Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 10

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 CRYMOGÆA ARNGRÍMUR JÓNSSON LÆRÐI (1568-1648) Frummyndin mun vera gerð þegar Arngrímur var 24 ára en þessi er eftirmynd hennar og hefur verið stungin í kopar 1602 eða síðar. fræðum, þeir Ole Worm (1588—1654) og St.J. Stephanius (1599—1650). Báðir höfðu þeir fyrstu kynni sín af íslenskum efnum úr Crymogæu. Áhugi Worms á fornum fræðum beindist í fyrstu framar öllu að rúnum, og því var eðlilegt að kafli Arn- gríms um íslenska tungu vekti athygli hans, ekki síst sú staðhæfing Arngríms að íslenskan væri enn sama tungumál sem gengið hefði um öll Norðurlönd. Worm bjóst því við að Arngrímur gæti orðið sér hjálplegur við að túlka danskar rúnaristur, ef tungumál þeirra væri hið sama og ís- lenska, en skortur á kunnáttu í hinni fornu tungu var honum fjötur um fót. Worm hafði verið einkakennari Þorláks Skúla- sonar á háskólaárum hans 1616—19, en Íað var upphafið að kynnum Worms og slendinga sem síðar urðu mikil og marg- vísleg. 1 fyrsta bréfi sínu til Þorláks (1623) spyr Worm einmitt um ýmis atriði varð- andi ummæli Arngríms um íslenska tungu og rúnir, en það bendir til þess að hann hafi þá fyrst nýlega lesið Crymogæu. Litlu síðar komst Worm, fyrir tilstilli Þorláks, í bréfasamband við Arngrím og þau bréfa- skipti héldust óslitið meðan Árngrímur lifði. Worm varð hinsvegar fyrir nokkrum vonbrigðum um aðstoð Arngríms og ann- arra íslendinga í rúnafræðum, þar sem tungumálin reyndust ekki eins lík og hann hugði, en samskipti þeirra leiddu aftur á móti til þess að Worm fékk í hendur margs konar fróðleik annan um íslensk efni, sem hann hagnýtti sér í ritum sínum. Worm var einkakennari 19 íslenskra stúdenta meðan hann var prófessor og skrifaðist á við marga þeirra eftir að þeir sneru heim; ýmsir þeirra aðstoðuðu hann á námsárun- um við rannsóknir hans á íslenskum fræð- um, því að íslensku lærði Worm aldrei til neinnar hlítar. Auk þessara stúdenta skrif- aðist hann á við aðra fslendinga, framar öllu séra Magnús Ólafsson í Laufási og Brynjólf biskup Sveinsson. Stephanius hefur sýnilega kynnst Cry- mogæu á námsárum sínum erlendis, því að 1629 gaf hann út í Hollandi safnrit um Danmerkursögu og tók þar upp fyrstu bók Crymogæu. Hann sneri aftur til Dan- merkur árið eftir og varð prófessor í Sórey. Hann tók þá til við undirbúning útgáfu sinnar á Saxo og skýringar við hana og gerði sér fljótt grein fyrir því hvert gagn hann gæti haft af íslenskum heimildum. Hann var vinur Worms og sótti látlaust til hans íslensk rit og aðra vitneskju sem Worm hafði fengið frá íslendingum; auk þess fékk hann sams konar efni beint frá Arngrími og Brynjólfi Sveinssyni. Af þessu öilu er mikil saga sem hér verður ekki rakin, en ekki fer á milli mála að upptak- anna er að leita í Crymogæu, enda draga þessir erlendu lærdómsmenn enga dul á að þeir standi í þakkarskuld við Arngrím og vitna óspart til Crymogæu í ritum sín- um. Ekki er að efa að þessar tilvitnanir hafa aflað Crymogæu álits meðal fræði- manna miklu víðar en á Norðurlöndum, enda sjást þess merki að lærdómsmenn í ýmsum löndum