Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSHPn/JjlVIHNUlÍF FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Doris 29. mars
Bakkafoss 8. apr.
Vessel 23. apr.
Bakkafoss 6. maí
NEWYORK
Doris 27. mars
Bakkafoss 7. apr.
Vessel 21. apr.
Bakkafoss 5. maí
HAUFAX
Bakkfoss ll.apr.
Bakkafoss 9. maí
BRETLAND/
MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 23. mars
Álafoss 30. mars
Eyrarfoss 6. apr.
Álafoss 13. apr.
FEUXSTOWE
Eyrarfoss 24. mars
Álafoss 31.mar8
Eyrarfoss 7. apr.
Álafoss 14. apr.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 25. mars
Álafoss 1. apr.
Eyrarfoss 8. apr.
Álafoss 15. apr.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 26. mars
Álafoss 2. apr.
Eyrarfoss 9. apr.
Álafoss 16. apr.
HAMBORG
Eyrarfoss 27. mars
Álafoss 3. apr.
Eyrarfoss 10. apr.
Álafoss 17. apr.
GARSTON
Fjallfoss 31. mars
Fjallfoss 14. apr.
BREMERHAVEN
Laxfoss 25. mars
Laxfoss 8. apr.
ESBJERG
Laxfoss 27. mars
AVEIRO
Setfoss 21. mars
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
ÁLABORG
Skógafoss 31. mars
Skógafoss 14. apr.
FREDRIKSTAD
Reykjafoss 25. mars
Skógafoss 1. apr.
Reykjafoss 8. apr.
Skógafoss 15. apr.
HORSENS
Reykjafoss 28. mars
Reykjafoss 11. apr.
GAUTABORG
Reykjafoss 26. mars
Skógafoss 2. apr.
Reykjafoss 9. apr.
Skógafoss 16.apr.
KAUPMANNAHÖFN
Reykjafoss 27. mars
Skógafoss 3. apr.
Reykjafoss 10. apr.
Skógafoss 17. apr.
HELSINGJABORG
Reykjafoss 27. mars
Skógafoss 3. apr.
Reykjafoss 10. apr.
Skógafoss 17. apr.
HELSINKI
Skip 24. mars
Dettifoss 2. apr.
GDYNIA
Dettifoss 30. mars
PÓRSHÖFN
Reykjafoss 30. mam
Skógafoss 6. apr.
Reykjafoss 13. apr.
Skógafoss 20. apr.
RIGA
Dettifoss 4. apr.
Áætlun innanlands.
Vikulega: Reykjavík, Isa-
fjöröur, Akureyri.
Hálfsmánaöariega: Húsa-
vík, Siglufjöröur, Sauðár-
krókur, Patreksfjöröur og
Reyðarfjöröur.
EIMSKIP
Pósthússtraati 2.
Sfmi: 27100
Erlent
Séi ’fræðingar spá góðu
ári hjá Hewlett-Packard
SÍÐASTA ÁR var að mörgu leyti
erfitt ár fyrir Hewlett Packard
og sömu sögu er raunar að segja
um önnur fyrirtæki í rafeinda-
iðnaði í Bandarikjunum. Nettó
hagnaður fyrirtækisins, en
reikningsári þess líkur 31. októ-
ber, var 489 milljónir dollara
(20.000 núlljónir króna), en ári
áður skilaði reksturinn 665 millj-
ónum dollara liagnaði (27.260
milljónir króna).
Þrátt fyrir verri afkomu voru
tekjur HP 8% meiri árið 1985 en
undangengið ár. Hagnaður fyrir-
tækisins lækkaði eins og áður segir
en undanfarin ár hefur hann aukist
jafnt og þétt. Árið 1983 var hagnað-
ur 11% hærri en undangengið ár
og 1984 tæplega 20% hærri en
1983. Heildartekjur námu 6.505
milljörðum dollara (266.705.000
milljónir króna). Til samanburðar
má nefna að fjárlög íslenska ríkisins
hljóða upp á rúmlega 35.000 millj-
ónir króna. Saga HP er í raun
dæmi um velgengni tveggja ungra
manna, sem að námi loknu kusu
fremur að starfa sjálfstætt, en
vinna hjá öðrum. Og hún er einnig
lýsandi fyrir þau tækifæri sem fyrir
hendi eru, þá sérstaklega í Banda-
rílcjunum, þó fáum takist að nýta
sér þau.
