Morgunblaðið - 04.04.1986, Page 7

Morgunblaðið - 04.04.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR4. APRÍL1986 mjög hægt þegar efnum er t.d. hellt, þannig aö þau dreifi sér sem allra minnst. Þvoið ykkur um hendur og andlit um leið og verkinu er lokið. (ÚR AMERICAN HEALTH) Ný aðferð til að gera sprungnar háræðar ósýnilegar Æðahnútar og sprungnar háræðar á fótleggjum eru mörgum til ama og jafnvel óþæg- inda. Ýmsar aðferðir eru við að draga úr áhrifum æðahnúta og jafnvel að fjarlægja þá en til skamms tíma var erfitt að eiga við sprungnar háræðar sem oft birtast eins og net á afmörkuðu svæði. Þær eru algengar, en sársauka- lausar og skaða ekki heilsuna þannig að ástæðulaust er að hafa af þeim áhyggjur en þó eru þær til ama þeim sem láta sér annt um útlitið. Þannig geta þær haft sál- ræna þýðingu. í fréttabréfi sem út kemur á vegum Mayo Clinic skýrði einn sérfræðinga þeirrar virtu stofnun- ar, Joseph M. Kieley, nýlega frá aðferð til að gera hinar sprungnu háræðar ósýnilegar. Aðferðin er nánast sársaukalaus og við hana er ekki beitt deyfingu. Meðferðin tekur aðeins fáeinar mínútur og fer oftast fram á læknastofu þannig Hreyfing eftir mat flýtir fyrir efnaskiptum ^ r hægt að aðhafast eitt- hvað að lokinni stórmáltíð til þess að hitaeiningarnar hlað- ist ekki utan á líkamann? Já, segir næringarfræðingurinn David Levitsky við Cornell- háskóla í Bandaríkjunum sem nýlega komst að þeirri niður- stöðu að unnt sé að brenna fleiri hitaeiningum með því að hreyfa sig þegar maður er mettur en þegar lítið er í maganum. Líkam- leg hreyfing að lokinni máltíð flýtir fyrir efnaskiptunum miðað við það sem gerist undir venju- legum kringumstæðum og ár- ang-urinn verður sá að líkaminn brennir fleiri hitaeingingum en ella. En aðgát skal höfð: Mikið lík- amlegt erfiði eða æfingar geta haft truflandi áhrif á meltinguna. Því er ráðlegast að fara ekki of geyst í sakirnar. Röskleg tuttugu mínútna gönguferð einni eða tveimur klukkustundum eftir máltíð ætti að vera hæfileg hreyfing sem örvar efnaskiptin. að sjúklingurinn þarfnast ekki inn- lagningar á sjúkrahús. Nokkuð er misjafnt hvernig læknirinn fer að en í stórum dráttum fer meðferðin þannig fram í Mayo Clinic: Sjúklingurinn stendur á gólfinu á meðan læknirinn stingur hárfínni nál í hverja æð og sprautar í hana froðukenndri upplausn. Umbúðum er síðan vafið um fótinn og þær hafðar á honum í sólarhring. Sprungnar háræðar eru yfirleitt blárauðar en innan viku frá því að þessari meðferð er beitt fer liturinn að fölna en yfirleitt líða 4—6 vikur þar til hann er horfinn með öllu. sjaldan kemur fyrir að meðferðin beri ekki árangur og þá birtist hinn blárauði litur æðanna á ný. Um fjórðungur sjúklinga verður fyrir því að á staðnum þar sem æðanet- ið sást áður kemur gulbrúnn litur sem tilsýndar er eins og marblett- ur. í flestum tilvikum hverfur þessi litur en það getur tekið nokkrar vikur og jafnvel mánuði. Aðrar hugsanlegar aukaverkanir sem þó eru sjaldgæfar eru sár og ör en þá sjaldan slíkt ber við er oftast um að kenna klaufaskap læknisins. Til að forðast slíka ákomu er mikil- vægt að hæfur og laginn læknir framkvæmi þessa einföldu aðgerð. Er þá ráðlegt fyrir þá sem eru með sprungnar háræðar að fara í slíka meðferð? Þar sem sprungnar hárhæðar skipta engu máli fyrir heilsufarið mæla læknar því aðeins með því ef þær eru viðkomandi til verulegsama. Tannleysi Arlega verða mörg börn fyrir því slysi að missa nýuppkomnar fullorðinstennur. Þetta gerist ekki ósjaldan þegar þau eru að byrja að læra að hjóla. Það má bjarga þessum tönnum sé rétt brugðist við. 1. Haldið ró ykkar og reynið að hafa upp á tönninni. Sé hún í munninum skal henni ýtt aftur i beð sitt, varlega, en eins langt og hún kemst. 2. Hafi tönnin lent á jörðinni takiö hana þá upp á krónunni, hreins- ið óhreinindi varlega af undir rennandi vatni og haldið henni rakri með því að setja hana í beð sitt eða geymið hana á milli gómsins og kinnarinnar eða f glasi af mjólk. Það má líka geyma hana í munni fullorðins aðstoðarmanns. Setjið ekki tönnina í munnskolsvökva eða spíritus. Ekki má heldur þvo hana harkalega eða upp úr kemiskum efnum. Snert- ið ekki rót tannarinnar. Hafið strax samband við tannlækni eða farið með barnið á slysavaröstofu þar sem tannlæknir er á slysavakt. Sé tönnin sett aftur á sinn stað innan hálftíma frá því að hún losnaði úr eru mjög góðar líkur á að hún festist. Sendandi: H. Fiiippusdóttir 3. 