Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. DESEMBER1985
29
Hildur Salína Árna-
dóttir — Minning
að stríða og var sendur til lækn-
inga eftir að hafa fallið niður í
yfirliði við vinnu, því ekki var verið
að kveinka sér og gekkst hann
undir tvísýna skurðaðgerð og varð
af heill. Hafði gæfuhjólið nú snúist
þeim hjónum í hag.
Salína og Tryggvi eignuðust þrjú
börn, Kristínu, fædd 1946, gift
Þorsteini Hákonarsyni í Njarðvík-
um og eiga þau þrjú börn, Ævar
Karl, fæddur 1948, giftur Björgu
Leósdóttur á Þórshöfn, þau eiga
einnigþrjú börn.
Þá er yngstur Árni Hallur, trú-
lofaður Kolbrúnu Sigurðardóttur
í Garði. Hrafnhildur dóttir
Tryggva og Elínborgar var hjá
þeim hjónum þar til hún fór að
heiman og giftist Þorgrími Þor-
steinssyni á Raufarhöfn.
Salína var kona vinnusöm og
reglusöm og hélt heimili af miklum
dugnaði og myndarskap, heimili
sem jafnframt var heimili ástríkis
oghlýju.
Oft var gestkvæmt hjá þeim
hjónum á Þórshöfn, bræður Salínu
sem voru bændur á Langanes-
strönd komu í kaupstaðinn til að
versla eða leita þjónustu og var
heimili Salínu þeirra athvarf á
Þórshöfn.
Þau hjón bjuggu lengst af á
Sandi á Þórshöfn, sem er stórt hús
og margra herbergja, og var skotið
skólshúsi yfir vini og vandamenn
og viðskiptamenn Kaupfélagsins
en Tryggvi var um árabil verslun-
arstjóri og innkaupastjóri Kaup-
félags Langnesinga. Salína fór
, sjaldan í burtu en í móti kom að
margir sóttu þau hjón heim og var
við brugðið gestrisni þeirra og
góðu heimili og eiga margir þeim
hjónum þakkir að gjalda.
Þegar barnabörnin fóru að koma
þá urðu þau yndi ömmu sinnar og
mjög að henni hænd, og hafa þau
misst mikils þegar þau kveðja
ömmu sína.
Fyrir allmörgum árum mun
Salína hafa kennt sér brjóstmeins
en lét lítið á því bera, en nokkru
eftir að Tryggvi lætur af störfum
hjá Kaupfélagi Langnesinga flytja
þau Tryggvi og Salína suður í
Njarðvíkur og kaupa sér lítið hús
rétt við heimili dóttur sinnar
Kristínar.
Var það hamingja barna þeirra
Kristínar og Þorsteins að fá ömmu
sína í næsta nágrenni og missa þau
mikils við fráfall hennar.
Var og mikill vinskapur með
Salínu og móður Þorsteins, Maríu,
og kveður hún vinkonu sína með
söknuði og trega.
Það var nú í haust að Salína
varð veik og var flutt í Landspítal-
ann með kransæðastíflu, var hún
þar til meðhöndlunar og fór nokk-
uð fram og var útskrifuð þaðan
og kom heim á heimili dóttur
sinnar.
En svo var það þann 14. des. sl.
að Salína fær aftur kast, hún var
flutt á Borgarspítalann mikið veik
og lést hún að morgni 15 desember.
Það er með söknuði og trega að
ég sem þetta skrifa kveð tengda-
móður mína, ég þakka fyrir kynnin
og ástúðina við börnin mín.
Guð blessi og varðveiti Hildi
Salínu Árnadóttur.
Þorsteinn Hákonarson
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara.
Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags-
blaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag
og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein-
um skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig
getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgun-
blaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu
línubili.
í dag kveð ég ástkæra tengda-
móður mína, Hildi Salínu, með
söknuði og trega. Fyrsta heimili
mitt var í húsi þeirra Salínu og
Tryggva og reyndist hún mér og
börnum mínum stoð og stytta á
fyrstu búskaparárum okkar Æv-
ars.
Ævar hefur misst mikið og
börnin okkar þar sem Salína er
horfin af sjónarsviðinu. Ég ber
sérstakar kveðjur barna minna og
þakka fyrir það ástríki sem hún
veitti þeim. Guð varðveiti og blessi
Hildi Salínu.
Björg Leósdóttir
Það er mér áfall og sorg að sjá
á eftir móður unnusta míns, Hildi
Salínu Árnadóttur, og ég kveð
hana og bið Guð að varðveita hana.
Ég votta eftirlifandi eiginmanni
hennar, Tryggva Hallssyni, mína
dýpstu samúð og börnum þeirra.
