Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 7

Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR18. ÁPRÍIvl98G; m 7) Þ»mmI bygglng I UarMellle er moðml þmkktart verka Le Corbualer. Honum var fallð það varkefnl ártð 1948 að telkna Mtórt IJðlbýllahús og fékk fijálsar hendur vlð útfaersluna. Þama notar hann allar grunnhugmyndlr sfnar. Bygglngln stendur t.d. á súlum, á þaklnu er bamaMkvðllur og í hennl mlðrl er gata með verslunum. Bygg- Ingln erlraun bmr / borglnnl. RættviðJes Einar Þorsteinsson um Le Corbusier framfæri í Evrópu. Verkefni hans var að skipuleggja höfuðborg Punjab, Chandigarh, og gerði hann það í samvinnu við samstarfsmenn sína Pierre Jeanneret, Maxwell Fry og Jane Drew. Hann var ráðgjafi stjórn- valda og teiknaði sjálfur byggingar hins opinbera, s.s. þinghús, dóms- hús og skrifstofubyggingu ráðu- neytanna. í Frakklandi var hann umdeildur alla tið, en hann var mikils virtur viða um heim og honum voru falin stór verkefni í mörgum löndum. Meðal verkefni í mörgum löndum. Hann teiknaði nokkuð fyrir kaþólsku kirkj- una í Frakklandi og hafa þær bygg- ingar vakið mikla athygli, þá sérstak- lega kirkja sem hann teiknaði og reist var í Ronchamp í Austur-Frakk- landi." Sterkar hefðir „Le Corbusier tók þátt í fjölda samkeppna. En hann varð mjög oft fyrir vonbrigðum því hann taldi að markvisst væri gengið fram hjá hugmyndum sinum. í Frakklandi hafa alltaf verið sterkar hefðir í arki- tektúr sem öðru og menn sem brydduðu upp á nýjungum í jafn rík- um mæli og Le Corbusier áttu sjaldnast upp á pallborðið hjá ráða- mönnum eða almenningi í fyrstu Þetta erettt affyrrt ogJafnframt þekktarí elnbýlls- húsum Le Corbusler, Malson La Roehe I Paris, telknaðárlð 1923. ibúð Le Corbualer I Paría. þeir voru samtímamenn og af mörg- um taldir tveir þekktustu arkitektar aldarinnar. Wright var að nokkru tengdur Art Nouveau eða náttúru- stefnunni. Hann vildi fella bygging- una að landslaginu, en það var andstætt hugmyndum Le Corbusi- er. Byggingar voru mannanna verk og voru þvi og áttu að vera algjör andstæða landslagsins. Fyrir sýningu 1922 skipulagði hann borg fyrir 3 milljónir íbúa þar sem hann notaði hugmyndir sínar j skipulagsmálum. Annars vegar var maðurinn einn hluti af þessum þremur milljónum. Hins vegar var hann einstaklingur innan veggja heimilis með fjölskyldu sinni. í þess- ari borg greinir hann alveg á milli umferðar fótgangandi manna og bílaumferðar. Hann hafði mikið af opnum svæðum, háhýsin voru í miökjarnanum, þá lægri blokkir og svo lægstu húsin í útjaörinum. Há- hýsin voru allt að 60 hæða háir skýjakljúfar, stóðu á súlum og mikið af grænum svæðum var á milli. Iðnaðarbyggingar og verksmiðjur voru svo hafðar skammt utan borg- armarkanna. Þessi hugmynd hans i skipulagsmálum hefur verið mikiö gagnrýnd og þá fyrst og fremst fyrir að vera ómanneskjuleg. En í Bandaríkjunum leysa menn þetta ekki öðruvísi nú í milljóna- borgum en með svona háhýsum." Indverjar opnari fyrir nýjungum „Indverjar reyndust vera opnari fyrir nýjungum í skipulagsmálum en Evrópubúar og það var fyrst í Punjab á Indlandi sem Le Corbusier fékk tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar í þessum efnum þrátt fyrir itr- ekaöar tilraunir til að koma þeim á atrennu. Hann prófaði sig áfram með byggingarefni, notaði t.d. mikið stál og steypu, og sömu grunn- hugsun má sjá í þeim húsgögnum sem hann hannaöi. Þar notar hann mikið leður og stál sem á þessum tíma var svo til óþekkt. Húsgögn þessi njóta ennþá mikilla vinsælda og um þau er rætt og ritað eins og önnurverk Le Corbusier. Það má segja að saga Le Corbusier sé einstæö, margir þættir hennar tengjast menningar- sögu 20. aldar. Hann kom víða við, hugmyndir hans voru