Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 „Ég sá konu deyja af sárum sínum“ Frásagnir sjónarvotta af árásinni í Róm Torino, 27. desember. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morjfunbladsin.s. „ÉG VAR staddur þar sem vegabréfsskoðunin fer fram þegar ég heyrði feiknlegan sprengjugný. Síðan hófst skothríð, sem varði í þrjár til fjórar mínútur. Ég kastaði mér kylliflötum og hreyfði mig ekki fyrr en tiikynnt var að allt væri um garð gengið. Ringulreiðin var alger og allt í kring um mig sá ég slasað fólk, lík og blóðpolla. Þetta var ótrúlegt, hreint helvíti." Þannig hljóðar frásögn Andrea, lítils drengs, sem staddur var í brottfararsal flugvallarins í Róm í morgun, er arabískir hryðjuverkamenn gerðu árás á flugstöðina. „Ég fleygði mér í gólfið þegar sprengjurnar sprungu," sagði þrít- ugur maður, sem slasaðist í árás- inni og rætt var við í fréttum ít- alska ríkissjónvarpsins í dag. „Ég var með eins og hálfs árs gamlan son minn og hugsaði fyrst og fremst um að ekkert kæmi fyrir hann. Ég var staddur við flug- stöðvarbarinn og hafði nýlokið við að drekka kaffibolla þegar ólætin hófust. Ég geri mér ekki grein fyrir hversu lengi árásin varði, en ég fékk skot í lærið og verð sennilega skorinn upp í dag. Ég sá þegar einn hryðjuverkamannanna var fluttur slasaður burt, en við hlið- ina á mér sá ég konu deyja af sár- um sínum og allt í kringum mig lá slasað fólk og lífvana líkamar. Þetta var hræðileg lífsreynsla og ég vona að ég lendi aldrei aftur í öðru eins.“ „Lögreglan og öryggisverðir flugvallarins brugðust mjög fljótt og vel við,“ segir fertugur maður, sem var á leið til Bandaríkjanna ásamt konu sinni, er árásin dundi yfir: „Við hjónin vorum nálægt barnum þegar fyrsta sprengjan sprakk og við lögðumst strax í gólfið, sem sennilega varð okkur til lífs því allt í kringum okkur sáum við fólk liggja í blóði sínu.“ Atburður þessi hefur að vonum vakið óhug hjá ítölum, sem orðið hafa að þola margar árásir arabiskra hryðjuverkamanna á þessu ári. Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við fréttamenn í dag að eftir atburð þennan í Róm og samskonar árás í Vín væri óhjá- kvæmilegt að Evrópuþjóðir tækju sig saman um að vinna bug á hryðjuverkastarfsemi og verjast hermdarverkum. Craxi vottaði aðstandendum hinna látnu samúð sína og var mjög harðorður í garð hryðj uverkamanna. AP/Símamynd Látnir farþegar liggja á gólfinu við barinn í flugstöðvarbyggingunni á Leonardo da Vinci-flugvelli í Róm eftir árás hryðjuverkamanna. Hryðjuverkin á flugvöllunum í Vín og Róm: Nýlega hafði verið var- að við hryðiuverkum Wa.shinpton, Róm. London. 27. desember. AP. Washington, Róm, London, 27. desember. AP. BANDARÍKJASTJÓRN sendi ríkisstjórnum í Evrópu viðvaranir í nóvem- berlok þar sem varað var við hryðjuverkum á helztu flugvöllum á Miðjarð- arhafssvæðinu og Miðausturlöndum. í viðvöruninni var sagt að ástæða virt- ist til að vera á varðbergi gagnvart hermdarverkamönnum. í gær myrtu arabískir hryðjuverkamenn 16 menn með köldu blóði á flugvöllunum f Róm og Vín og særðust a.m.k. 90 til viðbótar. Bandarískur embættismaður sagði viðvörun hafa verið gefna út í nóvemberlok þar sem vísbending- ar hefðu þá þegar verið fyrir hendi Gengi gjaldmiðla BANDARÍKJADOLLARI féll í dag gagnvart ýmsum helztu gjaldmiðlum heims. Þannig varð gengi hans lægra gagnvart vestur-þýzka mark- inu en nokkru sinni síðan