Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER1985 B 13 Sagan um litlu jólin Texti: Ýr Þórðardóttir, Hlíðarvegi 46, Kópavogi Mynd: Reynir Harðarson, 6 ára, Garðabæ \\et-rg‘(s£> /V /<■/? &./%. Á litlu jólunum er alltaf gaman, sagði Sigga við bróður sinn, hann Jón. Sigga var 10 ára en Jón var 12 ára. — Huh, sagði Jón. Mér finnst það smábarnalegt. Gengið í kringum jóla- tré og svo kemur jólasveinn með epli. Hryllilega asnalegt. Sigga var mjög sár. En allt í einu datt henni gott ráð í hug. Þess vegna sagði hún: — Einu sinni fannst þér gaman á litlu jólunum, en nú ert þú bara með einhverja stæla eins og vinir þínir. Á litlu jólunum fór Sigga í falleg- asta kjólinn sinn og mamma greiddi henni í fasta fléttu. Þá var hún fín. Svo gekk hún upp í skóla og fór í sinn bekk. Kennarinn þeirra gaf þeim nammi. Og loksins fóru þau í salinn þar sem skemmtunin átti að vera. Þá gengu þau kringum jólatréð og sungu alls konar jólalög. Sigga hugsaði með sjálfri sér: — Hvenær kemur jólasveinninn eiginlega? Hrakningar Texti og mynd: Kristín Valborg Tómasdóttir 12 ára, Kríunesi 1, Garðabæ. Þungur snjórinn lá yfir öllu. Frost hafði verið alla vikuna og ís myndast á tjörninni fyrir utan bæinn. Pétur og Óli voru að skauta á tjörninni. Á bakkanum sat lítill hundur. Hundurinn hét Snabbi og var kjölturakki. Snabbi var hundur- inn hans Óla og hafði komið með af því að mamma hans óla sagði að hann ætti að passa strákana á meðan hún bakaði fyrir jólin. En það ætti nú að vera í lagi þótt hann skryppi í burtu stundarkorn, þeir virtust svo uppteknir. Snabbi hafði komið auga á músaslóð og fór að elta hana. Slóðin lá í ótal bugðum langt inn í skóg. Loks kom hann að holu og þar hurfu sporin. Snabbi fór nú að grafa ákafur í holuna og ef hann lagði við hlustir mátti heyra tíst og muldur ofan í holunni. En hvað var þetta? Bílhljóð? Snabbi hentist upp úr holunni og hljóp beint að tjörninni. En hjá tjörninni var enginn, ekki græn sála. Snabbi hljóp eins hratt og hann komst yfir tjörnina, þar sá hann stór og lítil spor, svo sá hann djúp bílför. Gat einhver hafa stolið strákunum? Snabbi þefaði af stóru sporunum. Þetta var eins lykt og af sporum pabba Óla. Hafði pabbi Óla komið og sótt þá? Hvernig gátu þeir gleymt honum? Snabbi reyndi að fylgja bílförunum en þegar hann kom upp á þjóðveginn hurfu öll för. Snabbi var uppgefinn, hann for aftur niður að tjörninni og lagðist undir stórt grenitré og sofnaði út frá þeirri hugsun að hann hlyti að finnast. Næsta morgun vaknaði hann og leit undrandi upp. Var loftið orðið grænt og veggirnir hvítir og karfan hans orðin svona hörð? Æ, nú rifjaðist það upp. Hann lá enn þá undir grenitrénu og snjór- inn hafði fokið í skafla þétt að honum. Snabbi brölti stirðlega á fætur og leit almennilega í kringum sig. Allt var þakið snjó og ómögu- legt fyrir lítinn hund eins og hann að klífa alla þessa stóru og djúpu snjóskafla. En hann varð að reyna, varð að komast til Óla sem honum þótti svo vænt um. Hann hélt af stað til bæjarins eins hratt og hann komst á stuttu fótunum sínum. Snabbi var ekki vanur að vera mikið úti í kulda og þess vegna var honum mjögkalt. Bílarnir keyrðu fram hjá á ógnar- hraða. Allt í einu kom stór vörubíll. Snabbi varð svo hræddur að hann stökk út af veginum og sökk á bóla- kaf í snjóinn. Einmitt á þeirri stundu keyrði Óli og pabbi hans á hvínandi ferð fram hjá. Þeir voru á Ieið til tjarnarinnar að leita að Snabba. Þegar Snabbi komst upp á veginn hélt hann aftur