Kolbrún Sigurðardóttir
í dag er til moldar borin frá
Innri-Njarðvíkurkirkju Hildur
Salína Árnadóttir frá Þórshöfn á
Langanesi.
Hildur Salína var dóttir hjón-
anna Árna Eiríkssonar frá Djúpa-
læk á Langanesströnd og Kristínar
Sigurveigar Þorgrímsdóttur úr
Vopnafirði og er hún fædd þann
11. nóvember 1919 á heimili for-
eldra sinna að Miðfjarðarnesseli á
Langanesströnd. Þeim hjónum,
Árna og Kristínu, varð fjögurra
barna auðið og eignuðust þau auk
Salínu þrjásyni.
Elstur var Þorsteinn Matthías,
fæddur 1917, kvæntur Sigríði
Björgvinsdóttur frá Áslaugarstöð-
um í Vopnafirði, síðar bóndi í
Miðfjarðarnesi á Langanesströnd.
Næstur var Þorgrímur Þórhallur,
fæddur 1918, kvæntur Dýrleifu
Ásgeirsdóttur frá Gunnarsstöðum
á Langanesströnd, síðar bóndi að
Veðramóti þar í sveit. Yngstur var
Árni Eiríks, fæddur 1922, kvæntur
Guðrúnu Ásgeirsdóttur, en þær
eru systur Dýrleif og Guðrún.
Þegar Kristín gekk með yngsta
soninn þá veiktist Árni Eiríksson
Greinargerð:
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá Stál-
félaginu þar sem forsvarsmenn
fyrirtækisins rekja þróun mála
hjá félaginu frá maí 1981 til nóv-
ember 1985. Greinagerð þessi var
fylgiskjal með erindi Stálfélagsins
til ríkisstjórnarinnar dagsett 16.
nóvember 1985:
1. 25. maí 1981. Lög um stál-
bræðslu samþykkt á Alþingi.
2. 25. apríl 1982. Stálfélagið hf.
stofnað.
3. Okt. 1983. Rætt við iðnaðarráð-
herra, Sverrir Hermannsson,
um þátttöku stjórnvalda í Stál-
félaginu hf., með skírskotun til
laga frá maí 1981. Ráðherra
mjögjákvæður.
4. 13. des. 1983. Norræni fjárfest-
ingarbankinn samþykkir lán
til Stálfélagsins hf. fyrir stál-
völsunar- og bræðslustöð, 50%
af stofnkostnaði, að fenginni
ríkisábyrgð.
5. 17. des. 1983. Aðalfundur Stál-
félagsins samþykkir að hefja
vinnslu með því að byggja
framleiðsluhluta verksmiðj-
unnar fyrst (stálvölsunar-
verk), til þess að geta hafið
sölu á steypustyrktarstáli, í
byrjun framleiddu úr innfluttu
af lungnabólgu, sem ekki voru lyf
við á þessum tímum og lést hann
1921.
Var nú Kristín ein með börnin
ung en hún réði sér ráðsmann,
Jónas Jóhannsson frá Kverkár-
tungu og var hann hjá Kristínu
allttil 1931.
Eftir það býr Kristín ein með
börnum sínum og var Þorsteinn
sonur hennar fyrir búinu. v
Hildur Salína vex því upp við
kjör sveitafólks eins og þau voru
í afskekktum byggðarlögum á ís-
landi en í heimili samheldni,
ástríkisoghlýju.
Hún verður snemma að taka
þátt í erfiðri lífsbaráttu og þegar
Salína er á sautjánda ári þá kennir
Kristín móðir hennar sér meins
og fór versnandi. Tók nú Salína
við húsmóðurstörfum í Miðfjarð-
arnesseli og annaðist móður sína
sjúka af kostgæfni og ástúð, vakti
lengi yfir móður sinni sem fékk
erfiða banalegu og andaðist 1937.
Bjuggu þau systkin nú í Mið-
fjarðarnesseli hin næstu ár.
Skömmu eftir að Kristín andaðist
festi Þorsteinn sonur hennar ráð
sitt og kom kona hans, Sigríður
Björgvinsdóttir, í Sel.
Átti Salína nú fyrst heiman-
gengt, en það var ekki verið að
fara sér til skemmtunar.
Um þær mundir var frænka
Salínu, Elínborg Þorsteinsdóttir,
orðin veik af berklum sem þá
herjuðu á þjóðina og var Salína
henni til aðstoðar í veikindum, en
maður Elínborgar var Tryggvi
Hallsson sem síðar varð eigin-
maður Hildar Salínu. Þær Salína
og Elínborg voru bræðradætur, en
þau Tryggvi og Elínborg áttu tvær
dætur, Fjólu og Hrafnhildi.
Elínborg lést í apríl 1941.
