Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 Öruggt hjá Mexíkönum „ÞETTA er allt í áttina hjá okkur, I frá því að vera góður," sagði en varnarleikurinn er samt langt I Bora Milutinovic, þjálfari Mexíkó, Símamynd/AP • Manuel Negrete (nr. 22) var hetja Mexíkana (leiknum gegn Búlgar- íu á laugardaginn. Hann skoraði fyrsta mark leiksins með hreint ótrú- legu skoti þar sem hann henti sér flötum og klippti boltann laglega í netið. Mexfkó var fyrsta þjóðin til að tryggja sár þátttökurétt (8-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. eftir að lið hans hafði tryggt sér ssati f átta liða úrslitunum á HM, með öruggum 2:0-sigri á Búlgar- 1 íu. Mexíkó vann leikinn fremur auðveldlega með mörkum í sitt hvorum hálfleik frá Negrete og Servin. Búlgarir voru áberandi slakir í leiknum, sérstaklega í sókn- inni, og þjálfari Mexíkó lét í Ijós undrun á máttleysi þeirra eftir leik- inn. „Ég átti von á miklu meiri mótstöðu." Vutsov, þjálfari Búlgara, var að venju fámáll eftir leikinn, en sagði þó lið sitt hafa verið reynslulítið og því mjög taugaóstyrkt á móti Mexíkönum, sem höfðu að sjálf- sögðu alla áhorfendur á sínu bandi. Þegar hann var spurður hvers vegna lið hans hefði ekki leikið betur f keppninni svaraði hann: „Það er nokkuð sem knatt- spyrnusambandið í Búlgaríu á að ræða um.“ Borislav Mihailov, hinn stórkost- legi markvörður Búlgara, er talinn sá eini leikmanna liðsins sem kemur út úr heimsmeistarakeppn- inni með sæmilega óflekkaðan orðstýr sem knattspyrnumaður. Hverjir gerðu fallegustu mörkin í riðlakeppninni? Símamynd/AP • Belgfumenn komu mjög á óvart f 16-liða úrslitum er þeir sigruðu Sovétmenn með fjórum mörkum gegn þremur í mjög góðum leik. Hér er besti leikmaður þeirra, Nico Claezen, f baráttu við sovéska markvörðinn, Rinat Dassa- ev. Sovótmenn sem voru taldir sigurstranglegir f keppninni urðu því að pakka saman og halda heim, en Belgfu- menn halda áfram. Sovétmenn óvænt slegnir úr keppni SIGUR Belga á Sovótmönnum f hinum stórkostlega leik á sunnu- dagskvöldið vartalinn mikill sigur fyrir Guy Thys, þjálfara Belga. Hann kom auga á eina veikleik- ann f liði Sovétmanna, fremur svifaseina miðverði, og notfærði sér það út í ystu æsar. Þrjú fyrstu mörk Belganna komu eftir langar sendingar innfyrir mlðverðina, þar sem sóknarmenn Belga voru komnir og gátu skorað. Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu var leikurinn í einu orði sagt stórkostlegur. Sjö glæsileg mörk, fullt af dauðafærum við bæði mörkin, frábær samleikur á vellin- um og framúrskarandi einstakl- ingsframmistaða í einum og sama leiknum er nokkuð sem yfirleitt sést ekki á knattspyrnuvelli. Sovét- menn virtust framan af ætla að vinna öruggan sigur en seigla Belga, og nokkur heppni, færði þeim óvæntan sigur. Sovéski þjálfarinn Lobanovsky sagði eftir leikinn að lið sitt heföi gert mistök — „mistök sem við höfum ekki gert áður. í fyrstu tveimur mörkunum sluppu sóknar- menn Belga alveg fríir innfyrir. Slíkt á ekki að vera hægt í 16 liða úrslit- um í heimsmeistarakeppni," sagði hann. Guy Thys, sem hefur verið gagnrýndur mjög í Belgíu vegna slakrar frammistöðu liðsins í riðla- keppninni, er nú aftur kominn efst á vinsældalistann. „Besti þjálfarinn er sá sem hefur bestu leikmenn- ina,“ sagði hann — hógværðin uppmáluð. ALLS voru gerð 84 mörk f riðla- keppni HM, en hvert þeirra var fallegast? Yfir því velta nú knatt- spymuáhugamenn vöngum. Svarið er ekki einfalt — sumir vilja sjá þrumuakot af löngu færi, aðrir vilja glæsilegan samleik aiveg að marklfnu og enn aðrir kjósa stór- kostlegan einleik f gegnum varnir andstæðinga. Augljóst er þó að nokkur mörk standa uppúr. • Þrumuskot Josimars hins brasilíska af 30 metra færi efst f