kannast við hana. Cry- mogæa gat þannig opnað augu lesenda víðar en á Norðurlöndum fyrir því að ís- lendingar áttu sér fornar bókmenntir og sérstæða menningu og að þangað gæti verið ástæða til að leita fróðleiks um ýmsa þá hluti sem mönnum lék forvitni á. Enda þótt Crymogæa sé framar öllu samin handa útlendingum og beinna áhrifa hennar verði fyrst vart erlendis, þá er ekki fjarri lagi að ætla að áhrif hennar hafi orðið drjúgust á íslandi. Að vísu gátu ekki aðrir en latínulærðir íslendingar lesið bók- ina, en meðal þeirra voru flestir þeir menn sem höfðu uppi einhverja tilburði í þá átt að hér skyldi „ekki allt niður í barbarísku detta“, eins og Brynjólfur biskup komst að orði. Enda þótt ýmsir þessara manna hafi þekkt eitthvað til fornbókmennta ís- lendinga, fer ekki hjá því að Crymogæa hefur sýnt þeim fornöldina og afrek hennar í nýju ljósi. í samþjöppuðu yfirliti hafði Arngrímur ekki aðeins dregið fram forsögu íslendinga heldur og lýst þjóðveldisöld sem glæsilegu hetjutímabili, sett íslenska höfð- ingja jafnfætis erlendum tignarmönnum og skipað sögu fslendinga á bekk með sagnaritum frægra þjóða. Á því getur naumast leikið vafi að íslenskum lesendum Crymogæu hefur verið allt að því opin- berun að hægt væri að skrifa sögu íslend- inga á þennan hátt. Öllu þjóðlífi fór hnign- andi framan af 17. öld, konungsvald færð- ist í aukana, verslunaráþján harðnaði, innlend auðlegð fór þverrandi. En þá birt- ist Crymogæa með viðhorf, sem oft hafa raunar verið uppi höfð síðan, höfundur hennar sér fornöldina í ljóma fjarlægðar og fornra afreksverka og reynir með því að telja kjark í samtíð sína. Vel má kalla þessa söguskoðun Arngríms rómantíska, en hún hafði mikil og langvinn áhrif á söguskilning og þjóðernisvitund fslend- inga. Islendingasögur og önnur fornrit öðluðust nýja merkingu, nýtt gildi, þau tengdust nýrri heildarskoðun á sögu þjóð- arinnar. Þessi skoðun hefur smám saman breiðst út til fleiri en þeirra sem latínulærðir voru. Það er engin tilviljun að uppskriftir á fornum bókum íslenskum færast stórlega í vöxt þegar kemur fram á fjórða og fimmta tug 17. aldar. Þar eru einna fyrstir að verki lærisveinar Arngríms, séra Magnús Ólafs- son í Laufási og Þorlákur biskup Skúlason, ásamt nokkrum lærisveinum Worms; síðar bætist Brynjólfur biskup í hópinn. Áhugi erlendra fræðimanna á íslenskum ritum ýtti undir þessar uppskriftir að vissu marki, en báðir biskuparnir létu skrifa upp fjölda handrita sem ekki voru ætluð út- lendingum. Og skrifararnir voru ekki að- Guðlaun hr. Rosewater eftir Kurt Vonnegut Þýðandi Sveinbjörn I. Baldvinsson. Sprenghlægileg en jafnframt átakanlcg saga eftir hinn óviðjafnanlega bandaríska rithöfund Kurt Vonnegut. Sagan ef Eliot Rosewater, drykkfellda sjálfboðaslökkviliðsmanninum, sem haldinn er ofurást á meðbræðrum sínum, ekki síst smælingjunum. Hvað á slíkur maður að gera? Bókin kafar djúpt í bandarískt samfélag og nútímann yfirleitt með hjálp sinna skemmtilegu og fjölskrúðugu persóna. AUÐVITAÐ ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ. AUSTURS1RÆT1 IK. SlMI 25544. < j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.