Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
Audrey
Hepburn
og Anouk
Aimee létu
sig ekki
vanta.
Arnold
Schwarzenegger
brosir þessa
dagana
Arnold Schwartzenegger hef-
ur fulla ástæðu til að brosa
þessa dagana enda á leiðinni, ef
ekki genginn, í það heilaga með
vinkonu sinni Mariu Shiver frétta-
manni.
Þau hafa þekkst í nokkuð langan
tíma en Maria er barnabarn Jos-
ephs Kennedy.
Óþarft er víst að kynna Arnold
sem sló í gegn þegar hann lék til
dæmis í „The Terminator" og í
„Conan".
Erfingi
á leiðinni
Það ríkir mikill fögnuður i
belgísku konungsfjölskyld-
unni þessa mánuðina, því prinsess-
an Astrid, sem er dóttir Paolu og
Alberts og eiginmaður hennar,
austurríski erkihertoginn Lorenz,
eiga von á frumburðinum í byrjun
febróar næstkomandi.
Þau hjón búa í Basel en barnið
mun eiga að fæðast í Brussel.
Lorenz starfar við banka í Basel
og bæði Astrid og Lorenz eru sögð
una sér vel þar.
íslenskt útvarp
í Gautaborg
1
Gunnar Birgisson þulur.
Ilok október síðastliðins hófust
útsendingar í útvarpi hjá Is-
lendingum í Gautaborg, en slíkar
útsendingar höfðu legið niðri í eitt
og hálft ár.
Það eru félagar úr sænsk-
islenska félaginu í Gautaborg, sem
sjá um dagskrárgerð og eru send-
ingar einu sinni i viku, það er að
segja á mánudögum frá klukkan
19.00 til 19.30.
Leikin er íslensk tónlist, barna-
saga lesin og fréttir sagðar frá
íslandi.
Þegar ljósmyndari Morgun-
blaðsins leit inn í stúdíóið sáu þeir
um þáttinn, Gunnar Birgisson í
þularstarfinu, Árni Finnsson
tæknimaður og Björn Guðbrandur
Jónsson útvarpsstjóri.
Þessum heiðursmönnum til að-
stoðar voru þeir Patrik Itzel og
Peter Morud frá „Radio. Karen"
en það er útvarp félagsstofnunar
stúdenta í Gautaborg og þaðan
senda íslendingarnir út þætti sína.
Þeir Árni Finnsson, Björn Guðbrandur Jónsson, Gunnar Birgisson og Patrik Itzel. Morgunblaíið/Kristján Einarsson
Cher kom í fylgd
söngvarans
Montana.
^ikkonan
'ftherinv
Læneuve
nætíi á
nZ
rres o,
Uu re„t.
Tískusýningin hlaut
frábæra dóma.
£T — --
A tískusýn-
, ingu í París
Atískusýningu sem haldin var í París á dögunum, mátti
sjá margt þekktra andlita. Hönnuðum voru veitt verð-
iaun og meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu voru Yves St.
Laurent, Pierre Cardin, Claude Montana og Azzedine Alaía.
fclk í
fréttum