5. MANNAÞEFUR Sú var tíðin að meðal ýmissa þjóðflokka var svitalykt talin bera vott um kynþokka en tímarnir hafa breyst. Siðmenningin hefur haft það í för með sér að það þykir ekki siðaðra manna háttur að bera með sér svitalykt. Þó er þetta vandamál sem margir eiga við að stríða og vilja kenna líkamsstarf- seminni um. En það er ekki líkaminn sjálfur og úrgangsefni hans sem eiga sökina. Hinir raunverulegu söku- dólgar eru sýklar sem sækja að líkamanum og breyta svitanum í hinn hvimleiða óþef. Þessum sýkl- um er skipt í tvo aðalflokka. Önnur tegundin hefur þau áhrif á rakann í handarkrikanum að hann gefur frá sér þef sem getur minnt á keitu en hins vegar eru svokallaðir „míkrókokkar" sem orsaka súra lykt. Það er svo einstaklingsbundið hvert hlutfallið er og hvernig lyktin verður. í handarkrikanum eru afar ákjós- anlegar aðstæður fyrir sýkla. Þar eru hiti og raki og kirtlar sem gefa frá sér lyktarefni auk svitans sem hreinn og ómengaður er reyndar lyktarlaus. Það er svo undir því komið hversu afkastamiklir kirtl- arnir eru hvað lyktin verður megn, svo og hversu mikið er af sýklum. Sýklarnir eru tvisvar til þrisvar sinnum fleiri hjá einstaklingum sem eiga við að stríða megna svitalykt en hjá öðrum. Hjá körlum eru kirtlar sem máli skipta í þessu sambandi bæði stærri og fleiri en hjá konum. Hreinlæti er að sjálfsögðu árangursríkasta aðferðin við aö bægja frá svitalykt, auk þess sem fáanleg eru margvísleg efni sem unnið geta á henni. Nokkuð hefur verið tíðkað að gera aðgerðir sem beinast að því að draga mjög úr virkni kirtlanna þegar önnur ráð hafa komið að litlu haldi. Fiest svitalyf sem nú eru í notkun herja á áðurnefnda sýkla en í framtíðinni má búast við því að framleidd verði svitalyf sem vinna einungis á þeim lífverum sem valda þessum óæski- lega mannaþef. Skáli FÍ f Landmannalaugum. Skálar FÍ f Nýjadal. skíðum eru. Vetrarferðir á skíðum krefj- ast þó þreks, undirbúnings og ekki síst góðs útbúnaðar. Varkárni er aðall góðs vetrarferðamanns en ekki þarf að brýna gönguskíðamenn til að fara varlega. Langar dagleiðir milli áfangastaða leyfa yfirleitt ekki mikil frávik eða leiki nema tíminn og matföng séu þeim mun meiri. Vélsleðaferðir eru af mörgum álitinn skemmtilegur leikur frekar en alvarleg ferðalög. Þetta er miður því vélsleða- ferðir geta verið stórhættulegar ef ekki fara saman þekking, kunnátta og skyn- semi til að meta aðstæður rétt. Vél- sleðamenn eru yfirleitt eingöngu upp á sleða sína komnir. Vilji óhapp til, sleðinn bili, standa þeir illa að vígi enda ekki búnir til göngu um langar leiðir. Þess vegna verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir vélsleðamönnum að ferðast margir saman, helst ekki færri en fjórir. Leiðir vélsleðamanna liggja þvers og kruss um landið. Þá munar ekki um að taka á sig tugi kílómetra krók, skreppa upp á jökla eða í næsta landshluta. En það er slæmt ef vélsleðinn er miðdepill ferðarinnar. Til eru þeir sem halda á áfangastað og njóta verunnar þar á gönguskíðum. Gönguskíðamenn halda yfir Kjöl úr Svartadal í Húnavatnssýslu eða um hinn forna Kjalveg frá Mælifelli í Skagafirði. Flestir koma við á Hveravöllum og Hvít- árnesi og enda ferðina við Geysi í Haukadal. Þá fara gönguskíðamenn úr Eyjafjarðardölum eða Svartárdal yfir Sprengisand og enda ferðina í Sigöldu. Fjölmargir fara úr Sigökldu í Land- mannalaugar á gönguskíðum. Nefna má að Ferðafélag Islands stendur árlega fyrir gönguskíðaferðum í Landmanna- laugum um páska. Frá Landmannalaug- um er skíðað um nágrennið m.a. upp í Hrafntinnusker. Páskarnir er vinsælasti timi hálendis- ferða. Má ætla að hundruðir manna séu á ferðinni á vélsleðum, gönguskíðum eða jeppum, sérstaklega útbúnum til aksturs í snjó. Nú er svo komið að búast má við mannaferðum um allt hálendið um páska, jafnt á hæstu jökla sem annars staðar. Enginn þarf að láta sér bregða þó fréttir berist um bílaumferð við Grímsvötn eða göngumönnum á Hofsjökli. Ferðamönnum er bent á að undir- staða ánægjulegrar og farsællar ferðar er góður undirbúningur, góður útbúnað- ur og skynsamleg ferðatækni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.