Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1985 HVAÐ ERAD GERAST UM Sýning Nini Tang Hollenski listamaðurinn Nini Tang opnar sýningu í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b I dag, föstudag. Nini Tang var viö framhaldsnám Maastricht og kynntist þar islensk- um listamönnum. Hún er nú stödd hér i annað sinn til aö setja upp sýningu á verkum sinum. Meginhluti sýningarinnar eru stór málverk á papplr sem Tang vinnur á staðnum. Málverk hennar fjalla aðallega um menn og dýr og samband þeirra. Sýningin verður oþin daglega frá kl. 16.00—20.00, og lýkur sunnu- daginn 30. júní. Kjarvalsstaöir: Elías B. Halldórsson A morgun, laugardag, opnar Elí- as B. Halldórsson sýningu á tæp- lega níutiu olfumálverkum i vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00—22.00 og lýkur 7. júní. Noregur: íslensk textil- sýning í Þrándheimi Norska listakonan Heidi, sem dvalist hefur á íslandi slðan 1980, opnar á morgun, laugardag, sýningu í Galleri G i Þrándheimi. Verkin á sýningunni, veggteppi og annar textíll, eru undir miklum áhrifum frá íslandi. Sýningin er opin fram til 7. júli, en Gallerí G er við Prinsens gate 32 í miðborg Þrándheims. Ásmundarsafn: Konan í list Ásmundar Nú stendur yfir i Asmundarsafni við Sigtún sýning sem nefnist Konan í list Asmundar Sveinssonar. Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mest allan listferil Asmundar og birt- ist í fjölbreytilegum útfærslum. Sýningunni er skipt í fjórar eining- ar sem sýndar eru í fjórum söium safnsins: Kona og barn uppi i Kúl- unni, Kona og karl niðri i Kúlunni, Kona við vinnu i Pýramidunum og Kona sem tákn í Skemmunni. Safnið er opið alla daga frá kl. 10.00—17.00 Gallerí Salurinn: Steingrímur Þorvaldsson Steingrímur Þorvaldsson heldur sýningu i galleri Salurinn Vesturgötu 3. Öll verkin á sýningunni eru kop- argrafík, sem hann vann árið 1983 í Sviþjóð. Steingrimur útskrifaðist frá MHÍ og var síöan tvö ár i Listaháskólan- um í Stokkhólmi. Þetta er önnur einkasýning hans, en hann hefur sýnt á samsýningum heima og er- lendis. Norræna húsiö: Tvær sýningar Nýlega var opnuð sýning á is- lenskum steinum í anddyri Norræna hússins. Sýningin er sett upp á veg- um „Félags áhugamanna um steina- fræði" i samvinnu viö Norræna hús- ið. Þarna getur aö lita ýmsa steina úr íslenskri náttúru, bæði stóra og smáa. Steinarnir eru allir úr eigu fé- lagsmanna, sem hafa safnað þeim víða um land. Sýningin stendur yfir fram að næstu helgi. Gunnlaugur Scheving Sumarsýning Norræna hússins er á verkum Gunnlaugs Scheving. öll Vinnustofa Klapparstíg 26 Reykjavík: Sigríður Björnsdóttir sýnir Sigrídur Björnsdóttir myndlístarmaður heldur vinnustofu- sýningu á landslagsmyndum aó Klapparstíg 26 II. h»ó. Sig- ríöur sýnir 60 myndir, máladar með akrýl á pappír, en hún nefnir sýninguna „Sumarsólstöður". Sígriöur hefur haldiö margar eínkasýningar, bæöi hér og erlendis. Síóast hélt hún hér sýningu í Wániö Aaltonens borgarsafninu í Ábo í Finnlandi, áriö 1983. Sýningin veröur opin föstudag kl. 17.30—22.00, en um helg- ina kl. 14.00—22.00. Þjóðleikhúsið: Síöustu sýningar leikársins Leikári Þjóöleikhússins lýkur með sýningum á íslandsklukkunni og söngleiknum Chicago nú um helgina. íslandsklukkan verö- ur sýnd í kvöld, föstu- dag, 21. júní. Þetta er leikgerð hinnar þekktu skáldsögu Halldórs Laxness undir leik- stjórn Sveins Einars- sonar. Chicago verður sýndur á laugardag og sunnudag. Þetta er söngleikur eftir Fosse, Ebb og Kander. Leik- stýrt af Benedikt Árna- syni og Kenn Oldfield. Myndin er úr íslands- klukkunni. verkin á sýningunni eru sjávarmynd- ir. Sýningin er opin alla daga kl. 14.00—19.00. Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmynda- garður Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13.30 til 16.00 og höggmyndagarðurinn sem í eru 24 eirafsteypur af verkum lista- mannsins er opinn sömu daga frá klukkan 11.00 til 17.00. Hverageröi: Félagsheimili Ölfusinga Logi Eldon sýnir olfumálverk í fé- lagsheimili Ölfusinga í Hveragerði. A sýningunni verða 40 olíumálverk, þetta er 4. sýning Loga. Sýningunni lýkur 23. júni, opið er alla daga frá kl. 10.00—22.00. Akranes: Bókasafn Akraness Sovésk bóka- og listmunasýning stendur yfir i bókasafninu. A sýning- unni eru á þriðja hundrað bækur af Elina Sandström og Juhani Ta- ivajarvi sýna olíumálverk og vatns- litamyndir (Listamannaskálanum Hveragerði. Þau eru hjón, og hefur Elina sýnt margoft hér á landi. Sýningunni lýkur 23. júnl. Hafnarfjöröur: Menningar- og listastofnunin Hafnarborg Ungverski listamaðurinn Janos Probstner sýnir pastelteikningar í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar. Probstner hefur dvalist hér á landi um nokk- urra vikna skeið, og eru myndirnar afrakstur dvalarinnar. Janos Probstner er fyrsti erlendi listamaðurinn sem sýnir I Hafnar- borg. Sýningin er opin kl. 14.00—19.00. TÓNLIST Norræna húsið: Söngtónleikar Roy Samuelsen bass-bariton og Carl Fuerstner píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu á sunnu- dag 23. júni. Þeir eru báðir tónlist- arkennarar við Indiana-háskóla í Bandaríkjunum. Menntun slna hlutu þeir beggja vegna Atlantshafsins. A efnisskrá tónleikana eru arlur eftir Hándel og Verdi, sönglög eftir Brahms og Strauss og norræn lög. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Hitt leikhúsið: Edith Piaf Hitt leikhúsið fær Leik- félag Akureyrar í heim- sókn meö söngieikinn Edith Piaf, og fara sýn- ingar fram í Gamla bíói. Pam Gems samdi söngleikinn en Þórarinn Eldjárn þýddi. Sigurður Pálsson leikstýrir sýn- ingunni. Söngleikurinn fjallar um líf og list frönsku söngkonunnar Edith Pi- af. Edda Þórarinsdóttir fer með hlutverk Piaf, en meginstofninn í leikhópi LA fer meö hlutverk í leiknum. Átta manna hljómsveit leik- ur undir í sýningunni undir stjórn Roar Kvam. Ástrós Gunnarsdóttir hefur samið nýja dansa fyrir uppfærsluna í Reykjavík. Frumsýnt veröur á föstudag og sýningar veröa einnig á laugardag og sunnu- dag. SÖFN Árbæjarsafn Sumarsýning Arbæjarsafns var opnuö um slðustu helgi. Hér er um að ræða farandsýningu frá þjóð- minjasafni Grænlendinga í Nuuk. Sýndir eru grænlensku bátarnir qaj- aq og umiaq. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins sem er frá 13.30 til 18.00 alla daga nema mánudaga. Sædýrasafnið Sædýrasafnið verður opið um helgina, eins og alla daga, frá kl. 10—19. Meöal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, isbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. SAMKOMUR Hótel Borg: Orator með dansleiki Hótel Borg hefur tekiö stakka- Myndlistarklúbbur Mosfellssveitar: Sýning í gagnfræðaskólanum Myndlistarklúbbur Mosfellssveitar opnaöi um síðustu helgi sölusýningu á 12 verkum eftir 17 meölimi klúbbsins. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag frá kl. 13.00—22.00. Myndlistarklúbbur Mosfellssveitar hefur nú starfaö í 7 ár. Sverrir Haraldsson var fyrsti leiðbeinandi klúbbsins, og starf- aöi meö honum öll árin, en auk hans Gunnlaugur S. Gíslason og Guömundur Karl. Á sýningunni eru olíu-, akrýl- og vatnslitamyndir, blýants- og krítarteikningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.