagi: þegar orð hafa litla merkingu
þarf að beita brögðum til þess að þau fái
merkingu. Þessi loddaraskapur felst öðru-
fremur í því að segja sannleikann og sjá
hlutina í réttu ljósi. Gallinn (eða „kostur-
inn“) er bara sá að þá trúir manni venju-
lega enginn (sbr. Biederman og brennu-
vargana).
„Fólk er fávísir andskotans apar,“ segir
Estragon (Beðið eftir Godot) fyrir munn
meistara Becketts. Treystir einhver sér til
að hrekja þetta í fullri alvöru? Hitt er
annað mál aö enginn stjórnmálamaður
myndi láta þetta útúr sér, hann segir „fólk
er dásamlegar vitsmunaverur, sem allt á
að þjóna — meira að segja listin."
Það kostulega er að hann er líka að
segja satt — en lýgur þó, því hann er að
„hafa vit fyrir“ meðbræðrum sínum eða
kannski ölluheldur að smjaðra fyrir þeim.
Honum ætti þó að vera kunnugt um að
fólk upp og ofan hefur ekki hundsvit á
listum og er því ekki fært að njóta þeirra
— eða hvað segja menn (sem vita betur)
um öll lesendabréf dagbiaðanna um „sin-
fóníugargið" í útvarpinu? Eða skrifin um
flutning sjónvarpsins á verkum Bergmans
og Fassbinders — svo ekki sé minnst á
Dallas og Dynasty? Stjórnmálamaðurinn
hefur því í frammi ósvikinn áróður, þegar
hann er að skjalla kjósandann, ómeðvitað-
an eða í besta falli meðvitaðan. (Sagði
ekki einhver að Reykjavík væri fegursta
borg í heimi?) Slagorð eins og „leikhúsið er
fyrir fólkið" hefur enga merkingu — og ef
það hefði merkingu þýddi það nánast að
fólkið eigi að ráða leikritavali (sem gæti
t.d. þýtt að við ættum að sýna til skiptis
Mann og konu og Pilt og stúlku eða Píur og
gæja og Gæja og píur), því það er nánast
það sem átt er við með slíkum framslætti
— ef átt er þá við eitthvað. Auglýsendur
segja „þið hafið alveg æðislegan smekk“ —
og meina að við séum „fávísir andskotans
apar“. Að minnstakosti finnst manni það
ósjaldan þegar boðskapur þeirra er með-
tekinn.
Og nóg um það í bili. f leikritinu Beðið
eftir Godot segir Vladimir:
Maður þorir jafnvel ekki að hlæja lengur.
Estragon:
Voðalegt umkomuleysi.
Vladimir:
Rétt að brosa.
Það mun mála sannast að maður þorir
ekki einusinni að hugsa, því það er of mikil
áhætta. Maður þorir ekki að hafa skoðun
— nema þá sem fjöldinn (eða tiltekinn
fjöldi) hefur (og þarmeð er hún orðin
frasi), því það er of mikil áhætta. Maður
þorir ekki að hafa vit fyrir sér sjálfur, því
það er of mikil áhætta. (Sumir þora jafn-
vel ekki að fara í leikhús, því það er of
mikil áhætta — ekki síst ef leikritið heyrir
undir „bókmenntir"). — Og það skringi-
lega í þessu öllu er að þetta gildir einna-
helst um þá sem alltaf eru að hafa vit fyrir
öðrum og hlaupa í blöðin í tíma og ótíma,
og þó einkum í ótíma.
Hvaða skynsamur maður treystir sér til
að rökræða við þá sem sjá ekkert nema
sora í Bergman og Fassbinder? Eða leggja
að jöfnu kvikmyndina Hjartarbanann
(„The Dear Hunter") og klæmnar og
vibbalegar ofbeldismyndir?
Menn meðtaka sem heilagan sannleik að
ekki megi mann deyða. Menn eru jafnvel
drepnir fyrir slíkan giæp. Afturámóti
verða menn „samvisku sinnar vegna" að
taka þátt í tröliauknum fjöldamorðum og
meiðingum sem kallast stríð, og sumir
dubbaðir upp í hetjur. Þeir sem reyna að
koma sér hjá þessu — af því það stríðir
gegn siðferðisvitund þeirra eða kannski
Jx)la þeir bara ekki að marséra — eru
stimplaðir aumingjar og landráðamenn og
refsað eftir því. Tákn hins siðferðilega
gjaldþrots mannsins frá upphafi og bein
afleiðing af ósamkvæmni hans er Sprengj-
an — eða ölluheldur kjarnavopnabúrið,
sem gæti tortímt lífi á jörðu umþaðbil
hundrað sinnum (hef því miður ekki ná-
kvæmari tölur við hendina) meðan minni-
hluti mannkyns hefur einn aðgang að mat-
arbúrinu (og gæti þessvegna drepið sig 100
sinnum af ofáti. Og samt telur hann sér
trú um að allt þetta snúist um „siðferði".
1 slíkum heimi verður til „leikhús fárán-
leikans", absúrd-leikhúsið. Það fékk
reyndar byr undir báða vængi upp úr
seinni heimstyrjöldinni.
