Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 7
C 7 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR1986 Gabríel García Márquez „Hvers vegna ertu að vefa lík- klæði?" spurði Gabriel. „Vegna þess að nú fer ég að deyja, drengur minn,“ svaraði frænkan. Og mikið rétt - þegar líkklæðin voru fullgerð lagðist hún í rúmið og dó. Auk Gabriels var ofurstinn afi hans eini karlmaðurinn á heimilinu, þó þar væri að vísu afar gestkvæmt og dymar stæðu ætíð opnar hverj- um sem var. Ofurstinn hafði mikil áhrif á dótturson sinn enda var hann stórmenni í Aracataca. Hann var gríðarlegt átvagl og ekki við eina fjölina felldur í ástamálum; um það vitnuðu tugir óskilgetinna bama sem hann hafði getið í Arac- ataca og nágrannabyggðunum. I æsku hafði ofurstinn tekið þátt í hinum blóðugu borgarastyijöldum sem geisuðu í Kólumbíu áratugum saman og urðu hundmðum þúsunda að bana. Márquez ofursti var einn af samstarfsmönnum hins annálaða leiðtoga fijálslyndra, Rafael Uribe Uribe hershöfðingja, en hershöfð- inginn varð síðar ein af fyrirmynd- unum að Aurelíanó Búendía ofursta - ásamt afa García Márquez. Eftir að styijöldunum lauk hafði Márquez ofursti setið á friðarstóli í Aracataca og var máttarstólpi þjóðféiagsins. Aðeins einn maður hafði nokkru sinni hallmælt ofurstanum og þeim manni hafði hann sálgað með einu byssuskoti. Slæm vist í Bogotá Márquez ofursti dó þegar dóttur- sonur hans var átta ára og þá var endir bundinn á mjög nána vináttu þeirra. Þá var líka bundinn endir á dvöl Gabriels García í Aracataca; hann fluttist til foreldra sinna, sem þá voru sest að í höfuðborginni Bogotá, og kom ekki aftur til fæð- ingarbæjarins fyrr en hann var um tvftugt. Tíminn hafði leikið Arac- ataca grátt - allt líf og fjör var á brott, kaninn horfinn og stór hluti bæjarins fallinn í rúst. Þetta hafði djúp áhrif á Márquez og þá þegar fæddist hugmyndin um að skrifa sögu um æsku sína í þessu þorpi, sögu sem hann lauk ekki við fyrr en tuttugu árum síðar. Á heimleið í jámbrautarlestinni kom hann sem snöggvast auga á hmnið skilti við verslun eða krá: „Macondo" stóð þar. Márquez kunni aldrei við sig í Bogotá. Borgin stendur uppi á há- sléttu og andrúmsloftið er þar allt annað en niðri við strendurnar; honum fannst þröngt og drungalegt í borginni og íbúamir tortryggnir og lokaðir miðað við litríkt mannlíf- ið í Aracataca. Áhrifunum sem hann varð fyrir í Bogotá lýsti hann löngu seinna þegar hann dró upp í Einsemdinni mynd af fæðingarbæ Femöndu del Carpíó. Hann gekk á klausturskóla, eins og Femanda, og eina yndi hans þar vom lestrar- stundimar á kvöldin þegar lesið var upphátt úr ævintýrabókum á borð við Skytturnar þijár, Greifann af Monte Cristo og Hringjarann í Notre Dame. Þegar Márquex óx úr grasi fylltist hann svo áhuga á ljóð- list og laganámið í háskólanum í Bogotá fór að mestu fyrir ofan garð og neðan, vegna þess að hann var einlægt að lesa ljóð í stað þess að kynna sér lagaklæki. En svo las hann Hamskiptin eftir Kafka og uppgötvaði örlög sín - að hann langaði til þess að segja sögur. Þá varð námið alveg útundan og hahn féll á næsta prófi. Bjó og skrifaði á hóruhúsi Hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Faðir hans var á hinn bóginn ekki eins kátur, hann hafði gert sér vonir um að fmmburðurinn myndi ljúka því háskólanámi sem honum hafði sjálfum ekki auðnast að klára, en þar eð gamli símstöðvarstjórinn hafði eignast fímmtán böm önnur var örvænting hans kannski minni en ella. Og Gabriel var látinn í friði til þess að skapa sér framtíð sjálfur. Hann flýtti sér burt frá Bogotá og fann að lokum vinnu við blaða- mennsku í bænum Barranquilla við strönd Karabíska hafsins. Barran- quilla var sérkennilegur bær og óskipulagður, þar ægði öllu saman en fólkið var opið og vingjarnlegt eins og gerist á ströndinni. Allra þjóða kvikindi byggðu Barranquilla og úr varð eitt allsheijar kamival. Márquez bjó lengst af á hóteli