Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 6
& c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 TÖFRAYERÖLD MACONDO FjórðabókGabríelQarcía Márquez erkominút á íslensku Einu sinni var fátækur lag-a- nemi sem hafði meiri áhuga á Ijóðlist en lögum. Hann las Ijóð öllum stundum, setti sjálfur saman kvæði og leit varla við öðrum greinum bókmennta. Þó gerðist það einhveiju sinni að af rælni fékk hann Hamskiptin eftir Franz Kafka að láni hjá skólabróður sínum og hugðist drepa með lestrinum fáeinar kvöldstundir. Hann hélt sem leið lá inn á herbergi sitt á hrörlegum stúdentagarði, fór úr jakka og skóm og fleygði sér upp í rúm. Þegar hann hafði hagrætt sér eftir megni opnaði hann bókina á fyrstu blaðsíðu oglas: „Einn morgun þegar Gregor Samsa vaknaði heima írúmi sínu eftir órólegar draumfarir, hafðihann breyst í risastóra bjöllu. “ Laganemanum fjóðelska var öllum lokið. Skjálfandi höndum skellti hann aftur bókinni, stökkfram úrrúminu oghóf að ganga um gólf. „Sá svarti sjálfur!" hugsaði hann með sér. „Erþetta þá líka hægt?“ Hann fann Ijóðin gufa upp í huga sér og sögur setjast þar að. Það varð ekki aftur 't snúið: Daginn eftir setti hann saman fyrstu smásögu sína. Þetta var Gabriel García Márquez. ILLUGI JÖKULSSON TÓKSAMAN García Márquez er án efa þekktastur þeirra rithöfunda úr Róm- önsku Ameríku sem hafa á síðustu áratug- um dregið gunnfána frásagnarlist- arinnar að hún - hann má óhikað kalla fremstan meðal jafningja og Nóbelsverðlaunin sem hann hlaut árið 1982 voru ekki annað en stað- festing á því. Þótt vitaskuld sé of snemmt að segja til um endanlega tign Márquez í bardagasveitum skáldsögunnar má slá því föstu að bækur hans verða lesnar um langt skeið enn, og því ánægjulegra er það hversu vel hann hefur verið kynntur á íslensku nú þegar. Fjöl- margir merkustu höfundar heims liggja enn óbættir hjá garði íslend- inga en fyrir þessi jól kemur út fjórða bók Márquez hér. Sú heitir Af jarðarför Landsmóðurinnar gömlu og siglir beitivind í kjölfar Hundrað ára einsemdar, Liðsfor- ingjans sem berst aldrei bréf og Frásagnar um margboðað morð. í nýju bókinni, sem Þorgeir Þorgeirs- son sneri á íslensku af list, eru smásögur sem Márquez skrifaði meðan hann var að undirbúa sig fyrir átökin við stórvirki sitt, Ein- semdina. í þeim er að finna fjöi- marga drætti sem auka á skilning lesenda á þeim forkostulega mann- heimi sem er þorpið Macondo og umhverfi þess, og um þann heim - og einkum og sér í lagi sköpun hans - er Ijallað í þessari grein. Látnir ættingjar búa I myrkrinu Aracataca heitir svolítill bær í' Kólumbíu norðanverðri, ekki langt frá ströndum Karabíska hafsins. Bærinn átti sinn uppgangstíma á fyrstu áratugum aldarinnar þegar bandaríska bananafyrirtækið Unit- ed Fruit hafði þar bækistöðvar sínar en eftir að Kanamir fluttust á brott hefur Aracataca einna helst líkst þeim Djúpuvíkum sem víða er að finna við strendur íslands. Þó er nú farið að merkja bæinn inn á landabréf á nýjan leik og þangað koma stóreygðir pílagrímar í leit að búð Catarínós eða síðasta bólstað Rebeccu. Það var nefnilega í Arac- ataca