Morgunblaðið - 04.04.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 04.04.1986, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1986 Heilsufari skilnaðar- barna er hætta búin að er almennt viðurkennt að hjónaskilnaðir hafi í för með sér mikiö álag fyrir báða þá aðila sem eiga beinan hlut að máli, einkum tilfinningalegt og fjárhagslegt. Upplausn fjölskyldu hefur einnig neikvæð sálræn áhrif á börn og þarf ekki spekinga til að átta sig á því. Nú hefur verið sýnt fram á það með vís- indalegri rannsókn að skilnaður foreldra hefur einnig þau áhrif á börn að líkamlegu heilsufari þeirra er hætta búin. Rannsóknin tók til 358 barna í fjölskyldum þar sem beggja foreldra naut við og 341 barns úr fjölskyldum þar sem foreldrar höfðu skilið. Niðurstaðan varð sú að heilsufar skilnaðarbarna (og systkina þeirra og foreldra) var miklu lakara en heilsufar hinna. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni telja or- sakirnar fyrst og fremst þá víð- tæku breytingu sem skilnaður hefur á fjölskyldulífið. Reglu- bundnir lifnaðarhættir raskast mjög, a.m.k. fyrstu mánuðina eftir að skilnaður á sér stað. Hvað er til ráða? Vísindamenn- irnir telja unnt að draga verulega úr hinum neikvæðu áhrifum á lík- amlega heilsu með einföldum ráðstöfunum sem m.a. eru í því fólgnar að tryggja reglulega matartíma og hollt mataræði, gæta þess að háttatími barnanna fari ekki úr skorðum og sjá til þess að þau fái næga hreyfingu. Áhrif þess sem fyrir ber í frum- bernsku Því hefur löngum verið haldið fram að fyrstu mánuði ævinnar vaði manneskjan í villu og svíma, þannig að myndir og atvik séu í huga ungbarnsins líkt og leiftur um nótt án þess að barnið setji einstök atriði i sam- hengi við önnur. Nýlega staðreyndi barnasálfræðingur við Rutgers- stofnunina í Bandaríkjunum að tveggja mánaða barn hefur stál- minni og kann að notfæra sér leikni sem það lærði vikum fyrr. Tilraunin fólst í því að 200 börn á aldrinum 8—13 ára læröu að hreyfa óróa sem hékk yfir vögg- unni. Bönd sem hnýtt voru um báða ökkla barnsins tengdust óró- anum og síðan var barninu kennt að hreyfa óróann í tveimur atrenn- um sem hvor um sig tók 15 mínút- ur. Þegar kippt var á böndin hélt barnið áfram að sparka hið ánægðasta enda þótt óróinn væri hættur að hreyfast. Síðah var óró- inn fjarlægður og þá hætti barnið smátt og smátt að sparka. Nú vaknaði sú spurning hvort minnið tæki við sér og barnið tæki að sparka á ný ef óróinn birtist. Tvær vikur voru látnar líða en þá var óróinn hengdur yfir vögguna og hreyfður lítilsháttar. Engin við- brögð. Sólarhringur leið en þá færðist skyndilega fjör í leikinn og nú var sparkað af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Viöbrögð barn- anna 200 voru mjög á sömu lund. Barnasálfræöingurinn dregur þá ályktun að áminningin hafi virkað — það taki börn einungis dálítinn tíma að rifja upp það sem fyrir þau hafi borið. Lexían er hins vegar í því fólgin að það sem kemur fyrir börn í frumbernsku kann að hafa meiri áhrif á sálarlífið en hingað til hefur verið talið. Varúð nauðsynleg í meðferð Ijósritunarvéla Ljósritun getur haft skaðleg áhrif á heilsuna. Sérstakrar aðgæslu er þörf ef Ijósritunarvélin lyktar, ef hún er í herbergi þar sem loftræstingu er ábótavant eða ef langt er síðan hún hefur verið yfir- farin. Ástæða er til þess að um- gangast þau efni sem notuð eru með sérstakri varúð. Varast ber að snerta efnin eða anda að sér gufu sem þau gefa frá sér. Loks er varað við því sérstaklega að horfa í Ijós vélarinnar. Ózon er súrefnistegund sem hætta getur stafað af og algengt er að of mikið verði áf henni í herbergjum þar sem Ijósritunarvél- ar eru í gangi, einkum ef loftræst- ing er ófullnægjandi. Nýleg rann- sókn leiddi í Ijós að Ijósritun 83ja skjala á tveimur klukkustundum í herbergi þar sem loftræsting var í lágmarki var heilsuspillandi. Óz- on-magn þarf ekki að vera mikið til þess að hafa neikvæð áhrif á taugakerfið og orsaka þreytu og sljóleika. Þá veldur það þurrki í öndunarfærum um leið og þaö ertir augu og háls. Þeir sem eru að staðaldri í námunda við þessi tæki geta orðiö fyrir varanlegum lungnaskemmdum, auk þess sem grunsemdir eru um að efnið trínít- rósflúor sem notað er til að þekja ákveðna vélarhluta í sumum gerð- um geti valdið krabbameini. í umgengni við allar Ijósritunar- vélar er sjálfsagt að viðhafa eftir- farandi reglur: • Látið athuga vélina án tafar ef hún gefur frá sér stæka lykt sem stafað getur frá rafmagni eða efnum. • Krefjist þess að Ijósritunarvélar séu hafðar þar sem vítt er til veggja og loftræsting góð. • Fylgist með því að vélar séu hreinsaðar reglulega og að þeim sé vel við haldið. • Notið hlífina sem á að leggjast yfir þau skjöl er Ijósrita skal og horfið ekki í Ijósið. • Notið gúmmíhanska og svuntu ef nauðsynlegt er að eiga við Ijósritunarefnin. Farið ykkur Hundruð manna í hálendisferðum Landakot, fjallaskóli sunnan Eyjafjarðardala. FERÐAMÁL Umsjón/Sigurður Sigurðarson Þ þegar komnir á stjá. Á há lendinu eru víðast þokkalec snjóalög fyrir vélsleðafólk oc gönguskíðamenn. Þeir fyrr nefndu hafa nú þegar nýtt sér hina góði tíð og farið víða um hálendið, en göngu mennirnir þurfa að sætta sig við að bíð: enn um sinn því skíðaferðir um hálendii eru tímafrekar og vegalengdir miklar. Með þessari grein birtast fjórar mynd ir af þekktum fjallaskálum. Tveir þeirr: eru sunnanlands, einn á miðhálendinu og einn fyrir norðan. Þetta eru skálar Ferðafélags íslands í Landmannalaug- um, Veiðivötnum og Nýjadal og Landa- kot, skáli í einkaeigu skammt sunnan Eyjafjarðardala. Að þessum skálum eiga fjölmargir vetrarferðamenn spor sín, jafnt á gönguskíðum sem vélsleðum. Gönguskíðaferðir að vetrarlagi verðra sífellt vinsælli eftir því sem fleiri átta sig á þeirri ágætu íþrótt sem gönguferðir á I-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.