Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 skort en í Barranquilla voru allir reiðubúnir að hjálpa náunganum -I „cf til er nóg handa tveimur er líka til nóg handa þremur," er haft að; máltæki við Karabíska hafið. Í! París var annað upp á teningnum og Márquez fannst hann utanveltu. j Ekkert kom þó í veg fyrir að hann1 héldi áfram að skrifa af ofurmann-1 legu kappi og í París hóf hann að i rita La mala hora, Stundin illa. Bókin snýst um tortryggni og úlfúð i í smábæ í Kólumbíu en Márquez! komst fljótt í vandræði. Ein persón- \ an í bókinni, ofúrsti nokkur sem; bíður eftir bréfi um eftirlaunin sín, varð sífellt fyrirferðarmeiri og aðí lokum gerði Márquez sér grein fyrir j því að ofurstinn heimtaði sína eigin, bók. Þá lagði hann La mala hora j til hliðar og skrifaði söguna um ofurstann sem í íslenskri þýðingu I heitir Liðsforingjanum berst aldrei j bréf. Sú bók fékkst að lyktum út-1 gefín og þó hún fengi eins og fyrri bókin ágæta dóma gagnrýnenda seldist hún ekki að ráði og Márquez ; fékk engin höfundarlaun að sinni. Lífsbaráttan var hörð. Márquez hafði gengið að eiga æskuástina sína, þolinmóða og skilningsríka stúlku að nafni Mercedes, og þau eignuðust tvo syni. Hjónaband þeirra hefur verið óvenjuiega far- sælt og Márquez hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar vottað henni ást sína og þakklæti í við- tölum. Hann kveðst hins vegar ómögulega geta gert hana að per- sónu í skáldverki - hún birtist þó tvívegis í Hundrað ára einsemd (undir réttu nafni) og vaf^lítið er persóna Úrsúlu Igúaran/að ein- hveiju leyti mótuð af hénpí. Það vildi Márquez til happs að þó ritstörfín skiluðu engri björg í bú gat hann alltaf fengið vinnu við blaðamennsku. Eftir að hann kom sér loksins frá París starfaði hann um hríð í Venezúela en réðst síðan til fréttastofúnnar Prensa Latina í Bogotá. Hann hélt uppteknum hætti og skrifaði skáldverk á nótt- unni - fyrst smásögurnar í Af jarð- arför Landsmóðurinnar miklu og lauk síðan við La mala hora. Enn sem fyrr fékk hann ágæta gagnrýni og meira að segja nokkrar viður- kenningar en upplög bókanna voru lítil og höfundarlaunin rýr. Utan Kólumbíu þekkti enginn til Gabriel 3arcía Márquez. Hringurinn um Macondo þrengist En hann hélt sig við leistann sinn. Hringurinn var að þrengjast um Macondo; þorpið var orðið til og margir íbúa famir að flækjast þar um en sagan sjálf fór undan í flæm- ingi. Márquez tókst ekki, hvemig sem hann reyndi, að finna rétta tóntegund fyrir þessa bók sem hann hafði svo lengi ætlað sér að skrifa og átti upphaflega að heita Húsið. Pólitík spilar þar svolítið inní. Már- quez var (og er) eindreginn vinstri sinni og með sögum sínum vildi hann benda á það sem miður fór í samfélaginu, leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr. Ekki svo að skilja að fyrri bpekur hans séu flatn- eskjulegur sósíalrealismi, langt því frá, en þær tóku þó meira mið af realismanum en fyrstu smásögur hans höfðu gert. Hemingway hafði leyst Faulkner af hólmi sem helsta fyrirmynd hans í stíl, og það vom slæm skipti ef maður hugðist lýsa innri töfraheimi eins og Macondo. Árin liðu og Márquez tókst ekki að leysa sinn Gordíonshnút. Hann var