Hildur Salína var nú til heimilis
í Miðfjarðarnesseli og húsmóðir
þar, en fór eitt sumar í kaupavinnu
inn í Eyjafjörð og er það eiginlega
í eina sinn á ungdómsárum sínum
að hún yfirgefur átthagana.
En þar kom að þau felldu hugi
saman Hildur Salína og Tryggvi
Hallsson. Tryggvi Hallsson var
sonur hjónanna Halls Guðmunds-
sonar frá Fagranesi á Langanesi
hráefni, á meðan verið sé að
reisa bræðslustöð.
Samþykkt var að ganga til
samninga við sænska fyrir-
tækið Halmstadt Járnverk um
kaup á notaðri völsunarverk-
smiðju, sem hægt var að fá á
mjög hagstæðu verði. Halm-
stads Járnverk gerðist einnig
hluthafi í Stálfélaginu (með
20% af hlutafé).
6. 28. des. 1983. Stjórn félagsins
ræddi aftur við iðnaðarráð-
herra. Ráðherra hvatti for-
ráðamenn eindregið til þess að
halda áfram af fullum krafti
uppbyggingu stálbræðslu.
Ráðherra kvaðst þurfa janúar-
mánuð nk. til þess að útvega
ríkisábyrgð og hlutafjárfram-
lag ríkisins samkv. lögum frá
1981.
7. 25. jan. 1983. Forráðamenn
mættu aftur hjá iðnaðarráð-
herra þar sem hvatning ráð-
herrans var endurtekin og þess
getið að það myndi líða eitt-
hvað fram í febrúarmánuði
áður en málin yrðu leyst af
hálfu stjórnvalda.
8. 6. feb. 1984. Fulltrúar félagsins
boðaðir á fund í Framkvæmda-
stofnun ríkisins þar sem mál-
efni félagsins voru til umræðu.
Á þennan fund mætti iðnaðar-
og Kristbjargar Jónsdóttur frá
Hóli á Langanesi, en þau hjón
bjuggu í Heiðarhöfn á Langanesi.
Tryggvi fæddist 24. desember
1904, og þegar hann er fjögurra
ára þá missir hann föður sinn úr
lungnabólgu.
Tryggvi hafði verið tvígiftur
þegar þau Salína gifta sig, fyrsta
kona hans var Sigrún Gottskálks-
dóttir frá Krossavík í Þistilfirði,
en með henni eignaðist Tryggvi
son, Sigurð, sparisjóðsstjóra á
Þórshöfn.
Þegar Sigrún deyr er Sigurði
komið fyrir hjá mági Tryggva,
Sigurbirni Ólasyni, en hans kona
og systir Tryggva, Guðný Soffía,
var látin, en systir Sigurbjarnar,
Guðlaug Óladóttir, hafði tekið við
heimilinu og reyndist hún Sigurði
og börnum Sigurbjarnar sem besta
móðir.
Síðar giftist Tryggvi Elínborgu
sem áður er getið og áttu þau tvær
dætur, Fjólu, fædd 1933, alin upp
hjá Ástu Vigfúsdóttur og Þorvaldi
Pálssyni á Þórshöfn eftir lát Elín-
borgar, og Hrafnhildi, fædd 1935,
en henni var komið fyrir hjá vinum
og vandamönnum og var lengst á
Hóli hjá Jóni Árnasyni og Ingi-
björgu Gísladóttur þar til að hún
kom á heimili þeirra Tryggva og
Salínu. Þau Salína og tryggvi giftu
sig þann 29. janúar 1944.
Hjónaband þeirra var farsælt
og ástríkt, þau voru samhent og
samstillt og brá nú svo við að í
hönd fóru ár hamingju og án stór-
áfalla og fylgdi þeim hjónum gæfa.
Tryggvi átti við erfitt brjósklos
ráðherra, forstjórar og sér-
fræðingar Framkvæmdastofn-
unar ásamt nokkrum stjórnar-
mönnum, forsvarsmenn Iðn-
þróunarsjóðs, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar. Á þessum
fundi var ákveðið að fá erlend-
an aðila til þess að gera úttekt
á áætlunum félagsins. Danskt
fyrirtæki, IKO Konsulent A.S.,
var fengið til þess að gera
þetta.
9. Apríl 1984. IKO skilar niður-
stöðum. Niðurstöðurnar miða
við að eingöngu stálvölsunar-
verk verði rekið í 15 ár. Niður-
stöður mjög neikvæðar, enda
miðað við íslenskt markaðs-
verð sem var 20—30% lægra
heldur en könnun verðlags-
stofnunar sýndi. (Háft var
eftir iðnaðarráðherra í DV
5.5.’84 að skýrslan væri bæði
ómerkileg og illa unnin)
10. 14. maí 1984. Fulltrúi IKO
kemur til landsins og viður-
kennir ýmsa vankanta á
skýrslu þeirri.
