Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR31. DESEMBER 1985 TÖLUR OG STAÐREYNDIR Ár æskunnar á enda • Einn og hálfur milljarður fólks í heiminum í dag er á aldrinum 10-24 ára! • í öllum löndum heims, hvort sem þau eru rík eða fátæk, er dánar- tíðnin lægst frá aldurshópnum 10—24 ára. • Skýringin er sú að á þessu aldursskeiði er líkaminn best búinn til yarnar gegn sjúkdómum sem geta grandað yngri börnum. • í dag búa % hlutar mannkyns í dreifbýli. En um árið 2000 mun helmingur mannkyns búa í borgum. • Atvinnuleysi er í mörgum löndum eitt alvarlegasta vandamál sem blasir við ungu fólki. • Á síðastliðnum fimm árum hafa Kínverjar útvegað störf fyrir 29 milljónir manna. • í Shanghai einni hefur tekist að útvega atvinnu fyrir eina milljón ungmenna síðan árið 1977. .... D (Fra Barnahjalp Samemuðu þjoðanna.) Leystu — gettu — veistu Völundarhúsið Getið þið hjálpað litlu eimreiðinni að ná sér í vatn águfuvélinasína? Málssókn gegn dýrum Frá árinu 1120 til ársins 1740 urðu frönsku dómstólarnir að kljást við 92 málssóknir gegn dýrum. Það mál sem stóð lengst og kostaði einnig mest átti sér stað í St. Julian árið 1445. Bæjarbúar höfðuðu mál gegn skordýri nokkru sem þeir vildu að yrði gert brottrækt úr bænum. Dóm- urinn var ekki kveðinn upp fyrreneftir42 ár. Það kann að hljóma skringilega í eyrum, en þú átt að lita sólina, nr. 1, bláa. Himinninn (nr. 2) á að vera gulur, 3 áttu að lita rautt, 4 einnig. 5 á svo að vera grænt og 6 á að vera appelsínugult. Nú er landslagið undarlegt á að líta. En ef þú heldur teikningunni undir lampa og starir á x-ið á miðjunni, á meðan þú telur hægt upp að 30; lítur þvínæst upp í loftið og bíður augnablik, þá mun landslagið birtast þér í rétt- um litum. I Sveiflukeilur Strengið bandspotta milli tveggja stóla. Bindið svo annan spotta niður úr hinum fyrri og festið tappa eða áiíka hlut við endann. Beygið litlar pappírsræm- ur í miðju á þann hátt að þær geti staðið óstuddar. Hver keppandi fær að sveifla „kúlunni" einu sinni, frá sama stað. Hver veltir flestum „keilum"? Ferningsfiskur Fiskur merktur B er gerður úr 20 ferningum. Hversu marga ferninga þarf til að teikna stóra fiskinn A? Og svarta fiskinn C? Lausn. A: 55 — C: 27 Ekki er öll von úti Hinn heimsfrægi vísinda- maður Einstein féll með glæsibrag í stærðfræði þegar hann ætlaði að byrja í menntaskóla. Þegar Churchill var ungur fannst mörgum hann því- líkur þöngulhaus að því var spáð að hann myndi aldrei geta gert neitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.