„Bílskúrsfyrirtæki“
Sagan hefst árið 1938, það ár
luku Bill Hewlett og Dave Packard
prófi í verkfræði frá Stanford Uni-
versity. Strax að námi loknu settu
þeir félagamir upp verkstæði í
bflskúr, bak við heimili Packards í
Palo Alto. Þar unnu þeir að sinni
fyrstu framleiðslu, rafrás, sem er
sjálfvirkt mælitæki til að prófa
hljóðtæki. Hewlett vann að svipuðu
verkefni á námsárunum.
Síðar sama ár kynntu Hewlett
og Packard tækið á fundi Institute
of Radio Engineers. Þá sendu þeir
út bréf til líklegra kaupenda, þar
gáfu þeir rafrásinni heitið Moidel
200A. Meðal þeirra fyrstu sem
svöruðu bréfaskriftum tvímenning-
anna var fyrirtæki Walt Disney.
Kvikmyndafyrirtækið fór fram á
að þeir breyttu útliti tækisins og
Erlent
að hægt væri að nota það á öðru
tíðnisviði. Stuttu síðar höfðu Hewl-
ett og Packard lokið við breyting-
amar og afraksturinn var Model
200B. Og með hjálp átta slíkra
rafrása framleiddi Waít Disney eina
frægustu mynd sína, Fantasíu, þar
sem miklar kröfur eru gerðar til
hljóðs.
Árið 1939 stofnuðu Hewlett og
Packard formlega fyrirtæki, sem
er kennt við þá báða. Ári síðar
fluttu þeir úr bflskúmum í lítið
leiguhúsnæði í nágrenninu og ráðn-
ir voru aðstoðarmenn. Það liðu svo
tvö ár þangað til HP hófst handa
við að reisa eigið hús.
Hewlett gegndi herþjónustu í síð-
ari heimsstyijöldinni og á meðan
var Packard við stjómvölinn. Fram-
leiðslan varð stöðugt meiri og mikil
áhersla lögð á rannsóknir og fyrir-
tækið haslaði sér völl á sviði ör-
bylgjumælitækja.
200 starfsmenn
1950 framleiddi HP 70 tegundir
af tækjum og um 200 starfsmenn
unnu að framleiðslu þeirra. Veltan
það ár nam 2 milljónum dollara (82
milljónum króna miðað við núver-
andi gengi). Starfsmenn HP eru nú
um 85.000, þar af 56.000 í Banda-
ríkjunum.
Jafnvel þó Hewlett-Packard hafi
vaxið hratt á stríðsárunum og
fyrstu árin þar á eftir, þá hófst
uppgangur fyrirtækisins ekki fyrir
alvöru fyrr en um og upp úr 1950.
Með frekari þróun á örbylgjutækj-
um, og aukinni flölbreytni í fram-
leiðslu, svo sem á hraðvirkum raf-
eindateljurum og sveiflusjá, sem er
tæki til að sýna lotubundnar breyt-
ingar á rafrænum stærðum til
dæmis spennu eða straumi, festi
HP sigísessi.
Fyrsta fyrirtækið sem HP keypti
var FL Moseley Company of Pasad-
ena í Kalifomíu árið 1958 og með
kaupum á tveimur öðrum fyrirtækj-
um auðnaðist HP að hasla sér völl
í framleiðslu á mælitækjum fyrir
sjúkrahús og efnaiðnað. Ári síðar
var opnuð söluskrifstofa í Genf í
Sviss og fyrsta verksmiðjan utan
Bandaríkjanna hóf framleiðslu í
Vestur-Þýskalandi. Annarri verk-
smiðju var komið á fót í Bretlandi
árið 1961 og tveimur árum síðar
hóf HP samstarf við japanskt fyrir-
tæki, Yokogawa Electric Works í
Tokýó. Jafriframt þessu jukust
umsvif fyrirtækisins í Bandaríkjun-
um: Verksmiðja í Loveland í Kol-
oradó og síðla árs 1961 keypti HP
nokkur umboðsfyrirtæki sem meðal
annars höfðu selt framleiðsluvömr
þess.