sem Gabriel Carcía Márquez fæddist árið 1928 og á minningum sínum reisti hann Macondo. Halldór Laxness er ekki einn um að hafa átt ömmu; það er alkunna að frásagnarmátinn í Hundrað ára einsemd sótti Márquez til furðu- sagnanna sem móðuramma hans sagði honum síðdegin löng í húsinu stóra sem fjölskyldan átti í Arc- ataca. Grafalvarleg í bragði sagði hún smádrengnum frá látnum ætt- ingjum sem enn væru á ferli í hús- inu; frá Petru frænku eða Lázaro frænda eða Margarítu Márquez sem var svo fögur að minning hennar lifði enn, tveimur mannsöldrum eftir að hún var horfín til feðra sinna. Enn þann dag í dag hrekkur Gabriel García iðulega við þegar hann vaknar um nótt í ókunnum hótelum og minnist ættingjanna dauðu sem búa í myrkrinu. Hann ólst raunar ekki upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin heldur hjá ömmu og afa, sem voru óspör á sögur um fyrri glæsileika bæjar- ins, um borgarastríð og óvægna lífsbaráttu. Móðir hans, Luisa, var einhver besti kvenkostur Aracataca og hafði fengið strangt og kórrétt uppeldi: Márquez ofursti og dona Tranquilina kona hans voru ráðsett í þorpinu og liðu engan ósóma. Þau tóku það til að mynda óstinnt upp þegar allt í einu birtist í Aracataca myndarlegur símvirki og bað um hönd dóttur þeirra. . Ástaij átningar á morskerfi Gabriel Elligio García hafði lagt stund á nám í lyfjafræði við háskól- ann í Cartagena en orðið að hrökkl- ast frá því vegna fjárskorts. Hann fluttist til Aracataca, tók við rekstri símstöðvarinnar og ákvað að sætta sig karlmannlega við örlög sín og kvongast. Eftir að hafa grandskoð- að allar heimasætur bæjarins stað- næmdist hann við Luisu Márquez: hún var falleg, alvarlega þenkjandi og af virðulegri ætt. García gekk því rakleiðis á fund foreldra Luisu og bað um hönd stúlkunnar, án þess að hafa svo mikið sem yrt á hana sjálfa. Ofurstinn og kona hans þvertóku fyrir ráðahaginn; dóttir þeirra gat ekki með neinu móti gengið að eiga símstöðvarstjóra sem þar að auki var aðfluttur frá héraðinu Bolívar - en allir vissu að fólkið þar var laust í rásinni og giska Léttúðugt. Ennfremur var García stuðningsmaður íhalds- flokksins en gegn honum hafði Márquez ofursti barist alla sína ævi og stundum með vopnum. Hjónaband kom því ekki til mála og til þess að biðillinn fengi ekki færi á Luisu sjálfri lagði dona Tranquilina land undir fót og hélt með dóttur sína í langa reisu um nálægar byggðir og bæi. Það kom þó ekki að neinu haldi því í hverjum bæ var símstöð og símstöðvarstjór- amir stóðu með bróður sínum í Aracataca. Þeir vom meira en fúsir að lauma í hendur Luisu þeim eld- heitu ástaijátningum sem hann morsaði stöðugt til hennar. Sím- skeytin fylgdu henni hvert sem hún fór, rétt eins og gulu fíðrildin áttu síðar eftir að fylgja Mauricio Babil- ónía, og gegn þvílíkri staðfestu ját- uðu ofurstinn og dona Tranquilina sig loks sigmð. Brúðkaup var gert í Aracataca og þar fæddist fmm- burðurinn en síðan settust hjónin að í Riohacha á strönd Karabíska hafsins, þar sem áður fyrr var sjó- ræningjagreni. Furðuleg'ar frænkur og Márqvez ofursti Fmmburðurinn var Gabriel Garc- ía