sem jafnframt var hómhús og hann stundaði kaffihús og knæpur ósleitilega, las þó feiknin öll og fræddist um bókmenntir af há- stemmdum vinum sínum og félög- um. „Við sátum venjulega og dmkkum og töluðum um bækur þar til bjarma fór af degi,“ sagði Már- quez löngu síðar í samtali við blaða- manninn og rithöfundinn Plinio A. Mendoza. „Á hverri nóttu vora í umræðunum nefndar að minnsta kosti tíu bækur sem ég hafði ekki lesið. Daginn eftir lánuðu félagar mínir mér þessar bækur. Þeir áttu þær allar. Auk þess var einn af vinum okkar bókakaupmaður og við lögðum honum lið með því að panta bækur í gegnum hann. í hvert sinn sem bókakassi kom frá Buenos Aires héldum við veislu." Þessi bókakaupmaður var eldri en þeir hinir, kom frá Katalóníu á Spáni og hann varð eins konar guðfaðir hópsins. Márquez heiðraði hann með því að gera hann að persónu í Hundrað ára einsemd; hann er bóksalinn sem Aurelianó litli og félagar hans sækja visku til undir lok bókarinnar, þegar Mac- ondo svipar meira til Barranquilla en Aracataca. Og líf Márquezar og kumpána hans var um þessar mundir líkast heitu, æsandi lífemi Aurelianós og vina hans fjög- urra... Enginn útgefandi í 5 ár Márquez las allt milli himins og jarðar - uppáhaldshöfundar hans vom til að mynda Dostoévskí, Tolstoj, Dickens, Flaubert, Stend- hal, Balzac, Zola, Joyce, Virginia Woolf og síðast en ekki síst Faulkn- er. Undir áhrifum frá þessum höf- undum fór Márquez sjálfur að skrifa smásögur - hann skrifaði á nótt- unni við undirleik glaumsins frá knæpunum í Glæpamannagötu og þegar hann átti ekki fyrir leigunni á hóruhúsinu setti hann nýskrifaðar sögur sínar í pant. Fyrstu bók sína, La hojarasca (sem e.t.v. má þýða Laufvindar), skrifaði hann undir beinum áhrifum frá Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf en í baksýn vom allir hinir höfundarnir sem hann hafði lesið og ekki síður furðu- leg æska hans í Aracataca og villt lífíð í Barranquilla. Enginn vildi gefa La hojarasca út. Eftir að handritið hafði velkst milli útgefenda í fimm ár gerðist Márquez þreyttur og gaf bókina út sjálfur en þó hún fengi góða dóma vakti hún litla athygli og seldist smánarlega. Um sama leyti var Márquez hins vegar búinn að skapa sér nafn sem einhver fremsti blaða- maður Kólumbíu enda naut frá- sagnarsnilld hans sín vel í greinum þeim er hann skrifaði. Árið 1955 var hann orðinn blaðamaður við E1 Espectador í Bogotá og ritstjórar blaðsins gerðu hann að fréttaritara sínum í París. Hörð lífsbarátta París hafði lengi verið fyrirheitna landið í augum upprennandi lista- manna frá Rómönsku Ameríku en Márquez kunni illa við sig í borg- inni. Honum fannst Frakkar afundnir og ógestrisnir og hann átti við sára fátækt að stríða - ekki síst eftir að þáverandi einræðisherra Kólumbíu bannaði útgáfu E1 Espec- tador og Márquez stóð uppi at- vinnulaus. Hann hafði áður liðið ann. allan af flíkum sem sfðan komast í hendur eigenda í Hong Kong, Tókýó, New York og París. Spánveijar em hættir að fela miða spænska fyrirtækja og nú er komið í tízku að klæðast spænskum tízku- fatnaði. Efnafólk frá ýmsum lönd- um, sem áður lagði leið sína til Rómar og Parísar til þess að kaupa sér klæði á kroppinn, tekur sér nú gjaman far til Madríd. Það tfzkuhús sem er í mestum vexti í heiminum nú um stundir er að öllum lfkindum tízkuhús Adolfo Dominguez sem er 35 ára að aldri. Víðu fötin hans em seld á 350 stöðum á Spáni og 150 verzlunum í Bandaríkjunum, Japan, Hong Kong og Vestur-Evrópu. Önnur athyglisverð nöfn á þessu sviði: Manuel Pina, Jesus del Pozo, An- tonio Miro og Sybila, en hinn síð- asttaldi er aðeins 21 árs. Þeir em margir sem spá því að hann eigi eftir að verða mesti tizkuhönnuður Spánar. Flamenco-rokk Hvarvetna em hópar sem ganga undir þeirri alþjóðlegu nafngift — „the beautiful peoplé“ og að þessu leyti er Spánn engin undantekning. Þar klæðist þetta fólk fötum sem hönnuð em af löndum þess og vinsæl