af stað. Hann hafði ekki hugmynd um að þessari stundu voru Óli og pabbi hans a leita árangurslaust að hon- um. Það var farið að dimma þegar Snabbi kom til borgarinnar. Jóla og aðventuljós skinu frá næstum hverjum glugga. Aldraður maður sat í porti milli tveggja húsa. Snabbi gekk hikandi til hans. Maðurinn var sofandi en allt í einu hrökk hann upp af óværum blundi. Hann leit ruglaður í kringum sig og horfði stundarkorn á Snabba. „Ertu svangur, greyið," sagði hann og leitaði á sér og tók upp brauðbita og kjötsneið. Snabbi gekk alveg að honum og át allt úr lófa mannsins. Snabbi fann á sér að þessum manni var treystandi. Hann kúrði sig hjá honum og steinsofnaði. Næsta morgun vaknaði hann við óp og óhljóð. Nokkrir krakkar voru að kasta snjóboltum í gamla mann- inn sem reyndi að hylja andlitið með skjálfandi höndum. Snabbi, sem var farið að þykja vænt um gamla manninn hljóp geltandi að krökkunum. Krakkarnir byrjuðu þá að henda snjóboltum í hann og skemmtu sér konunglega. Loks varð Snabbi að hörfa undan ofurefli og lagði á flótta. Hann hljóp sem leið lá niður í miðbæinn. Þar fann hann yndislega lykt af steiktum pylsum og bökunarilm lagði út um glugga á íbúðarhúsi. Hann þefaði út í loftið og fann að lyktin af pylsunum kom frá stórri kjötverslun handan göt- unnar. Dyrnar á búðinni stóðu galopnar. Snabbi, sem var orðinn alveg glorhungraður og stóðst ekki mátið og gekk inn. Þetta var eins og að koma inn í himnaríki. Borðin og hillurnar svignuðu undan alls konar kjötvarningi. Snabbi gekk að pylsu sem hékk fram af borðinu og ætlaði að fara að narta í þegar hann heyrði háværa rödd að baki sér. „Snautaðu burtu hundræfill, það ætti að skjóta alla flækningshunda á stundinni." Röddin kom frá stór- um og þreknum manni í hvítum sloppi með blóðslettum á. Maðurinn tók í hnakkann á Snabba greyinu og þeytti honum út um dyrnar. Sem betur fer lenti Snabbi ekki harka- lega en lagði á flótta sem fætur toguðu frá þessari hryllilegu búð. Það var Þorláksmessa og margir voru á ferðinni í bænum. Þrátt fyrir þessa miklu hátíð sem framundan var, voru ekki margir í góðu skapi og ef Snabbi var svo ólánssamur að lenda fyrir fótum þeirra var honum hiklaust sparkað út í vegg. Snabbi var orðinn vonlaus um að finna nokkurn tímann Óla og fjöl- skyldu hans en þá heyrði hann allt í einu rödd sem hann kannaðist vel við. Á næsta andartaki var hann hafinn á loft og hjúfrað upp að hlýri úlpu. „Er þetta virkilega Snabbi litli?" spurði konurödd og honum var klappað blíðlega á hausinn. „Nú verður Óli glaður“. Þarna voru þá foreldrar Óla komnir. Þeir voru að versla fyrir jólin. Snabbi var vafinn inn í teppi og síðan tók mamma hans Óla hann í fangið og settist með hann inn í bílinn. Síðan var keyrt á fleygiferð heim. Þegar heim kom kallaði pabbi Óla: „Óli minn, við erum með bestu jólagjöf sem þú hefur nokkurn tímann feng- ið. Þú mátt opna hana strax.“ Óli kom hlaupandi og um leið og hann sá Snabba rak hann upp gleðióp og faðmaði Snabba að sér. Honum var gefinn matur og síðan háttaður ofan í körfu. Það var aðfangadagskvöld. Snabbi sat hreinn og strokinn og horfði á fjölskylduna opna jóla- pakkana. Þá varð honum hugsað til gamla mannsins sem nú sat eflaust aleinn í ískulda i portinu á milli húsanna. „ Endir Vögguvísa Höfundur: Lilja Björk Stefánsdóttir, 8 ára, Hálsaseli 19, Reykjavík. Leggstu núá koddann þinn Mamma geymirgullin þín Sofðu rótt og vel Ég er alltaf hér nrsr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.