Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 1
Hafa framleitt
eldavélar Í50 ár
RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN hf. í Hafnarfirði,
Rafha, er 50 ára á þessu ári. Á undanfðmum árum
hefur rekstur verksmiðjunnar verið í jámum, en
síðasta ár var það besta rekstrarlega. Þó var tap
á verksmiðjunni. Rafha framleiðir eldavélar og
framkvæmdastjóri verksmiðjunnar telur að hlut-
deildin í sölu þeirra hér á landi sé um 30%. Önnur
framleiðsluvara em eldhúsviftur, en mestur hluti
þeirra er fluttur út til Noregs, Danmerkur og
Bretlands.
B-12
Alþjóðleg fyrirtæki—
aflgjafar vaxtarins
HEIMSVIÐSKIPTI hafa að meðaltali vaxið tvisvar sinnum
meira en þjóðarframleiðsla á undanfömum 40 ámm. Árin
1979 til 1984 vom ár kreppu, í viðskiptum milli landa, engu
að síður uxu þau meira en þjóðarframleiðsla. í erindi sem
J.G. Maisonrouge, fyrrverandi forstjóri IBM í Evrópu, flutti
á aðalfundi Verzlunarráðs fslands kom fram að alþjóðleg
fyrirtæki hafa verið aflgjafar vaxtarins. Maisonrouge lagði
mikla áherslu á mikilvægi viðskipta á milli landa. Hann
benti einnig á mikilvægi öflugs og góðs skólakerfis fyrir
atvinnulífið.
B-6-9
JlfofgtiiiMfifrife
VIÐSKIFn MVINNULÍF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 BLAÐ
Peninííamál
Citibank spáir 5 til 10 prósenta
lækkun dollars á þessu ári
SÉRFRÆÐINGAR Citibank í
Islenskir hagfræðingar vara mjög við spádómum af þessu tagi,
en reynist þeir réttir hefur það mikil áhrif hér á landi
New York spá því að gengi doll-
arans verði 5 til 10% lægra í
árslok 1986 en það var um miðjan
febrúar. Bandaríska dagblaðið
Wall Street Joumal telur einnig
að verð dollarans lækki, þrátt
fyrir að það kunni að verða
óbreytt á næstunni.
Þeir íslensku hagfræðingar sem
rætt var við vara hins vegar við
spádómum af þessu tagi, og benda
meðal annars á að fyrir tveimur til
þremur ámm hafi dollarinn hækkað
stöðugt í verði, þver á alla spádóma.
Það sem af er árinu hefur dollarinn
lækkað í verði gagnvart krónunni
um 1,8%
Vilhjálmur Egilsson, hagfræð-
ingur VSÍ sagði að fyrst dollarinn
lækkaði ekki strax um 5 til 10%
eins og Citibank gerir ráð fyrir, þá
bendi það mjög til þess að menn
séu ekki sammála um hver þróunin
verði.
Bjöm Bjömsson, hagfræðingur
ASÍ benti á að hagfræðingar í
Bandaríkjunum væm ekki á eitt
sáttir um stefnu í gengismálum.
Volcker, seðlabankastjóri hefur lýst
því yfir að lækkun dollarans að
undanfömu sé nægjanleg og er
hann því mótfallin að verð hans
lækki frekar. Már Guðmundsson
hagfræðingur í Seðlabankanum,
nefndi einnig þennan ágreining, en
Baker, Qármálaráðherra vill að
gengi dollarans lækki, sem bætir
mjög stöðu bandarísk atvinnulífs í
samkeppni við erlenda framleiðend-
ur. Bjöm og Már bentu einnig á
að áhrif bandaríska seðlabankans á
alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum
væm mikil.
Þegar spáð hefur verið í gengi
gjaldmiðla, hafa menn leitt hugann
að mjög mismunandi atriðum.
Margir líta á viðskiptakjör viðkom-
andi lands. Ef halli er á viðskiptum
landa er talið að gengi á gjaldmiðli
þeirra lækki og öfugt ef viðskipta-
kjör em hagstæð. Aðrir líta fremur
vaxtamun á milli landa, þannig að
menn kaupi fremur gjaldmiðla og
leggi fyrir þar sem vextir em
hærri. Þetta er ein ástæða þess að
japönsk stjómvöld hafa lækkað
vexti í kjölfar lækkandi olíuverðs,
af ótta við að verð á yeni hækki
og hafi þannig óhagstæð áhrif á
útflutning landsins. I Bandaríkjun-
um hafa vextir einnig farið lækk-
andi og þá fyrst og fremst til að
mæta lækkun vaxta í Evrópu og í
Japan. Lækkun vaxta hefur hag-
stæð áhrif á greiðslubyrgði íslend-
inga af erlendum lánum.
