Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 B 3 IFKGautaborg efst í Svíþióð IFK Gautaborg hefur forystu í sænsku úrvalsdeildinni f knatt- spyrnunni eft>r helgina. Gauta- borg sigraði Norrköping, 2-1, á sunnudaginn. Halmstad, sem Eggert Gufi- mundsson, markvörður, leikur með, gerði jafntefli við Malmö FF, 2-2. Öster og Brage gerðu marka- laust jafntefli. Örgryte sigraði Elfs- borg með tveimur mörkum gegn einu og AIK og Kalmar gerðu markalaustjafntefli. Staðan í sænsku úrvalsdeildinni eftir síðustu umferð er þessi: IFK Göteborg 3 2 1 0 6-35 Örgryte 3 2 0 0 5-1 4 Malmö FF 3 1 2 0 3-5 4 Kalmar FF 3 1113-33 Halmstad 3 1114-53 Elfsborg 3 1 0 2 5-42 öster 2020 1-1 2 Brage 2 0 2 0 0-02 Djurgárden 2 10 12-52 Aik 3 0 2 1 2-5 2 Hammarby 2 0 112-41 Norrköping 2 0 0 2 2-40 Ziirich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Lugano, lið Janusar Guðlaugssonar, hefur ekki tapað leik síðan Janus gekk f liðið í haust. Það er nú efst með 39 stig í 2. deild í knattspyrnu í Sviss og stefnir harðbyri á 1. deiid. Það sigraði Martigny 3:1 um helgina og á sjö leiki eftir á leiktímabilinu. Janus hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í fjölmiðlum. Lugano er í ítalska hlutanum í Sviss og þar er hann kallaður „roccia" eða bjargið. Hann er „líberó" og stöðv- ar sókn mótherjanna hvað eftir annað. „Það er Þjóðverji sem skorar fyrir okkur en ég stoppa lekann," sagði Janus. Hann kvað Lugano tæknilega mjög gott lið og sagði að það væri vel blandað eldri og reyndari leikmönnum og yngri mönnum „sem er ágætt að láta hlaupa fyrir sig“. Lugano var mjög sterkt lið hér áður fyrr en hefur nú verið í 2. deild í ein 7 ár. Það er ekkert lið úr ítalska hlutanum í 1. deildinni i Sviss og baráttan í Tessín, sem er ítalski hlutinn, er mjög hörð. Janus sagði að þar væri fylgst jafnt með þýska og ítalska fótboltanum og nokkurra áhrifa frá ítalska bolt- anum gætti í leik Tessín-liðanna. íslendingaslagurinn íSviss: Janus spilaði í Köln í Þýskalandi frá 1979 til 1985. Hann sagði að svissneski fótboltinn væri ekki eins hraður og hinn þýski en hann væri þó betri en hann hefði átt von á og færi batnandi. Janus hefur kunnað mjög vel við sig á „falleg- asta staðnum í Sviss“ en er ekki viss um að hann verði þar áfram þótt hann eigi kost á því. „Fæst orð hafa minnsta ábyrgð," sagði hann þegar hann var spurður hvað hann hygðist fyrir næsta vetur. „Við hjónin eigum von á okkar þriðja barni í sumar og ákveðum á næstu vikum hvað við gerum." • Janus Guðlaugsson hefur staðið sig mjög vel með 2. deildarliðinu Lugano í svissnesku knattspyrnunni. Liðið hefur ekki tapað leik sfðan hann kom tii félagsins og á góða möguleika á að komast í 1. deild. Luzern vann Baden Lugano ekki tapað leik síðan Janus kom til félagsins PSV Eindhoven nær öruggt með titilinn PSV Eindhoven er með sex stiga forystu í hollensku knattspyrn- unni eftir sfðustu helgi og er staða liðsins mjög góð og verður að teljast Ifklegt að þeir verði hollenskir meistarar að þessu sinni. Liðið þarf aðeins eitt stig úr sfðustu þremur leikjum sínum. Eindhoven sigraði Roda JC Kerdrade með fjórum mörkum gegn einu á útivelli. Ajax, sem er í öðru sæti, vann einnig stórsigur á Fortuna Sittard, 4—1. Feyenoord tapaði á heimavelli fyrir Maa- stricht, 1 —2. Úrslit einstakra leikja á sunnu- daginn voru þessi: RodaJC-PSV 1—4 Fortuna — Ajax 1-4 FC Den Bosch — FC Twente 2-1 Haarlem — Sparta Rotterd. 1-2 FC Utrecht — Excelsior 0-0 Feyenoord — MW Maastricht 1-2 SC Heracles — FC Groningen 0—4 WV Venlo — NEC Nijmegen 0-3 QA Eagles — AZ’67 Alkmaar 1-1 Staðanernúþessi: PSV 31 25 5 1 55 88-17 Ajax 31 24 1 6 49 113-32 Feyenoord 29 19 3 7 41 67-39 FC Groningen 31 15 6 10 36 49-35 FC Den Bosch 31 13 10 8 36 49-36 Roda JC 31 14 7 10 35 63-46 Fortuna S. 30 11 10 9 32 45-40 Sparta 31 11 10 10 32 48-58 FC Utrecht 31 11 9 11 31 37-41 AZ’67 31 10 10 11 30 35-51 GA Eagles 31 11 7 13 29 41-52 Haarlem 30 10 8 12 28 45—44 VW 31 10 5 16 25 34-56 FC Twente 31 7 11 13 25 32-60 Excelsior 31 8 5 18 21 28-48 MW 31 6 7 18 19 29-57 NEC 31 7 œ o CM 28-58 SC Heracles 31 3 6 22 12 24—85 Skotland: Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir • Sigurður Grétarsson og Ómar Torfason hafa staðið sig vel með liði sfnu, Luzern, í svissnesku knattspyrnunni í vetur. Zurich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FC LUZERN, knattspyrnuliöið