gerður fréttaritari Prensa Lat- ina í New York og þar átti hann erfiða ævi. Byltingin á Kúbu var liðin og Márquez hafði síður en svo farið í felur með fögnuð sinn og raunar vom flestir starfsmenn Prensa Latina vinstrisinnaðir. Kúb- anskir útlagar í New York höfðu oft í hótunum við Márquez og um tíma skildi hann aldrei við sig þunga jámstöng ef á hann yrði ráðist. Útlagamir gáfu jafnvel í skyn að þeir kynnu að ráðast gegn Mercedes og eldri syni þeirra. Það er kald- hæðnislegt að það vom einmitt kúbanskir kommúnistar sem ollu því að Márquez hætti störfum hjá Prensa Latina. Þeir höfðu mikinn áhuga á að koma sér þar fyrir og þrengdu loks svo að yfirmanni fréttastofunnar, Argentínumannin- um Jorge Ricardo Masetti, að hann sagði af sér og með honum fóm allir starfsmennimir, Márquez þar á meðal (þótt ekki dofnaði við þetta aðdáun hans á Castro). Mercedes gerði einsemdina mögulega Enn einu sinni var hann eins og í lausu lofti og framtíðin óviss. Hann ákvað upp úr þurm að halda til Mexíkó og sótti þar um vinnu sem ritstjóri kvennablaðs. Hann var svo fátækur að þegar hann hélt á fund eiganda blaðsins á knæpu einni varð hann að koma á undan eigandanum og fara á eftir honum svo hann SCGÍ ekki hörmulegt ásig- komulag skófatnaðar nýja ritstjór- ans. Svo var það dag nokkum að Márquez var á leið til Acapulco með Mercedes og sonunum tveimur. Þá þyrmdi allt í einu yfir hann og hann vissi hvemig hann átti að skrifa Hundrað ára einsemd. „Ég varð að segja söguna á jafn grafalvarlegan hátt og amma mín sagði mér sínar furðusögur og ég varð að byija á því þegar afi fór með mig að sjá ísinn.. Hann sneri við, komst aldrei til Acapulco og byijaði að skrifa undir- eins og hann var kominn til Mexíkó- borgar. Heita má að hann hafi lokað sig inni og sem fyrr reyndist Merce- des honum betri en enginn. „Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði ég ekki getað skrifað bókina. Hún sá um allt. Ég hafði keypt bíl nokkmm mánuðum fyrr. Ég tók lán út á hann og lét hana hafa peningana, sem ég var búinn að reikna út að við gætum lifað af í hálft ár. En ég var hálft annað ár að skrifa bókina. Þegar peningamir vom búnir minntist hún ekki á það við mig. Ég veit ekki hvemig hún fór að því en hún fékk slátrarann til að láta okkur hafa kjöt út á krít og brauð fékk hún hjá bakaranum. Hún fékk hús- eigandann til að bíða í níu mánuði eftir leigunni. Hún reddaði þessu öllu smám saman án þess að ég hefði hugmynd um og hún kom meira að segja öðm hvom með bunka af 500 vélritunarblöðum handa mér. Þessi 500 blöð vom alltaf til staðar." Grét heilt síðdegi Þrátt fyrir að skriftimar tækju 18 mánuði gengu þær fremur hratt fyrir sig. Márguez skrifaði í eins konar hitasótt, frá klukkan níu á morgnana til þijú á daginn, og þó hann hefði haft allglögga hugmynd um söguþráðinn er hann hófst handa varð bókin að vemlegu leyti til um leið og hann skrifaði hams- laus á ritvélina. Nýjar persónur skutu upp kollinum, aðrar breyttust og þróuðust. Márquez hefur sagt svo frá að erfíðasta stund sín við ritstörfín hafí verið dagurinn þegar hann neyddist til þess að drepa Aurelianó Búendía ofursta, eftir að dregið það eins lengi og hann gat. Þá grét