síungar og hann var ávallt skapandi og stefnu- mótandi. Hann útfærði ekki allar sínar hugmyndir, en það voru margir arkitektar sem komu í kjöl- far hans og útfærðu sumar hug- mynda hans. Eftir hann liggja mörg merk verk og það eru þau sem lýsa honum allra best." Texti/Elísabet Jónasdóttir Umsjón/Áslaug Ragnars Varúð nauðsynleg Ljósritun getur haft skaðleg áhrif á heilsuna. Sérstakrar aðgæslu er þörf ef Ijósritunarvélin lyktar, ef hún er í herbergi þar sem loftræstingu er ábótavant eða ef langt er síðan hún hefur verið yfir- farin. Ástæða er til þess að um- gangast þau efni sem notuð eru með sérstakri varúð. Varast ber að snerta efnin eða anda að sér gufu sem þau gefa frá sér. Loks er varað við því sérstaklega að horfa í Ijós vélarinnar. Ózon er súrefnistegund sem hætta getur stafað af og algengt er að of mikið verði af henni í herbergjum þar sem Ijósritunarvél- ar eru í gangi, einkum ef loftræst- ing er ófullnægjandi. Nýleg rann- sókn leiddi í Ijós að Ijósritun 83ja skjala á tveimur klukkustundum í herbergi þar sem loftræsting var í lágmarki var heilsuspillandi. Óz- on-magn þarf ekki að vera mikið til þess að hafa neikvæð áhrif á taugakerfið og orsaka þreytu og sljóleika. Þá veldur það þurrki í öndunarfærum um leið og það ertir augu og háls. Þeir sem eru að staðaldri í námunda við þessi tæki geta orðið fyrir varanlegum lungnaskemmdum, auk þess sem grunsemdir eru um að efnið trínít- rósflúor sem notað er til að þekja ákveðna vélarhluta í sumum gerð- um geti valdið krabbameini. í umgengni við allar Ijósritunar- vélar er sjálfsagt að viðhafa eftir- farandi reglur: • Látið athuga vélina án tafar ef hún gefur frá sér stæka lykt sem stafað getur frá rafmagni eðá efnum. • Krefjist þess að Ijósritunarvélar séu hafðar þar sem vítt er tih: veggja og loftræsting góð. • Fylgist með því að vélar séu hreinsaðar reglulega og að þeim. sével viðhaldið. r • Notið hlífina sem á að leggjast yfir þau skjöl er Ijósrita skal og horfið ekki í Ijósið. • Notið gúmmíhanska og svuntu ef nauðsynlegt er að eiga við Ijósritunarefnin. Farið ykkur mjög hægt þegar efnum er t.d. t hellt, þannig að þau dreifi sér sem allra minnst. Þvoið ykkur\ um hendur og andlit um leið og verkinu er lokið. (ÚRAMERICAN HEALTH) Ný sjálfstyrkingarsamtök Allir kannast við AA—sam- tökin, sem áttu upptök sín í Bandaríkjunum og hafa síðan náð fótfestu í mörgum löndum, þ.á.m. íslandi. En hér á landi kannast sennilega færri við sjálf- styrkingar samtökin IA sem starfa eftir fyrirmynd AA en hafa annað markmið. IA er skamm- stöfun á Impotents Anonymous sem útleggst „óþekktir náttúru- leysingjar". Fyrsta deildin í þessum samtökum var stofnuð í Washington 1981. Nú eru 18 slíkar deildir starfandi víðsvegar um Bandaríkin og fer þeim ört fjölgandi. Dr. Myron Murdoch í Mary- land er sérfræðingur í þvagsjúk- dómum og starfar mikið innan lA-samtakanna. Hann telur tímabundið getuleysi sennileg- ast stafa af ofþreytu, streitu eða óhóflegri áfengisneyzlu, en þegar getuleysi stendur lengur en sex vikur í senn ráðleggur hann viðkomandi að fara til læknis. Tilraunir hafa leitt í Ijós að menn sem eiga við getuleysi að stríða en rís þó hold í svefni eiga sennilega við sálræn vandamál að etja. Rísi þeim alls ekki hold á vandamálið sér trú- lega líkamlegar orsakir, s.s. sykursýki, æðasjúkdóma, taugasjúkdóma, brest í mjaðma- grind, hormónatruflanir eða nýrnaveiki, auk þess sem um afleiðingar lyfjagjafar getur verið að ræða. í starfsemi IA er starfað eftir þeirri kenningu að vandamálið sé aldrei óleysanlegt en mikil- vægt skref í rétta átt sé það að horfast í augu við það og fá tækifæri til að ráðfæra sig við aðra í sömu aðstöðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.