Þriðja atriðið sem menn leiða
hugann að þegar spáð er í þróun
gengis er peningastreymi á milli
landa, lántökuþörf ríkisins og fleira.
Ef land flytur inn peninga, þá leiðir
það til þess að verð á gjaldmiðli
landsins er hátt, ef peningastreymi
er út úr landinu verður gengið lágt.
Vilhjálmur Egilsson sagði að spum-
ingin væm sú hvort lántökur banda-
ríska ríkisins erlendis vegna halla
á §árlögum væm að minnka, annað
hvort með auknum spamaði innan-
lands eða niðurskurði: „Ef svo er
þá lækkar verð á dollar. Og ef
niðurskurður á bandarískum ijár-
lögum gengur eftir eins og stjóm-
völd stefna að þá hækkar dollarinn
ekki. Ef það mistekst þá hækkar
dollarinn - gæti lækkað."
Ef dollarinn lækkar eins og spá-
dómar Citibank gera ráð fyrir er
ljóst að forsendur nýgerðra kjara-
samninga em í hættu, enda vand-
séð hvemig hægt væri að komast
hjá því að lækka ekki gengi krón-
unnar eitthvað. Áhrif dollarans á
íslenskt efnahagslíf em mikil. Talið
er að ef dollarinn lækki um 10%,
að öðm óbreyttu þá versni við-
skiptakjörin um 2%. Ástæðan er sú
að stærri hluti útflutningstekna en
innflutnings er í dollumm. Á móti
kemur að lækkun dollarans þýða
aukna verðbólgu í Bandaríkjunum,
sem ætti að auka þrýsting á hærra
verð á útflutningsvömm Islendinga
til Bandaríkjanna.
Lækkun dollarans hefur einnig
. þau áhrif að þjóðartekjur hér á landi
lækka um 0,8%, og enn verður að
gera fyrirvara á að annað breytist
ekki, svo sem verð á útflutningi og
innflutningi. Þá er einnig áætlað
að 10% gengisiækkun dollars lækki
árlegar afborganir um 0,2% af þjóð-
arframleiðslu. Við þetta bætist að
vaxtagreiðslur verða lægri vegna
lækkandi vaxta. Um 54% af erlend-
um lánum er bundin við dollar, en
fjórðungur við vestur-þýskt mark
ogyen.
Viðskiptabankar
Innlán jukust
um 257millj.
ífebrúar
INNLÁN í viðskiptabönkunum
jukust um 257 mil\jónir króna í
febrúar, þar var aukning innlána
í Iðnaðarbankanum 156 miHjónir
króna, eða 60,7% af heildaraukn-
ingu. t Landsbanka lækkuðu út-
lán um 74 milljónir króna og í
Búnaðarbanka 32 milljónir
króna, eða um 0,55% l\já báðum
bönkunum.
Lausafjárstaða bankanna versn-
aði um 347 milljónir króna í febrúar
og var neikvæð um 2.431 milljón
króna. í lok febrúar var lausafjár-
staða Landsbankans neikvæð um
1.452 milljónir króna, og er betri
en í lok janúar þegar hún var nei-
kvæð um 1.875 milljónir. Lausijár-
staða Iðnaðarbankans batnaði um
28 milljónir króna í febrúar og var
jákvæð um 226 milljónir. Hins
vegar versnaði lausafjárstaða Út-
vegsbankans um 105 milljónir
króna.
Útlán viðskiptabanka hækkuðu
um 600 milljónir króna í febrúar
og námu alls 24.659 milljónum
króna í lok mánaðarins.
Breytingar út- og innlána i raillj. kr.
innlÁn X útlán %
Alþýðubanki 74 2,6 64 9,00
Búnaðarbanki -32 -0,5 100 1,50
Iðnaðarbanki 156 5,3 97 4,30
Landsbanki -74 -0,7 161 0,97
Samvinnubanki 73 2,8 3 0,10
Útvegsbanki 95 2,5 130 3,00
Verzhmaebsnki ... J7 OlS- >»H 1,30