í maí 1983. Síðdegis í dag kostaði sterlings- pundið 1,4350 dollara (1,4250), en annars var gengi doilarans þannig, að fyrir hann fengust 2,4765 vest- ur-þýzk mörk (2,5060), 2,0915 svissneskir frankar (2,1065), 7,6075 franskir frankar (7,6810), 2,7900 hollenzk gyllini (2,8280), 1.691,00 ítalskar lírur (1.711,75), 1,4005 kanadískir doliarar (1,3942) og 202,40 jen (202,90). Gullverð hækkaði og var verð þess 326,70 dollarar únsan (325,00 dollarar). um að arabískir hryðjuverkamenn myndu senn láta til skarar skríða á flugvöllum. Á aðfangadagskvöld gaf alþjóðalögreglan Interpol út samskonar viðvörun þar sem yfir- völd voru hvött til sérstakrar aðgæzlu vegna gruns um að arabí- skir hryðjuverkamenn myndu grípa til ódæðisverka. Af þessum sökum var öryggis- gæzla stórlega efld á flugvöllum og járnbrautastöðvum víðs vegar í Evrópu, en að sögn lögregluyfir- valda í Rómaborg var ekkert lög- reglueftirlit í aðalafgreiðslusaln- um á Leonardo da Vinci-flugvellin- um, þar sem 13 manns voru vegnir og yfir 60 særðust í vélbyssuskot- hríð og handsprengjuárás hryðju- verkamannanna. Vopnaðir verðir voru víðs vegar annars staðar á flugvellinum, m.a. þar sem farang- ur er skoðaður og við brottfarar- dyr. Hryðjuverkamenn hafa margoft látið til sín taka á flugvellinum í Rómaborg, en árásin í morgun er ein sú mannskæðasta. Árið 1973 voru þó 32 vegnir er fimm arab- ískir hryðjuverkamenn sprengdu flugvél frá Pan American-flug- félaginu í loft upp. Hraungos í Etnu KaUníu, Sikiley, 27. desember. AP. HRAUNGOS hófst í Etnu, virkustu eldstöð Evrópu, á miðvikudag, en gos- inu lauk á fimmtudag. Vart varð jarðskjálfta í dag og er enn hættuástand í nágrenni fjallsins. Gosið varð í suðausturhlíðum Etnu og streymdi hraun niður hlíðar fjallsjns. Maður beið bana og 12 manns slösuðust er hótel í norðausturhlíðum fjallsins hrundi í jarðskjálfta í upphafi gossins. Styrkleiki skjálftans mældist 5 hótelið og því Beðið fyrir friði um allan heim Oaldarseggir eyðileggja jólatréð á Ráðhústorginu New York; 27. desember. AP. PÍLAGRÍMAR hvaðanæva úr heiminum sóttu um jólin helga staði heim og krístnir menn í Kína og á öðrum fjarlægum stöðum héldu jólin hátíð- leg með bænahaldi fyrir friði á jörðu. f El Salvador og Uganda þaggaði vopnahlé niður í geltandi byssum- a.m.k. um sinn. Klerkar, embættismenn og pílagrímar komu saman á torgi jötunnar í Betlehem fyrir dögun á jóladag og kirkjuklukkur hringdu til minningar um fæð- ingu frelsarans. Hermenn gerðu vopnaleit á hverjum gesti í Betlehem, sem er að 60 prósentum byggð af múhameðstrúarmönnum. Betle- hem hefur nú verið undir stjórn ísraela nítján jól. Um tvöþúsund tilbiðjendur hlýddu á messu í kirkju heilagrar Katrínar í Betlehem. Fyrir utan kirkjuna sungu þúsundir manna með, margir með kerti í hendi. Kirkjan er reist yfir smáhelli, sem kristnir telja að sé fæðingar- staður Krists. f Nazaret, þar sem Biblían kennir að heilagur engill hafi birst Maríu mey og boðað henni fæðingu Jesú, sóttu 3.500 manns guðsþjónustu í kirkju Boðunar Maríu. Jóhann Páll páfi II flutti á jóladag boðskap sinn af svölum Péturskirkjunnar í Róm til heims, sem hann sagði þjakaðan af mannréttindabrotum, hung- ursneyð, kúgun og þjáningu. Þrjátíu þúsund manns hlýddu á ræðu páfa á Péturstorginu í Vatikaninu. Jóhannes Páll skor- aði á heiminn að láta ekki blekkj- ast af tíbrá og tálsýnum fram- fara, sem virtu að vettugi al.lt