Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 B 3 •Pátur Ormslev og Guðmundur Torfason gátu svo sannarlega kœst eftir aA hafa unnið stórsigur á FH-ingum, 6:1, á Kaplakrika á laugardag- inn. Þeir takast hár f hendur eftir að Guðmundur hafði skorað þriðja mark sitt f leiknum eftir hornspyrnu frá Pátri. Pétur lagði upp þrjú og skoraði tvö sjálfur fjærstöng, hann renndi síðan knettinum út á Pétur sem skor- aði með þrumuskoti í autt mark- ið frá vítapunkti. Tíu mínútum síðar skoraði GuðmundurTorfa- son sitt annað mark er hann hamraði knöttinn í netið með skalla eftir fasta aukaspyrnu frá Pétri Ormslev, fallegt mark og vel að því staðið. Enn sækja Framarar og á 71. mínútu skoraði Pétur fimmta mark Fram er hann fékk laglega sendingu innfyrir vörn FH og lék á Halldór og skoraði af öryggi. Fjórum mínútum síðar fékk Gauti Laxdal kjörið marktæki- færi til að auka muninn er hann fékk laglega sendingu frá Guð- mundi Torfasyni fyrir opnu marki, en hitti ekki knöttinn. Stuttu seinna komst Guðmund- ur Torfason tvívegis í gegn en fyrst fór gott skot hans í Halldór markvörð og í seinna skiptið skaut hann hátt yfir úr góðu færi. En sjötta mark Fram lá í loft- inu og það kom svo þremur mínútum fyrir leikslok. Guð- mundur Torfason innsiglaði þrennu sína og stórsigur Fram með þrumuskalla í netið eftir góða hornspyrnu frá Pétri, sem var besti leikmaður þessa ieiks og hefur undirritaður aldrei séð hann leika eins vel, það var sama hvað hann gerði allt gekk upp hjá honum. Guðmundur Torfason var einnig mjög góður og eins allt lið Fram sem lék eins og þeir gera best. FH-ingar vilja örugglega gleyma þessum leik. Ekki var steinn yfir steini í seinni hálfleik, það var aðeins í byrjun sem þeir sýndu sæmileg tilþrif en munurinn á liðunum var eins og tölurnar bera með sér. — Guðmundur Torfason skoraði þrennu KAPLAKRIKAVöLLUR 1. deild: FH-Fram:1:6(1:2 Mark FH:Magnús Pálsson á 4. mínútu. Mörk Fram:Guömundur Steinsson á 13. mín. Guömundur Torfason á 17., 58. og 87. mín. og Pótur Ormslev á 53. og 71. mín. Gul spjöld:Þóröur Marelsson og Jón Sveins- son, Fram. Dómari.’Friðgeir Hallgrímsson og var hann þokkalegur, hefði mátt nýta meira hagnaðar- regluna. Áhorfendur.450 EINKUNNAGJöFIN: FH’.Halldór Halldórsson 1, Viöar Halldórsson 2, Hlynur Eiríksson vm (lók of stutt), Ólafur Kristjánsson 3, Ólafur Jóhannesson 2, Henn- ing Henningsson 2, GuÖmundur Hilmarsson 2, Ingi Björn Albertsson 2, Ólafur Danívalsson 1, Hörður Magnússon vm (lék of stutt), Pólmi Jónsson 2, Magnús Pálsson 2 og Kristján Gíslason 2. Samtals:21. Fram:Friörik Friðriksson 3, Þorsteinn Vil- hjálmsson 3, Þóröur Marelsson 2, Jón Sveins- son 3, Viöar Þorkelsson 3, Gauti Laxdal 3, Kristinn Jónsson 2, Pótur Ormslev 5, Steinn Guöjónsson 3, Arnljótur Davíösson vm (lék of stutt), Guömundur Torfason 4, Guömundur Steinsson 3, Ormarr Örlygsson vm (lók of stutt) Samtals:34 FH-ingar fengu óskabyrjun í leiknum er Magnús Pálsson skoraði með skalla á 4. mínútu eftir hornspyrnu frá Ólafi Jó- hannessyni. Framarar áttu eftir að bæta um betur og komu þeir knettinum sex sinnum i netið hja FH áður en yfir lauk. Mörk Fram hefðu hæglega get- að orðið fleiri. Pétur Ormslev fór á kostum í þessum leik, hann kom við sögu í fimm af sex mörkum Fram, skoraði tvö sjálf- ur og lagði upp þrjú. Hann lék í þessum leik sem framliggjandi tengiliður og virðist kunna því vel. GuðmndurTorfason skoraði þrennu og er annar leikmaður 1. deildar sem það gerir á þessu keppnistímabili og er nú marka- hæstur í 1. deild. Markatala Fram vænkaðist mjög við þenn- an stórsigur á Kaplakrikanum þar sem þeir virðast hafa tak á FH.Í fyrrasumar unnu þeir einnig stórsigur5:1. Framarar jöfnuðu leikinn á 13. minútu. Pétur lék þá upp að endamörkum hægra megin og FH - FRAM 1:6 I VALUR B. JÓNATANSSON | 1 RAGNAR AXELSSON J gaf háa sendingu fyrir markið og þar virtist Halldór markvörð- ur hafa knöttinn en hann missti hann frá sér og Guðmundur Steinsson þakkaði fyrir og pot- aði í netið. Fjórum mínfum síðar náðu Framarar forystunni er Guðmundur Torfason skoraði GARÐSVÖLLUR1. deild: Vlftlr- |BK0:1 (0:1) Marfc íBK: Óli Þór Magnússon á 12. mfnútu. Gul spjöld: Vilhjálmur Einarsson og Helgi Bentsson úr Víöi og þeir Gunnar Oddsson og Rúnar Georgsson úr Keflavík. Dómari:Magnús Jónatansson og var hann slakur. Áhorfendur: 810. EINKUNNAGJÖFIN: Víöir: Gísli Heiöarsson 1, Klemenz Sœmunds- son 1, Hlíöar Sœmundsson (vm. lók of stutt), Vilhjálmur Einarsson 3, Mark Duffield 2, Daníel Einarsson 3, Guöjón Guömundsson 2, Helgi Bentsson 2, Björn Vilhelmsson 2, Ólafur Róbertsson 1, Svanur Þorsteinsson (vm. á 63. mín.) 1, Vilberg Þorvaldsson 1, Grétar Einars- son 1. Samtals: 19 ÍBK:Þorsteinn Bjarnason 2, þór Sigþórsson 2, Freyr Sverrisson 2, Jón Sveinsson (vm. lók of stutt), Skúli Rósantsson 2, Gunnar Oddsson 3, Sigurjón Sveinsson 1, Siguröur Björgvins- son 2, Óli Þór Magnússon 3, Rúnar Georgsson 1, Jóhann Magnússon (vm. á 55. mín.) 2, Einar Ásbjörn Ólafsson 2, Gísli Grétarsson 1, Samtals: 22 Það tók leikmenn beggja liða nokkurn tíma að átta sig á sterkum hliðarvindi í Garðinum á laugar- daginn. Gísli Heiðarsson mark- með lúmsku skoti rétt utan víta- teigs, sem Halldór hefði átt að verja. Eftir þetta komu FH-ingar meira inn í leikinn en náðu þó ekki að skora þrátt fyrir að Ingi Björn Albertsson og Ólafur Danívalsson kæmust báðir fríir innfyrir vörn Fram, en Friðrik náði knettinum af tánum af Inga Birni sem reyndi að leika á hann og skot Ólafs frá vítapunkti fór réttframhjá. Seinni hálfleikur var algjör- lega eign Framara. Þriðja mark þeirra kom á 53. mínútu. Jón Sveinsson lék þá upp völlinn frá miðju upp að vítateig þar sem hann gaf laglega sendinu yfir á Guðmund Torfason, sem var við Víðir - IBK 0:1 vörður Víðis var þó manna lengst að átta sig á vindinum og það kostaði mark á 12. mínútu. Freyr Sverrisson gaf þá fyrir frá hægri, undan vindinum, og virtist Gísli vera alveg öruggur með að hand- sama knöttinn. Oli Þór Magnússon hljóp þó á eftir svona rétt til að vera alveg viss og það borgaði sig svo sannarlega því Gísli missti boltann klaufalega í gegnum hend- urnar á sér og Óli Þór náði að pota honum í netið. Keflvíkingar •Óli Þór Magnússon skorar hér slgurmark Keflvikinga I leiknum gegn Víði í Garðinum. Ólafur Róbertsson reynir allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir markið. miklu skárri Leikurinn var annars með ein- dæmum leiðinlegur enda ekki við miklu að búast í rokinu eins og það var á laugardaginn. Keflvíkingar þó alltaf mun skárri í leiknum og sigur þeirra sanngjarn og hefði mátt vera stærri ef eitthvað var. Þorsteinn Bjarnason markvörð- ur ÍBK þurfti aðeins einu sinni að verja skot í leiknum. Það var á 76. mínútu sem Svanur átti gott skot að marki en Þorsteinn varði vel f horn. Þetta var annað af tveimur færum heimamanna. Hitt gerðist þannig að Þorsteinn ætlaði að sparka frá marki sínu. Boltinn lenti í varnarmanni og til Guðjóns sem var rétt utan vítateigs og markið tómt. Skot hans fór langt yfir markið. Keflvíkingar fengu mun fleiri færi þó svo þau kæmu ekki fyrr en á lokamínútum leiksins. Freyr og Gunnar skutu með stuttu milli- bili góðum skotum af stuttu færi en Gsili náði að bjarga í bæði skipt- in og skömmu síðar sólaði Óli Þór laglega upp að endamörkum og gaf þaðan út á markteiginn til Sigurður Björgvinssonar en hann hitti ekki tuðruna og tókst ekki að skora. Hér hafa öll marktækifæri leiks- ins verið talin upp og eins og les- endur sjá voru þau ekki mörg. Leikurinn einkenndist af talsverðri hörku enda tvö Suðurnesjalið að bítast. Keflvíkingar höfðu betur að þessu sinni og var það sanngjarnt. Þeirra bestur var Óli Þór Magnús- son og er langt síðan hann hefur verið í eins góðri æfingu og núna. Hann er á ferðinni allan leikinn og skapar oft mikla hættu við mark andstæðinganna. Hann mætti þó vera aðeins fyrr að losa sig við knöttinn. Gunnar Oddsson lék einnig vel í þessum leik en aðrir voru slakari. Hjá Víði voru þeir bræður Vil- hjálmur og Daníel Einarssynir bestir. Þeir stöðvuðu ófáar sóknir Keflvíkinga en þeir léku sem mið- verðir í þessum leik og voru reynd- ar þeir einu sem léku nokkuð vel að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.