kvöldskemmtun þess er að sitja við 2. maítorgið f Madrid eða Ramblas í Barcelona og hlýða á það nýjasta sem spænskir listamenn hafa fram að færa. Tina Tumer, Bmce Springsteen og Taling Heads eiga í harðri samkeppni við spæn- skar stórstjömur á borð til Ramon- cin og Alaska, sem er ung söng- Hún kallar sig bara Alaska og er sögð njóta jafnmikilla vin- sælda og Bítlarnir í Bretiandi þegar þeir voru í uppsiglingu fyrir tuttugu árum. Lengst t. v: Imanol Arias — kvikmyndaheija ogkyntákn. „Augun eru mittstóra tromp, “ segir þessi ungi Baskisem á einu ári hefur lagt Spán að fótumsér. Var einhverað tala umAlPacino? ímiðið: Rokkstjaman ogfjóð- skáldið Ramoncin sem á óhemjuvinsældum aðfagna á Spáni. kona. Að sögn bandaríska tímarits- ins Newsweek á hún jafnmiklum vinsældum að fagna í heimalandi sínu og Bítlamir í Bretlandi fyrir tuttugu ámm. Allir vita hver hún er, þessi sérkennilega stúlka með heysátugreiðsluna. Spænskt rokk hefur tekið stakkaskiptum á örfáum ámm. Áður var það tilbrigði við stef af enska Top 40-listanum með hæfí- legri viðbót af tæknibrellum, en nú er það sjálfstætt tónlistarform með ákveðið þjóðlegt yfírbragð. Brezkt „punk“ og amerískt „rokk“ hefur að sönnu haft vemleg áhrif á þær spænsku hljómsveitir sem nú eiga mestum vinsældum að fagna en hræðslunnar við að nota latneskt hljómfall, jafnvel með flamenco- ívafí, gætir ekki lengur. Kyntákn og kvik- myndastjarna Nýjasti ljúflingurinn í spænskum kvikmyndum heitir Imanol Arias og hann er frá Baskalandi. Fyrir tveimur ámm hafði ásjóna hans aðeins sézt á hvíta tjaldinu í 20 mínútur. En nú er hann einn þeirra fáu Spánveija sem unnt er að kalla stjömu. Honum skaut upp á stjömuhimininn í framhaldsmynda- þætti í sjónvarpinu, La Edad de Oro (Gullöldin) og eftir leik sinn í kvikmyndinni „La Muerte de Mikel" (Dauði Mikjáls) varð hann enn vinsælli. Fyrstu sex mánuðina sem myndin var sýnd sáu hana 1,2 milljónir. Imanol Arias kveðst sætta sig við að vera hið nýja kyntákn Spán- ar, enda þótt hann botni ekki í því hvers vegna hann sé settur í það hlutverk. - Á hinn bóginn, segir hann, - ef einhverri stúlkunni iíður vel við tilhugsunina um mig þá virði ég það. Sjálfum verður mér oft hugsað til Karólínu í Mónakó. Spænskur súrrealismi Fyrir tíu ámm sat Pedro Almod- ovar og raðaði skjölum í skrifstofu símans á Spáni. Nú streyma til hans tilboð amerískra kvikmynda- framleiðenda sem vilja fá hann sem leikstjóra. - Fyrir fímm ámm hefði ég ekki hikað svo mikið sem eina sekúndu, segir þessi sjálfmenntaði kvikmyndagerðarmaður. - E nú er útilokað að fara frá Madríd. Þett er sú borg í heimi sem er mest örvandi og það skiptir mig meira máli að gera kvikmyndir hér en í Hollywood. Almodovar hóf feril sinn fyrir tíu ámm og gerði þá stuttar myndir í anda Pauls Morrisey og Andys Warhol. Síðan hafa myndir hans orðið lengri og meira í ætt við súrrealisma en áður var. Nýjasta mynd hans fjallar um daglegt líf í verkamannahverfi í útjaðri Madríd. „Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?" kallar Almodovar myndina en gálgahúmor er þar áberandi. Þessi mynd gengur nú fyrir fullu húsi um allan Spán og nýlega var hún frumsýnd í New York þar sem hún hlaut frábærar viðtökur. Tvöfaldur hraði En hvemig stendur á því að þessi fjörkippur í spænsku menningarlífi á sér stað einmitt nú? - Við þurftum ráðrúm til þess að venjast lýðræðinu, segir Diego Manrique, ungur tónlistarfrömuður í viðtali við tímaritið Rolling Stone. - Nú er jafnvægi að komast á. Árið 1976 ríkti sannkallað öngþveiti og fólk var á fullu. Það var að gera allt sem enginn mátti gera fram að því. Það var eins og þoku væri að létta. Þau okkar sem höfðu ákveðnar hugmyndir ríghéldu í þær í fyrstu - á meðan maður vissi ekki hvað átti að gera við frelsið. Við vissum bara að það yrði ein- hvers konar sprenging og að síðan yrðu þessar hugmyndir okkar grundvöllurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.