Fyrsta tölvan kynnt
f nóvember 1966 kynnti HP
fyrstu tölvuna og var hún framleidd
fýrst og fremst fyrir þá sem þegar
notuðu ýmis tæki frá HP. 1968 var
Japönsk sijóm völd ótt-
ast lækkun á olíuverði
JAPÖNSK stjómvöld bera kvíð-
boga fyrir því að verðhrun verði
á olíu. Og þetta kann mörgum
að finnast sérkennilegt, þegar
litið er til þess að ekkert iðnríki
ætti að hafa meiri hag af lágu
olíuverði og fá riki bíða meiri
skaða af háu verði og Japan.
Þrátt fyrir þetta ætlar viðskipta-
og iðnaðarráðuneytið í Japan að
fara fram á það við Breta og
aðra olíuframleiðendur, sem
standa utan við OPEC að þeir
minnki olíuframleiðsluna, þannig
að verð fái að hækka.
Yamani, olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu heimsótti Japan í febrúar
síðastliðnum og fór fram á aðstoð
sljómvalda við að koma á jafnvægi
á olíumarkaðnum. Um 70% af olíu
sem Japanir kaupa er frá Mið-
Austurlöndum, og sem nokkurs
konar greiða við þessi lönd ætla
japönsk stjómvöld að beita sér fyrir
því að framboð á olíu minnki. Þau
benda einnig á hættuna sem lágt
olíuverð hefur í för með sér fyrir
alþjóðaverslun, vegna áhrifa á eftia-
hag fátækra olíuframleiðslulanda
og þar með á bandaríska banka,
sem lánað hafa þeim og olíufyrir-
tækjum mikla fjánnuni.
Þessar áhyggjur Japana eru þó
undarlegar. Aðeins 10% af útflutn-
ingi þeirra árið 1985 vartil Indónes-
íu, Mexikó, Malasíu og Mið-Austur-
landa, sem tapa mest á lækkandi
olíuverði. Það liggja aðrar ástæður
að baki. Lágt olíuverð leiðir til þess
að gengi á yeninu hefur farið
hækkandi, vegna þess að spámenn
á gjaldeyrismörkuðum telja að í
kjölfar lækkandi olíuverðs aukist
jákvæður viðskiptajöfnuður Japans.
Yenið hefur hækkað um nálega 35%
gagnvart dollar frá því september
síðastliðnum og er meira en nóg
að áliti efnahagssérfræðinga ríkis-
stjómar Japans.
Það virðist einnig augljóst að jap-
anskt efnahagslíf þurfi á lækkun
olíuverðs að halda. Iðnaðarfram-
leiðslan dróst saman frá nóvember
1985 til janúar 1986 um 2,9%. Það
lítur út fyrir að íjárfestingar verði
minni á þessu ári, hagvöxtur gæti
minnkað um 3% og yrði það í fyrsta
skipti frá 1975. Af þessum ástæð-
um hefur Japansbanki lækkað for-
vexti sína úr 4,5% í 4% og er það
í annað sinn sem hann lækkar vexti
á þessu ári um 0,5-%stig. Þessar
vaxtalækkanir eru taldar leiða til
þess að verg þjóðarframleiðsla, um
0,3%. Vandamálið er að Jágt olíu-
verð gerir miklu meira. Árið 1985
nam olíuinnflutningur 30% af heild-
arinnflutningi til Japans og þá
kostaði tunnan að meðaltali 28
dollara. Ef meðalverðið verður 15
dollarar á þessu ári sparast að
minnsta kosti 16 milljarðar dollara
(656 milljarðar króna). Verðbólga
lækkar og verg þjóðarframleiðsla
vex um 1—1,5%.
Það kann að vera að Japansbanki
lækki forvexti ennfrekar til að örva
efnahagslífið og auka innanlands-
neyslu, og bankinn hefur reynt að
beita sér fyrir lækkun markaðs-
vaxta.
Fjármálaráðuneytið vill ekki lækka
skatta eða auka ríkisútgjöld í sama
tilgangi, að minnsta kosti ekki fyrr
en á næsta ári. Það sem kann að
hafa mest áhrif á neysluna eru
kjarasamningar í apríl. Verkalýðs-
félögin fara fram á 7% hækkun
launa, en atvinnurekendur eru til-
búnir til að veita 3% hækkun.
Sættist aðilar á 4—5% hækkun
launa er líklegt að neysla aukist
verulega, þar sem verðbólga er ekki
nema 2%.
Heimild: The Economist