Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 B 3 um Þriðja jafntefli KR í jafnmörgum leikjum | uwumwmmmmmm mmii f I M|É| 'TfWfl.rSS'wíWSSPTf|í|r arviww C* KR-VÖLLUR 1. deild. KR-ÍA 1:1 (0:1). Mark KR: Júlíus Þorfinnsson á 67. mín. Mark ÍA: Jakob Halldórsson ó 35. mínútu. Áhorfendur:679. Dómari:Baldur Scheving og voru honum mjög mislagöar hendur en bitnaði ekki ó öðru liðinu frekaren hinu. Gul spjöld: Ólafur Þórðarson og Siguröur Lárusson ÍA. EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 2, Jósteinn Einarsson 2, Halfdán örlygsson 2, Loftur Ólafsson 3, Willum Þór Þórsson 2, Gunnar Gíslason 2, Ágúst Már Jónsson 3, Ásbjörn Björnsson 2, Sæbjörn Guðmundsson 2, Júlíus Þorfinnsson 2, Heimir Bergssson 2 og Steinar Ingimundar- son vm (lék of stutt). Samtals: 24. ÍA: Birkir Kristinsson 2, Heimir Guðmundsson 3, Guöjón Þórðarson 2, Sigurður B. Jónsson 2, Ólafur Þórðarson 2, Guðbjörn Tryggvason 3, Árni Sveinsson 1, Sveinbjörn Hákonarson vm 2, Valgeir Barðason 2, Sigurður Lárusson 3, Júlíus P. Ingólfsson 2, Jakob Halldórsson 3. Samtals: 25. Leikurinn á KR-vellinum fór frek- ar rólega af stað. Skagamenn sóttu þó mun meira til að byrja með. Fyrsta umtalsveröa mark- tækifærið áttu Skagamenn á 12. mínútu. Þá komst Valgeir Barða- son einn innfyrir vörn KR, Stefán varði vel en missti knöttinn aftur út og þar var Ólafur Þórðarson og skaut rakleiðis til baka en Stefán varði aftur. Tveimur mínútum síðar átti Heimir gott skot eftir góðan undirbúning Árna Sveinssonar, sem fór rétt framhjá. Guðbjörn átti svo skot rétt yfir á 31. mínútu. Það fór vel á því að Jakob Hall- dórsson, ungur Skagamaður sem lék sinn fyrsta leik með ÍA, skoraði fyrir ÍA á 35. mínútu. Júlíus Ingólfs- son sendi þá laglega sendingu upp í vinstra hornið og þar var Árni Sveinsson, hann gaf laglega send- inu inn á nærstöng og þar var Jakob og skallaði örugglega í netið framhjá Stefáni. Sérlega vel af þessu marki staðið. Ekkert annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og má segja að KR-ingar hafi ekki fengið eitt einasta marktækifæri í hálfleikinum. KR-ingar komu svo ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir áttu margar ágætar sóknir. Jó- steinn átti skot úr góðu færi en of laust og átti Birkir ekki í vand- ræðum með það. Á 57. mín. fékk Ásbjörn laglega stungusendinu innfyrir vörn ÍA, en skaut yfir. Jöfn- unarmark KR kom svo á 67. mín. Loftur komst þá upp að endamörk- um hægramegin og gaf inn á Júl- íus, sem var við markteigshornið á nærstöng, framlengdi hann sendinguna frá Lofti laglega í ne- tið. Eftir þetta var eins og liðin sættu sig við jafnteflið og var messt um miðjuþóf það sem eftir lifði leiksins. Urslitin voru sann- gjörn. Skagamenn voru betri í fyrri hálfleik en KR-ingar aftur í seinni. Leikurinn bauð ekki upp á góða knattspyrnu og geta bæði liðin leikið betur. Hjá Skagmönnum vakti nýliðinn, Jakob Halldórsson, nokkra athygli og er þar framtíðar leikmaður á ferðinni, gerði marga laglega hluti. Hjá KR var miðjan mjög slöpp í fyrri hálfleik en bætti úr því í seinni. Heimir Bergsson lék nú sinn fyrsta leik með KR í 1. deildinni og komst hann þokkalega frá honum, má þó gera meira upp á eigin spýtur. KR-ingar sakna Björns Rafnssonar úr framlínunni, en hann hefur átt við veikindi að stríða á undanförnu. • KR-ingarnir Heimir Bergsson og Jósteinn Einarsson fagna hér jöfnunarmarki sínu gegn ÍA. Birgir Kristinsson, markvörður ÍA, horfir með angistarsvip á eftir knettinum í netið, eftir skot frá Júlíusi Þorfinns- syni, sem ekki sást á myndinni. Jón Þórir skorar enn fyrir UBK en Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta mark HÁSTEINSVÖLLUR1. deild: fBV- UBK 1:1 (0:1). Mark fBV: Elías Friðriksson á 66. mín. Mark UBK: Jón Þórir Jónsson á 32. mín.