markhornið hjá Jennings f frska markinu. • Markið sem Maradona gerði á móti ítalfu, þegar hann skaust framfýrir varnarmann og úr ótrú- iega þröngu færi náði að koma óverjandi skoti á markið. • Mark Jean Tigana gegn Ung- verjalandi, þegar hálft franska liðið tók þátt f þríhymingsspili allt frá sfnum eigin vallarhelm- ingi, sem endaði með föstu skoti fbláhomið. • Mark Fernandez hins franska gegn Sovétmönnum, þegar Gir- esse sendi hámákvæma vipp- sendingu innfyrir vöm Sovét- manna og Fernandez héit jafn- vægi f erfiðri stöðu — og skoraði með föstu skoti. • Mark Sovétmannsins Vassily Rats f sama leik — þrumuskot efst f markhorniö af 30 metra færí. • Mark Michael Laudrup gegn • Eitt af þeim fallegrí. Galli, ftalski markvörðurínn, er alls ófær um að bjarga þrumuskoti Kóreumannsins Choi Soon-Ho. Uruguay, þegar hann lék framhjá fjórum varnarrnönnum, þelrra á meðal markmanninum, áður en hann renndi boltanum f markið. • Mark Kóreumanna Choi Soon-Ho gegn ítalfu, ofsafast skot efst f hornið frá vfteteig. • Eða bæði mörk hins marokk- anska Khairi af löngu færí gegn Portúgal. Svona mætti halda áfram. En það er vfst ekki fegurð markanna sem vinnur leiki, heldur fjöldi þeirra, og það er þvf við hæfi að Danir og Sovótmenn eru talin skemmtilegustu liðin á HM — skoruðu bæði nfu mörk f riðla- keppninni, þremur fleiri en næstu lið. Hamagangur hjá Uruguay SEX mexfkanska lögreglumenn þurfti til að skakka leikinn — eftir leik Skota og Uruguay, þegar æstir blaðamenn frá Uruguay þyrptust að búningsklefa landa sinna. Sjónvarpsmenn meö myndavél- ina og hljóðupptökutæki, útvarps- menn og blaðamenn hópuðust í slíkum mæli að búningskiefanum að ekki var nokkur leið fyrir menn að komast úr honum eða í hann. Ekki var því hægt að halda blaða- ÞRJÁTlU og þrjú þúsund áhorf- endur komu að meðaltali á leikina á riðlakeppni HM. Langflestir áhorfendur voru á lelki Mexfkó eða 111 þúsund að meðaltali. Næstflestir áhorfendur komu á leik Búlgara og vegur þar þyngst opnunarleikurinn gegn Ítalíu, sem mannafund, eins og venja er eftir leiki. Skosku blaðamennirnir flaut- uðu og púuðu á kollega sína, en ekkert gerðist fyrr en lögreglan kom og stuggaði við þeim. Á blaðamannafundinum, sem loks var haldinn, var Borras, þjálf- ari Uruguay, enn spurður um morðhótanir þær sem dundu yfir hann og fjölskyldu hans eftir tapið stóra gegn Dönum. Þeim hefur linnt eftir að Uruguay tryggði sér rétt til að leika í 16 liða úrslitunum. 95 þúsund manns sáu. Þriðja liö, hvað áhorfendafjölda snertir, er Brasilía, þá Argentína, Paraguay, Belgía, ítalía, Spánn og Frakkland. Langflestir áhorfendur koma á leiki í Mexíkóborg. Fæstir áhorfendur, 13.800, komu á leik Ungverjalands og Kanada. Pólverjar 40 kg léttari ÞAÐ ER greinilega ekkert grfn að leika knattspyrnu vfð þær að- stæður sem boðið er uppá f Mexfkó — brennandi hita og þunnu lofti. í leik Póliands og Portúgal í Monterry léttist pólska landsliðið um 40 kg samtals. Leikmennirnir voru vigtaðir fyrir og eftir leikinn, og þrátt fyrir að drekka vel í leik- hléi og á meðan á leiknum stóð voru þeir allir 3 til 4 kflóum léttari en áður en þeir byrjuðu. Flestir sjá Mexíkana leika MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 B 5 Bearzot óánægður með keppnisfyrirkomulagið ENZO Bearzot er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa skipulag þessarar heimsmeistarakeppni. „Við erum nýbúin að horfa á einhverja daufustu riðlakeppni heimsmeistaramótsins frá upp- hafi,“ sagði Bearzot. „Það er ekki undaríegt," bætti hann við. „Þeg- ar aðeins átta lið af tuttugu og fjórum detta út eftir hálfs mánað- m' fyi ar spilamennsku þá er ekki von á góðu.