Morgunblaðið - 05.06.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.06.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986 63 Paraguay vann Irak verðskuldað SUÐUR-Amerísku liðin, Mexfkó og Paraguay, hafa tekið foryst- una í B-riðli heimsmeistara- keppninnar, með tvö stig hvort lið. Mótherjarnir f riðlinum, Belg- ar og írakar hafa ekkert stig hlot- ið. I gœrkvöldi unnu Paraguay- menn l'raka með einu marki gegn engu. Þrír leikir ídag ÞRÍR leikir verða f heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu f dag, tveir f A-riðli og einn í C-riðli. I A-riðli leika Búlgarfa og S-Kórea og Ítalía og Argentfna, en f C-riðl- inum eigast við lið Frakklands og Sovótríkjanna. Hörkuleikir sem sagt. Tveir þessara leikja verða ör- ugglega einstaklega skemmtilegir og jafnir. Leikur ítala og Argentínu- manna ætti að geta orðið mjög skemmtilegur en þó þarf það ekki að vera því liðin gæti bæði sætt sig fyllilega við markalaust jafntefli þó svo ítalir séu ekki ánægðir með jafnteflið úrfyrsta leiknum. Argent- ínumenn eru ekki ánægðir með leik sinna manna gegn Kóreu- mönnum á mánudaginn og þeir reyna því eflaust að gera betur í dag. Leikur Frakklands og Sovétríkj- anna verður örugglega skemmti- legur. Báöar þessar þjóðir hafa á að skipa mjög góðum liöum og eftir stórsigur Sovétmanna gegn Ungverjum á mánudaginn búast menn við miklu af þeim og Frakkar eru einnig taldir til alls líklegir. Nokkuð víst virðist vera að þessar þjóðir komist áfram úr sínum riðli en þaö gæti skipt miklu máli hvort þau komast upp sem sigurlið eða lið númer tvö. Lítið er hægt að segja um það fyrr en úrslitin í kvöld liggja fyrir. Þriðji leikurinn í kvöld er viður- eign Búlgaríu og Kóreumanna. Búlgarar náðu óvænt jafntefli gegn heimsmeisturunum á laugardag- inn og Kóreumenn stóðu nokkuð í Argentínu þannig að hér gæti orðið um góðan leik að ræða. Bæði liðin verða að fá tvö stig ef þau ætla að eiga raunhæfa mögu- leika á að komast áfram í milliriðl- ana. irakar voru ákveðnari til að byrja með og á 15. mínútu átti stjörnu- leikmaður þeirra, sóknarmaðurinn Saeed, skalla eftir hornspyrnu sem varnarmaður Paraguay náði naum- lega að bjarga á línu. Paraguay átti í vök að verjast, og byggði leik sinn einkum á löngum sendingum fram völlinn. í liði íraks átti hinsvegar leikstjórnandinn Ali Hussein góðan leik og mataði framherja sína með góðum sendingum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins að að Paraguay skoraði. En markið var glæsilegt. Þekktasti og besti leikmaður Paraguay, Julio Cesar Romero, sem leikur með Fluminese í Brasilíu, tók þá við langri stungusendingu frá Nunez á snjallan hátt og lyfti knettinum laglega yfir úthlaupandi markvörð íraks. Suður-Ameríkumennirnir voru mun ákveönari í upphafi síðari hálfleiks og tókst að skapa sér nokkur ágæt færi. Leikmenn (raks virtust þreytast þegar líða tók á leikinn, og þó þeir næðu þokkaleg- um sóknum annaö slagið, eyddu þeir mestum tíma í vörn við sinn eigin vítateig. Á síðustu mínútum leiksins áttu Paraguaymenn tveisvar skot í stöng, en leiknum lauk með örugg- um sigri þeirra. , nnHginrt -innf-'r íf* ■■■■ »*>»■" i’warwjii|iww»wi(i» .«■ ■■ • >*■ ~ Símamynd/AP • Mikil harka var í leik Þjóöverja og Uruguay í gærkvöldi og hér má sjá Nelson Daníel Gutierrez nær aö krækja fótunum undan Rudi Völler snemma f leiknum. Jafntefli þrátt fyrir stöðuga sókn Þjóðverja „ÞETTA var dæmigerður leikur f heimsmeistarakeppni,u sagði Franz Beckenbauer, þjálfari Vest- ur-Þjóðverja, eftir 1:1-jafnteflis- leikinn við Uruguay f gærkvöldi. „Leikurinn var grófur, en innan þeirra marka sem eðlileg mega teljast í svona mikiivægum leik.