Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 1
o k 208 Símamynd/AP • Stefka Kostadinova var að vonum ánœgð með nýja heimsmetið í hástökki um helgina. Heimsmet í hástökki STEFKA Kostadinova frá Búlgar- íu setti á laugardaginn nýtt heimsmet í hástökki kvenna á frjálsíþróttamóti í heimalandi sínu. Stefka stökk 2,08 metra og bætti eldra metið um einn senti- metra. Stefka, sem er aðeins 21 árs, setti heimsmetið í sinni fyrstu til- raun við þessa hæð. Fyrra metið átti landa hennar, Ludmila An- donova, og var það sett í júlí í fyrra. Stefka Kostadinova var ósigrandi á öllum 25 mótunum sem hún keppti á í fyrra. Hún verður því að teljast líklegur sigur- vegari á Evrópumeistaramótinu í Stuttgart í ágúst í sumar. Thompson til Villa Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgun- blaðsins f Englandi. í GÆRKVÖLDI var Garry Thomp- son hjá Sheffield Wednesday seldur til Aston Villa fyrir 450 þúsund pund. Garry Thompson er framherji og hefur verið hjá Sheffield Wed- nesday frá því í haust en hefur ekki náð að tryggja sér fasta stöðu í liðinu í vetur. Hann byrjaði sem leikmaður hjá Coventry, síðan lá leiðin til WBA og þaðan keypti Sheffield han'n í fyrra. Graham Turner, framkvæmda- stjóri Aston Villa, sagði að loks hefði hann fengiö Thompson til sín en það hefur hann verið að reyna 1 vetur. Hann væri leikmaður sem kaemi til með að falla vel inní Aston Villa-liðið. Phillips til Coventry Coventry hefur keypt welska miðvallarleikmanninn David Phillips frá Manchester City fyrir 50 þúsund pund auk þess settu þeir markvörðinn unga, Perry Suckling, sem leikið hefur með enska U-21 árs liðinu, upp í kaupin. Reed áfram hjá Everton Enski landsliðsmaðurinn Peter Reed hefur lýst því yfir að hann verði áfram hjá Everton. En bæði Tottenham og Köln frá Vestur- Þýskalandi höfðu sýnt áhuga á að fá hann. Mark? • Eins og þessi Ijósmynd sýnir glögglega þá mótmæltu Spánverjar því með nokkrum rétti að dómarinn i leik þeirra og Brasilíumanna á sunnudaginn skyldi ekki dæma þeim mark, þegar Michel átti hörkuskot í þverslá og niður. Ef myndin prentast vel má sjá á skugganum undir knettinum að hann fór allur innfyrir mark- Ifnuna. Skömmu eftir þetta atvik gerðu Brasilíu- menn eina markið í leiknum. Stórkostlegt að vera viðstaddur svona hátíð - sagði Símon Þór Ragnarsson, stjórnarmaður KSÍ „ÞAÐ er stórkostlegt að vera viðstaddur svona hátfð, mikil Knattspyrna: Aðeins 23 árs og yngri sem mega taka þátt f OL1992 TVEIR fulltrúar KSÍ sóttu aðal- fund FIFA í Mexíkó um síðustu helgi. Þeir Þór Sfmon Ragnars- son, gjaldkeri KSÍ og Gunnar Sigurðsson, landsliðsnefndar- maður. Á fundinum var samþykkt að einungis leikmenn yngri en 23 ára fengju að taka þátt í undan- keppni Olympíuleikana í knatt- spyrnu og á Olympíuleikunum 1992. Þeir leikmenn sem hafa tekið þátt í undankeppni HM og Evrópumeistaramótsins mega einnig taka þátt svo framarlega að þeir sér yngri en 23 ára. Þessi breyting var samþykkt með að- eins eins atkvæðis mun. Norð- menn fluttu tillöguna um að leik- menn yrðu að vera yngri en 23 ára. Áður hafði verið samþykkt tillagan um að leyfa leikmönnum sem hafa tekið þátt í undan- keppnum HM og EM að taka þátt í Olympíuleikunum. Þetta þýðir að við getum notað atvinnumenn okkar sem eru yngri en 23 ára. Á aðalfundinum sem haldin er annað hvert ár var Havelange frá Brasilíu endurkjörinn forseti FIFA fyrir næstu 4 ár, en hann hefur nú verið í forsæti í 12 ár. stemmning var meðal 100 þús- und áhorfenda á Aztec-leikvang- inum sem er mjög glæsilegur," sagði Þór Símon Ragnarsson, stjórnarmaður KSÍ, sem var við- staddur opnunarhátíð heims- meistarakeppninnar f knatt- spyrnu á laugardaginn ásamt Gunnari Sigurðssyni. En þeir sátu aðalfund FIFA í Mexfkó um helg- ina. „Mér fannst leikurinn milli Ítalíu og Búlgaríu ekkert sérstakur. (talir voru þó klaufar að tapa þessu, þeir voru mun betri allan leikinn og höfðu sigurinn í hendi sér,“ sagði Þór Símon. „Mjög mikil ör- yggisgæsla var fyrir utan og innan leikvanginn. Leitað var á áhorfend- um og voru brynvarðir bílar fyrir utan völlinn og þyrla sveimaði yfir. Hermenn og lögreglumenn voru um allt og fylgdust vel með að allt færi friðsamlega fram.“ Símon Þór Ragnarsson og Gunnar Sigurðsson fóru ásamt fulltrúm á aðalfundinum í skoðun- arferð um borgina og sáust þar greinileg merki jarðskjálftanna í september. Heilu íbúðablokkirnar voru að hruni komnar og stóðu auðar og ónýtar og stendur styrr um það hverjir eiga tjónið og vilja tryggingarfélög í landinu ekki fjar- lægja þetta á sinn kostnað. Símon sagði að skipulagningin hafi ekki verið eins og best verður á kosið hvað varðar tímasetningar og annað í sambandi við aðalfundinn en annars hafi ferðin gegnið vel. Staðan í 1. deild STAÐAN f 1. deild karla eftir leiki heig- arinnar er þannig: Breiöablik FH KR Valur ÍA Víöir Þór Ak. Fram ÍBK ÍBV 3:1 7 6:3 7 3 4 4 1 3 0 6:2 6 4 2 0 2 6:3 6 1 1 1 1 3 0 4:2 5 2:3 5 3:3 4 2:2 4 0 3 2:7 3 1 2 1:8 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.