(víti). Dómari: Þorvarður Björnsson og gætti nokk- urs ósamræmis í dómum hans. Gutt apjald: Ingvaldur Gústafsson, UBK. EINKUNNAGJÖFIN: IBV: Hörður Pálsson 3, Jón Bragi Arnarson 2, Þórður Hallgrímsson 3, Þorsteinn Viktors- son 2, Viðar Elíasson 3, Elías Eiríksson 3, Bergur Ágústsson 2, Páll Hallgrímsson vm 1, Lúðvík Bergvinsson 2, Jóhann Georgsson 2, Ómar Jóhannsson 3, Ingi Sigurðsson 2, Jón Ó. Davíðsson vm (lék of stutt). Samtals: 27. Barátta í Garðinum — fyrsta rauða spjaldið leit dagsins Ijós GARÐSVÖLLUR1. deild: Víðir- Þór0:0. Rautt spjald: Sigurbjörn Viðarsson, Þór. Gul spjöld: Baldur Guönason og Nói Björns- son, Þór og Daníel Einarsson, Víði. Áhorfendur: 311. Dómari: Eysteinn Guðmundsson og dæmdi mjög vel. EINKUNNAGJÖFIN: Víðir: Gísli Hreiðarsson 2, Klemenz Sæ- mundsson 2, Björn Vilhelmsson 2, Vilhjálmur Einarsson 2, Þoröur Þorkelsson vm 1, Ólafur Róbertsson 2, Daníel Einarsson 3, Guðjón Guömundsson 3, Vilberg Þorvaldsson 2, Mark Duffield 3, Grétar Einarsson 3, Svanur Þor- steinsson vm (lék of stutt), Helgi Bentsson 2. Samtals: 26. Þór: Baldvin Guðmundsson 3, Árni J. Stefáns- son 3, Nói Björnsson 3, Bjarni Sveinbjörnsson 3, Baldur Guönason 2, Jónas Róbertsson 2, Siguróli Kristjánsson 2, Halldór Áskelsson 2, Júlíus Tryggvason 2, Kristján Kristjánsson 2, Siguröur Pálsson vm (lék of stutt), Hlynir Birkisson 2. Sigurbjörn Viðarsson vm 1. Samtals: 26. Víðir sótti nær látlaust allan fyrri hálfleikinn, enda léku þeir undan strekkings vindi, náðu þó ekki að skapa sér hættuleg markfæri. Garðbúar voru alltof ragir við að skjóta á markið. Á 25. mínútu átti þó Grétar Einarsson mjög gott skot rétt utan vítateigs en Baldvin varði mjög vel. Á 42. mínútu átti Mark Duffield hörkuskot af 25 metra færi sem fór rétt framhjó. í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja, Þórsarar sóttu þó öllu lk» • Sigurbjörn Viðarsson varð fyrsti leikmaðurinn til að fá rautt spjald á þessu tfmabiii. meira og myndaðist nokkrum sinn- um þvaga fyrir framan Víðismarkið en skot Þórsara lentu oftast í varnarmönnum Víðis. Á 54. mínútu fékk Halldór Áskelsson knöttinn á Víðir - Þór markteig en stóð illa að knettinum og skot hans fór rétt yfir þverslána. Á 60. mínútu komst Grétar Einarsson einn innfyrir vörn Þórs eftir góðan samleik Víðismanna en skaut óþarflega fljótt og Baldvin náði að slá boltann í horn. Á loka- mínútunum sóttu Víðismenn mjög mikið og á 88. mínútu komst Helgi Bentsson einn innfyrir en Sigur- björn Viðarsson, sem nýlega hafði komið inná sem varamaður, tók það til bragðs að fella hann gróf- lega rótt utan vítateigs og fókk rauða spjaldið verðskuldað fyrir vikið. Leikurinn einkenndist af mikilli þaráttu beggja liða. Leikmenn voru einnig mjög ragir við að skjóta á markið en það kann ekki góðri lukku að stýra ef mörk eiga að fást. UBK: örn Bjarnson 3, Ingvaldur Gústafsson 2, Ólafur Björnsson 2, Magnús Magnússon 3, Benedikt Guömundsson 3, Jón Þórir Jóns- son 3, Hákon Gunnarsson 2, Rögnvaldur Rögnvaldsson 2, Bjarni Frostason vm 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Guðmundur Valur Sigurðsson 2, Helgi Ingason 2. Samtals: 26. ÍBV virðist eitthvað vera að rétta úr kútnum eftir mjög slæma byrjun í fyrstu deildinni eftir tveggja ára fjarveru. ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í ár og krækti sér í fyrsta stigið þegar ÍBV og Breiða- blik gerðu jafntefli, 1:1, í Eyjum á laugardaginn, í miðju kosningaat- inu. Og það voru Eyjamenn sem höfðu ríkari ástæðu til að vera svekktir með þetta jafntefli, sem jú þýðir tvö töpuð stig, en Kópa- vogsbúarnir. ÍBV var sterkari aðil- inn í þessari viðureign en náðu ekki að knýja fram sigur vegna lán- leysis í sóknarleik sínum. Breiða- bliksliðið er mjög léttleikandi en úrvinnslan og nýtingin slæm þegar komið var í námunda við mark mótherjans. Það úðrigndi í Eyjum á laugar- daginn meðan leikurinn stóð yfir, en samt náðu liðin að sýna merki- lega.góðan leik, miðað við þessar slæmu aðstæður, völlurinn gler- háll. Lengst af voru Eyjamenn atkvæðameiri á miðjunni og sókn þeirra var mun þyngri mest allan fyrri hálfleikinn. Tvívegis varð Örn Bjarnason í marki Breiðabliks að taka á honum stóra sínum, varði stórvel góð skot frá Inga Sigurðs- syni og Jóhanni Georgssyni. Á 18. mínútu sluppu Breiðabliksmenn enn með skrekkinn. Bergur Ágústsson komst þá í gott færi í vítateignum, en rétt í þann mund sem hann hugðist skjóta kippti varnarmaður Breiðabliks í peysu hans og skotið geigaði illilega. Dómarinn horfið framhjá þessu atviki. Tíu mín. síðar fékk Elías Friðriksson sannkallað dauðafæri en skaut yfir. Á 32. mínútu skora BreiðaPliks- menn mjög svo gegn gangi leiks- ins. Hinn snaggaralegi Jón Þórir Jónsson komst þá á fullri ferð innfyrir vörn ÍBV og varnarmaður tók til þess ráðs að bregða honum innan vítateigs og vítaspyrnudóm- IBV-UBK ur var óumflýjanlegur. Jón Þórir tók sjalfur spyrnuna og skoraði af öryggi. í þremur fyrstu leikjum Breiðabliks hefur liðið skorað þrjú mörk og Jón Þórir gert þau öll. Rétt fyrir hálfleik voru Breiðabliksmenn nálægt því að bæta við öðru marki, en Hörður Pálsson varði mjög vel með úthlaupi þegar Guðmundur Valur Sigurðsson slapp innfyrir vörn ÍBV. Jón Þórir skoraði mark eftir 5 mín. af síðari hálfleik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Nokkuð dofnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og var þá nokkuð jafnræði með liðunum og fátt um umtalsverð marktækifæri. Á 66. mín. dró þó til tíðinda. Eftir hornspyrnu Ómars Jóhanns- sonar skoraði Elías Friðriksson jöfnunarmark ÍBV af stuttu færi. ísinn loksins brotinn en margir voru farnir að halda að það væru álög á ÍBV að skora ekki mark í deildinni. Skömmu síðar höfðu Eyjamenn nærri glutrað leiknum niður. Jón Þórir komst þá í dauða- færi eftir mikil varnarmistök en Hörður Pálsson varði glæsilega. Lúðvík Bergvinsson átti svo síð- asta markverða tækifærið í leikn- um, skallaði aftur fyrir sig eftir hornspyrnu Ómars, en boltinn small á þverslánni. Þannig fór um sjóferð þá og eflaust geta bæði lið vel við unað en það verður þó að segjast að ÍBV var nær sigri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.