siðgæði og væru aðeins til að auka efnisleg gæði til skamms tíma. Margir viðstaddra slepptu bleikum blöðrum til himins og klöppuðu þegar páfi óskaði gleði- legra jóla á þjóðtungu þeirra. Páfi óskar gleðilegra jóla á 51 tungumáli á jóladag. Stjórnin í Uganda og kirkju- leiðtogar þar þökkuðu vopna- hléssamning, sem undirritaður var í síðustu viku og ætlað er að binda enda á fimm ára átök við skæruliða Hers þjóðarandstöð- unnar. „Jólin eru að þessu sinni friðargjöf til allra þeirra, sem starfa af heilindum," sagði Tito Okello, leiðtogi herforingja- stjórnarinnar í Uganda. Tíu daga vopnahléi var komið á í E1 Salvador yfir hátíðirnar. Þar hafa vinstrisinnaðir skæru- liðar barist gegn stjórninni í sex ár. Stjórnin samþykkti vopna- hléð, sem leiðtogar rómversk- kaþólsku kirkjunnar í E1 Salva- dor hvöttu til, á þriðjudag, en skæruliðar ákváðu að leggja niður vopn á sunnudag. Á Indlandi sungu milljónir kristinna manna jólalög á jóla- dag. Tuttugu og þrjár milljónir Indverja eru kristnar. Jóhannes Páll páfi heldur í febrúar til Indlands. í Bei Tang- dómkirkjunni í Peking hlýddu fjögur þúsund bæði innlendir og erlendir kaþó- likkar á messu. Bei Tang- dóm- kirkjan var nýlega opnuð aftur sem guðshús eftir að hafa verið vöruhús og skóli frá því að Kommúnistaflokkurinn lokaði henni 1958. í Wackersdorf í Vestur-Þýska- landi lögðust mörghundruð manns á bæn til að mótmæla því að reisa á fyrstu vestur-þýsku verksmiðjuna til að endurvinna kjarnorkuúrgang. Mótmælaalda hefur gengið yfir Þýskaland eftir að stefnu umhverfisverndar- sinna gegn því að endurvinnslu- stöðin yrði reist var hafnað í rétti. Vinna hefst við stöðina á næsta ári. Ekkert jólatré var á Ráðhús- torginu í Kaupmannahöfn á jóla- dag. Að sögn lögreglu söguðu óprúttnir æringjar um átta metra ofan af trénu á Þorláks- messu. Þar sem ekki var hægt að bæta skaðann var tréð tekið niður á aðfangadag. Danska lög- reglan er ráðþrota og grunlaus um hver framdi verknaðinn. stig á richter-kvarða, en stóð í skjálftamiðjunni hrundi það til grunna. Hundruð manna flúðu heimili sín við fjallið er þrír skjálftakippir fundust í morgun. Sterkasti kipp- urinn mældist 4 á richter en sprungur komu í húsveggi og mikil skelfing greip um sig. Hættu- ástandi hefur verið lýst fram yfir helgina á gosstöðvunum. Veður L»g>t Hsest Akureyri -6 alskýjaö Amjterdam 1 5 skýjað Aþena 8 16 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Berlín 4 skýjað BrUssel 6 rigning Chicago -19 -1 skýjað Dublín 3 5 heiðskírt Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 6 10 rigning Qenf 3 9 rigning Helsinki +7 3 heiðskírt Hong Kong 15 20 skýjað Jerúsalem 4 10 rigning Kaupmannah. +4 6 heiöskirt Laa Palmas 20 alskýjað Lissabon 9 15 úrkoma London 2 4 heiðakírt Los Angeles 10 22 skýjað Lúxemborg 3 alskýjað Malaga 1« alskýjað Mallorca 16 skýjað Miami 5 14 skýjað Montreal -r-26 +15 snjókoma Moskva +3 +1 skýjað NewYork -5-9 +4 skýjað Osló -5-14 +7 heiðskírt Paris 3 11 skýjað Peking +8 0 heiðskirt Rsykjavík +7 léttskýjað Ríóde Janeiro 19 22 skýjaö Rómaborg 10 16 rigning Stokkhólmur +15 +10 heiðakfrt Sydney 19 25 heiðskírt Tókýó 4 13 heiðskirt Vinarborg 1 3 skýjað Þórshöln +4 alskýjaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 292. tölublað (28.12.1985)
https://timarit.is/issue/120427

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

292. tölublað (28.12.1985)

Aðgerðir: