Morgunblaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985
BRÚÐKAUP
Eftir frjálsræöi sjöunda og áttunda áratugarins viröist sem fólk leggi nú ríkari áherslu á heföbundiö
sambýlisform og mikilvægi fjölskyldunnar í samfélagi nútímans.
Frjálsar ástir og kommúnulíf er aö mestu horfið á vit feöranna en hjónabönd tekin viö. Ef marka
má tölur Hagstofunnar hafa íslendingar ekki fariö varhluta af þessum breyttu viöhorfum og fer
giftingum fjölgandi hér á landi. KirkjubrúÖkaup gerast nú veglegri og algengara en áöur aö ungt
fólk giftist meö pomp og pragt. Nýju lífi er blásið í ýmsar heföir og siöi er tengjast brúökaupum
og lögðust af um tíma.
Án efa eru skiptar skoöanir um ágæti hjónabandsins enda er hugtakiö margbrotið og býöur upp
á ýmsar vangaveltur.
í blaöinu í dag er ekki lagður dómur á hjúskap heldur dregnar farm í dagsljósið ýmsar hliöar
málsins, bæöi trúarlegar og félagslegar. Einnig er fjallað um siöi og hjátrú tengt giftingum og
rætt viö ung hjón, kannaö hvaö kostar aö ganga í hjónaband og ýmislegt fleira.
Giftingarslðlr víða um helm
Að gefa öörum ást sína opinberlega hefur tíökast
um heim allan frá því maðurinn tók aö tjá elsku
sína í orðum. Reyndar hefur kaupsýslan ekki látiö
hjónavígsluna ósnortna og fram eftir öldum tíðk-
aðist aö jómfrúr og jonkærar — eins og brúöur
og brúögumi eru nefnd í íslenskri brullaupssiðabók
frá 17. öld — gengju kaupum og sölum fyrir land-
skika eöa góöan hug tengdafólksins og skipti vilji
unga fólksins þá litlu máli.
En aö heita öörum ævarandi tryggö er stórt
skref á lífsbrautinni og mikilvægt aö vel takist. Því
hafa ýmsar hefðir og siðir skapast í gegnum aldirn-
ar, sem tengjast tilhugalífinu, bónoröinu, hjóna-
vígslunni, brúökaupsveislunni o.s.frv. og eru þeir
ólíkir eftir löndum og trúarbrögöum. Tengjast
flestir þeirri ósk aö hjónabandiö veröi hamingjuríkt
en einnig er hjátrú tengd frjósemi fyrirferðarmikil.
Raunar er slíkt ekki óeðlilegt þar sem börn voru
grundvöllur efnalegrar afkomu fyrr á tímum og
trygging fyrir samastaö I ellinni.
Þeir siöir sem hér er minnst á og uppruni þeirra
eru einungis lítiö brot af þeim aragrúa sem viö-
gengst enn þann dag í dag. Ekki er lýst siöum
ólíkra trúarbragða heldur frekar stuðst viö heföir
kristinnar trúar í ýmsum löndum Vestur-Evrópu.
Reyndar eru giftingarathafnir á þeim slóðum orön-
ar keimlíkar vegna aukinna samgangna og eru ís-
lensk brúökaup engin undantekning aö þessu leyti.
Ekki eru allir jafn hrifnir af erlendum siöum hér á
landi og í íslenskum þjóöháttum Jónasar Jónsson-
ar frá Hrafnagili segir: „Nú eru almennir um land
allt hinir hálfútlendu siðir, sem breiöst hafa út frá
Reykjavík og kaupstöðum og er ekkert þjóölegt við
þá.“
vel lengur enda komu gestir ríð-
andi langt aö í þá daga og þurftu
sinn tíma til aö hvíla sig eftir langa
ferö, auk þess sem brúökaup var
eitt af fáum tækifærum sem þá
gáfust til aö sýna sig og sjá aöra.
Brúðgumi í Ijósi í
sömu sæng konu
Fyrirmælin um löglegt brúökaup
eru þannig í handritum þjóöveldis-
laganna frá miöri 13. öld: „Þá er
brúökaup gert aö lögum, er lög-
ráöandi fastnar konu, enda séu
sex menn aö brullaupi hiö fæsta,
og gangi brúögumi í Ijósi í sömu
sæng konu.“
Á laugardeginum tóku gestirnir
aö tínast til veislustaöar og fóru
konur í hús til brúöarinnar en karl-
ar þáöu veitingar utan dyra. Aö
loknum aftansöng settust karl-
menn aö snæðingi í stofu en kven-
fólk hélt sig í brúöarhúsi. Margir
réttir voru bornir á borö og drukk-
iö minni meö hverjum þeirra auk
þess sem sálmur var sunginn í lok
máltíöar.
Aö morgni sunnudags mælti
talsmaöur brúöguma til eiginorös
viö brúöina rétt til aö halda í
formsatriöin og játaöi svaramaöur
hennar bónoröinu. Aö því loknu
var skipaður brúöargangur í kirkju.
Hann var þannig aö fremst fóru
ógiftar stúlkur tvær í senn og
höföu þær minnsta mannviröingu.
Fyrir aftan þær gengu tignari meyj-
ar og þær sem voru tengdar brúö-
hjónunum. Siöan kom brúöurin og
á eftir henni giftar konur.
Aö lokinni hjónavígslunni byrj-
aöi brúðkaupiö fyrir alvöru. Alltaf
var mælt fyrir griöum því þröngt
máttu sáttir sitja eins og húsa-
kynnum var komiö í þá daga. Því
þótti rétt aö tryggja aö ekki kæmi
til óeiröa á svo hátíölegum degi.
Boðið í brúðarsæng
Er dagur var aö kvöldi kominn
og drukkiö haföi veriö minni ým-
issa dýrlinga ásamt annarra mik-
ilmenna og sungiö með þeim viö-
lag og slæmur var brúöinni fylgt til
Island
Ef marka má rit um giftingar-
siöi íslendinga á fyrri tíö, sem
reyndar eru ekki mörg, reyndu fá-
tækir jafnt sem ríkir aö halda veg-
lega upp á daginn og brúökaups-
venjur sist færri hér en annars
staöar. Þær lýsingar sem hér fara
á eftir er aö finna í islenskum þjóö-
háttum Jónasar Jónssonar frá
Hrafnagili og riti Árna Björnssonar
„Merkisdagar á mannsævinni“.
Fyrst í staö var hjónavígsla aö-
eins hátíöleg staöfesting á orönum
hlut, nefnilega festum sem var
einskonar trúlofun eöa samþykki
fööur þess efnis aö gefa dóttur
sína ákveðnum manni.
Aö jafnaöi fór brúökaup fram á
heimili brúðarinnar eöa nálægum
kirkjustaö aö hausti til. Þá var auö-
veldast meö öflun veislufanga, enn
greiðfært um landiö og önnum
sumarsins lokiö. Stóö veislan frá
laugardegi til þriöjudags eöa jafn-