Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1985
B 3
gat framkvæmt þessar hugmyndir
minar, — svo aö segja búiö efniö í
hendurnar á mér. Ég tel mig hafa
verið heppna þegar óg fókk Hafdísi
Hannesdóttur til aö vinna meö
mér. Hún hefur sniöiö og saumaö
allar flíkurnar sem voru á sýning-
unni í Kramhúsinu.
— Flestar eru þær úr silki en
nokkrar úr baðmull. Silki er fok-
dýrt efni en margar af flíkunum
eru mjög efnismiklar. Þú erf ekk-
ert að horfa í það?
— Nei, þetta var atriöi sem ég
geröi upp viö mig í byrjun. Þaö
þýöir ekki aö fara út i svona ævin-
týri og ætla aö láta sparnáöarsjón-
armið standa sér fyrir þrifum. Ég
býst viö aö mörg hagsýn mann-
eskja mundi kalla þetta bruöl en
ég leit svo á aö ég heföi einfald-
lega ekki ráð á aö láta þá ágætu
dyggö nýtnina stjórna því hvernig
þessar flíkur yröu. Einnig kemur
þaö til aö þegar margar flíkur eru
sniönar úr sama stranga nýtist efn-
iö betur en þegar á aö sníöa eina
úr bút, þannig aö bruöliö er nú
kannski ekki svo óskaplegt þegar
öilu er til skila haldiö.
— Og hvernig er svo aðferðin
við sjálfa málunina eða þrykkið?
— Grundvallaraöferöin er sú
sem notuö er viö silkiþrykk. Fint en
mjög þétt efni er strekkt á ramma
og litur og lakk borin í þaö. Meö
því aö sáldra á rammann m.a. er
litnum síöan þrykkt á sjálft efniö
sem maöur er aö vinna úr. Þetta
eru flókin vinnubrögö sem krefjast
mikils undirbúnings og umstangs,
en auk þessara vinnubragöa sam
þekkt eru hef ég tileinkaö mér
aöra aöferö og beiti pensli þannig
aö ég næ ákveöinni áferö sem er
óvenjuleg og aö mínum dómi þaö
atriöi sem úrslitum ræöur. Ég er
ekki reiðubúin aö útlista í hverju
þessi aöferð er fólgin, lít á þaö
sem eins konar atvinnuleyndarmál.
— Nú má sjálfsagt halda því
fram að þetta séu ekki flíkur sem
hæfi hvað manneskju sem er.
— Þaö er sjálfsagt rétt. Mér er
heldur alls ekki sama hverjir ganga
um í þessum fötum og mundi ekki
taka aö mér aö hanna fyrir hvern
sem er. Skemmtilegast finnst mér
aö sérhanna flíkur fyrir ákveönar
manneskjur. Þvi má ekki gleyma
aö sá sem klæöist flíkinni verður
aö gera sitt úr henni. Þetta eru
ekki bara föt handa einhverjum
lúxuskvinnum. Margar konur virö-
ast leggja upp úr því aö eiga fáar
en vandaöar og sérkennilegar flík-
ur. Slík stefna þarf ekki aö hafa í
för með sér kostnaöarsama út-
gerö. Síöur en svo. Þetta eru föt
handa konum sem hafa persónu-
legan stíl og fyrir slíkt fólk vil ég
helzt vinna.
— Á.R.
Range Rover 1983
Þessi glæsilegi Rover er innfluttur nýr og ekinn
aöeins 22 þús km. Hvítur, 4ra dyra meö allskonar
aukabúnaði. Veröiö er yfir milljón en skipti eru
möguleg.
Aóal-Bílasalan, Miklatorgi, símar 15-0-14 og 1-71-71.
COMBK2AMP
Mest seldi tjaldvagn á íslandi
COMBI-CAMP 404 — 2"cm —‘
Verð frá kr. 95.720,- staögr.
lager.
• Einn þægilegasti feröamátinn í dag.
• Frábær greiðslukjör.
• Hjá okkur er tjaldvagnasýning alla vikuna.
Hafðu samband við sölumenn okkar og
þeir veita fúslega allar upplýsingar.
Benco
Bolholti 4. Sími 91-21945/84077
fKwgtmVbtfrib
Gódan ciaginn!