Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, VgyjniTLAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986
Alþjóðleg viðskipti
Alþjóðleg fyrirtæki hafa
verið aflgjafar vaxtarins
Ræða J.G. Maisonrouge, fyrrverandi forstjóra IBM í Evópu á
aðalfundi Verzlunarráðs íslands 6. mars sl.
„Góðan dag, herrar
mínir og frúr.
+
Eg vil lýsa ánægju
minni yfir því að vera
hér í dag, ekki aðeins
vegna þess mér gefst
kostur á að ræða
áhugamál min, heldur
einnig vegna mögu-
leika á að heimsækja
landið. Ég hef þó komið
tvisvar áður á flugvöll-
inn, þegar ferðalagið
milli Parísar og New
York var ekki án milli-
lendingar, eins og nú
er. En eins dags dvöl í
Keflavík nægir auðvit-
að ekki til að kynnast
Islandi.
Þessi heimsókn mín hér lokar
hringnum, þvi það eru fá lönd í
heiminum sem ég hef ekki heimsótt
á 36 ára ferli mínum hjá IBM og
sannar, að engir hnökrar hafa verið
á rekstri IBM á íslandi, og því vil
ég þakka Ottó A. Michelsen og
Gunnari M. Hanssyni fyrir að hafa
staðið þannig að málum að ekki
þurfti að koma til slíkrar ferðar.
Þangað til nýlega hefur þekking
mín á Islandi takmarkast af lestri
bókarinnar „Á íslandsmiðum" eftir
franska skáldið og sjóliðsforingjann
Pierre Loti, og heimsóknum starfs-
manna IBM fyrirtækisins hér, þeg-
ar þeir hafa komið á fundi í Evrópu.
Ég hef lært örlítið meira síðan
þá, til dæmis veit ég að nafn mitt
gæti verið Jacques Pálsson. Ég hef
heyrt söguna af Eiríki rauða og
syni hans Leifí, sem fyrstur Evr-
ópubúa fann Norður-Ameríku. Ég
lærði um eldfjöll og um ótrúlegt
magn af heitu vatni. Þetta eru að
vísu náttúruleg gæði sem erfítt er
að flytja út. Einnig dáist ég að
krafti þjóðar ykkar í skáldskap og
er það ekki undrunarefni, að La_x-
ness skyldi fá Nóbelsverðlaunin. Ég
þekki enga aðra þjóð í heiminum
með fjórðung milljónir íbúa, sem
getur státað sig af því, að telja
Nóbeisskáld meðal þegna sinna.
Reynsla í alþjóðaviðskiptum hef-
ur þó kennt mér, að það tekur
langan tíma að kynnast þjóð sem
hefur haldið menningu sinni og
tungu í mörg hundruð ár, og er
ekki mikið á vegi ferðalanga. Svo
betra er að þið gangið út frá van-
þekkingu minni um ísland, og ég
mun reyna að halda mig að málefn-
um sem ég hef þekkingu á, sem ég
tei virðingarvott gagnvart áheyr-
endum.
Hvers vegna hafa við-
skipti og fjárfest-
ing aukist ört á
síðustu 40 árum?
Að meðaltali hafa heimsviðskipti
vaxið tvöfalt hraðar en þjóðarfram-
leiðsla á síðustu 40 árum. Árin
1979 til 1984 voru ár heimskreppu
í viðskiptum, en á þessu tímabili
uxu þau ívið meira en þjóðarfram-
leiðsla, en beinar erlendar fjárfest-
ingar jukust á hinn bóginn um
10,6%, sem er ekki svo lítið.
Það má segja að fjölþjóðafyrir-
tæki hafí verið undirstaða vaxtar,
auk þess sem sumar ríkisstjómir
mótuðu stefnu, sem hvatti mjög til
beinnar erlendrar ^árfestingar.
Skoðum málið nánar. Stjómend-
ur kraftmikils fyrirtækis skilja að
vöxtur að magni til, er skilyrði fyrir
því að fyrirtækið haldi velli og að
starfsmenn þess og hluthafar séu
ánægðir. Þetta fyrirtæki stækkar
við sig eins og kostur er á í heima-
landi sínu og menn uppgötva fljótt,
að innanlandsmarkaður er tak-
markaður og þar að auki er hættu-
legt fyrir fyrirtæki að vera háð
óvissu og breytilegum efnahagsleg-
um aðstæðum í heimalandinu.
Til að vaxa, verður fyrirtækið
að ráðast í útflutning. Seinna meir
verður það að fjárfesta erlendis til
að festa sig þar í sessi. Framfara-
sinnaðir forstjórar byija að flytja út
og fjárfesta fljótlega eftir stofnun
fyrirtækja. IBM var stofnað í byrjun
árs 1914 í Bandaríkjunum. Ifyrsta
erlenda útibúið hóf starfsemi sína
ll.júlí 1914 íFrakklandi.
Hvers vegna fjár-
festa fyrirtæki
erlendis?
Ég hef þegar bent á vaxtarlöng-
un sem aðalástæðu, en þær em
fleiri:
Iðnaður þarf hráefni og okkur
vanhagar einnig um matvöru sem
130 ÞÚSUND EINTOK
— 98 AURAR HEILSÍÐA í LIT —
Vinnsla Ferðablaðsins Land er nú á lokastigi. Blaðið minnir
auglýsendur, sveitarfélög og aðra sem erindi eiga með efni í
blaðið að hafa samband hið fyrsta.
