Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 B 7 íslandsmótið 3. deild: íslandsmótið 4. deild: Sigurður gerði fjögur í stórsigri Bolvíkinga — Enn vinnur Skotfélag Reykjavíkur í A-riðli A-riðill: Augnablik — Snœfell 2—1 (3—2): Augnabliksmenn voru betri aðil- inn í fyrri hálfleik í þessari viðureign og náðu að skora tvö mörk gegn einu marki Snæfells sem gert var úr vítaspyrnu. í sfðari hálfleik sner- ist þetta við og nú voru það Snæfellsmenn sem höfðu undir- tökin. Augnablik nær samt að auka muninn í 3—1 áður en Snæfeil skorar verðskuldað mark. Mörk Augnabliks gerðu: Jón Einarsson, Sigurður Halldórson og Vilmar Pétursson. Mörk Snæfells gerðu: Peter O. Wite og Sigurður Sigþórsson. Skotfélag Reykjavfkur — Þór Þorlákshöfn 2-0 (1-0): Þeir í Skotfélaginu hafa byrjað þátttöku sína í isiandsmótinu með miklum glæsibrag og eru nú í efsta sæti í A-riöli. Sigur þeirra á Þór var verðskuldaður og eru þeir greinilega til alls líklegir í sumar. Mörk þeirra í þessum leik komu hvort í sínum hálfleiknum, það fyrra gerði Knútur Bjarnason en hiö seinna Einar Þorvaldsson, þaö gerði hann úr sinni fyrstu spyrnu í leiknum en hann kom inná sem varamaöur. Einar hefur nokkrum sinnum leikið þennan leik áður og er ekki ónýtt að eiga slíkt leynivopn. B-nðill: Stokkseyri — Hveragerði 1—3 (1-1: Þrátt fyrir sigur voru Hvergerð- ingar ekki ánægðir með þennan leik. Hvergerðingar, sem hafa komið á óvart með mjög góðri frammistöðu undanfarið, voru lengi framan af ekki með hugann við þennan leik. Jafnt var í hálfleik en í síðari hálfleik hrista Hvergerð- ingar af sér slenið og ná að skora tvö mörk og gera út um leikinn. Mörk Hveragerðis gerðu: Sól- mundur Kristjánsson 1, Páll Heiðar Jónsson 1 og Ólafur Jhannesson 1. Mark Stokkseyrar gerði Steinar Valdimarsson. C-riöill: Leiknir R. — Árvakur 3—3 (1 —3: Leikur þessara liöa var mjög skemmtilegur á að horfa, hann bauð uppá vel útfærðar sóknarlot- ur og falleg mörk. ( fyrri hálfleik sóttu Leiknismenn heldur meira en sókn þeirra var ómarkviss á meðan aö Árvakursmenn upp- skáru 3 mörk úr skyndisóknum. Um miðjan seinni hálfleik fá Ár- vakursmenn vítaspyrnu en ná ekki aö nýta hana því skotiö fer yfir. Á síðustu 10 mínútunum ná síðan Leiknismenn að skora 2 mörk og jafna leikinn. Mörk Leiknis gerðu: Konráð Árnason 1, Baldur Baldursson 1 og Ragnar Baldursson. Mörk Ár- vakurs gerðu: Árni Guðmundsson 1, Haukur Arason 1 og Skúli Magnússon1. Hafnir — Eyfeltingur B—1 (2—0) Æfingalitlir Eyfellingar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Kð Hafna sem vann stórsigur í opnum og all- skemmtifegum leik. Guðjón Guö- jónsson lék á als oddi í liði Hafna og skoraði 3 mörk en hin mörk iiösins gerði Hermann Jónasson. Mark Eyfellinga gerði Magnús Pálsson. D-riðill: Badmintonfélag ísafjarðar — Höfrungur 3—0 (2—0): Badmintonfélag (safjaröar vann Höfrung frá Þingeyri í fyrsta leik þessara félaga í keppni á íslands- móti í knattspyrnu. Lokatölurnar urðu 3—0 en staðan í hálfleik var 2-0. Mörk Badmintonfélagsins gerðu: Þorlákur Baxter, Pétur Baxterog Halldór Antonsson. Bolungarvík — Reynir Hnífsdal 10—2 (5—0): Bolvíkingar heimsóttu Reyni í Hnífsdal 28. maí og unnu stórsig- ur, 10—2, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5—0. Úrslit þessa leiks sýna að mikill munur var á liðunum í leiknum. Mörk Bolungarvíkur gerðu: Sig- urður Guðfinnsson 4, Jóhann Ævarsson 3, Jóhann Kristjánsson 1, Jóhann Hákonarson 1 og Guð- mundur Sigurðsson 1. Mörk Reynis gerðu: Þorgeir Jónsson og Salmar Jóhannsson. Stefnir — Hörður: Hörður gaf. E-riðill: Vaskur — Höfðstrendingur 1—0 (0—): Vaskur var nær því að auka forystu sína en Höföstrendingur að jafna í þessum leik. Tvö hörku- skot Vasks höfnuöu í slá andstæö- ingamarksins auk annarra færa. Miklu munar fyrir Höfðstrendinga að Árni Stefánsson markvörður þeirra og