Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 2. deild kvenna: Stjarnan vann ÍBÍ Harpa Björnsdóttir, lengst til vinstri og Auöur Yngvadóttir lengst til vinstri, sækja hér aö marki Stjörnunnar í hellirigningu á sunnudaginn í 2. deild kvenna. Stjörnustúlkurnar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu og skoruðu þær Hrund Grétarsdóttir og Iðunn Jónsdóttir mörk Garð- bæinga. Okkur er kunnugt um tvenn önnur úrslit í 2. deild kvenna en það er úr leik Fram og Stjörnunnar sem leikinn var á miðvikudaginn og um helgina léku Þór frá Þorlákshöfn við Selfyssinga. Stjarnan vann Fram 1:0 og Þór vann Selfoss með þremur mörkum gegn tveimur. Kvennaknattspyrna: Skaginn en marði ÍA sigraði lið ÍBK með þremur mörkum gegn tveimur á grasvell- inum á Akranesi á taugardaginn. " Leikurinn einkenndist af baráttu beggja liða en ÍA átti þó mun meira i leiknum. Var í sókn svo til allan tímann en ÍBK skoraði úr þeim færum sem það fékk. mun betri sigur inni eru 3. júní milli ÍBK og UBK og 6. júní leika Haukar og ÍA. ÍA stelpurnar koma til með að leika gegn grænlensku liði sem kemur í heimsókn 3. júní. Liðin munu leika tvo leiki, 3. júní og 12. júní. —KMJ. Jónsdóttir hjá ÍA liðinu er útsjónar- samur leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á en aðrar í liðinu stóðu þó vel fyrir sínu. Leikur sem vera átti milli Þórs og Hauka á sama tíma var frestað til 14. júní, en næstu leikir í deild- Selfyssingar unnu Víking SELFYSSINGAR unnu Víkinga í 2. deildinni þegar liðin mættust á Selfossi á laugardaginn f roki og rigningu sem setti svip sinn á leikinn. Eina mark leiksins gerði Tómas Pálsson úr vrtaspyrnu f síðari hálfleik. Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en þeim tókst samt ekki að skora en eftir að Tómas skoraði úr vítaspyrnunni á 60. mín- útu sóttu Víkingar mun meira, en Selfyssingar vörðust vel. Selfoss tapaði sem kunnugt er fyrir Hvergerðingum í Mjólkur- bikarnum í síðustu viku og þeir voru því ákveðnir að sigra í þessum leik. Liðið er nú í efsta sæti 2. deildar, nokkuð sam fæstir bjugg- ust við fyrirmótið. Mikil stemmning var á leiknum en áhorfendur voru rúmlega 400 •Tómas Pálsson og studdu sína menn vel. Miklar breytingar voru gerðar á liði Sel- foss frá því í leiknum gegn Hvera- gerði á dögunum og virtist þetta hafa góð áhrif á liðið. - S.J. Jafnt á EFTIR tvö jafntefli á heimavelli virðist Ijóst að sumarið verður erfitt hjá ísfirðingum að þessu sinni og ekki rökrétt fyrir þá að stefna að neinu nema halda sér f deildinni. ÍBÍ gerðu 2:2 jafntefli við Einherja á laugardaginn f leik þar sem gestirnir voru betri aðil- inn. Leikurinn var opinn en frekar stórkallaleg knattspyrna á malar- vellinum á Ísafírði. Fyrsta markið skoruðu heima- menn á 36. mínútu eftir hrapalleg mistök í vörn Vopnfirðinga. Tveir varnarmanna þeirra rákust þá saman og boltinn rann til Jóns Oddssonar, sem lék laglega á markvörðinn og skoraði. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði þjálfari Einherja Njáll Eiðsson úr vítaspyrnu sem heimamenn voru ekkert of ánægðir með. Knettinum var skotiö upp í hendina á einum varnarmanninum og vítaspyrna dæmd. Hinn ungi og efnilegi mark- vörður ÍBÍ hálfvarði skotið en náði ísafirði þó ekki að halda knettinum réttu meginvið línuna. Baldur Kjartansson einn besti leikmaður Einherja skoraði síðan annað mark gestanna. Hann fékk sendingu fram, tók knöttinn vel niður og lék á tvo ísfirðinga áður en hann skoraði með laglegu vinstri fótar skoti í samskeytin. Bæði liðin fengu síðan sín færi það sem eftir var en markið lét þó á sér standa. Heimamenn jöfn- uðu úr vítaspyrnu á 88. mínútu. Jón Oddsson tók þá langt innkast og einhver stjakaði við Stefáni Tryggvasyni og vítaspyrna dæmd og úr henni skoraði Guðmundur Jóhannsson af öryggi. Hjá heimamönnum var Gunnar Guðmundsson einna skástur í vörninni, Haukur Magnússon á miðjunni en framlínan var döpur. Hjá Einherja átti markvörðurinn góðan dag og einnig þeir Baldur Kjartansson og Njáll Eiðsson. . IT Johnson fljótari en Carl Lewis CARL LEWIS sem er fjórfaldur Olympíumeistari og hefur verið talinn sprettharðasti maður heims tapaði fyrir Kanadamann- inum, Ben Johnson, i 100 m hlaupi á fyrsta Grand Prix-móti sumarsins í San Jose í Kaliforníu á laugardaginn. Lewis sigraði aftur í 200 m hlaupinu. Þaö var ÍBK sem skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu. Katrín Eiríksdóttir komst ein inn fyrir vörn Skagaliðsins og renndi boltanum fram hjá Völu markverði og í mark- ið. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu Skagastelpurnar að jafna og gerði það Guðrún Gísladóttir. Staðan í hálfleik var 1-1. Skagastelpurnar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og skoruðu sitt annað mark eftir fyrirgjöf frá kantinum, sem Karítas Jónsdóttir náði að pota frá markverðinum til Ástu sem afgreiddi boltann í netið. Vanda Sigurgeirsdóttir bætti síðan við þriðja markinu fyrir ÍA. Rétt fyrir lok leiksins, eða þegar um 7 mínútur voru til leiksloka, náði ÍBK að laga stöðuna með marki frá Katrínu Eiríksdóttur. Hennar annað mark í leiknum. Leikurinn var frekar harður og dómarinn, Þorgeir Jósefsson, leyfði leikmönnum óþarfa brot. Skagastelpurnar voru mun sókn- djarfari en vantaði að skora. Ekki ,er hægt að nefna neina eina sem skaraði fram úr í hvoru liði en Katrín Eiríksdóttir hjá ÍBK er snöggur leikmaður sem erfitt er að eiga við ef hún kemst inn fyrir vörn andstæðinganna og skoraði hún bæði mörk sín þannig. Karítas UMFN vann Skalla- grím ílélegum leik NJARÐVÍKINGAR unnu tiltölulega auðveldan sigur á Skallagríms- mönnum á laugardaginn þegar liðin mættust í Borgarnesi f 2. deildinni f knattspyrnu. Staðan í leikhléi var 1:0 fyrir UMFN en f sfðarí hálfleik tókst þeim að bæta tveimur mörkum við og unnu því 3:0. hann komst einn inn fyrir vörnina eftir herfileg mistök og skoraöi auðveldlega. Annað markið gerði Gísli Grétarsson á 70. mínútu og var það mjög keimlíkt því fyrsta. Stunga inn fyrir vörnina sem var illa á verði. Fimm mínútum síðar einlék Haukur Jóhannsson laglega inn að endamörkum og renndi þaðan út á Hermann Hermannsson sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. -LV Leikurinn var lélegur allan tím- ann en Njarðvíkingar voru þó skárri aöilinn á vellinum. Þeim tókst að skapa sér marktækifæri og nýttu þrjú þeirra en heimamönnum gekk erfiðlega að komast í færi í þessum leik. Vörnin hjá Skallagrímsmönn- um var sérlega slök að þessu sinni og útlitið hjá Borgnesingum er dökkt eftir þrjár fyrstu umferöirnar, liðið hefur ekkert stig og er aðeins búið að gera eitt mark en fengið á sig tíu. Rúnar Jónsson gerði fyrsta mark Njarðvíkinga strax á 7. mínútu er Staðan í 2. deild NYLIÐARNIR f 2. deild, Selfoss, er nú efst í deildinni eftir þrjár umferðir: Selfoss KA Njarðvík Völsungur KS Víkingur Einherji ÍBÍ Þróttur Skallagrímur 3 2 1 0 6:2 7 3 1 2 0 7:3 5 3 1 2 0 7:4 5 3 1 2 0 4:1 5 3 1 2 0 5:4 5 3 1 2 1 5:4 4 3 1 1 1 4:7 4 3 0 2 1 7:9 2 3 0 1 2 4:6 1 3 0 0 3 1:10 0 Markahæstir eru þesslr: Jón Gunnar Bergs, Selfossí Tryggvi Gunnarsson, KA Gústaf Bjömsson, KS Rúnar Jónsson, Njarðvík Baldur Kjartansson, Einherja Guðmundur Jóhannsson, ÍBÍ Haukur Magnússon, ÍBÍ Jón Odds8on, ÍBÍ Njáll Eiðsson, Einherja Svavar Geírfinnsson, Völsungi Tómas Pálsson, Selfossi 4 4 3 3 2 2 2 2 2 2 2 Johnson hljóp 100 metra á 10,01 sekúndu og er það einn af fjórum bestu tímunum á þessari vegalengd í ár. Carl Lewis varð annar á 10,18 sek. og í þriðja sæti var Harvey Glance frá Banda- ríkjunum á 10,20 sek. Carl Lewis varð sigurvegari í 200 m hlaupinu, fékk reyndar sama tíma og Kirk Baptiste frá Bretlandi, 20,1 sek. í þriðja sæti var Atlee Mahorn frá Kanada á 20,4 sek. Þess skal getið að þetta er tími á handklukkur. Lewis sem nú er 24 ára og vann sem kunnugt er til fernra gullverð- launa á Olympíuleikunum í Los Angeles 1984, sagði að þetta væri hvíldarár fyrir sig og þeir sem halda því fram að honum sé að fara aftur hafa rangt fyrir sér. „Ég hef enn trú á því að ég sé sá fljót- asti," sagði Lewis. Alice Brown frá Bandaríkjunum sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 11,33 sek. Nellie Cooman frá Hollandi varð önnur á 11,42 sek. og í þriðja sæti varð bandaríska stúlkan, Diane Williams, á 11,45 sek. Evelyn Ashford frá Bandaríkj- unum sigraði í 200 m hlaupi kvenna á 22,30 sek. og Grace Jackson frá Jamaíka varð önnur á 22,39 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.