Morgunblaðið - 29.06.1986, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Börn á aldrinum 6—16 ára eru tveimur sentimetrum hærri en jafnaldrar þeirra i öðrum löndum.
íslensk böm liávaxiiari en
jafnaldrar þeirra í öðrum löndum
Þetta kemur fram í rannsóknum á skólabörnum á höfuðborgarsvœöinu
sem gerð var á árunum 1983—84 aflœknunum Atla Dagbjartssyni,
Gesti Pálssyni, Árna Þórssyni og VíkingiArnórssyni.
Islensk börn á aldrinum
6-16 ára eru að meðal-
tali tveim sentimetrum
hærri en erlendir jafii-
aldrar þeirra. Þetta eru
niðurstöður mælinga,
sem læknarnir Atli
Dagbjartsson, Ámi Þórsson, Gest-
ur Pálsson og Víkingur Amórsson
hafa gert á bömum á höfuðborg-
arsvæðinu á árunum 1983-84.
Mældu þeir líkamsvöxt bamanna,
þ.e. haeð, þyngd, höfuðmál og
þykkt húðfellinga til að meta
næringarástand þeirra. Úrtak
bamanna var stórt, en §órða
hvert bam í grunnskólum Reylqa-
víkur og nágrannabyggða var
rannsakað.
Atli Dagbjartsson læknir sagði
í viðtali við Morgunblaðið að aðal
tilgangur rannsóknanna væri að
finna vaxtarstaðal fyrir íslensk
böm.
Sagði hann jafnframt að þessar
niðurstöður kæmu heim og saman
við athuganir Gunnars Bierings
læknis á nýfæddum bömum hér
á landi, en þau eru stærri en ný-
fædd böm á Norðurlöndunum.
En hvemig stendur á því að
íslensk böm em hærri en erlendir
jafnaldrar þeirra?
„Við vitum ekki hvemig á því
stendur," sagði Atli, „en draga
má þá ályktun að það stafí af
góðum lífsskilyrðum á íslandi auk
erfða."
Að sögn Atla verður rannsókn-
unum haldið áfram á landsbyggð-
inni og er ætlunin að taka þar
stikkpmfur á bömunum. Þegar
hafa farið fram mælingar á böm-
um á Norðurlandi og í haust er
ætlunin að fara í hina landsflórð-
ungana. „Við höfum einnig í
hyggju að mæla böm frá fæðingu
til 6 ára á sama hátt en það
verður langtímarannsókn, en
bömunum verður fylgt eftir á
þessu skeiði," sagði Atli.
Það em ekki aðeins bömin sem
em hávaxin, því íslendingar em
með hávaxnari þjóðum og fer
meðalhæð þeirra vaxandi. Þetta
kemur fram í athugun, sem
Hjartavemd hefur gert meðal
annars á hæð og þyngd frá árinu
1967. Ef tekið er dæmi af íslensk-
um körlum á aldrinum 30-34 ára
þá em þeir að meðaltali 180 sm.
Jafnaldrar þeirra í Danmörku em
177 sm, í Svíþjóð 175 sm, og
Bandaríkjunum 177 sm, ogBelgíu
173 sm.
Ef við tökum konur á íslandi,
sem em 35 ára þá em þær 165
sm að meðaltali á hæð. Danskar
konur á sama aldri em 164 sm,
sænskar, norskar og Bandarískar
konurem163 sm.
Að sögn Nikulásar Sigfússonar
yfirlæknis Hjartavemdar þá fylgir
þessi hækkun á íslendingum
almennt batnandi lífskjömm. En
síðastliðin 25 ár hefur meðalhæð
kvenna aukist um 3 sm og hjá
körlum 3-4 sm á sama tíma.
HE.
ATHUGIÐ
Lokað mánudaginn 30. júní
vegna vörutalningar.
Opnum kl. 10 þriðjudagmn 1. júlí.
Kringlunni 7
Til sölu
22 feta Flugf iskur frá Flateyri.
Vél BMW 165 díesel, björgunarbátur, talstöð og
dýptarmælir fylgja, góð innrétting.
Upplýsingar í síma: 76139, 687363, 36816.