Márquez og var hann í fóstri hjá afa og ömmu fyrstu árin, senni- lega til þess að eyða síðustu leifum óvildar gömlu hjónanna í garð hjónabands dóttur þeirra. Gabriel var eina bamið í húsinu og létu fjölmargar frænkur hans mikið með hann. Þær vom hver annarri skrýtnari og sögðu honum furðu- sögur eins og ekkert væri sjálfsagð- ara - þar var amman, dona Tran- quilina, fremst meðal jafningja. Þær trúðu statt og stöðugt á spádóma og alls konar hjátrú og eins og lesendur einsemdarinnar geta vitn- að um gleymdi Gabriel því aldrei þegar Francisca Simonosea frænka hans fór allt í einu að vefa líkklæði sín, þó hún virtist í fúllu fjöri. LA MÖVIDA — menningarbyltingin áSpáni Réttum tíu ámm eftir dauða Francos er komið að því: Spænsk menning blómstrar svo á öllum sviðum að því er líkt við endurfæð- ingu. Síðan Picasso og Bunuel settu París á annan endann fyrr á öldini hefur spænsk menning ekki tekið annan eins ijörkipp. Skyndilega er allt á suðumarki. Þýzk og japönsk stórfyrirtæki í iðnaði em komnin með útsendara sína til Barcelona í stað þess að þeir fari til Mílanó á hugmyndaveiðar eins og áður. Madríd er á góðri leið með að verða miðstöð tízkunnar, bæði með tilliti til almennings og hinnar skart- gjömu alþjóðlegu hástéttar. Og á meðan aðrar Evrópuþjóðir leita nýrra leiða í byggingarlist tekst Spánveijum að varðveita gamlar byggingar svo sómi er að jafnframt því sem þeir reisa mannvirki sem svosannarlega hafa listrænt gildi. A Spáni hefur átt sér stað gagn- ger breyting á menningarsviðinu, segir Javier Solane fyrmrn menn- ingarmálaráðherra. I samanburði við menningarlíf annars staðar í -Evrópu er mest um nýjungar á Spáni. Það er mest um að vera í menningarlífínu. Fjöldahreyfingf Á meðan franskir listamenn halda sér í fjarlægð frá almenningi J3g veija tíma sínum til þess að skoða sýningar hvers annars má segja að hin nýja spænska menn- ingarbylgja sé sannköluð fjölda- hreyfíng. Þessi menningarbylgja hefur hlotið heitið La Movida en það stendur fyrir hugtak sem Bretar nefna yfírleitt „happening". Þátt- takendur eru tízkuhönnuðir, kvik- myndastjórar, rokkarar, ljósmynd- arar, málarar og skáld, að ógleymd- um hinum ijölmörgu aðdáendum. Mikilvægasti vettvangur þessarar menningarstarfsemi eru tímarit og þá einkum vikurit á borð við La Luna de Madrid (Madríd-máninn), Madrid me mata (Madrid gengur fram af mér) og Primera Linea (í fremstu röð) sem út kemur í Barce- lona. Sjónvarpið leggur líka sitt af mörkum. „Gullöldin" heitir vinsæll tónlistarþáttur þar sem Movida- listamenn koma framleiðslu sinni á framfæri og ræðast við um lífið og tilveruna í léttum dýr, gersneyddir hátíðleika. Sérstaka athygli vekja vinsældir tímaritsins „E1 Croquis" sem ^allar um byggingarlist. Þetta tímarit hælir sér af því að vera eina útgáfan af þessu tagi sem er ekki í tengslum við hagsmunahópa og enda þótt tímaritið njóti ekki fjár- stuðnings frá slíkum aðilum hefur upplag þess stöðugt farið vaxandi á þremur árum. Nú þegar hefur það alið af sér tvö „afkvæmi", hönnun- arblað og alþjóðlega útgáfu á „E1 Croquis". Velgengni „E1 Croquis" endur- speglar