11. 24. maí 1984. Framkvæmda-
stjórn Iðnþróunarsjóðs vísar
lánsumsókn Stálfélagsins til
aðalstjórnar sjóðsins til um-
sagnar, en getur þess jafn-
framt, að hún muni ekki gera
tillögu um að umbeðið lán fáist
(en það var 20% af stofnkostn-
aði verksmiðjunnar).
Stjórn Stálfélagsins snéri sér
til norsks fjárfestingarfélags
sem samþykki að veita Stálfé-
laginu samsvarandi lán í formi
kaupleigusamnings.
12. 26. júní 1984. Framkvæmda-
stofnun samþykkir að leggja 9
milljónir kr. í hlutafé (um 30%
af hlutafénu) í Stálfélagið hf.)
með ýmsum skilyrðum.
13. 18. júlí 1984. Mórgunblaðið
hefur eftir fjármálaráðherra,
Albert Guðmundssyni, að
hann hafi ákveðið að veita
Stálfélaginu ríkisábyrgð vegna
lánsumsóknarinnar til Nor-
ræna fjárfestingabankans í
samræmi við lögin frá 1981.
Það sýndi sig þá að lögin giltu
ekki, vegna þess að ríkissjóður
var ekki hluthafi. Fjármála-
ráðherra ákvað þá að leysa
vandann með bráðabirgðalög-
um en sú ákvörðun fékk ekki
stuðning stjórnarflokkanna.
14. 23. ágúst 1984. Ríkisstjórnin
samþykkir á fundi sínum að
fela fjármálaráðherra að und-
irbúa frumvarp til laga um
heimild til ríkisábyrgðar,
vegna lántöku félagsins.
Ákveðið að frumvarpið yrði
lagt fram strax og Alþingi
kæmi saman. (Staðfest í bréfi
frá forsætisráðuneytinu til
sænska sendiherrans á íslandi
11. sept. 1984).
15. Frumvarpið lagt fram í síðustu
starfsviku Alþingis fyrir jól
1984 og samþykkt á síðasta
■ starfsdegi þingsins í júní 1985.
Þessi dráttur varð þess meðal
annars valdandi að væntanleg-
ur stór hluthafi hætti við þátt-
töku í félaginu (sem hefði verið
u.þ.b. 30% af hlutafé).
16. 23. okt. 1985. Sænski sam-
starfsaðilinn gefst upp á bið-
inni og selur völsunarverk-
smiðjuna til USA. Verksmiðj-
an var þá búin að leggja tilbúin
til flutnings til Islands frá því
í ágúst 1984.
Bent skal á að enda þótt félagið
hafi nú misst af völsunarverki
því er félaginu stóð til boða í
Svíþjóð, er vitað um aðrar slík-
ar verksmiðjur á mjög góðu
verði.
Stjórn félagsins telur að því sé
ennþá grundvöllur fyrir áfram-
haldandi starfsemi þess, og starf-
rækslu stálbræðslu og völsunar-
verks er framleiddi 15—20.000 af
stáli á ári fyrir innanlandsmarkað
og nýtti innlent brotajárn, inn-
lenda orku, veitti u.þ.b. 50 manns
atvinnu og sparaði u.þ.b. 150 m kr.
í erlendum gjaldeyri.
Fyrirheit Alþingis (sbr. lögin
frá 1981) voru hvati að stofnun
Stálfélagsins hf. Stofnun félagsins
hlaut góðar almennar undirtektir,
sem sést á því að yfir 1000 einstakl-
ingar og fyrirtæki hafa lagt fram
áhættufé.
í ljósi gefinna fyrirheita og
almenns áhuga hóf stjórn félags-
ins framkvæmdir. Hinsvegar hef-
ur dráttur á efndum fyrirheita
opinberra aðila orðið til þess, að
setja félaginu stólinn fyrir dyrnar
í að hefja starfrækslu stálbræðslu
á íslandi. Er félaginu um megn
að halda áfram án efnda gefinna
fyrirheita opinberra aðila. Sú
furðulega staða hefur myndast, að
jafnframt því sem þátttaka hins
opinbera er skilyrt því að félagið
hafi viðskiptabanka er tryggi
rekstrarfjárþörf fyrirtækisins,
fást þau bankaviðskipti ekki án
þátttöku hins opinbera í stofnun
fyrirtækisins. Með þátttöku sinni
getur hið opinbera þannig tryggt
að sínum megin skilyrðum sé full-
nægt.
Mjög alvarlegur greiðsluvandi
vofir nú yfir, og er það nú háð
ákvörðun stjórnvalda, um efndir
gefinna fyrirheita, hvort félagii
lifir eða deyr.
Þróun mála hjá
Stálfélaginu