Menn eru þráttfyrir allt „fávísir and-
skotans apar“. En kannski hefur absúrd-
leikhúsið líka glatað merkingu sinni (og
þarmeð tilveru) á síðustu tímum, þegar
jafnvel seinni heimsstyrjöldin er orðin
„úrelt fyrirbrigði".
f leiðinni getum við minnst þess að raf-
IHvaöa skynsamur
maður treystir sér til
að rökræða við þá
sem sjá ekkert nema
sora í Bergman og
Fassbinder? Eða
leggja að jöfnu
kvikmyndina Hjart-
arbanann (The Deer
Hunter) og klæmnar
og vibbalegar ofbeld-
ismyndir?
eindaheila, sem mataður var á forsendum
fyrri heimsstyrjaldarinnar, þótti hún svo
fjarri lagi að hann sló því föstu að hún
hefði aldrei gerst!
Hitt er svo afturámóti jafn satt að
manneskjan er undursamleg, með ein-
dæmum grimm (eina dýrategundin sem
vitað er um að ráðist gegn sjálfri sér) — en
líka dásamlegum hæfileikum gædd, jafn-
vel góðleika og hæfileikanum að elska. En
hún hefur komið sjálfri sér í svo hrika-
legar mótsagnir, að vilji menn freista þess
að skoða hana í samhengi við heiminn
verður staða hennar — eða öllu heldur
ástand — fáránlegt, absúrd. Sumir höf-
undar reyna að færa umræðuna „niður á
jörðina" með því að fylkja sér undir trú-
arhugtök um bræðralag, kristindóm eða
kommúnisma, t.d. Og auðvitað verður
maðurinn merkilegt og verðugt „viðfangs-
efni“, þegar hringurinn er þrengdur og
umfjöllunin snýst um hann sjálfan — og
óendanlegar tilraunir hans að vera sáttur
við sjálfan sig og umheiminn, vitandi ekki
hvílíkum hæfileikum hann er gæddur og
hverju hann býr yfir og byrgir inni í sér:
vont og gott, sem fær ekki útrás, m.a.
vegna viðtekinna siðalögmála og kenninga
sem þróast hafa gegnum kynslóðirnar og
aldirnar.
Sagði Marat ekki eitthvað á þá leið, að
maður verði að rífa sjálfan sig upp á hár-
inu og snúa sér við, þ.e. röngunni út.
Með þessum orðum hef ég verið að reyna
að gera einhverja grein fyrir þeim for-
sendum — öðrum en þeim sem nefna
mætti „listræna skemmtun" — er kalla
(eða kallaði) á absúrdleikhús, og sleppti ég
þó einum þættinum ekki ómerkum, sjálfri
guðstrúnni. Eftir styrjaldirnar tvær
misstu margir þá trú, eða höfðu aldrei
haft (þóttist Nietsche ekki hafa gengið af
honum dauðum?) — og gáfu trúarþörf
sinni lausan tauminn í „hjáguðadýrkun"
eða voru sem í lausu lofti. Til þeirra síðar-
nefndu mætti flokka „absúrdistana".
Að gera grein fyrir „abstraktinu" bak
við „absúrdið" er afturámóti mjög erfitt
(sbr. fílabrandarann"). Þessvegna er væn-
legast að gera „absúrdið" eins „konkret"
(hlutlægt) og mögulegt er — og þó dæmt
til að mistakast, nema í áþreifanlegri sýn-
ingu sem þó er ekki ætlast til að þreifað sé
á, aðeins nema gegnum augu og eyru. Ein
leiðin er að iíta á hið absúrda sem real-
isma — raunsæi, sem eitthvað „áþreifan-
legt“ — sjálfsagt (reyndar forsenda fyrir
því hvernig á að nálgast slíkt leikhús — og
þá á ég ekki síður við leikstjórn og leik, þ.e.
framsetningu samsetningsins). Sjálft
„efnið" má líta á sem surrealisma, það
„raunsæi” sem er handan ( eða undir) því
raunsæi sem við viðurkennum, svona
hvunndags. Það má líka líta á þetta með
barnsaugum, „nýju fötin keisarans". Enda
veit ég ekki betur en þessi leikritun sé
öðrufremur — og með hjálp Nietsche og
tveggja heimsstyrjalda — sprottin upp úr
„dada-ismanum“, en sá „ismi" skýrir sig
sjálfur samkvæmt orðanna hljóðan —
beinist þó líklega að því „frumstæða" og
upprunalega.
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Yitur
er ég
ekki
THREE MODERN ICELANDIC
POETS.
Selected Poems of Steinn Steinarr,
Jón úr Vör
and Matthías Johannessen.
Translated and Introduced
by Marshall Brement,
Iceland Review 1985.
Marshall Brement hefur með
Three Modern Icelandic Poets gert
virðingarverða tilraun til að
kynna enskumælandi fólki ís-
lenskan samtímaskáldskap. Það er
vel til fundið að hafa saman í bók
ljóð eftir Stein Steinarr, Jón úr
Vör og Matthías Johannessen.