sem Sigurður Grétarsson og Ómar Torfason spila með í 1. deildinni í Sviss, hafði heppnina með sér þegar það sigraði FC Baden, lið Guðmundar Þor- björnssonar, í Baden á laugar- dagskvöld. Leikurinn fór 0:1 en Baden hefði átt skilið að fá stig í leiknum. Guðmundur var sáttur við úrslitin þótt hann segði að það hefði verið óheppni hjá Bad- en aðtapa leiknum. Luzern var meira í sókn í upp- hafi og átti nokkur góð tækifæri en tókst ekki að nýta þau. Meira jafnvægi komst á leikinn þegar á leið. Undir lok fyrri hálfleiks átti Luzern skot í þverslá sem Sigurður reyndi að fylgja eftir með skalla. Það var brotið á honum, dæmt víti og Luzern skoraði eina gilda mark leiksins úr vítaspyrnu. Baden sótti harðar í seinni hálf- leik og skoraði mark sem var dæmt af liðinu. Guðmundur sagöi að sér væri óskiljanlegt af hverju markið var ekki tekið gilt en dómarinn kvað leikmann Baden hafa verið rangstæðan. Baden átti góðan skalla í átt að marki undir lok leiks- ins, boltinn stefndi inn en Luzern vörninni tókst að ná honum. „Mik- ill barningur átti sér stað við mark- ið en Luzern tókst að hreinsa og boltanum var tuðrað burtu," sagði Guðmundur. Leikmaður Luzern náði boltanum og komst einn inn- fyrir vörn Baden. Markið blasti opið við en hann sólaði of náiægt endalínu og skaut í hliðarnet marksins að utanverðu. Sigurður var skammt fyrir aftan hann og hefði getað skorað auðveldlega ef hann hefði fengið boltann. Ómar Torfason sat á bekknum allan leikinn í fyrsta sinn síðan hann byrjaði að spila með Luzern í haust. Sóknarmaður var látinn leika í hans stað. Sigurður sagði að reynslan af því hefði ekki verið aóð og saknaði Ómars af miðjunni. Omar á ekki von á öðru en að leika að „mórallinn" í liðinu væri góður og það hefði ekki gefist upp þótt illa gengi. „En það var ekkert sér- staklega gaman í vetur þegar við töpuðum hverjum leiknum á fætur öðrum," sagði Guðmundur. Hann hefur ekki ákveðið enn hvort hann verður áfram í Baden næsta vetur en sagði að það kæmi vel til greina. Luzern, sem var í 13. sæti í deildarkeppninni í fyrra, fór mjög vel af stað í haust og var lengi vel í 3. sæti. Liðinu gekk ekki eins vel þegar leið á leiktímabilið og mörg- um þykir vanta uppá samspil leik- mannanna. Það er nú með 30 stig og er í 5. sæti í deildarkeppninni. Sigurður sagði að hann myndi vel sætta sig við 4. sætið í keppninni en 3. sætið er orðið nokkuö fjar- Celtic stal titlinum CELTIC skaust uppfyrir Hearts f sfðustu umferð skosku knatt- spyrnunnar með því að sigra St. Mirren á útivelli með 5 mörkum gegn engu, á sama tíma og Hearts tapaði 2:0 fyrir Dundee. Celtic vinnur titilinn á betri markatölu — þeir hafa þremur mörkum meira í plús en Hearts, svo naumt var það. Hearts hefur haft forystu í Skotlandi nánast allt keppnistímabilið. Úrslitin um helgina urðu þessi: Clydebank — Aberdeen 0-6 Dundee — Hearts 2-0 Hibernian —DundeeUnited 1-2 Rangers — Motherwell 2-0 St. Mirren — Celtic 0-5 Lokastaðan í úrvalsdeildinni varð því þessi: Celtic 36 20 10 6 67:38 50 Hearts 36 20 10 6 59:33 50 Dundee United 36 18 11 7 59:31 47 Aberdeen 36 16 12 8 62:31 44 Rangers 36 13 9 14 53:45 35 Dundee 36 14 7 15 45:51 35 St. Mirren 36 13 5 18 42:63 31 Hibernian 36 11 6 19 49:63 28 Motherwell 36 7 6 23 33:66 20 Clydebank 36 6 8 22 29:77 20 með liðinu í næsta leik sem verður gegn Vevey. Hann sagði að Guð- mundur og Sigurður hefðu báðir átt góðan leik á laugardag. Ómar sagði að leikurinn hefði verið jafn og Baden staðið sig mun betur en Luzern átti von á. Baden er ekki með nema 6 stig í deildarkeppninni og fellur örugg- lega í aðra deild. Guðmundur sagði að liðið stefndi nú að því að ná einu stigi til viðbótar til að vera ekki í hópi þeirra liða sem hafa hlotið fæst stig í svissnesku deild- arkeppninni en ekkert lið hefur hlotið færri en 6 stig. Hann sagði lægur draumur. Þrjú efstu liðin, Young Boys, Xamax og Grasshoppers, eru öll sterk lið. Young Boys sigraði hvern leikinn á fætur öðrum eftir að Guðmundur skoraði gegn þeim í haust og Baden vann 0:1. Young Boys er nú í efsta sæti en sigur- göngunni lauk um helgina þegar liðið jafnaði gegn Lausanne, 2:2. íslensku leikmennirnir í 1. deild sögðust allir eiga von á að Xamax eða Grasshoppers sigruðu deildar- keppnina. Keppnin verður hörð og spennandi fram á síðasta dag en leiktímabilinu lýkur 27. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.