þjáifari gat ekki leikið með vegna meiösla. Mark Vasks gerði Valdimar Júl- íus. G-riðill: Sindrí — Huginn 3—1 (2—1): Sindri var sterkara liðið í þessari viðureign og sigur þeirra sann- gjarn. Mikil harka var í leiknum og kom það niður á gæðum knatt- spyrnunnar. Mörk Sindra gerðu: Elvar Grét- arsson 2 og Hermann Stefánsson 1. Mark Hugins gerði Þórir Ólafs- son. Hrafnkell - Neisti 1-1 (1-1): Hrafnkelsmenn skora snemma í fyrri hálfleik en fyrir lok hálfleiks- ins jafnar Neisti og þar við sat. Leikurinn var jafn og var nokkuð um færi á báöa bóga, stangar- og sláarskot. Mark Hrafnkels gerði Sveinn Guðjónsson en mark Neista Gunnlaugur Guðjónsson. A-riðill: ÍK — ÍR 0:2 (0:2): ÍR-ingar hafa hafið 3. deildar- þátttöku sína mjög vel og eru nú efstir í A-riðli eftir góðan útisigur á ÍK. Bæði mörk ÍR komu fljótlega í fyrri hálfleik, það fyrra úr víti strax á 5. mín. og hitt skömmu síðar. Þessi ieikur var í heildina ekki mjög góðru en þó sköpuðu bæði liðin sér ágæt marktækifæri. Mörk ÍR gerðu: Karl Þorgilsson (víti) og Heimir Karlsson, þjálfari. Reynir S. — Grindavík 1:0 (1:0): Reynismenn voru sterkari aðil- inn í þessum leik og hefði sigur þeirra getað orðið stærri, en bæði komu Ögmundur Kristinsson, markvörður Grindvíkinga, og ein- beitingarleysi Reynismanna á markfærum í veg fyrir það. Sigurmark þessa leik kom um miðjan fyrri hálfleik og það gerði Ómar Björnsson með fallegum skalla. Morgunblaðið/Einar Falur • Hann er skotviss hann Snorrí Már Skúlason, Skotfélagi Reykjavfkur, þegar hann sendir knöttinn milli fóta andstæðingsins. HV — Fylkir 0:1 (0:1): Þessi leikur var í járnum allan tímann og var barátta leikmanna mikil. Ef eitthvað var áttu Fylkis- menn meira af færum en þó hefðu HV-menn allt eins getað jafnað. Mark Fylkismanna kom um miðjan fyrri hálfleik og það gerði Ólafur Theodórsson eftir skemmtilegan undirbúning félaga sinna. B-riðill: Leiknir — Magni 1:2 (0:1): Lánið lék ekki við Leiknismenn i þessum leik sem þeir áttu ívið meira í. í heildina var þetta opinn og skemmtilegur leikur og færin voru mýmörg á báða bóga. Heima- menn náðu aðeins að nýta eitt þeirra en Magnamenn gerðu tvö mörk. Mörk Magna gerðu: Hringur Hreinsson og Sverrir Heimisson. Mark Leiknis gerði þjálfari þeirra, Einar Björnsson. Tindastóll — Reynir Ás. 2:2 (0:1): Heimamenn töldu að Magnús Jónatansson hefði dæmt af þeim löglegt mark á seinustu sekúndu þessa leiks en aðeins 3 mín. fyrir þann umdeilda dóm höfðu þeir náð að jafna, 2:2, þannig að lokamínút- ur þessa leiks voru mjög fjörugar og reyndar leikurinn allur. Reynismenn komast yfir á 15. mín. fyrri hálfleiks eftir að Svan- laugur Þorsteinsson komst inní sendingu sem ætluð var mark- manni Tindastóls og renndi boltan- um í netið og þannig var staðan í hálfleik. Seinni hálfleikur bar í skauti sér 3 mörk og gerðu Reynismenn annað en Tindastóll hitt, þannig að liðin deildu með sér stigunum úr þessari viðureign. Mörk Tindastóís geröu: Eyjólfur Sverrisson og Guðbrandur Guð- brandsson, en mörk Reynis gerðu Svanlaugur Þorsteinsson og Tóm- as Karlsson. Leiftur — Valur 4:0 (1:0): Fyrstu 20. mín. þessa leiks voru mjög þófkenndar en eftir það tók Leiftur leikinn í sínar hendur og unnu stórsigur. Valsarar fengu þó gultið tækifæri þegar dæmd var vítaspyrna ó Leiftur en þeir brenna af úr henni. Mörk Leifturs gerðu: Óskar Ingimundarson 2, Hafsteinn Jak- obsson 1 og Sigurbjörn Jakobsson 1. Staðan A-riðill: ÍR Reynir Stjaman Fylkir ÍK Ármann UMFG HV B-riðill: Leiftur Þróttur Valur Magni Tindast. Austri Reynir Leiknir Markahæstir: Jónas Skúlason, Stjörnunni, 4 Guðbjartur Magnússon, Þrótti, 2 MagnúsTeitsson, Stjörnunni, 2 Marteinn Guðgeirsson, Þrótti, 2 Óskar Ingimundarson, Val, 2 Sigurbjörn Jakobsson, Leiftri, 2 iirrBTiiifU Nýliðarnir í A-riðli efstir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.