nýja tíma í spænskri bygg- ingarlist. Franco gamli á sinn þátt í þessum mikla áhuga á þessari. listgrein en mannvirki þau sem hann lét reisa eru yfirleitt talin vera minnismerki um ósmekk. Nú- tíma-arkitektar leggja áherzlu á að vemda þau fáu svæði við ströndina sem þegar hafa ekki verið eyðilögð með háhýsum úr steinsteypu. Movida-arkitektar leggja megin- áherzlu á að samræma listrænar kröfur sínar þeim hagnýtu kröfum sem fólk gerir til þeirra húsa sem þeir teikna. í nýju íbúðarhverfí í námunda við Madríd var samráð haft við alla tilvonandi íbúa um þarfír þeirra, s.s. varðandi lýsingu, stærð herbergja og herbergjaskip- an. Mikil vinna var lögð í þennan þátt undirbúnings og arkitektamir tóku ekki ákveðna stefnu varðandi hönnunina fyrr en allar niðurstöður lágu fyrir. Barcelona er miðstöð hinnar nýju byggingarlistar, en sú borg á að baki langa hefð sem miðstöð fram- úrstefnu á þessu sviði. Á árunum milli 1920 og 1940 tók byggingar- list í flestum löndum mið af arki- tektum í Barcelona og það var þá sem hinn frægi arkitekt, Antonio Gaudi, kom hinum stórbrotnu hug- myndum sínum í framkvæmd. Aðalgatan í Barcelona, Paseo de Gracia, er eitt helzta minnismerkið um stíl Gaudis og enn eru hinar undarlegu byggingar hans með tumum og spírum tilefni harðra deilna. Sama er að segja um kirkju- bygginguna La Sagrada Familia. Hana teiknaði Gaudi fyrir meir en hundrað árum en hún er enn ófull- gerð og sameiginlegur sjóður borg- arbúa er af skornum skammti þannig að enn munu líða mörg ár þangað til hún verður vígð. Ólympíuþorpið Það er ekki sízt tilhugsunin um Ólympíuleikana 1992 sem orðið hefúr fjörgjafí í byggingarlistinni á Spáni. Uppdrættir að heilu ólympíu- þorpi eru á teikniborðinu og verði þeir að vemleika vill borgarstjóri Barcelona, Pascal Margall, ábyrgj- ast að þar fái menn að kynnast fágætri perlu. Spænsk hönnun vekur æ meiri athygli og að dómi iðnaðarhönnuð- arins, Ramon Benedito, eru mið- stöðvar hönnunar í héiminum í dag í New York, Mílano og Barcelona. Það er álitamál hvort Barceclona hefur ekki vinninginn yfír Mílanó í þessu tilliti. - Hér eru möguleikarnir ótak- markaðir, segir Benedito, en hann er kennari við helzta hönnunarskóla í Barcelona. Sjálfur hefur hann sér- hæft sig í hönnun rafeindatækja og meðal þeirra stórfyrirtækja sem keypt hafa hugmyndir hans er Sony í Japan. Benedito er aðeins einn úr hópi þeirra virtu hönnuða í Barce- lona sem hafa komið fram á sjónar- sviðið á síðustu árum og enn hafa ekki náð fertugsaldri. Flestir úr þessum hópi hafa sett sitt mark á hluti sem almenningur út um allan heim notar daglega. Þeir hafa líka sett mikinn svip á þá borg sem þeir búa í, en Modevida-hönnuðir hafa hresst upp á útlit fjölda stræta í Barcelona, veitingahúsa, verzlana og skemmtistaðar. Með neon-ljós- um, stálrörum, expressjónískum málverkum og nýstárlegum form- um hafa þeir breytt svo yfírbragði borgarinnar að hún er að þessu leyti einna mest spennandi í allri Evrópu. Spænsk tízka í Madríd eru saumaðir miðar með áletruninni „Made in Spain" á fjöld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.