Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNUlJF FIMMTUDAGUR20. MARZ 1986 B 11 Vandvirkni og gæði Utflutningur gæða vöru eftir Gunnar H. Guðmundsson Nýlega hófst kennsla í nýstofn- uðum Utflutningsskóla Stjómunar- félagsins. Skólinn er merkt framtak og miklar vonir bundnar við af- raksturinn af starfi hans. Hér er bætt úr brýnni þörf. Verð I útflutningi er eftirsóknarvert að selja vöru í hærri verðflokkum. Þetta er mjög eðlilegt markmið þegar við lítum á hátt menntunar- stig þjóðarinnar. Við ættum að geta framleitt þróaðar vörur. Það er jafnvel nauðsynlegt með tilliti til aðstæðna að flestar útflutningsvör- ur okkar liggi ofan til í verðskalan- um. Því verður að byggja á sérstöðu og flnna markaðshom. Framleiðni í hérlendum fyrirtækjum er ekki sérstaklega há. Þegar framleitt er lítið magn verður því ekki breytt nema á löngum tíma. Vöruþróun Undanfarið hefur borið mikið á vömþróun. Ýmsar nýjar vömr hafa komið fram jafnframt því að eldri vömr hafa fengið andlitslyftingu. Við búum samt ekki enn við vöm- þróunarhefð. Reynslan sem safnast hefur er ekkert ýlq'a mikil ennþá. Þar sem unnið hefur verið að vöm- þróun lengi skapast aðferðir til að tryggja árangur vinnunnar. Með kerfisbundinni yfirferð og prófun- Gunnar H. Guðmundsson um má tryggja að varan standist ítmstu kröfur. Hérlendis fara vörar í gegnum misjafnlega ítarlega yfir- ferð fyrir markaðssetningu. Við hverja nýja vöm er væntanlega tekin nokkur áhætta varðandi gæði. Kröfur til verðmeiri vöm em yfirleitt háar. Hún má ekki hafa mikla gallaáhættu. Viðskiptavini þykir það sjálfsagt að varan stand- ist kröfur. Það þarf að hanna gæði inn í vömna þannig að henni sé ekki bilanahætt og auðvelt sé að framleiða hana án galla. Þetta krefst mikillar þekkingar og reynslu í vömþróun. Vandvirkni Gæðamál byggjast á stjómend- um. Þeir verða að kunna að meta þær aðferðir og hugmyndir sem auka gæði og koma þeim á í sínu fyrirtæki. Þær aðgerðir sem stjóm- endur þurfa að grípa til em til dæmis að koma á gæðakerfi eða að efna til herferðar til að auka vandvirkni. Gæðagát er orð sem Pétur Maack, prófessor, leggur til að notað sé til að lýsa starfi fyrir- tækja til að tryggja gæði. A ensku kallað „quality assurance". Það tekur til allra þátta frá vömþróun til notkunar á vömnni. Vandinn er sá að það tekur mörg ár að byggja upp gæðastig fyrir- tækja. Það þarf að endurhanna, endurskipuleggja, endurþjálfa og ef til vill endurijármagna fyrirtæki sem vill komast á efsta gæðastig. Tíminn vinnur á móti okkur, þar sem aðrar þjóðir hafa nú þegar tekið þessi mál föstum tökum. í útflutningi verður allt að fylgj- ast að: Markaðssetning, eiginleikar vömnnar og vömvöndun. Ef einn þáttur bregst fellur varan. Höfundur er rekstrarriðgjafi hjá Riðgarði. Aðalbókari Einstakt tækifæri Eitt stærsta og virtasta þjónustufyr- irtæki landsins vill ráða aðalbókara til að sjá um daglega stjórnun bók- haldsdeildar þess. Um er að ræða mjög sjálfstætt starf. Viðkomandi skal vera viðskiptafræðingur og/eða löggilturendurskoðandi. Reynsla í bókhaldsstörfum skilyrði, en við erum einnig opnir fyrir ungum aðila. Sá sem við leitum að þarf að hafa góða stjórnunarhæfileika, vera fljótur að taka ákvarðanir, eiga gott með að vinna með öðrum, opinn fyrir nýjungum og fljótur að tileinka sér þær, geta unnið undir álagi og hafa mikið eigið frumkvæði. Þjálfun, fræðsla og námskeið er tengjast þessu starfi fara fram hér á landi og erlend- is. Launakjör samningsatriði. Þar sem hér er um einstakt tækifæri, að komast í krefjandi og spennandi framtíðar- starf, hvetjum við alla þá, er áhuga hafa, að hafa samband og ræða málin í algjörum trúnaði. Við viljum ráða í þetta starf fljótlega en gerum okkur grein fyrir, að við gætum þurft að bíða í allt að þrjá mánuði eftir réttum aðila. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 27. mars nk. QiðntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐNINCARÞJÓN USTA TÚNGOTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 ERJÞÚ VELÁ VERÐI..? Síðustu kjarasamningar hafa það m.a. í förmeð sérað Verðlagsstofnun ríkisins, ASÍ sem og allur almenningur fylgist nú betur og rækilegar með verði á vöru og þjónustu en nokkru sinni fyrr. Sértþú í vafa um stöðu þína gagnvart þessum aðilum og gagnvart samkeppnisaðilum þínum - þá eru verðkannanir Miðlunar ómetanlegt hjálpartæki sem auðvelda þér verðákvarðanir og styrkja stöðu þín á markaðinum. Miðlun fylgist náið með verðlagsþróuninni og kannar ennfremur hugmyndir neytenda með skoðanakönnunum. Með þátttöku í verðkönnunum Miðlunarert þú reiðubúinn að mæta „stóradómi“ Verðlagsstofnunar jafnt sem kröfum neytenda. Verðkannanir Miðlunar birtast ekki opinberlega, þær eru einungis ætlaðar viðskiptavinum Miðlunar, þeim fjölmörgu forsvarsmönnum fyrirtækja og verslana sem sjá sér augljósan hag í því að vita nákvæmlega um stöðu sína á markaðinum - þeir eru vel á verði. Ægisgötu 7, pósthólf 155, 121 Reykjavík. Sími: 91-62 22 88 l i I J 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.