Morgunblaðið - 05.06.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.06.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1986 kunnum við þeim miklar þakkir fyrir" Aður en komið var til Saint Malo hélt karlakórinn tónleika á þremur stöðum. Hljómsveit Normandi- héraðs annaðist undirleikinn, en stjórnandi í ferðinni er Páll P. Páls- son. A sunnudagsmorgun var af- hjúpaður minnisvarði um dr. Charcod, sem enn er þekktur á þessum slóðum. „Hann var geysi- lega merkilegur maður, landkönn- uður og brautryðjandi. Oft átti hann erfitt með að sannfæra samtíma- menn um að leggja peninga í leið- angra sína. En í hvert skipti sem sagt var að eitthvað væri ekki mögulegt svaraði hann: „Hvers- vegna ekki?“ Og síðar skírði hann farkost sinn þessu nafni,“ sagði Skúli að lokum. INNLENT 50 ár frá því Pourqois Pas? fórst: Karlakór Reykjavíkur flytur verk Skúla Hall- dórssonar í Saint Malo Nýír eigendur taka við íslensku hestunum á bryggju í Noregi. Mikil aukning í út- flutningi reiðhesta Hrossamarkaður í Reykjavík á föstudag FYRIRSJÁANLEG er mikil aukning í útflutningi reiðhesta á þessu ári. Þegar hafa verið fluttir út nærri þijú hundruð reið- hestar, mest með gripaflutningaskipi sem fór í apríl, og útlit fyrir að annað eins verði flutt út á árinu. Eru þetta margfalt fleiri hross en flutt voru út á síðasta ári. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar, sölufulltrúa hjá búvörudeild SÍS, sem hefur milli- göngu um stóran hluta útflutningsins, hefur áhugi á íslenska hestinum aukist í Evrópu, sérstaklega á Norðurlöndum. Sigurður sagði að útflutningur bilinu 35-60 þúsund krónur og við hrossanna í stórum gripaflutn- ingaskipum hefði gjörbreytt að- stöðunni. Flutningskostnaðurinn hefði náðst mjög niður og opnaði það miðlungshestunum leið inn á markaðinn, enda væri mest eftir- spurnin eftir svokölluðum §öl- skylduhestum, sem notaðir væru til útreiða og hálendisferða. Þetta væru hestar sem kostuðu hér á það verð bættist útflutningskostn- aðurinn sem væri 15-20 þúsund krónur á hvem hest. Sigurður sagði að vel hefði gengið með hestaskipið sem flutti á þriðja hundrað reiðhesta út f apríl. Hestamir hefðu komist í góðu ásigkomulagi á áfangastað. Stefnt væri að senmda annað skip eftir Landsmót hestamanna í júlí. Hann sagði að einn af þeim kau- pendum sem fengu hesta með síð- asta hrossaskipi, danskur hrossa- kaupmaður, væri nú kominn til landsins aftur og væri að kaupa 60 hesta sem hann ætlaði að flytja út með færeysku farþegafeijunni Norrönu. í tengslum við komu Danans verður hestamarkaður á félagssvæði Fáks í Víðidal næst- komandi föstudag klukkan 13-18. Þangað geta hesteigendur komið og boðið hesta sína. Sigurður sagði að búvörudeild- in og Félag hrossabænda hefðu samstarf um þennan útflutning og væri þessi aukni útflutningur árangur af því starfi. Ríkishand- bókin 1986 komin út RÍKISHANDBÓK íslands 1986 er komin út. Aðalefni bókarinnar em upplýs- ingar um stofnanir ríkisins, verkefni þeirra og starfsmenn. Ágrip er þar af sögu fánans, skjaldarmerkisins og þjóðsöngsins og þjóðsöngurinn birtur ásamt þýðingu fyrsta erindis- ins á nokkmm erlendum tungumál- um. í bókinni em upplýsingar um nefndir, stjómir og ráð ríkisins og hveijir eiga þar sæti. Þá em upplýs- ingar um forsetaembættið, Alþingi og alþingismenn, ráðherra og ráðu- neyti allt frá 1904, Hæstarétt og Stjómarráð íslands, þ.e. öll ráðu- neytin og stofnanir sem undir þau heyra, þ. á m. alla skóla landsins, og saga margra stofnana rakin í stuttu máli. Upplýsingar em um sendiráð íslands og ræðismenn, fulltrúa erlendra ríkja á íslandi og um heiðursmerki. Ríkisstjómin gefur bókina út. Bókin er tekin saman af vinnu- hópi, skipuðum einum starfsmanni frá hveiju ráðuneyti, en Birgir Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, annaðist ritstjóm. Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur á hendi sölu Ríkishandbókar- innar. Hluti nema sem útskrifuðust á vorönn Fjölbrautaskólans á Akranesi ásamt Þóri Ólafssyni skólameistara. Akranes: 168 nemendur luku prófi við Fj ölbrautaskólann AkranesL NÍUNDA skólaári Fjölbrautaskólans á Akranesi lauk með skólaslitum laugardaginn 24. mai sl. Þá voru brautskráðir 168 nemendur frá skólanum. 54 nemendur luku prófi frá framhaldsskólanum og 114 nemendur grunnskólaprófi, 20 nemendur luku stúdentsprófi, 26 burtfararprófi af tæknisviði, 5 luku verslunarprófi og 3 nemendur luku 2 ára aðfaramámsbrautum. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Bjami Jónsson, stúdent af málabraut. Alls hlutu 13 nemendur viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur. Listaklúbbur skólans fékk listaverðlaun Nem- endafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi fyrir sýningu sína á leik- ritinu Kitlum eftir Steinunni J6- hannesdóttur. Hafdís Björg Hjálm- arsdóttir fékk viðurkenningu úr minningarsjóði Elínar írisar Jónas- dóttur fyrir íslenska ritgerð. í ræðu Þóris Ólafssonar skóla- meistara kom fram að undanfama 3 vetur hefur nemendum í 9. bekk grunnskóla, sem verið hefur undir stjóm Fjölbrautaskólans, gefist kostur á því að he§a framhaldsnám í kjamagreinum á vorönn, hafi þeir náð tilsettum árangri á haustönn- inni. Hefur áfangakerfi skólans nýst vel til þess að veita nemendum í 9. bekkk viðfangsefni í hverri námsgrein sem mest í samræmi við getu hvers ög eins. Hefur starfið undanfarin 3 ár staðfest að nokkur hluti grunnskólanemenda getur uppfyllt námskröfur grunnskólans fýiT en við lok 9. bekkjar og þar með hafið framhaldsnám fyrr en lög leyfa, gefist þess kostur. Bæjarstjóm Akraness hefur nú samþykkt að ganga til samkomu- lags við önnur sveitarfélög á Vest- urlandi um rekstur sameiginlegs framhaldsskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands. Með stofnun slíks skóla yrði brotið blað í sögu fram- haldsmenntunar á Vesturiandi. Mikil aðsókn nemenda frá svæð- um utan Akraness var að Fjöl- brautaskólanum á Akranesi sl. vetur og sóttu t.a.m. 150 nemendur um pláss á heimavist skólans. Alls stunduðu 540 nemendur reglulegt framhaldsnám við skólann sl. skóla- ár, 89 nemendur sóttu öldungadeild og 114 stunduðu nám í 9. bekk. Kennarar skólans á haustönn vom alls 48 en 49 á vorönn. J.G. KARLAKÓR Reykjavíkur er nú staddur í Saint Malo í Frakk- landi, fæðingarborg Dr. Charcod, leiðangursstjóra á skip- inu Pourqois Pas. I ár eru liðin 50 ár frá þvi að skipið fórst við Islandsstrendur. Af þvi tilefni bauð borgarstjórinn kómum að flytja samnefnt verk Skúla Halldórssonar við minningara- töfn um skipsskaðann, þann 1. júní sl. „Það verður ekki annað sagt en að flutningurinn hafi gert stormandi lukku,“ sagði Skúli í viðtali við Morgunblaðið. „Fagnaðarlæti áheyrenda voru mikil og þurftum við að flytja seinni hluta verksins aftur.“ Meðal viðstaddra á tónleikunum voru ættingjar Dr. Charcod og skip- veijanna 39. Efnisskráin hófst með flutningi „Heimþrár", sem Skúli sagði að hefði verið formáli að aðalatriði kvöldsins. Sigríður Gröndal var einsöngvari í verkinu. Skúli samdi „Pourqois Pas“ fyrir liðlega 25 árum, við ljóð Vilhjálms frá Skáholti. „Verkið hefur aðeins einu sinni verið flutt í útvarpi, en aldrei á tónleikum. I vor sendu yfirvöld í Saint Malo fyrirspum til sendiráðsins í París um hvort kórinn gæti komið og sungið við opnun Dr. Charcod-safnsins. Ferð okkar hingað frá Lúxemborg ásamt uppi- haldi er á kostnað borgarinnar og Málverkasýn- ing Eggerts E. Laxdal EGGERT E. LAXDAL hefur opnað sýningu á málverkum sín- um í Eden í Hveragerði. Þar sýnir hann akrýlmyndir sem flestar eru málaðar á síðastliðnu ári. Eggert er menntaður í Kaup- mannahöfn og hefur haldið sýning- ar bæði hér og erlendis. Að þessu sinni stendur sýningin til sunnu- dagsins 15. júní og er opin á opnun- artfma verslunarinnar í Eden.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.