“ Það var minni spenna, færri örk, minni dramatík en á Spáni fyrir fjórum árum. Þá duttu 12 lið út eftir fyrri umferð, og allir leikirnir voru mikilvægir. Nú dugðu sumum einn sigur í þremur leikjum til að komast áfram, eða tvö jafntefli og eitttap." Bearzot gagnrýndi einnig út- sláttarfyrirkomulagið í 16 liða úr- slitunum. „ítalir eru núverandi heimsmeistarar, Frakkar eru nú- verandi Evrópumeistarar. Það er í hæsta máta óeðlilegt að annað hvort þessara liða sé útilokað frá frekari þátttöku svo snemma í keppninni," sagði Bearzot. • Enzo Bearzot, þjálfari Italfu, er ekki ánægður með keppnis- fyrirkomulagið á HM. L ambapiparsteik að bætti húsbóndans Handa 4 / þennan rétt má nota innanlærisvöðva, 800g lambakjöt 4-5 msk matarolía 2msksmjör 2mskhveiti 1 msk sojasósa 1 msk grófmulinn, svartur pipar iátsktimian 2dlrjómi 2 msk kom'ak eða brandy kí msk kjötkraftur Kjötið skorið i hœfilega stórar sneiðar og barið létt. Salti, pipar og timian nuddað í kjötið. Olíanerhituðúpönnunni. Kjötið er brúnað í V/2 mín á hvorri hlið, síðan sett til hliðar, hveitinu stráð yfir olíuna og hrcert saman, rjómanum hellt útáog síð- an er afganginum afkryddinu og smjör- inu bœtt rólega saman við. Ef þetta þykknar um ofeða verður ofsterkt má bceta vatni út í. Þegar sósan er til er kjötið sett út í sósuna á pönnunni og látið sjóða í V2 mín. Við búum við þau forréttindi að eiga kjöt sem er í fremstu röð á heimsmarkaði - hreint og algjöriega ómengað af hvers konar aukaefhum - kjöt af íslensku fjallalambi. Einstök gæði hráefnisins gefa okkur ótrúlega fjölbreytta möguleika á matreiðslu hvort sem við viljum á foman, hefðbundinn eða nýjan hátt. Hver aðferð lýtur eigin lögmálum sem vert er að kynna sér til að ná góðum árangri. Og verið óhrædd við að prófa nýjar aðferðir. - Kjöt af íslensku fjallalambi svíkur aldrei. Margir telja frampartinn besta hluta lambsins. Hann er ódýrari en læri og hryggur, safaríkur og hentar vel í hvers konar pottrétti eða heilar steikur og er frábær á grillið. Skerið burtu sýnilega fitu ef þið viljið magurra kjöt. • Látið frosið kjöt þiðna í ísskáp 4-6 daga fyrir notkun og standa við stofuhita síðustu klukicu- stundimar - og kjötið verður enn meyrara. • Notið ekki of sterkt krydd. Lambið lifir á safaríkum villtum jurtum - leyfið bragðinu að njóta sín. íslenska blóðbergið hæfir kjötinu mjögvel. • Prófið að steikja stórar steikur við lágan hita t.d. 140°C í ca. 45 mín pr. kíló. Brúnið síðan við hærri hita í 10 mínútur og leyfið steikinni að standa stundarkom (5-10 mínútur) áður en máltíð hefst, þá dreifist safinn um kjötið. • Saltið ekki á skoma fleti fyrr en eftir steikingu. a^— með skinku og grænmeti Handa 4 12 þunnar sneiðar úr læri, skomarlangs- umafheilulæri Vt tsk nýmalaður pipar 1-2 msk matarotía 12 þunnar sneiðar reykt skinka 1 meðalstórt blómkálshöfuð 150 g ferskir sveppir eða hálfdós niðursoðnir 5 ferskir tómatar eða bálfdós niðursoðnir 2 msk smjör eða smjöriúd hálfdós niðursoðnar Þvoið blómkálið og skiptið í greinar. Þvoið sveppina í saltvatni og skerið í tvennt. Afhýðið tómatana með því að dýfa þeim í sjóðandi vatn. Dósatómatar eru yfirleitt ajhýddir. Hitið smjör í potti, sjóðið sveppina, blómkálið og baunimar í smjörinu í nokkrar mínútur. Efþið eruð með dósa- baunir, eru þærsettar í, þegar blómkálið og sveppimir eru soðnir. Gœtið þess að þetta brenni ekki. Setjið síðan tómatana út (, lok á pottinn og sjóðið ( nokkrar mínútur. Stráið pipar á kjötsneiðamar, vefjið upp skinkuna og sneiðamar utan um. Festið með tannstöngli. Hitið olíuna á pönnu þar til rýkur úr henni og steikið rúllumar á öllum hliðum, þar til þœr eru vel brúnaðar. Setjið grænmetið á fat, raðið rúllunum ofan á. f 1 I If" C7 ífl .11. J It 1 I MARKAÐSNEFND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.