Land verður gefið út í tveimur útgáfum.
Önnur er á íslensku, prentuð í 80 þúsund eintökum
en hin á ensku, prentuð í 50 þúsund eintökum
Blaðið verður litprentað í vönduðu broti,
fullt fróðlegra greina
og lágt hlutfall auglýsinga. Auglýsingaverð
samsvarar 98 aurum
á hverja prentaða heilsíðu í lit.
Blaðið fer í dreifingu ^
fyrir 15. maí.
. /7
SÍMAR 687896,687868 og 686535.
MARKAÐSÚTGÁFAN h.f. Ármúla 19. 108 Reykjavík.
fyrirfínnst aðeins í vissum löndum.
Olía, kopar, gull, tin, pottaska,
hnetur, baðmull o.s.frv., eru nokkur
þessara efna.
Velflestar vömr eiga uppmna
sinn í þróunarlöndum. Á tímum
nýlendustefnunnar var samgöngu-
kerfí þessara landa mjög bágborið
og þau skorti jafnframt menntað
vinnuafl.
Á þessum tímum fluttu fyrirtæki
því inn sölumenn og tæknimennt-
aða starfsmenn. Þau litu einnig svo
á, að þau gætu á sama hátt keypt
landsréttindi. Þetta átti sérstaklega
við um námafyrirtæki og plantekm-
eigendur í Afríku og Mið-Ameríku.
Þegar meiri þróun varð svo hjá
þessum þjóðum og þær fengu sjálf-
stæði, tóku þær við framleiðslu og
sölu á náttúmauðæfum landa sinna.
Mjög oft sættu þær sig við uppruna-
lega stofnandann.
í iðnaðarframleiðslu em ástæður
fyrir fjárfestingu af öðmm toga
spunnar. Eins og Peter Dmcker
sagði: „Veröldin er orðin að einum
og sama stórmarkaðnum". í öllum
iðnríkjum, a.m.k. þeim sem búa
ekki við áætlunarbúskap, em vömr
frá öllum heimshomum. Til að geta
tekið þátt í samkeppni á innan-
landsmarkaði verða fyrirtæki að
vera samkeppnisfær á erlendum
markaði.
Til að standast samkeppni, veið-
ur í öllum tilfellum að bjóða:
1. Einstökgæði
2. Lágan framleiðslukostnað
3. Lágan dreifíngarkostnað
4. Góðaþjónustu
5. Möguleika á áframhaldandi
sölu þegar stjómvöld viðkomandi
landa taka upp vemdarstefnu
Þessi 5 atriði skulu útskýrð nán-
an
1. Einstök gæði
Ef framleiða á gæðavöm þarf
að setja framleiðslustarfsemi niður
í löndum sem búa við gott innra
skipulag, nægan og vel þjálfaðan
mannafla og gott menntakerfi.
2. Lágur framleiðslu-
kostnaður
Framleiðslukostnaður er háður
bæði framleiðslumagni og kostnaði
við að framleiða hveija einingu.
Eftir því sem sjálfvirkni verður
meiri lækkar vinnuaflskostnaður
sem hlutfall af heildarkostnaði.
Fyrr á tímum lögðu sum fyrir-
tæki áherslu á lágan vinnuafls-
kostnað og settu upp framleiðslu á
stöðum eins og Taiwan, Hong Kong
og Singapore. Þaðan var framleiðsl-
an síðan flutt út um heim allan.
Önnur kusu að hafa framleiðsl-
una í löndum þar sem markaðurinn
var stór, og framleiða svo mikið,
að framleiðslan yrði samkeppnis-
hæf við verksmiðjur á heimavelli.
Þetta gerði IBM til dæmis.
Fyrstu verksmiðjur IBM utan
Bandaríkjanna voru í Þýskalandi,
Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Japan
og Kanada. Til viðbótar eru nú
verksmiðjur í Brasilíu, Argentínu,
Ástralíu, Mexíkó, Hollandi, Svíþjóð
og Spáni.
Við áttuðum okkur fljótt á kost-
um stærri markaðar til að ná hag-
kvæmni stærðarinnar, en evrópskir
iðnjöfrar hafa þó stundum ruglast
í ríminu að þessu leyti og haldið
að mikilvægast væri að koma upp
einu stóru fyrirtæki. Samruni fyrir-
tækja var algengur, t.d. sameinuð-
ust 3 rafeindafyrirtæki í Frakklandi
og önnur þijú sameinuðust Siemens
í Þýskalandi og svipað gerðist í
Bretlandi. Stæið fyrirtækjanna var
með öðrum orðum aukin, en þau
stækkuðu ekki markaðinn. Þegar
neikvæður árangur er lagður saman
veður niðurstaðan neikvæð, hlutur
sem margir hafa ekki enn skilið.
Eftir Rómarsáttmálann 1958
ákváðum við að líta á Evrópu/Mið-
Austurlönd og Afríku sem markað
fyrir verksmiðjur okkar í Evrópu.
Síðan fylgdi sú ákvörðun að fram-
leiða skyldi tiltekna hluti í aðeins
einni þessara verksmiðja fyrir allan
markaðinn í því skyni að ná hag-
kvæmni stærðarir.nar. Nú er IBM