“ Beckenbauer hrósaði sérstak- lega Rumennigge, sem hann sagði að hefði drifið upp baráttu- andann í liðinu þegar hann kom inná í síðari hálfleik. Omar Borr- as, þjálfari Uruguay, fullyrti hins vegar að dómarinn hafi dregið taum Þjóðverja í leiknum. „Dóm- arinn hafði af okkur augljósa vfta- spyrnu í fyrri hálfleik þegar Fran- cescoli var kominn einn innfyrir og Augenthaler sparkaði hann niður. Hefðum við komist tveimur mörkum yfir þá, hefðum við unnið leikinn,“ sagði Borras. Leikurinn var annars ágæt kennslustund í því hvernig „drepa“ á knattspyrnuleik. Strax á sjöttu mínútu leiksins byrjuðu leikmenn Uruguay að tefja hann. Þeir beittu öllum brögðum og svo útsmognum að ekki var nokkuð leið fyrir ágæt- an dómara leiksins að sjá við þeim. í hvert sinn sem þeir fengu auka- spyrnu lagðist einhver niður og þóttist meiddur og ef dómarinn reyndi að reka þá á fætur gafst þeim upplagt tækifæri til aö mót- mæla og láta eins og heimurinn væri að farast — og tefja í eina mínútu eöa svo. Þá pössuðu þeir sig yfirleitt á því að taka innköst og aukaspyrnur á röngum stað — svo dómarinn þyrfti að reka þá til baka. Þetta er að sjálfsögðu niður- drepandi aöferö viö að leika knatt- spyrnuleik, bæði fyrir mótherjann og áhorfendur, ekki síst vegna þess að Uruguay-menn geta aug- Ijóslega leikið stórgóða knatt- spyrnu vilji þeir það viöhafa. Það var því gott bæði fyrir Vestur-Þjóðverja og knattspyrn- una í heild að Uruguay komst ekki upp með þetta. Það var Alzam- endi, sem gerði mark Uruguay á fimmtu mínútu, eftir hörmulega misheppnaða sendingu frá Lothar Matthaus. Þjóðverjarnir sóttu síð- an og sóttu, eins og sjónvarpsá- horfendur gátu séð í gær, en eftir að Augenthaler hafði átt hörkufal- legt skot í þverslá og út virtust þeir vera að gefast upp. En mark Klaus Allofs þegar 5 mínútur voru eftir bjargaði deginum. Danir sigruðu Skota í fjörugum leik í gærkvöldi • Danir höfðu ærna ástæðu til að fagna f gærkvöldi. DANSKA knattspyrnulandsliðið brást ekki aðdáendum sínum f leiknum gegn Skotum í gær- kvöldi. í líflegum og spennandi leik voru þeir betri aðilinn og unnu verðskuldað með einu marki gegn engu. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Bæði liðin áttu nokkur þokkaleg marktækifæri og hvorugt reyndi að hanga lengi á boltanum. Að vanda reyndu dönsku sóknar- mennirnir mikið upp á eigin spýtur, sérstaklega Frank Arnesen, en vörn Skotanna var traust að vanda. Skæðasti sóknarmaður þeirra í fyrri hálfleik var síðan bakvörður- inn Richard Gough, en Danir áttu í mestu vandræðum með aö átta sig á honum þegar hann tók spretti upp hægri kantinn og kom sér í færi. Hann vann einnig flestöll skallaeinvígi gegn dönsku varnar- mönnunum. Lítið bar á Preben Elkjær í fyrri hálfleiknum en Micha- el Laudrup átti góða spretti. Troels Rasmussen virkaði hinsvegar taugaveiklaður og hafði ekki góð áhrif á dönsku varnarmennina. í síðari hálfleik komu Danirnir ákveðnari til leiks og réðu gangi leiksins á fyrstu mínútunum. Þá kom líka eina markið í leiknum. Preben Elkjær-Larsen fékk þá knöttinn utan vítateigs eftir snöggt upphlaup Dana og hreinlega „ruddist“ í gegnum skosku vörn- ina, eins og honum einum lagið. Skot hans var hnitmiðað — í blá- horn skoska marksins. Eins og í öðrum leikjum á HM til þessa dró liðið sem náði foryst- unni sig til baka á vellinum. Danir áttu þó mun hættulegri færi en Skotar á síðasta hálftímanum eftir skyndiupphlaup. Jesper Olsen, Preben Elkjær, og þó sérstaklega Michael Laudrup, áttu stórhættu- legar rispur inn í vörn Skota. Skosku leikmennirnir virtust mun hugmyndasnauðari í sóknarleik sínum. Þeir reyndu einkum að fara upp kantana og gefa háar sending- ar fyrir markið. En sigurinn var sanngjarn og nú eru Danir til alls líklegir. Jafn- tefli Vestur-Þjóðverja og Uruguay í hinum leiknum í E-riðlinum gerir það að verkum að þeir þurfa að öllum líkindum aðeins eitt stig úr leikjunum sem eftir eru til að komast í 16 liða úrslitin. >x< A-riöill: Búlgaría — Ítalía 1:1 Argentfna — Suöur-Kórea 3:1 Staöan: Argentína 1 1 0 Búlgaría 1 0 1 Ítalía 1 0 1 S-Kórea 1 0 0 B-riðill: Belgía — Mexfkó 2:1 Paraguay — írak 1:0 Staöan: Mexíkó 1 1 0 Paraguay 1 1 0 írak 1 0 0 Belgía 10 0 C-ríöill: Kanada — Frakkland 0:1 Sovétrfkin — Ungverjaland 6:0 Staöan: Sovótríkin 1 1 0 Frakkland 1 1 0 Kanda 1 0 0 Ungverjaland 1 0 0 D-ríölll: Spánn — Brasilfa 0:1 Alafr — Noröur-íríand 1:1 Staöan: Norður-írland 1 0 1 Brasilía 110 Spánn 100 Alsír 1 0 1 E-ríöill: Þýskaland — Uruguay 1:1 Skotland — Danmörk 0:1 Staöan: Danmörk 1 1 0 V-Þýskaland 10 10 Uruguay 1 0 1 Skotland 10 0 F-ríöill: Marokkó — Pólland 0:0 Portúgal — England 1:0 Staöan: Portúgal 1 1 0 Marokkó 1 0 1 Pólland 1 0 1 England 1 0 0 1 0:6 1:1 1 1 1:3 0 0 1:0 2 0 0:0 1 0 0:0 1 1 0:1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.