Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 7

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 7
MORGUNBLAÐ , LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 B 7 Ljóðakveld Tónlist Jón Ásgeirsson Háskólakórinn stóð fyrir ljóða- kveldi í Félagsstofnun stúdenta sl. þriðjudag. Flutt voru söngverk eftir Pétur Pálsson, við Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum, og Cantata V, eftir Jónas Tómasson og Spjótalög, eftir söngstjóra Há- skólakórsins, Árna Harðarson, en tvö síðastnefndu tónverkin eru samin við kvæði eftir Þorstein frá Hamri. Auk söng kórsins flutti Guðmundur Ólafsson nokkur ljóð Þorsteins, sem og sjálfur las einnig nokkur ljóð. Tónlistin við Sóleyjar- kvæði er sérkennileg smíð og eigin- leg ósmíðuð, nema ef vera skyldi eins og þjóðlög, sem fella má að næstum hverju sem er. Þjóðlagið er fyrst og fremst tónsetning á texta, einföld en áhrifarík, svo einföld að gerð, að verkmenntuð- um tónfræðingi þætti sem ógert væri. Þessi einfaldleiki er oft eyði- lagður þegar þjóðlög eru „útsett", en hér hefur Árni Harðarson á köflum náð að varðveita einfald- leika „þjóðiagsins" í lögum Péturs Pálssonar. Lög Péturs gefa kvæði Jóhannesar sérstakan lit og það er samspil ljóðs og lags í sinni einföldustu mynd, sem er ástæðan fyrir vinsældum þessara „ósmíð- uðu“ tregasöngva Péturs Pálsson- ar. Guðmundur Ólafsson flutti lesinn hluta verksins og án þess að gerast leiklistargagnrýnandi, þá má geta þess að lestur hans var gæddur tónum er féll mjög vel að þeim hluta verksins, sem fluttur var að þessu sinni. Ánnað verkefn- ið var Cantata V eftir Jónas Tóm- asson. Kantatan er i fimm þáttum og er fyrsti og síðasti þátturinn við sama ljóðið. Það er margt mjög fallega gert í þessum tónbrotum en það eina sem finna mætti að, er að þau eru of stutt og lítið unnin, og í flutningi kórsins voru þau ef til vill ekki nægilega sam- tengd. Að lögin séu of stutt veit á að hlustendur hefðu fúslega viljað dvelja lengur við söngva Jónasar. Lestur ljóða er í raun samstofna söng og hjá Guðmundi ólafssyni var lesturinn góður. Ljóðakveldinu lauk með flutningi fimm söngva við ljóð Þorsteins, eftir Árna Harðarson og nefnir hann flokkinn Spjótalög. Það mátti heyra alls konar hljóðlíkingar, eins og t.d. í öðrum söngnum, er nefnist fugla- mál og í þeim fjórða, er héitir Villa, er unnið með alls konar endurtekningar á einstaka orði. Það er margt vel gert í þessum lögum og þau eru mjög söngræn. Háskólakórinn söng af þokka þessa látlausu og hljómþýðu söng- dagsskrá og er auðheyrt að Árna Harðarsyni er lagið að leika á sönggleði söngmanna sinna. JÓLA RiKURNAR SENDAR ÞERAÐ KOSTNAÐARLAUSU Við bjóðum heimsendingarþjónustu á jólabókunum. Pantir þú hjá okkur 3 bœkur eða fleiri, fœrðu þœr sendar heim að dyrum. Við bendum sérstaklega á bókalista sem birtast um þessar mundir í dagblöðunum. Haldirþú þeim til haga, geturþú pantað eftir þeim. Dagana 13. til 18. desember geturðu síðan hringt í síma 622635 eða 622636, lagt inn pöntun og við keyrum bœkurnar út að kvöldi átjánda, nítjánda og tuttug■ asta desember. Vanti þig jólapappírinn og merkimiðana, geturðu pantað alltslíkt um leið og bœkurnar. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. EYMUNDSSON Austurstræti 18 GÓÐ BLÓM - GÓÐ ÞJÓNUSTA höndín Gróðrarstöðin við Hagkaup, Skeifunni. eigum flest það þig vantar til að heimilið jólalegt Við erum fagfólk síminn er 82895. Gullfallegar skreytingar frá kr. 250 Jólatré, fura og rauðgreni Verð frá kr. 450 Greni kr. 70 búntiö og margt margt fleira Híasintur og híasintuskreytingar. Falleg jólastjarna, leiðisgreinar og leiðiskrossar. Skreytingaefni og gjafavara í úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.