Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIFTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986
Sjávarútvegur
Eigendur Akureyr-
innar semja á ný við
Luby’s-keðjuna
Góður markaður fyrir sjófryst
flök í Bandaríkjunum
NÝLEGA voru tveir af eigendum
frystitogarans Akureyrinnar,
bræðurnir Þorsteinn og Kristján
Vilhelmssynir, á ferð í Bandaríkj-
unum ásamt eiginkonum á vegum
Coldwater Seafood Corp. Til-
gangur ferðarinnar var m.a. að
heimsækja veitingahúsakeðjuna
Luby’s, sem er með aðalstöðvar
sinar i San Antonio í Texas.
Luby’s er stærsti kaupandi flaka
af Akureyrinni.
Luby’s rekur tæplega 90 veitinga-
hús í Texas, New Mexico og Okla-
homa. Heildarsala Luby’s 1985 nam
196 milljónum dollara eða tæpum 8
milljörðum ísl. króna og var það um
15% aukning frá árinu 1984. Luby’s
þykir ört vaxandi fyrirtæki og er
arðbærasta veitingahúsakeðjan í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
Á vegum fyrirtækisins starfa nú
5.900 manns.
Við komuna til Texas tóku stjóm-
armaður, forstjóri og aðalforstjóri
Luby’s á móti gestunum. Fyrirtækið
var skoðað og rætt um áframhald-
andi viðskipti á sjófrystum flökum.
Á síðasta ári seldi Coldwater Sea-
food Luby’s meginhlutann af fram-
leiðslu Akureyrinnar á Bandaríkja-
markað, og eru horfur á því að
erfitt verði að fullnægja eftirspum-
inni á yfirstandandi ári, samkvæmt
upplýsingum Coldwater.
Luby’s er þekkt fyrir góða vöru-
meðferð og vörugæði. Til þessa
hefur Luby’s lagt áherslu á fiskrétti
úr ýsublokk og flökum, en forráða-
menn fyrirtækisins telja þó að þorsk-
flök frá Akureyrinni gefi ýsunni
ekkert eftir. Að þeirra sögn em sjó-
fryst flök ein besta afurðin, sem völ
er á á Bandaríkjamarkaði nú. Þeir
segja einnig að frágangur og gæða-
eftirlit þeirra sem vinna fískinn um
borð í Akureyrinni sé til fyrirmyndar
og að greinilegt sé að allir sem þar
komi nálægt leggi sig fram um
vandaða vinnu.
Coldwater-menn taka þó fram,
að Luby’s sé betur sett við með-
höndlun sjófrystra flaka en margar
aðrar veitingahúsakeðjur. Skera
þarf flökin sérstaklega áður en þau
em framreidd og hafa matreiðslu-
menn Luby’s náð á þessu góðum
tökum. Aðrar veitingahúsakeðjur
vilja yfirleitt frá vömna fullunna og
tilbúna til matreiðslu.
Samkvæmt upplýsingum Cold-
water má ráða af ummælum þeirra
Luby’s-manna að góður markaður
sé fyrir sjófryst flök i Bandaríkjun-
um, svo framarlega að þess sé gætt
að gæðin sitji í fyrirrúmi við fram-
leiðslu, eins og raunin sé á um þá
Akureyrarmenn.
AKUREYRIN — Eigendum Akureyrinnar var
vel tekið af helsta kaupanda þeirra á sjófrystum
flökum í Bandaríkjunum. Á myndinni em frá vinstri:
William Robson hjá Luby’s, Herbert Knights frá
Luby’s, Gerald McGuire, sölustjóri hjá Coldwater,
Þorsteinn Wilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni,
Ralph Erbon, forstjóri hjá Luby’s, Kristján Vil-
helmsson, vélstjóri á Akureyrinni, Páll Pétursson,
yfirmaður gæðaeftirlits hjá Coldwater og E.A. Kelly
frá John Magnum Co.
Hlutafélög
Gjörbreyting á við-
skiptum með hlutabréf
Á SÍÐASTA hálfa öðru árinu
hefur velta á hlutabréfamarkaði
aukist verulega og dæmi er um
að menn hafi hagnast vel i við-
KRISUÁN SIGGEIRSSON
Tölvuborð
sem uppfylla
þínar þarfir.
Verð kr.
Vinsamlegast athugið breytt heimilisfang að Hest-
hálsi 2—4 og nýtt símanúmer 91-672110.
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Hesthálsi 2-4 • sfmi 672/10
skiptum með hlutabréf hér á
landi, svo sem í Flugleiðum og
Eimskipafélagi íslands.
Þorsteinn Guðnason hjá Fjárfest-
ingafélagi íslands segir engan vafa
á því að gjörbreyting hafí orðið á
verslun með hlutabréf á síðustu
missemm allt frá því að Fjárfest-
ingafélagið mat hagrænt mat verð-
gildi hlutabréfa í Flugleiðum og
Eimskipafélaginu fyrir flármála-
ráðuneytið og seldi á margföldu
nafnverði. „Allt síðan má segja að
virkni hlutabréfamarkaðar hafí
aukist talsvert enda þótt ennþá sé
talsvert í land með að unnt sé að
tala um virkan hlutabréfamarkað
hér á landi. Þrátt fyrir verulega
veltuaukningu á hlutabréfamarkaði
þá er uppbygging þessa markaðar
þess eðlis og tíðni þessara viðskipta
slík að við teljum engan veginn
unnt að þessi viðskipti geti staðið
undir gengisskráningu hlutabréfa
nema e.t.v. í tilviki hlutabréfa í
Flugleiðum og Eimskip," segir
Þorsteinn.