hann heilt síðdegi. Svo var bókinni allt í einu lokið, Macondo fokið burt af yfírborði jarðar. Márquez hafði þóst viss um að hann myndi klára bókina klukk- an þijú þegar hann var vanur að láta staðar numið. Raunin varð hins vegar sú að hann setti síðasta punktinn um ellefuleytið fyrir há- degi. Mercedes var ekki heima og Márquez náði ekki í neinn í síma til að segja tíðindin. „Ég man það eins og það hefði gerst í gær hvað ég var ringlaður, ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera þennan tíma sem var afgangs og ég reyndi að láta'mér detta eitthvað í hug til að fást við svo ég gæti lifað til klukkan þijú.“ Svo kom Mercedes heim og neit- aði að venju að lesa handritið. Hún batt aftur á móti utan um það pappír og hélt út á pósthús til þess að senda það til Deitorial Sudamer- icana í Buenos Aires. Á leiðinni hugsaði hún með sér: „Og hvað nú, ef skáldsagan er alls ekki góð?“ TÍU BESTU BÍÓMYNDIRNAR1985 Að venju hafa kvikmyndagagnrýnendur Morgunblaðsins farið yfir kvikmyndauppskeruna á nýiiðnu ári og valið úr þær tíu bíómyndir sem þeir telja, hvor fyrir sig, hafa sætt mestum tíðindum. Lætur nærri að vel á annað hundrað kvikmyndir hafi verið frumsýndar hérlendis í fyrra, en það skal tekið fram að ekki voru teknar með í þennan reikning myndir sem sýndar voru utan almennra sýninga kvikmyndahúsanna, svo sem á Kvikmyndahátíð Listahátíðar, Kvikmyndahátíð kvenna eða á sérstökum kvikmyndavikum. Hér fer á eftir val þeirra Sæbjörns Valdimarssonar og Árna Þórarinssonar á bestu bíómyndunum 1985: 1. PARIS, TEXAS, Wim Wenders, þýsk-bandarísk,’84. 2. AMADEUS, Milos Forman, bandarísk, 1984. 3. BLOOD SIMPLE, Joel Coen, bandarísk 1985. 4. Cal, leikstj. Pat O’Connor, bresk, 1984. 5. THE MAN WHO KNEW TOO MUCH, Alfred Hitchcock, bandarísk, 1956. 6. ZELIG, WoodyAllen, bandarísk, 1983. 7. SKÖNHEDEN OG UHYRET, Nils Malmros, dönsk, 1983. 8. THE HIT, Stephen Frears, bresk, 1984. 9. WITNESS, PeterWeir, bandarísk, 1985 10. THE BREAKFAST CLUB, John Huges, bandarísk, 1985. Árni Þórarinsson 1. WITNESS, Peter Weir, bandarísk, 1985. 2. PRIZZI’S HONOUR, John Huston, bandarísk, 1985. 3. AMADEUS, Milos Forman, bandarísk, 1984. 4. PARIS, TEXAS, Wim Wenders, þýsk-bandarísk, 1984. 5. A PASSAGE TOINDIA, David Lean, bresk, 1984. 6. THE VERDICT, Sidney Lumet, bandarísk, 1982. 7. THE KILLING FIELDS, Roland Joffé, bresk, 1985. 8. MASK, Peter Bogdanovich, bandarísk, 1985. 9. BLOOD SIMPLE, William Coen, bandarísk, 1985. 10. BEVERLY HILLS COP, Martin Brest, bandarísk, 1985. Sæbjörn Valdimarsson ENGLABORNIN Laugavegi 28 Námskeið Ákveðni-þjálfun og > mannleg samskipti fyrir þá sem vilja læra á markvissan hátt að vera’ ákveðnari í framkomu, bæta samskipti sín við aðra or auka sjálfstraust sitt. 1 hópvinnu mun þátttakandi læra: • Hverjir veikleikar hans og hverjir styrk- leikar hans eru í mannlegum samskipt- um. • Áhrif sjálfsmats hans á framkomu • Ákveðnari tjáningarmáta. Lengd: Sjö skipti frá kl. 18.00-20.30. Námskeið I á þriöjudagskvöldum byrjar 14.1. Námskeiö II á fimmtudagskvöldum byrjar 16.1. Uppl. og innritun í dag og mánudag í síma 671509 milli kí. 16.00-19.00. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.