Morgunblaðið - 04.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1986, Blaðsíða 2
2 B ^iísdóttif Hálsblndl ■ hannadaf I Quðrúnu Mar> I ínósdóttur. | Línan í Langbrókinni Gallerí Langbrók -Textíll er sölugallerí og sýningaraðstaða, rekstur sem átta textíllistamenn hafa á höndum og hafa haft frá því 1. september '85, en þessir textíllistamenn eru allir af kvenkyni eins og Langbróka er von og vísa og starfsem- in þróaðist út frá gamla Langbrókar- hópnum sem lengi hafði aðsetur sitt á Bernhoftstorfunni. “Hópurinn hér myn- daðist þegar samningaumleitanir um leigu á húsnaeðinu á Torfunni höfðu gengið heldur illa og við vorum farnar að leita eftir öðru húsnaeði,'1 segir ein textíllangbrókanna, Guðrún Marínós- dóttir. “Þegar svo þetta húsnæði á Bók- hlöðustígnum rak á fjörur okkar var niður- staðan sú að fjórar textílkonur úr Lang- brókarhópnum, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marínós- dóttirog Steinunn Bergsteinsdóttirog fjórar þeim til viðbótar, þærValgerður Torfadóttir, Heiða Björk Vignisdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir og Ása Ólafsdóttir hófu með sér samstarf um rekstur á versluninni, Galleríinu og sýningarsal sem við köllum “Hallgerði" og leigjum út. Það sem við erum með hér eru ein- göngu textíl myndverk, ofin eða þrykkt, sérhannaðurfatnaður, þrykktureða mál- aður, skartgripir, þrykktir púöar, hand- gerðir hattar og annað sem telst til text- íls.“ Það voru einmitt nokkrir slíkir munir og fatnaður sem okkur lék forvitni á að sjá og aðrir geta séð hér á myndum Árna Sæbergs. -VE AnnaÞóra Karlsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Valgerður Torfadóttir N/a^Sir KP to nunn Ste' dótt'r teins rg Hattur og kjóll aftlr Valgaröl Torfadóttur og myndvefnaður aftlr Aau Ólafadótt- ur. Púði- Guðrún Marinósdóttir sdóttir | MYNDBOND Sæbjörn Valdimarsson MYNDBAND VIKUNNAR Horfið aftur til hippatíma Easy Rider Leikstjóri Dennis Hopper Framleiöandi Peter Fonda. Handrit Fonda: Hopper og Terry Southern. Kvikmyndataka Laszlo Kocacks. Aðalhlutverk Fonda, Hopper, Jack Nicholson, Anthonyo Mendoza, Phil Spector, Robert Walker. Bandarísk, Columbia 1968.91 mín. Easy Rider er hressilegt monú- ment um makalaust skeið í sög- unni — hippatímabiiið. Þetta minnismerki var í upphafi með nokkrum smíðagöllum, enda gert fyrir smáaura, þeir hafa ekki enn komið að sök svo heitið getur, en hætt er við að einhverjum þyki efnið og fílósófían brosleg í dag. Því er ekki að neita að undirr. á góðar minningar tengdar þessum útbreidda söfnuði, allar götur aftiir til ’63, en frá því ári kom ág reglu- bundið til New York um all langt skeið. Þessi kynni hófust með því aö einn félagi minn, nokkuð við aldur, að 18 ára stráklingi þótti þá, hafði frá skrýtinni lífsreynslu að segja: „Nú, ég fór inná þennan bar og þar reyktu allir „maríamaría", nafniö hafði eitthvað skolast til f gleðskap næturinnar. Allir vildu kynnast þessari veraldarfurðu, sem veir einskonar samnefnari fyrir boðskap múgsefjunarinnar en hún náði þó blessunarlega ekki að blekkja landann. Hinsvegar gat maður gengið óhræddur um öng- stræti Greenwich willage sem Soho. Allir elskuðu alla og enginh veittist að manni nema þá til að tjá ást sína og bróðurþell Klæön- aöurinn var ólýsanlegur, austur- lensk tónlist, gjarnan slegin á sítar, flæddi útúr hverri krá. Hárið féll um herðar niður, minipils af minnstu gerð héldu blóðinu á hreyfingu og enginn kvartaöi und- an því að þetta var hinn langþráöi tími frjálsra ásta! Á þessum árum var engin þörf á að standa í barningslegum út- skýringum hvaðan mann bar af jarðkringlunni. Ég tilkynnti aöeins, (hátíðlega), að ég væri fæddur á mörkum vogarmerkis og sporð- dreka. Það landamærarfki reyndist mér ágætlega sem endranær, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.