100-200% ÁRS-
ÁVÖXTUN
Þorsteinn segir að helstu ein-
kenni hlutabréfamarkaðarins nú
séu þau að seljendur séu margir en
kaupendur færri. Markmið kaup-
enda er ennþá það að fjárfesta í
áhrifum, sem ekkert er við að at-
huga, en í færri tilvikum sé um
hreint fjárfestingarmarkmið að
ræða. „Hitt er svo annað mál að
mér er kunnugt um að einstakir
aðilar hafi hagnast verulega á við-
skiptum með hlutabréf, eins og
segir sig sjálft, ef þeir hafa keypt
þessi bréf á nafnverði t.d. fyrir
hálfu öðru ári og selja þau síðan á
4-5 földu verði f dag. Þessir aðilar
hafa fengið á milli—100 og 200%
ársávöxtun. Slíkt verður auðvitað
mönnum hvatning til að líta á hluta-
bréf sem arðvænlega fjárfestingu
og það eru einmitt þessir sömu
aðilar sem gera þennan markað
virkan. Þessi þróun er ánægjuleg
og bendir til þess að spá okkar um
vísi að virkum hlutabréfamarkaði
innan fárra ára hér á landi hafi átt
við rök að styðjast."
MIKIL BREYTING
Þorsteinn Haraldsson hjá Hluta-
bréfamarkaðnum tekur í svipaðan
streng. Hann segir að vísu að við-
skipti með hlutabréf í þeim fjórum
fyrirtækjum sem H-Mark skráir,
hefðu verið fremur dauf í janúar,
lífleg í febrúar en hins vegar dofnað
verulega aftur í mars, eins og eðli-
legt væri, því að menn héldu að sér
höndum fyrir aðalfundi félaganna,
þar sem menn gætu átt von á því
að gefin yrðu út jöfnunarhlutabréf
og greiddur út arður af hlutabréfun-
um.
„Það er alveg ljóst hins vegar
að það er til hópur manna hér á
landi sem er farinn að skoða hluta-
bréf sem flárfestingu og sem hefur
hagnast á slíkum viðskiptum.
Hversu stór þessi hópur er eða
hversu mikið þeir hagnast er auðvit-
að afstætt. En ég held að það segi
samt sína sögu um þróunina í þess-
um efnum að samkvæmt ársreikn-
ingum Eimskipafélagsins, sem
lagðir voru fram á þriðjudag, þá
var upphæð virkra hlutabréfa 86,7
milljónir en heildarfjárhæð hluta-
bréfa hins vegar 90 milljónir. Það
virðist því að frá því í janúar 1985
og fram að aðalfundi það ár hafi
Eimskip haft til sölu talsvert af
bréfum á nafnverði og ekkert verið
slegist um þessi bréf. Núna seljum
við hins vegar þessi bréf á þreföldu
nafnverði og sitjum síður en svo
uppi með þau,“ segir Þorsteinn
Haraldsson hjá Hlutabréfamark-
aðnum.
Breskirkaup-
sýslumenn gera
stuttan stans
UNDANFARNA daga hafa dval-
ist hér á landi 22 breskir kaup-
sýslumenn og eru þar á meðal
fulltrúar stórra og heimsþekktra
fyrirtækja á borð við BP, Nabis-
co og barckleys Bank. Kaup-
sýslumennimir halda aftur utan
í dag en að sögn Noel Burgess
hjá Breska sendiráðinu hefur
ferð hópsins gengið vel. Ein-
hveijir úr hópnum ætluðu jafnvel
til Akureyrar í gær, ef veður
leyfði, en Burgess sagði að eftir
þvi sem hann best vissi hefðu
kaupsýslumennimir átt árang-
ursríkar viðræður við viðskipta-
vini í Reykjavík en hópurinn kom
til landsins 16. mars.
Þetta er Ijórða árið í röð sem
Verslunarráðið í London efnir til
slíkrar ferðar að vori með stuðningi
breskra stjómvalda, en Skoska
iðnaðar- og þróunarráðið hefur
skipulagt áþekkar ferðir að hausti
til undanfarin ár. Eftir talsverðu
virðist vera að slægjast samkvæmt
upplýsingum sendiráðsins, því að
Skotamir sem hingað komu í októ-
ber sl. segjast hafa náð að auka
útflutning sinn til íslands um röskar
50 milljónir króna. I hópi bresku
kaupsýslumannanna vom nokkrir
sem fyrst og fremst voru hingað
komnir til að heimsækja umboðs-
menn sína hér á landi og treysta
langvarandi viðskiptasambönd
meðan aðrir voru að leita að nýjum
viðskiptavinum og í sumum tilfell-
um umboðsmönnumn.